Morgunblaðið - 11.08.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.08.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. AGUST 1976 „ÞETTA er I þriðja sinn, sem ég kem til tslands, og frá þvl ég kom hingað fyrst fyrir nokkr- um árum hefur mig langað til að sjá meira af landinu en að- eins Reykjavlk og næsta nágrenni," sagði hollenzki stórmeistarinn Jan Timman I samtali við Morgunblaðið I gær. Timman var þá staddur á Grundarfirði, þar sem hann tefldi fjöltefli við Grund- firðinga I gærkvöldi, en þangað kom hann I gær ásamt móður sinni og íslenzkri stúlku sem hann hefur þekkt lengi, Andreu Jónsdóttur. Frá Grundarfirði ætlar Timman I hringferð umhverfis landið. Á leið sinni ætlar hann að tefla fjöltefli á nokkrum stöðum Þessi mynd var tekin af þeim Jan Timman og Guðmundi Sigurjóns- syni er þeir tefldu á litlu móti, sem fram fór í London á síðasta ári. Þeir munu aftur leiða saman hesta sína á Reykjavfkurmótinu sem hefst 24. ágúst n.k. 1) Alltaf langað til að sjá meira af íslandi segir stórmeistarinn Jan Timman sem nú ferðast um landið ásamt móður sinni og íslenzkri vinkonu m.a. er ákveðið að hann tefli fjöltefli við Austfirðinga á Eskifirði 18. eða 19. ágúst n.k. „Ég hef ekki teflt mjög mikið að undanförnu," sagði Timman, „og ekki tekið þátt i móti síðan á Euwe mótinu í Amsterdam lauk. Þar áður tók ég þátt í móti í Skopje í Júgóslavíu. Mótið þar var anzi strembið, en í þvi voru 11 stórmeistarar og hafnaði ég í þriðja sæti og var ég ánægður með þann árangur. Ég tók þátt í hollenzka meistaramótinu að venju og sigraði í þriðja sinn í röð. Og þá er það mótið með þeim Karpov og Friðrik í Amsterdam, sem haldið var til heiðurs dr. Euwe. Annars er það af mínum hög- um að segja, að eftir þetta fór ég sem aðstoðarmaður Kavaleks á áskorendamótið á Filipseyjum." Aðspurður sagði Timman, að hann gæti lítið sagt um hvernig sér litist á Reykjavíkurmótið, sem hæfist 24. ágúst. „Mér er ekki enn vel kunnugt um hverj- ir verða keppendur þar og mér skilst að þeir eigi í einhverjum erfiðleikum með að fá erlenda keppendur. Hins vegar verð ég að segja, að ég kann ávallt mjög vel við að taka þátt í mótum á íslandi, skipulagið er gott, verð- laun þokkaleg og þaó er gott að tefla fyrir framan íslenzka áhorfendur. Og siðast en ekki sízt er aðbúnaður reglulega góður.“ Timman sagðist ekki vita hve margir þátttakendur yrðu í fjöl- teflinu á Grundarfirði en hann myndi gera sitt bezta til að vinna allar skákirnar." Ég hef heyrt að skák sé mjög vinsæl hér, enda virðast flestir kunna að tefla á Islandi." Að lokum spurði Mbl. Timman hvort það væri rétt, sem hvisazt hefði að eitthvað fast samband væri milli hans og hinnar fslenzku vinkonu hans.“ „Ég vil aðeins segja að við er- um mjög góðir vinir, mjög góðir vinir." N(J LlÐUR senn að því að fyrstu bflarnir af árgerð 1977 komi til landsins. Eftir þeim upplýsing- um, sem Morgunblaðið fékk hjá nokkrum helztu bifreiðainnflytj- endum í gær, má búast við ein- hverjum hækkunum á bifreiðum eða allt frá 4 til 8%. Hins vegar er almennt ekki gert ráð fyrir að nýju árgerðirnar breytist mikið, en þó eru þar til undantekningar. Stefán Sandholt hjá P. Stefáns- son hf. sagði að fyrirtækið ætti von á fyrstu bílunum af árgerð 1977 kringum næstu mánaðamót. Ekki væri gert ráð fyrir miklum breytingum á þeim og enn hefði ekki verið tilkynnt um hækkanir á fyrstu sendingu. Hins vegar kvað hann vitað að einhverjar hækkanir yrðu í haust og eins hefðu hækkanir orðið á Leyland bílunum í sumar. — Það hafa allir bílar, sem