Morgunblaðið - 11.08.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. AGUST 1976
5
Eru
þeir að
fá 'ann
■?
■
Stóra-Laxá
Hátt i tvö hundruð laxar eru
nú komnir á land úr Stóru-Laxá
í Hreppum og hefur veiðzt mest
á neðstu svæðunum þ.e. svæð-
um 1 og 2. Laxinn í Stóru-Laxá
er alltaf jafn fallegur. T.d. var
11 punda meðalþyngd úr ánni í
fyrra og virðist útkoman ætla
að verða svipuð á þessu ári.
Veitt er á 10 stengur í Stóru-
Laxá. 5 stengur eru á efsta
svæðinu, svæði fjögur, 2
stengur eru -á svæði tvö, 2 á
svæði þrjú og 1 á svæði 1.
Nokkur leyfi til enn
Friðrik Stefánsson sagði, að
lítið væri til af veiðileyfum hjá
Stangaveiðifélaginu, en þó væri
eitthvað eftir í Grímsá í septem-
ber og í þessari viku er til
fluguveiði í ánni fram á sunnu-
dag. Þá eru örfáar stengur laus-
ar i Norðurá i lokin og eins í
Stóru-Laxá í lok ágúst og endað-
an september.
Elliðaár
Á mánudagskvöld voru
komnir 975 laxar á land úr
Elliðaánum, en 1. ágúst í fyrra
höfðu veiðzt þar 1326 laxar.
Meðalþyngd laxanna er mjög
svipuð því, sem hún var á s.l.
ári, en stærstu laxarnir eru um
14 pund. Einn 14 punda veidd-
ist 22. júni s.l. og á mánudag
veiddi Sverrir Kristinsson rúm-
lega 14 punda lax við fossinn og
var hann 90 cm langur.
Leirvogsá
Að sögn Friðriks Stefáns-
sonar hjá Stangaveiðifélagi
Reykjavikur hafa veiðzt 360
laxar i Leirvogsá, en 11. ágúst á
s.l. ári höfðu fengizt 460 laxar,
eða 100 löxum meira. Þótt veið-
in sé mun minni á þessu sumri,
þykir þetta ágætis veiði, t.d.
voru aðeins 200 laxar komnir á
land úr ánni 10. ágúst 1974.
Tveir 14 punda laxar hafa
fengizt úr Leirvogsá og er veitt
á flugu og maðk.
Norðurá
4. ágúst voru 1250 laxar
komnir á land úr Norðurá í
Borgarfirði, en á sama tíma i
fyrra var veiðin'orðin 1791 lax.
Veiðin í sumar er því um 70%
af veiði s.I. árs miðað við sama
tíma. Laxinn í Norðurá er mjög
svipaður því sem hann var í
fyrra, 6—8 pund og þaðan af
stærri.
Veitt er á 15 stengur i
Norðurá.
Grímsá
Friðrik Stefánsson sagði að 4.
ágúst hefðu verið komnir 630
laxar á land úr Grímsá í Borgar-
firði á móti 1030 löxum i fyrra.
Er þetta svipað og var komið á
land á sama tima 1974, en 4.
ágúst i fyrra voru komnir 1030
laxar á land. Veiði í Grímsá
hefur verið að aukast, en af
einhverjum ástæðum er alltaf
betra veiði í henni eftir því sem
liður á sumarið. T.d. er oft mjög
góð veiði í ánni í september.
Island verður með í
6-landa keppninni í skák
SVONEFND 6-Ianda keppni I
skák fer fram i Breman í vestur-
Þýzkalandi f september n.k., en
þátttakendur f keppninni eru
Norðurlandaþjóðirnar fimm, fs-
2 sjúkraflug
í Þórsmörk
ÞYRLA frá Varnarliðinu á Kena-
vfkurflugvelli sótti f gærmorgun
slasaðan mann f Þórsmörk og
flutti hann til Reykjavfkur. Mað-
urinn hafði fallið f stiga f skála
Ferðafélagsins á staðnum og
meiðzt f baki, en maðurinn var
bakveikur fyrir.
Beiðni um aðstoð barst Slysa-
varnafélaginu fyrir klukkan átta í
gærmorgun um Gufunesradíó og
um kl. 9.30 var þyrla Varnarliðs-
ins komin i Þórsmörk. Þeir sem
þar voru kynntu bál i Mörkinni til
að beina flugmanninum á réttan
stað. Komið var með manninn til
Reykjavíkur um kl. 10.40.
Sl. sunnudag var farið annað
sjúkraflug inn í Þórsmörk. I þetta
sinn fór þyrla Landhelgisgæzl-
unnar TF-GRÓ á staðinn og sótti
sex ára gamla stúlku sem fengað
hafði botnlangakast.
lendingar, Danir, Norðmenn, Svf-
ar og Finnar og Vestur-
Þjóðverjar þeir sjöttu.
Vegna Reykjavíkurskákmótsins
verður ekki hægt að senda okkar
beztu skákmenn utan í keppnina,
en hins vegar er ljóst að þangað
fer allsterk sveit. Ingvar
Ásmundsson og Jón Kristinsson
verða á tveimur efstu borðunum
og Ómar Jónsson mun að öllum
likindum tefla í unglingaflokki.
Birna Norðdahl og Guðlaug Þor-
steinsdóttir munu heyja einvígi
um það hvor þeirra verður þátt-
takandi.
