Morgunblaðið - 14.07.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.07.1976, Blaðsíða 32
AUGLVSINGASIMfNN ER: 22480 AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JHargunblaliife MIÐVIKUDAGUR 14. JULÍ 1976 Verzlun- arskóli á Akureyri Á AKUREYRI hefur tekið til starfa nefnd, sem hefur það verk- efni að undirbúa stofnun verzlun- arskóla þar nyrðra. Stefnt er að því, að kennsla geti hefizt þegar f haust og myndi það þá vera í tengslum við menntaskólann og gagnfræðaskólann. Morgunblaðið hafði samband við bæjarstjórann á Akureyri, Bjarna Einarsson, og innti hann nánar eftir áformum Akureyringa um þennan nýja skóla. Bjarni sagði nefndina hafa byrjað störf strax eftir setningu nýrra laga um viðskiptamenntun á framhaldsskólastigi, en þau voru samþykkt á síðasta þingi. Enda væri í frumvarpinu beinlín- is gert ráð fyrir að fyrsti sérskól- inn á þeksu sviði yrði á Akureyri. Bjarni sagði enn fremur, að reynt yrði að koma verzlunarskólanum á fót fyrir haustið. ,,Það er ekki enn sem komið er hægt að segja, hvernig hann verður skipulagður, en líklega verður skólinn í tengsl- um við bæði menntaskólann og gagnfræðaskólann. Og við vonum að hægt verði að útskrifa fyrstu verzlunarskólastúdentana frá Ak- ureyri eftir fjögur ár,“ bætti hann við. „Hér á Akureyri er langbezta aðstaðan á öllu landinu fyrir fjöl- brautarskóla t.d. af því tagi sem er að byrja í Breiðholti," bætti Bjarni við. „Nefndin, sem starfar að undirbúningi verzlunarskólans er einnig að athuga hugmyndir Framhald á bls. 18 155 hvalir á land 155 hvalir höfðu borizt á land hjá Hval h.f. í Hvalfirði í gær, en þá voru allir hvalveiðibátarnir fjórir á veiðum. Veiði hefur verið ágæt, en yfirleitt stunda þeir hvalveið- arnar um 160 mílur út frá Hval- firði. 139 langreyðar hafa veiðzt, 14 búrhvalir og 2 sandreyðar. Brendan mjakast nær landi ÍRSKI húðabáturinn Brendan var um 50 mílur suður af Garðskaga í gærkvöldi og hafði hann þá mjak- ast nær landi um liðlega 10 mílur síðasta sólarhringinn, en í gær- kvöldi var austan 1 vindstig á slóðum bátsins og það potaðist því hægt. Brendan kom svo djúpt að landinu að þeir hafa verið í vandræðum með að nálgast land, en miðar þó. 50 norrænir biskupar til íslands tri'lK tiiminsins blfðu og þurrviðri spratt rigningin úr spori yfir Reykjavfk f gær, en ekki voru ítllir jafn kátir yfir heimsókn hins gamalreynda kunningja. Ljósmynd Brynjólfur. Borgin tekur við dag- heimilum af Sumargjöf UM 50 norrænir biskupar munu sækja island heim I byrjun á^úst- mánaðar, en þá verður haldinn norrænn biskupafundur I Háskóla íslands. Slfkur fjöldi biskupa hefur ekki sótt lsland heim fyrr. !V|orgunblaðið spurðist fyrir um b’iskupafundinn hjá biskupinum yfir tslandi, herra Sigurbirni Einarsyni, og sagði hann að biskupafundurinn myndi standa yfir dagana 3.—6. ágúst, en alls verða erlendu gestirnir um 60 talsins með eiginkonum. Þetta verður fyrsti norræni biskupafundurinn á islandi, en slfkir fundir eru haldnir þriðja hvert ár og verður þessi fundur sá 18. f röðinni. Meðal mála sem verða rædd er ríki og kirkja, skfrnin, skírnarfræðsla og fleira. FÉLAGSMÁLARAÐ Reykjavfk- urhorgar telur rétt að hefja und- irbúning að þvf að fulltrúar borg- arinnar sjálfrar taki við stjórnun og rekstri dagvistunarstofnana í borginni og að hafnar verði við- ræður við stjórn Barnavinafélags- ins Sumargjafar um breytt rekstrarfyrirkomulag. Barnavina- félagið Sumargjöf hóf restur barnaheimila fyrir rúmri hálfri öld og hefur haft á hendi rekstur- inn tíl þessa, en hann er nú orðið fyrst og fremsl fjármagnaður af borginni. Jafnframt er öll upp- bygging heimilanna á vegum borgarinnar, sem síðan fær Sum- árgjöf þau til rekstrar. Greiðir borgin niður reksturinn og var framlagið yfir 162 milljónir króna á árinu 1975. Dagvistunarheimilin i borginni eru nú orðin yfir 30 talsins og veltan um 300 milljónir króna. Rekin eru 3 skóladagheimili, 15 dagheimili (þar af 2 á vegum stú- denta) og 14 leikskólar. Barnavinafélagið Sumargjöf hefur í hálfa öld rekið dagvistun- arheimili í borginni, en fyrsta heimilið tók til starfa 1924 í Kennaraskólanum. Voru það kon- ur í Bandalagi kvenna, sem beittu sér fyrir því. Rak félagið fyrst sjálft heimilin, en borgin kom svo smám saman inn í, fyrst með styrkjum og síðan með því að byggja heimilin og greiða rekstur- Framhald á bls. 18 Reglulegir morfín þjófnaðir úr bátum MORGUNBLAÐIÐ hafði 1 gær samband við 5 kaupstaði vfða um land auk