við erum með, selzt vel. í lok júlí vorum við búnir að selja 302 bila og í ágúst höfum við selt 20. P. Stefánsson selur mest af Austin, Morris og Rover. Nýja árgerðin af Volvo, er væntanleg til landsins í septem- ber og á næsta ári eykst úrval af Volvo hér á landi -íil mikilla muna, þar sem tvær nýjar gerðir Volvo bíla hafa nú bætzt í hópinn, sagði Ásgeir Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Veltis hf. Hann kvað sáralitlar breytingar verða á Volvo 244, sem nú kostaði Framhald á bls. 16 Neyðarvarnir efld- ar í Mývatnssveit ALMANNVARNARÁÐ ríkisins var á svæðinu við Mývatn og Kröflu sl. mánudag og starfs- maður ráðsins, Guðjón Petersen, er enn fyrir norðan við að skipu- leggja neyðarvarnir. Almanna- varnir sendu frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu í gær: „Skv. upplýsingum jarðvisinda- manna um þróun mála á Kröflu- svæðinu hafa Almannavarnir talið rétt að auka og yfirfara þann viðbúnað sem talinn er þurfa til að varna slysum eða manntjóni verði eldsumbrot á svæðinu. í þessu skyni hefur starfsmaður Almannavarna rikisins verið í Mývatnssveit undanfarna daga og Almannavarnaráð kom þangað einnig á mánudag, skoðaði að- stæður og þingaði með Almanna- varnanefnd Mývantssveitar. Það sem ákveðið hefur verið að gera nú er að tryggja að foraðvörun frá vaktmönnum jarðskjálftamæla berist sem auðveldlegast til réttra aðila, bæta að mun það viðvör- unarkerfi sem nú er starfrækt og koma að auki upp sérstöku við- vörunarkerfi á símum, koma ieið- beiningum til almennings um hegðun og viðbrögð og halda fræðslufund með starfsfólki í Kröflu um neyðarvarnir þar. Á undirbúningsstigi er einnig að halda æfingu á viðbrögðum ef ástæða þykir til. Sumt af því sem rakið hefur verið hér að framan mun taka nokkurn tíma að koma i framkvæmd, en að öðru verður unnið nú þegar eða eftir næstu helgi." Guðjón Petersen sagði í samtali við Mbl. I gær, að verkfræðingar og menn i Almannavarnanefnd Mývatnssveitar væru nú að at- huga möguleika á að gera varnar- garða til að bægja hugsanlegum hraunstraumi frá Reynihlíðar- svæðinu, en áður er búið að gera áætlanir um slika garða. Höfuðað- setur almannavarna við Mývatn er á Reynihliðarsvæðinu, á skrif- stofu hreppsins og í simstöðinni i Reykjahlið ef þurfa þykir, en áætlanir eru til um að flytja starf- semina að Skútustöðum og e.t.v. að Laugum ef ástæða þætti til þess síðar. ENGINN SOTTI UM SIGLUFJÖRÐ 1 GÆR rann út umsóknarfrestur um Siglufjarðarprestakall. Morgunblaðið fékk þær upplýs- ingar á biskupsskrifstofunni i gær, að engin umsókn hefði borizt um brauðið en sr. Olfar Guðmundsson biskupsritari sagði það ekki útilokað, að umsóknir ættu eftir að berast I pósti. Enginn fundur boðaður í verkfræðingadeilunni 77 árgerðin væntanleg í september: Gert ráð fyrir 4 hækkun á nýjum bílum ENGIN hreyfing hefur verið í deilu verkfræðinga við Reykjavíkurborg að undanförnu og nýr sátta- fundur hafði ekki verið boðaður í gærdag. Rúmur hálfur mánuður er liðinn frá því síðast var haldinn fundur með sáttasemjara. Tveir starfsmenn hjá bygginga- fulltrúa borgarinnar hafa verið í verkfalli frá því 24. júní, en verk- fræðingar f Mælingadeild borgar- verkfræðings hafa verið í verk- falli frá 7. júli. Gunnar H. Gunn- arsson formaður samninganefnd- ar verkfræðinga sagði í samtali við Mbl. í gær, að samningar verk- fræðinga hefðu verið lausir frá áramótum og mætti búast við því að verkfræðingar hygðu á frekari aðgerðir, ef næsti sáttafundur reyndist árangurslaus. Gunnars agði að á siðasta fundi hefði