Morgunblaðið - 11.08.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGUST 1976
13
Rauðanúps leggja um 15—20 trill-
ur og dekkbátar upp afla sinn hjá
frystihúsinu Jökli. Rauðinúpur
hefur fengið 316 tonn frá 7. júlf,
en skipið landaði einnig 125 tonn-
um I lok júnl þannig að í júlí voru
unnin I frystihúsinu tæp 450 tonn
sem togarinn fékk. Að meðtöldum
bátafiski lætur nærri að rúm 600
tonn af fiski hafi verið unnin í
húsinu í júlí, að sögn Viðars. Frá
Hramótum hefur Rauðinúpur
fengið 15—1600 tonn. Að sögn
Viðars er algengt að karlmennirn-
ir sem í frystihúsinu vinna starfi
allt upp í 100 tíma á viku, þegar
mikið er að gera, en síðustutvo
mánuði hefur verið alveg stanz-
laus vinna í húsinu. Mest berst að
landi af þorski, en einnig mikið af
ufsa, karfa og grálúðu.
RÓIÐ ÞEGAR GEFUR
Þegar tók að kvölda byrjuðu
handfærabátarnir að koma að
baksýn er skólinn.
landi hver á fætur öðrum. Aflinn
var nokkuð góður hjá þeim þenn-
an daginn, allt upp i rúmlega tonn
á mann eftir daginn. Við tókum
tali einn sjómannanna sem voru
að landa, Ragnar Tómasson, sem
er með Sigurvon um þessar
mundir í fríi eigandans. Ragnar
var að landa um 450 kilóum af
fallegum fiski en var ekki nógu
ánægður með daginn. Hann sagði
að gott þætti að fá 7—800 kíló
eftir daginn og yfirleitt væri afl-
inn hjá sér betri en þennan dag-
inn. Ragnar sagðist sigla um einn
og hálfan tíma á miðin og venju-
lega vera 12—14 tima á dag I
hverjum róðri. Ragnar er úr
Reykjavik, en hefur búið á Rauf-
arhöfn sl. þrjú ár og verið bæði á
togaranum og minni bátum. Við
spurðum hann hve oft hann reraf
hverri viku. Hann sagðist róa allt-
af þegar gæfi á sjó og væri sér
alveg sama hvort þá væri helgi
eða fridagur eins og um verzlun-
armannahelgina.
í loðnubræðslunni um kvöidið
rákumst við á unga stúlku, Mar-
gréti Káradóttur, sem þar vann
innan um alla karlmenning. Mar-
grét er 17 ára og vinnur sem inn-
tökumaður I verksmíjunni, þ.e.
hún gætir þess að ævinlega komi
hæfilega mikið af loðnunni úr
þróm i suðuker. Margrét sagðist
áður hafa unnið i frystihúsinu, en
þetta væri í fyrsta sinn sem hún
ynni í þessari verksmiðju. Hún
sagðist kunna ágætlega við sig í
bræðslunni og ætla að vinna þar
þangað til hætt yrði að bræða.
Loðnubræðslan á Raufarhöfn
hefur annars gegnið stirðlega
vegna þess hve hráefnið er erfitt á
vinnslu, eins og komið hefur fram
í Mbl., en Eirikur Ágústsson verk-
smiðjustjóri sagðist vona að úr
mundi rætast, þegar við töluðum
við hann.
Og með þeirri von kvöddum við
Raufarhöfn.
Fisklöndun úr handfærabát á Raufarhöfn.
Helgi Ólafsson rafvirki á Raufarhöfn með kauptúnið I baksýn.
Raufarhöfn á framtíö fyrir
sér sem ferðamannastaður
segir hótelstjórinn þar
Á Raufarhöfn hefur undan-
farin ár verið rekið stórt hótel,
Hótel Norðurljós, i húsi sem
áður var verbúð fyrir aðkomu-
fólk í þorpinu. Hefur húsið ver-
ið gert upp að innan og er hið
vistlegasta. Gistirými er þar
fyrir um 80 manns og mun hó-
telið vera stærst hótela utan
Reykjavikur. Á ferð um Rauf-
arhöfn fyrir nokkru spjölluð-
um við lftils háttar um rekstur-
inn við Jónas Sigurðsson hótel-
stjóra, en hann er einnig kokk-
ur, næturvörður og fleira á
staðnum.
Jónas sagði að talsvert mikill
fjöldi ferðamanna hefða komið
á hótelið f sumar, langflestir
erlendir, og væru margir sem
þangað kæmu ár eftir ár. Hann
sagði að yfirleitt væru nætur-
gestir að meðaltali um 25—30,
en fyrir kæmi að hótelið væri
nær fullsetað. Á hótelið hafa
komið stórir Hópar erlendra
ferðamanna, og meðan blm.
hafði þar viðdvöl var þar stór
hópur Frakka og sömuleiðis
margir Bandarfkjamenn. Jónas
sagði að þeir útlendingar sem
kæmu til Raufarhafnar væru
að sækjast eftir stað, þar sem
þeir gætu verið i friði og þar
sem ekki væri mjög mikið um
ferðafóik. Sagðist Jónas telja,
að Raufarhöfn og,/nágrenni
hefðu upp á mikið að bjóða
fyrir ferðamenn, þar væru góð-
ar laxveiðiár og margt að sjá
fyrir náttúruunnendur og
fuglaskoðendur og væri aðeins
tfmaspursmál, hvenær fleiri
gerðu sér grein fyrir þvf og
ferðamannastraumur þangað
ykist.
Rúmgóð setustofa og fundar-
herbergi eru f Hótel Norður-
ljósi og halda t.d. Lionsmenn á
staðnum þar fundi sfna. Hótel-
ið hefur verið opið allt árið, en
að sögn Jónasar er vetrarrekst-
urinn erfiður. Væri mikill
áhugi á þvf að lengja ferða-
mannatfmann á vorin og haust-
an og væri það hagsmunamál
allra þeirra sem hafa afskipti
af ferðamálum i þessum lands-
hluta.
»
Jóna Vala og Nanna starfsstúlkur á hótelinu ásamt Jónasi
hótelstjóra.