Morgunblaðið - 14.07.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.07.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUH 14. JULI 1976 „Ólympíuleikar eru engar Sam- einuðu þjóðir" Killanin: Killanin: 80% af tíma mínum eyði és í ad herj- ast vid alls konar stjórn- málavandræói. Franska blaðið l’Express k.vnnti nýlega Michael Mossis, þriðja barón af Killanin, sem hefur verið forseti Ólympfu- nefndarinnar síðan 23. ágúst 1972. Hann er 61 árs gamall, minnir I útliti á þungaviktar- boxara, sem fyrir liingu hefur yfirgefið hringinn, rjóður I andliti, augun postulínsblá og yfir hvelfist hvítt þykkt hárið. Þessi glaðlegi kurteisi tri, fjög- urra barna faðir, pípureykinga- maður, sem drekkur óblandað, og er sífellt í góðu skapi, tók við starfinu af Bandaríkja- manninum Every Brundage, sem hafði stýrt Olympíunefnd- inni með harðri hendi I 20 ár. Hann hafði verið rithöfundur, blaðamaður, og einnig tekið þátt t skemmtiiðnaðinum sem meðstjórnandi kvikmynda m.a. f hinni ógleymanlegu mynd Johns Fords „Rólegi maður- inn“. Nokkrum vikum fyrir opnun Olympfuleikanna f Montreal ræddi hann við blaða- mann frá franska blaðinu l’Ex- press f aðalstöðvum Alþjóð- legu olympíunefndarinnar f Lausanne um „vandamál ólvm- píuleika”. Það var áður en Kan- adamenn neituðu að taka við Formósumönnum. Fer viðtalið hér á eftir. l’Express: Nú eruð þér búinn að vera forseti Olympíunefnd- arinnar í fjögur ár. 1972 átti olympíuhreyfingin á hættu að verða kaupmennsku og pólitík að bráð. Hvernig er þetta nú? Killanin: Það er eins ástatt nú. 80% af tíma mínum eyði ég í að berjast við alls konar stjórnmálavandræði, til að reyna að vernda olympíustefn- una fyrir stöðugri hættu, sem yfir henni vofir. Hún kemur bæði frá fyrirtækjum og ríkis- stjórnum. Inn á milli eru svo þeir'— og ég er einn þeirra — sem vilja þjóna íþróttunum en ekki láta þær þjóna sér. L’Express: Það er helzt að skilja að Olympíunefndin sé orðin eins konar sameinaðar þjóðir. Sjálfstýrður meirihluti setur þar lögin. Austurblokkin og þriðji heimurinn hafa sivax- andi völd. Ottist þér ekki að Olympíuhreyfingin breytist allt í einu i hugsjónastrið? Killanin: Ólympíunefndin er ekki enn orðin að Sameinuðu þjóðunum. Vissulega eru rikja- blokkir, en þær eru frentur landfræðilegar og af tungu- málatagi en pólitiskar. Það eru Suður-Ameríka, enskumælandi Afrfka og frönskumælandi Af- ríka o.s.frv. En satt er að öfga- stefnur, þjóðarrembingur vissra afla í þriðja heiminum, gera mann dálitið órólegan. í Austur-Evrópu skipta stjórn- völd sér meira af íþróttum en á Vesturlöndum. Hvað get ég við því gert? Eg tek heíminn bara rétt eins og guð hefur skapað hann. Svo vil ég bæta því við, að ég held ekki að hreyfingin leysist upp, nema menn vilji láta hana gera það. Annars höfum við þegar hafið langar umræður um viðfangsefnið: hvert stefnir Ólympíuhreyfingin? Sjálfur hefi ég trú á því að hún lifi af, og að Ólympíuleikarnir haldi áfram lengi enn, þrátt fyrir storminn sem nú geisar. Ann- ars hefði ég kosið að líka væri hægt að halda leikana i löndum á þróunarbraut og í nokkrum iitlum löndum sameiginlega. Til dæmis gæti ég vel látið mér detta í hug að Beneluxlöndin tækju leikana sameiginlega. Vegna mikils kostnaðar var ég