Morgunblaðið - 11.08.1976, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGUST 1976
Fylkismenn nota sumarfríið
til að æfa fyrir úrslitin
URSLITAKEPPNIN í þriðju deild fer fratn á Akureyri
utn aðra helgi. Af sjö liðum sem þátt taka i úrslitakeppn-
inni hafa fimm tryggt sér rétt. Eru það Fylkir, Reykja-
vík, Reynir, Sandgerði, Afturelding, Mosfellssveit, KS,
Siglufirði, og Þróttur frá Neskaupstað.
1 tveimur riðlum eru úrslitin
enn óljós, en í öðrum þeirra
berjast Víkíngur, Ölafsvík, ok
SkallaKrímur hatrammri baráttu
um úrslitasæti. Léku þessi lið í
Borgarnesi um síðustu helgi og
varð jafntefli, 1:1. Á Víkingur
eftir að leika einn Ieik í 3. deild,
Skallagrímur tvo. í öðrum Aust-
fjarðariðlinum kom upp kærumál
á milli Austra, Eskifirði, og
Leiknis frá Fáskrúðsfiröi. Var
Leikni dæmdur sigur á málinu
fyrir héraðsdómi en Austri
áfrýjaði og er málið nú fyrir dóm-
stóli KSÍ. Vinni Leiknir málið
einnig þar, fer liðið í úrslit,
annars Eskfirðingarnir.
Sjálfsagt æfa öll liðin, sem
örugg eru í úrslitin, af miklum
krafti og undirbúa sig sem bezt
þau mega. Leikmenn Fylkis úr
Árbæjarhverfi ætla greinilega
ekki að láta sitt eftir liggja í úr-
slitakeppninni og tóku flestir
leikmenn liðsins sér sumarfí í allt
að hálfan mánuð til að undirbúa
sig fyrir keppnina. Æfa þeir
tvisvar á dag flesta daga undir
stjórn Teódórs Guðmundssonar
þjálfara og ætla sér stóra hluti í
úrslitakeppninni.
Þjálfarar hinna liðanna, sem
komin eu í úrslit eru þeir Eggert
Jóhannesson, Kristján Sigurgeirs-
son, Elías Jónasson og Magnús
Jónatansson og æfa lið þeirra
sjálfsagt vel þessa dagana.
Þeir voru ekki beinlinis þrifalegir Agúst Asgeirsson og Rússinn
Podoliakov þegar þeir komu I mark að 800 metra hlaupinu loknu á
meistaramótinu um síðustu helgi. Agúst verður meðal (slenzku kepp-
endanna í landskeppninni við Skota og N-tra og vonandi fá þá hann og
aðrir keppendur betri skilyrði en voru um síðustu helgi.
Frjálsíþróttalandsliðið valið til
keppni gegn Skotum og IM-írum
tSLENDINGAR taka þátt í lands-
keppni í frjálsum íþróttum ásamt
Skotum og Norður-Irum f Edin-
borg 21. og 22. þessa mánaðar. I
þeirri keppni verður sennilega
erfitt að sigra Skotana, sem hafa
mun sterkara liði á að skipa en
Islendingar. Hins vegar ætti ís-
lenzka liðið að sigra Norður-tra
auðveldlega.
Islenzka liðið hefur nú verið val-
ið og skipa það eftirtaldir en
aðeins er keppt í karlagreinum:
Sigurður Sigurðsson A 100 m,
200 m, boðhlaup
Vilmundur Vilhjálmsson KR 100
m,
200 m, 400 m, boðhl.
Bjarni Stefánsson KR 400 m,
boðhlaup
Ágúst Ásgeirsson IR 800 m,
3000 m hindrunarhl.
Gunnar P. Jóakimsson IR 800 m,
1500 m
Sigfús Jónsson ÍR 5000 m,
Valbjörn Þorláksson KR llOm
grindahl. stangarst.
Jón S. Þórðarson ÍR 110 m
grindahl. 400 m grindahl. hást.
Þorvaldur Þórsson UMSS 400 m
grindahl.
Jón Diðriksson UMSB 3000 m
hindrunarhl.
Emil Björnsson UlA 1500 m,
5000 m.
Elías Sveinsson KR hástökk,
stangarstökk, spjótkast
Friðrik Þór Oskarsson ÍR
langstökk, þrístökk
Jóhann Pétursson UMSS lang-
stökk, þrístökk
Hreinn Halldórsson KR
kúluvarp
Guðni Halldórsson KR
kúluvarp sleggjukast
Erlendur Vaidimarsson KR
kringlukast, sleggjukast
Öskar Jakobsson ÍR kringlukast,
spjótkast
Magnús Jónasson Á boðhlaup.
10.000 km. falla niður í lands-
keppninni.
Hermann og Gústaf Björnssynir með verðlaunapeningana um hálsinn, skjöldinn, sem Hermann fékk sem
bezti leikmaðurinn í sfnum flokki og lukkutröllið sem Framarar fengu til eignar til minningar um
stórgóðan árangur og sigur í 5. flokki í „Oslo Cup“. (Ijósm. Friðþjófur).
Framlengingu og vítakastkeppni
þurfti í úrslitaleiknum í Osló
VIÐ sögðum frá þvl I gær að
fimmti flokkur handknattleiks-
manna úr Fram hefði borið sigur
úr býtum („Oslo Cup“, miklu
handknattleiksmóti, sem fram fór
( Osló I slðustu viku. Var þetta I
þriðja sinn sem Fram sendi
keppendur á handknattleiksmót
unglinga erlendis og jafnframt (
þriðja skipti sem Framarar vinna
gullverðlaun á slíku móti. Fyrst
unnu Framarar gull árið 1968 og
kepptu þá fyrir hönd Fram,
einnig á „Oslo Cup“, leikmenn
eins og Axel Axelsson, Guðjón
Erlendsson og Pétur Jóhannes-
son.