mið- að nokkuð í samkomulagsátt og væri það von sin að borgin gengi lengra I átt til samkomulags á næsta fundi. Slæmt veður tefur fyrir loðnuveiðum Skattskrá Vesturlands: Heildargjöld 5,516 milljarðar króna Akranesi 10. ágúst SKATTSKRA Vesturlandsum- dæmis var lögð fram á skrifstofu skattheimtunnar hér á Akranesi í morgun. Heildargjöld 6751 ein- staklings verða tæplega 5,246 milljarðar króna, en heildargjöld 467 félaga verða tæplega 270 milljónir króna. Samtals eru álögð gjöld þvf tæplega 5,516 milljarðar króna. Hæstu gjaldendur einstaklinga eru Kristján Guðmundsson hreppstjóri, Hellissandi, 4.558.750.00, Soffanías Cecilsson útgerðarm'aður, Grundarfirði, 4.042.440,00. Friða Proppé, lyf- sali, dánarbú, Akranesi, 3.925.162,00. Hæstu gjaldendur í röðum félaga eru: Kaupfélag Borg- firðinga, Borgarnesi, 16.635.584,00. Olíustöðin, Hval- firði, hf„ 13.396.414,00. Haraldur Böðvarsson og Co. hf.. Akranesi, 11.614.556,00. — Júláus. AÐEINS tveir bátar tilkynntu um afla til Loðnunefndar f gær, en leiðindaveður hefur verið og er á miðunum, og aðeins 7—8 skip við veiðar. Þeir tveir bátar sem til- kynntu um afla f gær voru Grind- víkingur GK með 400 lestir og Harpa KE með 100 lestir. Harpan fékk sinn afla um 40 mílur vestan við aðalveiðisvæðið að undanförnu. Skipið fann nokkrar litlar torfur alveg upp við yfirborð í gærmorgun og kastaði tvisvar sinnum. Fengust um 50 tonn í hvoru kasti. Litlu síðar hvessti á þessum slóðum og dreifði loðnan sér. Loðnan sem Harpa fékk var stór og feit og full af átu. Loðnuskipið Árni Sigurður frá Akranesi hefur nú verið tekið á leigu til loðnuleitar. Kemur skip- ið í stað Arna Friðrikssonar, sem senn fer I seiðarannsóknir. Gert er ráð fyrir að Árni Sigurður fari til leitar í dag og verður Eyjólfur Friðgeirsson fiskifræðingur leiðangursstjóri. Sum skipanna hafa orðið fyrir smá óhöppum, t.d. bilaði skrúfu- búnaður þess -fræga aflaskips Guðmundar RE-29 fyrir helgina og er skipið nú í viðgerð á Akureyri. Barizt gegn lokun mjólkurbúða EINS og kunnugt er hefur Mjólkursamsalan ákveðið að loka mjólkurbúðum sfnum á Stór-Reykjavfkursvæðinu frá 1. febrúar 1977. Ákvörðun þessi hefur vakið reiði margra og þann 29. júlf s.l. var hald- inn fundur að frumkvæði nokkurra neytenda um þetta mál. Starfsstúlkur f mjólkur- búðum voru boðaðar á fundinn og lýstu fundarmenn eindreg- inni andstöðu sinni gegn þess- ari ákvörðun. Bentu fundarmenn m.a. á að með þessu misstu 167 konur atvinnu sína og áunnin félags- leg réttindi auk þess sem lok- unin hefði i för með sér verri Framhald á bls. 16 Skattskrá Austurlands: Hæsti einstakling- urinn með 3,1 millj. SKATTSKRA Austurlandsum- dæmis var lögð fram á Egilsstöð- um f gær. Hæstu gjaldendur f röðum einstaklinga f umdæminu eru: Guðmundur Jónsson, byggingameistari Höfn, 3,147 milljónir króna.Guðjón Sveins- son, verktaki, Egilsstöðum, 3,088 milljónir króna, Hjálmar Ólafs- son, byggingameistari, Neskaup- stað, 2,874 milljónir. Hjörleifur Guttormsson, kennari, Neskaup- stað, 2,349 milljónir og Þorsteinn Sigurðsson, læknir, Egilsstöðum, 2,189 milljónir króna. Hæstu gjöld félaga greiða Kaul- félag Austur-Skaftfellinga, Höfn, 16,289 milljónir króna, Hrað- frystihús Eskifjarðar 14,992 milljónir Kaupfélag Héraðsbúa 11,629 milljónir, Sildarvinnslan, Neskaupstað, 9,651 milljónir og Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar 8,485 milljónir króna. Upplýsingar um heildar- álagningu i umdæminu og fjölda gjaldenda lágu ekki fyrir í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.