Morgunblaðið - 14.07.1976, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLI 1976
Happdrætti Háskólans:
1 millj. kr. á nr. 13277
Þriðjudaginn 13. júll' var
dregið í 7. flokki Happdrættis
Háskóla íslands. Dregnir voru
9.450 vinningar að fjárhæð
123.930.000 krónur. Hæsti vinn-
ingurinn, kr. ein milljón, kom á
miða nr. 13277. Allir miðarnir
voru seldir í AÐALUMBOÐ-
INU, Tjarnargötu 4. 500.000
króna vinningur kom á miða nr.
58256. Miðarnir voru seldir i
verzl. Neskjör, Ægissiðu 123,
Höfn í Hornafirði og Ólafsvik.
200.000 króna vinningur kom á
nr. 7196. Miðarnir voru seldir í
Aðalumboðinu, Tjarnargötu 4,
Frimanni Frimannssyni,
Hafnarhúsinu, og á Neskaup-
stað.
50.000 króna vinningar komu
á nr: 936, 1474, 2499, 4335, 7020,
8916, 10023, 10620, 10751,
11192, 11889, 13276, 13278,
15643, 16561, 23044, 24989,
29133, 29934, 30153, 30591,
31116, 32689, 33643, 35218,
35698, 36001, 36974, 39457,
39761, 40399, 40749, 43472,
43675, 44022, 48811, 52872,
55952, 57077, 57389.
— Reglulegir
Framhald af bls. 32
fleiri slík innbrot, sem hefðu ekki
verið tilkynnt til lögreglunnar. Á
s.l. ári voru 8 morfín- og lyfjaínn-
brot framin í skipum á Isafirði, en
Halldór kvað í þessum tilfellum
yfirleitt um að ræða fólk á aldrin-
um um tvitugt.
Á Akureyri hefur tvívegis á s.l.
tveimur árum verið framin mor-
fínþjófnaður i skipum og kvað
Ófeigur Baldursson rannsóknar-
lögreglumaður lítið um slík inn-
brot' á Akureyri.
i Vestmannaeyjum var 5 sinn-
um brotizt inn i báta þar í vetur
og stolið morfíni og öðrum lyfj-
um, en þjófarnir hafa náðst í öll-
um tilvikunum. Voru það 4 menn
alís.
Óg samkvæmt upplýsingum
lögreglunnar á Neskaupstað
þekkjast ekki slík innbrot þar i
bæ.
— ÓL í hættu
Framhald af bls. 1
íþróttamenn og einstaklinga og
ættu ekki að snúast um pólitík og
peninga.
Þótt gert sé ráð fyrir að fundur-
inn samþykki uppgjöfina fyrir
Kanadastjórn er talið öruggt að
hún mæti andstöðu ýmissa rikja.
— Idi Amin
Framhald af bls. 1
flutt hana þangað í sínum eigin
bíl. Hann sagði, að heilbrigðisyfir-
völd í Úganda hefðu afhent Dóru
Bloch hinum gislunum á Entebbe-
flugvelli að kvöldi hins 3. júlí —
daginn áður en . ísraelsmenn
björguðu gfslunum.
Amin sagðist hafa vísað brezka
sendiráðsritaranum, Peter
Chandley, úr landi vegna ákveð-
inna ummæla. — Chandley hefði
verið afar ánægður með fall tutt-
ugu Úgandahermanna og flug-
ræningjanna i átökunum á flug-
vellinum. Hann veíttist ákaflega
að Bretum í ræðunni og sagði, að
þeir væru potturinn og pannan i
aðgerðum bandarísku leyniþjón-
ustunnar, CIA. Hann lauk ræð-
unni með þessum orðum: ,,Ef
Bretar eru vonsviknir vegna þess
að ég hefi ekki gengið að eiga
brezka konu — þeir vildu fá mig
fyrir mág, mágkonu eða tengda-
mömmu — þá geta þeir skýrt mér
frá því í trúnaði, og við getum séð
hvað hægt er að gera“.
— Borgin
Framhald af bls. 32
inn. Fyrsta eignin, sem Reykja-
víkurborg keypti, var að Eiriks-
götu 37, sem síðan flutti og varð
að Suðurborg, En fyrstu heimilin
voru byggð af borginni 1950,
Drafnarborg og Barónsborg. Nú á
barnavinafélagið Sumargjöf 3
eignir, þ.e. dagheimilin í Grænu-
borg, Hagaborg og Steinahlið.