Reykjavíkur til þess að spyrjast fyrir um hvort mikið væri um innbrot 1 báta og stuld á morffni og öðrum lyfjum úr lyfja- hirzlum. Kom f Ijós að þetta er mjög misjafnt eftir stöðum, en vaxandi þar sem þetta vandamál er á annað borð. t Reykjavfk var ekki unnt að fá neinar ákveðnar tölur, en slfk innbrot f báta eíga sér stað á ákveðnum tfmabilum oft er um að ræða somu og oft er mennina. í Keflavík hafa verið brotnar upp lyfjakistur báta þar alls 12 sinnum á þessu ári og hefur mor- fíni og öðrum lyfjum verið stolið, en þessi fjöldi innbrota er sá sami og allt s.l. ár. John Hill rannsóknarlögreglumaður í Keflavík tjáði Mbl. að af þessum 12 morfín- og lyfjaþjófnuðum á þessu ári væri búið að upplýsa 6 innbrot, en 6 væru óupplýst. Af þeim 12 sem voru framin s.l. ár eru 7 upplýst. Á ísafirði hefur eitt slíkt inn- brot verið tilkynnt til lögreglunnar á þessu ári, en þó kvað Halldór Jónmundsson yfir- lögregluþjónn þá hafa grun um Framhald á bls. 18 Nýtt farangursleitartæki á Keflavíkurflugyelli: Gegnumlýsir og grein- ir hinn smæsta hlut TOLLGÆZLAN S Keflavfkur- flugvelli hefur n.i fyngið nýtt og fullkomið tæki til að leita f far- angri farþega sem fara um Kefla- Eiturlyfjasjúklingar allt niður 1 14 ára aldur 50% sjúklinga á Kleppi vegna ofneyzlu áfengis og lyfja EYTURLYFJANEYZLA hefur farið vaxandi á tslandi á s.l. 7 árum og jafnframt hefur það farið f vöxt að sjúklingar sem koma til meðferðar á Kleppsspftalanum séu sjúkir bæði vegna áfengisnotkunar og pilluáts. Samkvæmt upplýsingum Jóhannesar Bergsveinssonar hefur aldursmarkið á alkohólistum og sjúklingum vegna ofnotkunar ávana og ffkniefna stöðugt verið að færast niður og til meðferðar hafa komið sjúklingar allt niður f 14 ára gamlir. Misnotkun lyfja á sér þvf stað hjá fólki á aldrinum um fermingu og upp úr. Það tekur nokkur ár fyrir einstakling sem ofnotar áfengi að verða alkohólisti, en það tekur mun skemmri tima fyrir einstakling 'að verða háður ávana- og fíkniefnum, svo til alvarlegs sjúkleika komi. Jóhannes kvað það einnig stað- reynd, að oft ' ! þetta unga fólk ekki hvað það væri að setja ofan í sig og oft gerði það engan greinarmun á mismunandi hættulegym lyfjum, sem geta kostað ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Sagði hann að alko- hólisti væri langalgengasta ástæða sjúklinga á Kleppi og misnoktun lyfja nr. 2. S.l. ár komu a:,s 619 karlar til með- ferðar , leppi og 345 konur, en þar af komu 356 karlar eingöngu vegna ofneyzlu áfengis og lyfja og 46 konur af sömu ástæðu, en 15 manns komu eingöngu vegna ofnotkunar lyfja. 24 úr þessum hópi voru undir 19 ára aldri, en samkvæmt þessu er tæplega helmingur sjúklinga á Kleppi, eða um 50%, þar vegna ofnotkunar áfengis og lyfja. vfkurflugvöll. Tæki þetta nefnist Philips X-Ray, og er þannig úr garði gert að það gegnumlýsir ferðatöskur farþeganna, og þegar mynd af farangrlnum birtist á sjónvarpsskjá má þar greina hvern smáhlut, sem f töskunni er, enda þótt hann hafi verið vand- lega falinn f fatnaði eða öðru slfku. Tæki þetta verður tekið í notk- un á Keflavíkurflugvelli nú ein- hvern næstu daga, en verið er að leggja síðustu hönd á uppsetn- ingu þess. Verður siðan sá háttur hafður á, að þegar farþegar eru t.d. að stíga um borð í flugvél, eru farangurstöskurnar settar á færi- band og meðan farþeginn fer í gegnum vopnaleitarhiióið eru töskurnar gegnumlýstar og geng- ið úr skugga um hvort farþeginn sé með eitthvað ólögmætt i far- angrinum. Tæki þetta er svo ná- kvæmt, að það greinir hluti af smæstu gerð, sem í farangrinum kunna aó leynast, jafnvel lítinn svitakrembrúsa, svo að ekki sé talað um áfengisflöskur. Einnig greinir það alla víra í töskunni og kemur þannig að gagni við sprenjuleit. Tæki þetta er mjög afkastamik- Framhald á bls. 18 Blómkál og hvítkál að koma á markaðinn — tJTLITIÐ með uppskeru garð- ávaxta er miklu betra nú en verið hefur mörg undanfarin sumur, sagði Axel Magnússon, garðyrkju- ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Is- lands, þegar Mbl. ræddi við hann f gær. Blómkál og hvítkál er nú um það bil að koma á markaðinn og forræktaðar rófur koma á markað á næstu dögum, en hvað snertir gulrætur er nokkur vönt- un á þeim f bili, en úr þvf ætti að rætast á næstunni. Axel sagði að blómkál hefði sjaldan verið jafn snemma tilbúið til sölu og sagðist hann eiga von á verulega meiri uppskeru af káli og eulrnfum en í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.