hræddur um að ekki fengj- ust umsækjendur. En þegar eru sex lönd komin á biðlista fyrir leikana 1984. Meðal þeirra eru Iran og Skotland. Ég hefði vilj- að, að einhverju fátæku landi, sem samt hefur vel uppbyggða íþróttahreyfingu, yrði úthlutað leikunum. Til dæmis Nígeríu, Alsír . . . l’Express: En mundu slik lönd ekki setja einhverja póli- tíska skilmála, svo sem að útí- loka ísrael, sem nú er þegar búið að útiloka frá Asíuleikun- um 1978 af „öryggisástæðum”? tJtsýni yfir Ólympfuþorpið f Killanin: Hinar 132 aðildar- þjóðir Ólympíunefndarinnar hafa þegar skuldbundið sig til að virða reglurnar um að ekki megi mismuna vegna kynþátt- ar, stjórnmála eða trúarskoð- ana. Því miður eru sumar að reyna að snúa út úr þeim. Eins og á Asíuleikunum. Ég hefi meiri áhyggjur af því að Israel verði útilokað en Suður-Afríka, sem ekki virðir Ölympíusátt- málann, andstætt ísrael. En á sama hátt var byrjað á því að útiloka S-Afríku af „ör- yggisástæðum”. Ég vil leggja áherzlu á það við aðildarþjóð- irnar, að þær rugli ekki saman iþróttum og stjórnmálum. En þessar þjóðir láta eins og þær heyri það ekki. Hvað get ég meira gert? l’Express: Móðgast. Gert uppistand. Það gerði Avery Brundage. Killanin: í fyrsta lagi er ég ekki Avery Brundage. Ég er írskur lýðveldissinni og friðar- sinni. Ég barðist fyrir frelsun Frakklands. Faðir minn féll í fyrri heimsstyrjöldinni og er grafinn í Compiegne. Það er komið nóg af stríðum. Ég trúi ekki á uppistand. Jieldur á stjórnvisku, á að íeggja að mönnum. Ég vil fá stjórnirnar til samvinnu um að viðhalda Ólympíuandanum. Og að forð- ast einræði þegar leikarnir eiga I hlut. Ef ég gerði uppistand, eins og þér stingið upp á, þá yrðu áhrifin þau ein að auka taumhald stjórnana á íþróttun- um. En ekki öfugt. l’Express: Þér virðist orðinn einstaklega frið^amur, af ír- lendingi að vera, sem áður fyrr var mesti bardagamaður. Killanin: Kannski. Ég fer mér hægt. Ég vildi draga úr þjóðarrembingnum, þjóðernis- stefnunni, fella niður þjóð- söngvana á Ólympiuleikunum. Það fékk ekki fylgi. í staðinn tókst mér að fá skipt á raun- verulegum byssum og skugga- mynd af mönnum fyrir loft- byssur og geðfelldari skotmörk i skotkeppninni. l’Express: Þér verðið að af- saka mig, en ég efast um að almenningur hrópi húrra fyrir því. Á sama hátt og það virðist ekki neinn heimsviðburður að þér stunguð upp á að innleiða badminton á Ólympíuleikana. Killanin: Badminton er mjög útbreiddur leikur í Asíu og ekki smitaður af atvinnu- ntennsku og hann á skilið að vera á dagskrá Ólympíuleik- anna. Þrátt fyrir erfiðleikana held ég að Ólympiuleikarnir muni halda lengi áfram enn, hvort sem er til ills eða góðs. í rauninni liggur mest hættan fyrir Ólympíuleikana i deilun- um fyrir botni Miðjarðarhafs- ins. Eftir 20 ár veróur það eitt- hvað annað. l’Express: Þér eruð kosinn til 8 ára. Ætlið þér að vera aftur i framboði? Killanin: Samkvæmt reglun- um hefi ég leyfi til að bjóða mig fram aftur. En ég hefi ekki í hyggju að gera það. l’Express: Þeim fer sífellt fjölgandi menntamönnunum, sem efast um réttmæti sjálfs grundvallar leikanna, sam- keppninnar og verðlaunaveit- inganna. Killanin: Það er auðvelt að rífa niður, að gagnrýna stöðugt. Alltaf eru einhverjir, sem ekki eru sammála. Sjálfur tel ég þessar hugsjónir jákvæðar. l’Express: Hver er afrakstur- inn af fjögurra ára setu yðar í starfi? Stundum er sagt: Killan- in lávarðuter indælismaður og mjög þægilegur I umgengni. En ef til vill ekki nægilega afkasta- mikill. Killanin: Þegar ég þyki hafa unnið eitthvert gott verk, þá segja Englendingar: „Auðvitað, hann er Breti.