Samþykkti félagsmálaráð ein-
róma í framhaldi af tillögu borg-
arstjórnar eftirfarandi: „Félags-
málaráð telur rétt, að þegar í stað
verði hafinn undirbúningur þess
að breyta stjórnun dagvistunar-
stofnana borgarinnar í það horf,
að hún verði í beinni umsjá kjör-
inna fulltrúa borgarinnar og legg-
ur til að hafnar verði viðræður
við stjórn Barnavinafélagsins
Sumargjafar varðandi breytt
rekstrarfyrirkomulag dagvistun-
arstofnana í eigu Reykjavíkur-
borgar.
— Gegnumlýsir
Framhald af bls. 32 .
ið og mun geta annað farangri
7—800 farþega á klukkustund.
Tæki þetta mun kosta um eða yfir
10 milljónir króna, en það er
keypt hingað til lands með það
fyrir augum að geta sparað þann
mannafla sem venjuleg handleit
krefst, auk þess sem það krefst
fárra sérhæfðra manna vegna
hugsanlegrar sprengjuleitar.
— Fjöldaaftökur
Framhald af bls. 1
skothriðinni, segir í yfirlýsing-
unni.
Getachew er sakaður um að
hafa stundað andbyltingarstarf-
semi og nánast.i samstarfsmaður
hans sagður Sisay Habte majór,
formaður utanríkisnefndar bylt-
ingarráðsins og einna valdamest-
ur þeirra 100 liðsforingja sem
hafa stjórnað Eþíópiu síðan Haile
Selassie keisara var steypt af stóli
1974. Sisay majór var einn þeirra
18 sem voru líflátnir.
— Verzlunarskóli
Framhald af bls. 32
um safn skóla hér í Suðurbrekk-
unni. Ólíkt því sem er i Reykja-
vík, að ég nú ekki minnist á Aust-
firði, þar sem á að dreifa fram-
haldsskólunum á sem flesta firði,
verður hér hægt að hafa skóla-
þorp sem aðeins verða í göngu-
fjarlægð hvort frá öðrum. Fjöl-
brautanemendur geta sótt tíma í
ýmsum greinum og gengið milli
skóla í frímínútunum. Kennarar
þurfa ekki að vera ráðnir við að-
eins einn skóla í senn, svo eitt-
hvað sé nefnt af kostum slíks
skólaþorps," sagði Bjarni Einars-
son bæjarstjóri að lokum.
— Náttfari
Framhald af bls. 2
degi til inn i íbúð i Safamýri um
síðustu mánaðamót, meðan hús-
ráðendur voru fjarverandi. Taldi
rannsóknarlögreglan ekki óhugs-
andi að hann kynni einnig að hafa
verið að verki í fyrrgreindum inn-
brotum, en eftir innbrotin í nótt
verður hann naumast sakaður um
þau — maðurinn situr núna bak
við lás og slá, svo að fjarvistar-
sönnun hans getur naumast verið
traustari.
— Stjórnin
Framhald af bls. 2
Halldórs E. Sigurðssonar,
sagði i samtali við Mbl. að á
þessum fundi hefði ekki verið
rætt um þá ósk stofnlána-
deildarinnar að fá aukið fé til
úthlutunar en í því sambandi
hefur verið nefnd talan 150
milljónir. Vilhjálmur tók að
síðustu fram að nú yrðu bænd-
um send svör við lánsumsókn-
um sínum.
— Framleiða
Framhald af bls. 2
ir hraðréttir og eru það eins
manns skammtar, sem eru sér-
staklega framleiddir fyrir sölu-
skála og sumarveitingastaði.
Að sögn Agnars Tryggvasonar
hjá Búvörudeild SÍS hefur undir-
búningur að þessari framleiðslu
sfaðið um alllangt skeið en hér er
farið eftir sænskri fyrirmynd um
fyrirkomulag og pökkun. Agnar
sagði að allt að 20 réttir yrðu á
boðstólum til afgreiðslu í 6 til 10
manna öskjum og væri maturinn
lagaður í stóreldhúsi Kjötiðnaðar-
stöðvarinnar og síðan hraðfrystur
og má með þessu fyrirkomulagi
spara vinnukraft hjá mötuneyt-
um, svo og tækjakost.
Miðað við þennan matseðil kostar
hver máltíð um 300 krónur..