Flugm álas t j ór ar,
en ekki flug-
umferðarstjórar
SlÐASTLIÐINN sunnudag bir't-
ast í Mbl. frétt um fund vestur-
evrópskra flugmálastjóra, sem
haldinn var I Reykjavlk i fyrri
viku. I fréttinni varð misskilning-
ur, þar sem ávallt var talað um
flugumferðarstjóra i stað flug-
málastjóra. Hlutaðeigendur eru
beðnir velvirðingar á þessum mis-
skilningi.
Hólahátíðin
á sunnudag
Hólar í Hjaltadal.
HÓLAHÁTlÐIN verður haldin á
Hólum f Hjaltadal næstkomandi
sunnudag, 15. ágúst, og hefst
klukkan 2 eftir hádegi með þvf að
klukkum dómkirkjunnar verður
hringt og skrúðgöngu presta til
kirkju. Sfðar fer fram hátfðar-
guðsþjónusta, séra Bofli Gústafs-
son f Laufási predikar, en vfgslu-
biskup, séra Pétur Sigurgeirsson,
þjónar fyrir altari ásamt próföst-
unum séra Sigurði Guðmunds-
syni á Grenjaðarstað og séra
Stefáni Snævar á Dalvfk og séra
Pétri Ingjaldssyni á Skagaströnd.
Kirkjukór Sauðárkróks annast
söng undir stjórn Jóns Björnsson-
ar söngstjóra. 1 guðsþjónustunni
syngur Kristján Jóhannsson ein-
söngvari. Að lokinni guðsþjónust-
unni fer fram vígsla hins nýja
garðs umhverfis dómkirkjuna.
Klukkan 4,30 eftir hádegi verður
hátiðarsamkoma f dómkirkjunni,
sem hefst með ávarpi formanns
Hólafélagsins, séra Árna Sigurðs-
sonar. Haukur Guðlaugsson söng-
málastjóri Þjóðkirkjunnar leikur
einleik á orgel, Haraldur Sigurðs-
son, bókavörður, flytur erindi um
bókaútgáfu Guðbrands biskups
400 ára. Kristján Jóhannsson ein-
söngvari á Akureyri syngur ein-
söng með undirleik Áskels Jóns-
sonar. Að lokum verður almennur
söngur ásamt kirkjukór Sauðár-
króks.
Klukkan 6 eftir hádegi hefst
aðalfundur Hólafélagsins í skóla-
húsinu. A dagskrá verða m.a.
venjuleg aðalfundarstörf og laga-
breytingar. I kirkjunni verður
sýning á bókum frá bókaútgáfu
Guðbrands biskups. Kaffiveiting-
ar verða í hléi á staðnum. Prestar
eru af Hólafélaginu beðnir að
mæta í hempum til guðsþjónust-
unnar.
(Fréttatilkynning frá Hólafélaginu).
Manuela Wiesler og Snorri Sigfús
Birgisson.
Ungt íslenzkt tónlistar-
fólk vekur athygli í Höfn
MANUELU Wiesler og Snorra
Sígfúsi Birgissyni var boðið að
halda tónleaka f konsertsalnum f
Tfvolf f sumar, og fóru þeir fram
23. júlf s.l. að viðstöddu fjöl-
menni. Meðal tónleikagesta voru
sendiherrahjón lslands f Kaup-
mannahöfn. Unga fólkinu var frá-
bærlega tekið og blaðadómar
mjög lofsamlegir.
Gagnrýnandi „Berlingske
Tidende" skrifar m.a. undir fyrir-
sögninni „Frábært flautudúó":
„Islenzka flautudúóið, Manuela
Wiesler og Snorri Sigfús Birgis-
son, vann fyrstu verðlaun á norr-
ænni kammermúsfkkeppni í
Helsingfors í vetur og það skilur
maður vel eftir að hafa heyrt það
á tónleikum í konsertsalnum i
Tívolf á föstudagskvöldið (23.7.)
Hér var á ferðinni kammertón-
list á hæsta alþjóðlegum mæli-
kvarða (höjeste internationale
niveau), sem þetta unga listafólk
flutti. Nákvæm í öllum smáatrið-
um, lifandi samspil, sem borið var
uppi af stórbrotnu tónlistarnæmi
bæði hjá flautuleikaranum
Manuela Wiesler
og Snorri Sigfús
fá frábæra dóma
Manuelu Wiesler og hinum frá-
bæra (eminente) meðleikara
hennar, Snorra Sigfúsi Birgis-
syni. í hinum klassísku verkum
kom hæfni þeirra sterkast í ljós í
sónötu fyrir flautu og píanó eftir
Poulanc þar sem hægi kaflinn var
leikinn af hrífandi ljóðrænni við-
kvæmni (bedárende lyrisk föl-
somhed) og lokaþátturinn varð
trylltur. ertandi og glæsilegur
(elegant). Samt sem áður var það
i nútimaverkunum íslenzku, að
Manuela Wiesler og Snorri
Birgisson vöktu einna mesta
athygli. Verk Leifs Þórarinssonar
„Per Voi“ var áhrifamikið. Bogi
spenntur frá einföldu frumi til
kraftmikilla og ágengra loka, sem
Framhald á bls. 16
Seldu nu
Afgreiddu eftir örfáa daga
Notfæróu pér vikulegt vöruflug okkar frá
meginlandi Evrópu
Og athugaóu:
• Vöruflutningar eru okkar sérgrein.
• Farþegar eru engir um boró.
• Varan þín fær ALLA okkar athygli.
ISCARGO HF
Reykjavíkurflugvelli
Símar: 10541 og 10542
Telex: 2105 Iscarg-is
ISCARGO