“ En þegar ég er gagnrýndur, hafa þessir sömu Framhald á bls. 18 Montreal og aðalleikvanginn og sundhöllina. Helga Weisshappel Forster sýnir á Hallveigarstöðum eins og stendur. Það verður ekki með sanni sagt að Haliveigar- staðir séu ákjósanlegir fyrir myndlistarsýningar. Þar eru gluggar i vondri hæð fyrir myndlist og heldur erfitt að koma svo fyrir málverkum að þau njóti sin eins og best má vera. Ég held að myndir frú Helgu vinni ekki við að koma í þessi húsakynni því sannleikur- inri er sá að hvað góð verk, sem þar væru á ferð, mundu eiga erfitt uppdráttar í kjallaranum á Hallveígarstöðum. Það eru nú orðin nokkur ár síðan frú Helga sýndi hérlendis síðast, en hún hefur verið nokk- uð á ferðinni erlendís og sýnt verk sín vítt og breitt. Ekki man ég eftir að hún hafi heldur tekið þátt í samsýningum upp á Isíðkastið hérlendis og má því segja að timabært hafi verið | fyrir hana að efna til sýningar j nú. Á þessari sýningu á Hallveig- arstöðum eru 35 myndir og eru það bæði vatnslitir og olía ásamt einstöku myndum í svörtu og hvítu. Nokkuð finnst mér þessi sýning vera misjöfn Sýn- ing Helgu og það, sem ég felldi mig best við eru t.d. málverk eins og Nr. 1. „Hanagal”, sem er nokkuð sterk í lit en hefur samt nokkuð þungan slagkraft og er sérlega expresionistísk i eðli sínu. Ann- að verk er nr. 10, „Eyja”, þar sem frú Helgu tekst að halda litagleði sinni í skefjum á sann- færandi máta og byggja verk sitt á þann hátt að það fær sterkan svip. Því er heldur ekki að leyna að sum af þessum verkum eru að minu áliti of tilviljunarkennd og bera með sér innblástur augnabliksins þar sem listakonan lætur gamminn geysa um of og maður „Hanagal“. sannfærist ekki um listrænt gildi verkanna. Blóm hafa að jafnaði átt sterk ítök i myndlist frú Helgu og sum af þessum verkum eiga uppruna sinn i litríki jurta. Frú Helga vinnur það frjálst með viðfangsefni sín að útkoman verður á stundum nálægt því að verða abströkt. Um þetta er ekkert nema gott að segja og ég er viss um aó hún getur notfært sér þessa kunnáttu ef hún vill svo við hafa I framtíðinni. Það er alltaf dálítið lærdómsríkt að sjá hvernig hinir ýmsu lista- Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON menn fara með myndefni sitt og hvernig þeim tekst að not- færa sér hlutina til úrvinnslu. Það getur verið mjög mismun- andi hvernig menn notfæra sér umhverfi og aðstæður í mynd- list og það er einmitt eitt af vandanum við að stunda þessa listgrein, og mikilsvert hvernig að þessum hlutum er staðið. Sýnihg Helgu Weishappel Forster er einmitt gott dæmi um þessa staðreynd. Svo er það annað mál hvort maður er sam- mála útkomunni eða ekki og það verður að leggjast undir dóm hvers og eins. Sýning frú Helgu Weishapp- el Forster stendur fram til 18. júlí og ég veit að margur mun hafa áhuga á að sjá hana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.