— Líbanon
Framhald af bls: 1
ar. 1 búðunum eru um 15 þúsund
manns, en umsátur hægri manna
hefur nú staðið i þrjár vikur. Tal-
ið er víst, að tekizt hafi áð koma
vistum til flóttamannanna.
Sjónarvottar segjast hafa séð um
35 manns úr búðunum flutta í
skjól hjá hjálparsveitum Rauða
krossins, en ekki er vitað hvort
þar var um að ræða flóttamenn
eða hermenn.
Palestínumenn sögðust í dag
hafa náð aftur á sitt vald um 100
metra ræmu vestan við flótta-
mannabúðirnar, sem eru í útjaðri
Beirút austanverðrar.
Tveggja daga fundi utanríkis-
ráðherra Arabaríkjanna, sem
haldinn var á vegum Arababanda-
lagsins, lauk í Kaíró í dag, og
virðast ráðherrarnir hafa komizt
að þeirri niðurstöðu, að útilokað
sé að koma á vopnahléi í Libanon
að svo stöddu. Ismail Fahmi, ut-
anríkisráðherra Egyptalands,
sagði, að bardagar mundu fyrir-
sjáanlega halda áfram f landinu
enn um hríð, en samt sem áður
ætti Arababandalagið ekki að
draga úr friðarumleitunum sín-
um.
— Bátainnbrot
Framhald af bls. 2
ið i þessu innbroti ásamt hinum,
og við húsleit heima hjá þeim
báðum kom meirihluti lyfjanna í
leitirnar. Báðir mennirnir höfðu
verið undir áhrifum áfengis, en
siðan sullað í sig ýmsum pillum af
handahófi, — en í fórum þeirra
fundust allt frá saltpiilum og
magnyltöflum og upp i ópíumtöfl-
um, sem þeir reyndar höfðu ekk-
ert eða aðeins lítillega neytt. Hins
vegar hafði annar mannanna
fengið sér pensilínsprautu — i
þvi skyni að sótthreinsa sig, að
hann sagði. Þykir það ekki benda
til mikillar þekkingar á leyndar-
dómum læknavísindanna.
— Millisvæðamót
Framhald af bls. 15
við Csom frá Ungverjalandi,
svo og Portisch frá Ungverjalandi
við Liberzon frá Israel og Anders-
son frá Svíþjóð við Sosonko frá
Hollandi, en Lombard frá Sviss
vann Castro frá Kólumbíu. Önnur
umferð: Skákir Liberzons og
Lombards og Catsros og Anders-
sons fóru í bið, Byrne og Sosonko,
Geller og Tal, Smyslov og Gulko,
Petrosjan og Rogoff og Smejkal
og Hubner gerðu jafntefli,
Portisch vann Csom, Larsen vann
Sanguineti og Matanovic vann
Diaz.
— Fólk
Framhald af bls. 5
væru ferðamennirnir mjög ánægðir
með aðstöðuna a m.k , bæri lítið á
kvörtunum
„Það kemur fyrir að fólk kemur
hingað ár eftir ár og oft kynnist
maður fólkinu sem hingað kemur,
kemst í bréfasambönd og óhjá-
kvæmilega myndast stundum vin-
áttutengsl,” sagði Kristján að lokum.
„ERUM LAUS VIÐ DELLUNA"
Inni við Elliðaár hittum viðað máli
Þórð Magnússon og , fjölskyldu
hans, og voru þau að spreyta sig við
laxinn
,,Við komum hmgað bara nokkr-
um sinnum á ári," sagði frúin. „Við
gerðum þetta aðallega til að vera úti
í góða veðrmu, en erum að öðru
leyti alveg laus við delluna.”
—Við spurðum hana um veðrið
og sagði hún „Þetta er ágætis veiði-
veður og yfirleitt er búið að vera
hlýtt og gott, en að vísu mætti vera
meiri sól."
Þórður var upptekinn við veiðarn-
ar en skaut því að að þarna væri nóg
af fiski, „ef hann bara vildi bita á"
.. HÁLFGERT HUNDAVEÐUR"
Strákarnir sem voru að malbika á
Miklubrautinni voru ekki hressir yfir
veðrinu og sögðu þetta vera hálfgert
hundaveður Þeir lumuðu greinilega
á einhverri skemmtilegri sögu, en
vildu alls ekki láta hana fjúka, svo
við héldum bara áfram ferð okkar
HEFUR ÁHUGA Á GRJÓTI
Á Umferðarmiðstöðinni hittum
við Þorstein Sigvaldason, frá Þor-
lákshöfn
„Ég er nú ekki að fara langt
núna,” sagði hann, „bara með rút-
unni heim til Þorlákshafnar, en hins
vegar er ég að fara í sumarfri eftir
nokkra daga Það er meiningin að
fara vestur á Strandir og skoða Vest-
firðina og einnig ætla ég að huga að
grjóti þar, en ég bæði safna þvi og
nýti litils háttar."
Honum fannst veðrið bara vera
búið að vera alveg Ijómandi, nema
kannski helzt til votviðrasámt. sér-
staklega fyrir bátana
Hann sagði að á Þorlákshöfn væri
mikið athafnalíf og yfirdrifið nóg að
gera, eina vandamálið væri að ekki
væri byggt nógu ört og því væri þar
nokkur húsnæðisskortur
,, ALLTAF GOTT AÐ KOMA
HEIM".
Lítil grátandi stúlka, i fangi móður
sinnar sem heitir Sigurrós, vakti
athygli okkar og þegar við spurðum
af hverju hún væri að gráta kom í
Ijós, að sú litla er ekkert of hrifin af
því að ferðast með rútum Þær voru
að koma úr sumarfrii frá Akureyri
þar sem þær voru búnar að vera í
sól og steikjandi hita „En samt er
alltaf gott að koma heim," sagði
móðir þeirrar litlu
— Killanin
Framhald af bls. 12
Englendingar skýringu á reið-
um höndum: „Það er ekki að
furða, þetta er íri.“ Ég er alveg
sér í flokki. Maður sem vill vel,
frjálslyndur hagsýnismaður, og
svolítill hugsjónamaður. Það er
ekkert vel séð nú á tímum. Ég
reyni að hafa járnhendi í silki-
hanska.
Ég er ekkert óánægður með
minn hlut í Ólympíunefndinni.
Ég er ekki frá þvi að ég hafi oft
komið málunum áleiðis með
hægðinni, borið klæði á vopnin,
leyst úr þó nokkrum deilum án
þess að þau yrðu að hneyksli.
Sem gamall stjórnmálafrétta-
maður finnst mér þetta starf
mjög skemmtilegt. Því miður
hefi ég ekki lengur tækifæri til
að skrifa um það sem ég heyri,
því ég er sestur í helgan stein.
Og þegar ég var i starfi, átti ég í
mesta basli með að skrifa viðtöl
við frægt fólk.
Allan timann sem viðtalið
stóð yfir, missti Killanin lávarð-
ur aðeins einu sinni þennan ör-
lítið háðslega rólyndissvip: Það
var þegar ég minntist á umsvif
fyrirrennara hans. Það sárnaði
Killanin sýnilega, og lét þrisvar
sinnum drepast í pipunni sinni.
(PAUL KATZ)
— Björgvin
Framhald af bls. 3
son lögin við Skugginn, Bráðum
kemur betri tið og Kvölda tekur,
Jóhann Helgason við Dagvísur og
Arnar Sigurbjörnsson við Bokki
sat í brunni. Við aðrar vísur eru
notuð þau lög sem þekktust eru,
en í nýjum útsetningum. Platan
er væntanleg á markað eftir einn
til tvo mánuði.
— Öflug
Framhald af bls. 14
Norðurlanda, Scannet, að öðru
leyti en því að leitað verði til
þeirra með telex-sambandi eða
bréfum eftir upplýsingum. Of
dýrt er talið að gerast beinn aðili
að Scannet með svonefndri út-
stöð, þ.e. beinu talsímasambandi.
— Bændur
Framhald af bls. 5
á bæjum í ' Staðarsveit og
Miklaholtshreppi. Síðan verð-
ur haldið um sveitir Borgar-
fjarðar og bændabýli skoðuð
en næstu nótt verður gist á
bæjum í Reykholtsdal og
Andakílshreppi. Þá fer hópur-
inn til Suðurlands og gistir
eina nótt á bæjum í Hrauna-
mannahreppi, Skeiðum og i
Flóa og skoðar framleiðslufyr-
irtæki bænda á Suðurlandi.
Búnaðarsamböndin á hverjum
stað annast fyrirgreiðslu fyrir
hópinrr_______
— Minning
Ólafur
Framhald af bls. 22
og gangandi svipað og hlýjan og
yfirlætisleysið í svip og fasi fólks-
ins, sem þar bjó.
Ég sem festi á blað þessi fátæk-
legu minningarorð, var á næsta
bæ við Ferjubakka, sem er
Skinnastaður. Það var árið 1920,
og var ég þá 17 ára. Kom ég þá
nokkrum sinnum i heimsókn að
Ferjubakka. Ég þekkti þá þegar
Ólaf, hafði séð hann nokkrum
sinnum, þegar hann heimsótti for-
eldra og systkini á Sjóarlandi,
þótti maðurinn fallegur og
skemmtilegur og hugði gott til
frekari kynna. Ef til vill hef ég
verið haldinn ofurlitilli heimþrá,
en vissi af þessum ágæta sveit-
unga svona nærri, og hann var
bróðir systkinanna á Sjóarlandi,
sem mér og fjölskyldu minni þótti
mjög vænt um. Einnig vissi ég
deili á húsfreyjunni, því að hún
var systir Guðmundar og Guðrún-
ar á Hallgilsstöðum, sem voru
góðvinir foreldra minna. Ekki
brást sú gleði, serp ég hafði af
þessum heimsóknum, og er það
með þvi bezta á sólskinsdagaskrá
lífs mins. Þá strax, og þó fremur
síðar, komst ég að því, að Ólafur
var hagmæltur svo um munaði, þó
hann flíkaði því ekki við alla eða
hefði það á hraðbergi, en ég full-
yrði nú að hann var einn hinn
bezti hagyrðingur, sem ég hefi
kynnzt. Hann lét sig ekkert muna
um að slá saman sléttubandavísu,
ef ástæða var til, og þykir þó ærin
bragraun, gerði það jafnvel án
þess að leggja frá sér amboð eða
hamar.
Þessi heiðurshjón yfirgáfu
Ferjubakka haustið 1966, já að
hausti i orðsins fyllstu merkingu,
horfðu yfir liðinn starfsdag, sátt
við Guð og menn, hamingjusöm.
Heilsan leyfði ekki lengur athöfn
við erfiði og umstang sveitalífs-
ins. Ekki má gleyma því, að Guð-
rún dóttir þeirra hefur gefið þeim
lífsþrótt sinn, eins og heilsan hef-
ur leyft, miðiað þeim af gleði
sinni og tryggð. Hennar hamingja
er þar fólgin heil og sönn. Ég er
viss um að hún vill ekki að það sé
kölluð fórn í þessum þætti. Til
Reykjavákur lá leiðin, þar var
hægast að hafa samband við
Birnu og Arnbjörn lækni og þeim
mun einnig hafa verið kært að
veita foreldrunum stuðning í ell-
inni.
Aðalheiður lamaðist skömmu
eftir að þau komu suður, hefur
aðeins nokkurt afl i vinstri hendi.
En þvílík starfskona lét sig ekki
muna um að láta hina vinstri taka
við starfi hægri handar og saumar
nú út dag hvern, sér til afþreying-
ar. Ólafur tapaði mjög sjón síð-
ustu árin. Augu hans, sem voru
svo skyggn, jafnt á alvöru og bros
lifsins, eru nú brostin. En andinn
og minningarnar lifa. Hæli jarð-
lifsins hefur verið yfirgefið.
Lífsgangan gefur ætið því fleiri
tækifæri til þakkar og minningar
sem hún er lengri. Minningin
hvetur til hugsunar um hversu
fagurt manniíf er mikilsvert. Hin
svo nefndu efri ár mannkosta-
fólks varpa oft einkennilegum
töfrabjarma inn í hugi þeirra sem
átt hafa samleið með því. Hversu
margir eiga ekki ógleymanlegar
endurminningar um aldna sam-
ferðamenn, geislandi minningar
um afa og ömmu, jafnvel ómetan-
leg leiðarljós á komandi tímum.
Þakkir til alls hins bezta, sem lífið
hefur gefið, verða oft spakmæli á
tungu hins aldna. — Þeir, sem
tala um lífið og samferðafólk með
hlýhug og virðingu og starfa með
því af velvild og skilningi, hljóta
góða einkunn í skólanum mikla.
Ég hygg að ég mæli fyrir marga
Norður-Þingeyinga, er ég nú að
leiðarlokum sendi hinum horfna,
hlýja þökk fyrir liðinn starfsdag
og eftirlifandi konu hans, börnum
og vinum, innilegar samúðar-
kveðjur. Minningarnar eru bjart-
ar og hlýjar.
Hafnarfirði 7. júli 1976.
Snæbjörn Einarsson.