Fyrirliði liðs Fram i 5. flokki er
Hermann Björnsson og þjálfari
flokksins er Gústaf Björnsson,
bróðir hans. Rabbaði Morgun-
blaðið stuttlega við þá I gær og
sögðu þeir báðir, að mjög gaman
hefði verið að taka þátt I þessu
móti. Skipulagið hefði verið með
eindæmum gott hjá Norðmönnum
og allt gengið snurðulaust fyrir
sig, þó svo að keppendur hefðu
verið um 5000 í 440 liðum. Keppn-
in hefði staðið yfir frá því
klukkan 8 á morgnana, til
klukkan 7 á kvöldin alla sfðustu
viku og leikirnir farið nákvæm-
lega fram eftir fyrirfram ákveðn-
um tímaseðli.
Til að komast i úrslit þurftu
Framarar að vinna 5 leiki, en einn
fengu þeir gefins. Var yfirleitt
einn leikur á dag hjá liðunum. en
þó þurftu Framarar að leika þrjá
leiki á föstudaginn og voru
piltarnir að vonum orðnir þreyttir
þegar siðasta leiknum var lokið.
Lentu þeir reyndar í hinum
mestu brösum i þeim leik og úr-
slit fengust ekki fyrr en að
lokinni framlengingu og vítakast-
keppni. Var mikil spenna meðal
leikmanna jafnt sem áhorfenda,
en Framarar höfðu vinninginn að
lokum og unnu 11:10. Markatala
Framara út úr mótinu var 51:28
og stærsta sigurinn unnu þeir
gegn dönsku liði, 7:1. Ekki voru
Danirnir alveg ánægðir með þau
úrslit og kærðu þrjá Framara sem
þeim fannst of stórir og sterklegir
til að geta verið 12 eða 13 ára.
Þurftu Framararnir að sýna vega-
bréf sin til að sanna aldur sinn.
Auk Framstrákanna úr 5. flokki
tók þriðji flokkur kvenna frá
Fram þátt í þessu móti og komst í
8-liða úrslit. Haukar áttu tvo
flokka í mótinu, 3. flokk karla og
kvenna. KR-ingar mættu með 3
flokka 3. fl. karla og 2. flokk karla
og kvenna. Loks tók svo 2. flokkur
kvenna frá Keflavfk þátt i mót-
inu.
MANCHESTER
VAR SÉR Á BÁTI
Um 1.150 þús. sáu liðið leika á Old Trafford
SENN liður að því að keppnin í 1. deild ensku knattspyrnunnar
hefjist. Knattspyrnuunnendur í Englandi bfða án efa spenntir eftir
því að vertfðin hefjist og eins og sjá má á tölum þeim sem fylgja hér
á eftir um aðsókn á leiki í Englandi þá er það ekki lítill hópur sem
farið hefur á knattspyrnuvellina þar síðastliðinn vetur.
Aðsókn að leikjum enska liðs-
ins Manchester United var
næstum með ólíkindum á síð-
asta keppnistimabili, þar sem
alls komu 1.149.751 áhorfandi á
heimaleiki félagsins, eða tæp-
lega 55 þúsund manns að með-
altali. Þó er þarna ekki um að
ræða metaðsókn í Englandi, þar
sem 57.759 áhorfendur sóttu að
meðaltali leiki Manchester
United á keppnistímabilinu
1967—1968.
Manchester United er algjör-
lega sér á báti hvað varðar að-
sókn að leikjum í Englandi svo
sem bezt má sjá af því að þetta
var fjórða árið í röð sem
Manchester United átti þar
flesta áhorfendur og lék liðið
þó eitt af þessum árum í ann-
arri deild. Ög á tíu siðustu ár-
um hefur Manchester United
verið með metaðsóknina í átta!
Aðsóknaraukning hjá
Manchester United milli
keppnistímabilanna
1974—1975 og 1975—1976 var
133.588 manns, og er það hærri
tala en sum 2. deildar félögin
fengu á alla leiki sína á siðasta
keppnistímabili.
Utkoman var mjög mismun-
andi hjá ensku liðunum á síð-
asta keppnistímabili. Ekkert lið
fór þó eins illa út úr því og
Everton, en áhorfendum á
heimaleiki liðsins fækkaði
hvorki meira né minna en um
271.026. Langmesta aukningin
varð hins vegar hjá Birming-
ham-liðinu Aston Villa, sem
fékk 235.616 áhorfendum fleira
á leiki sína í fyrra en árið áður.
Þau 1. deildarlið sem fengu
fleiri áhorfendur á leiki sína í
fyrra en í hitteðfyrra voru:
Aston Villa, Coventry, Derby,
Ipswich, Manchester City,
Manchester United, Norwich,
Q.P.R., Sheffield United og
Tottenham Hotspur.
I 2. deild skar eitt lið sig
algjörlega úr hvað aðsókn
snerti. Var það lið Sunderland
sem fékk samtals 656.259 áhorf-
endur á heimaleiki sína, eða
31.250 að meðaltali. Er það at-
hyglisvert að aðeins sex lið i 1.
deild fengu meiri aðsókn en
Sunderland. Aðsóknaraukning
varð þó ekki mest hjá Sunder-
land, Heldur West Bromwich
Albion sem fékk 100.847 áhorf-
endum fleira á leiki sína s.l.
vetur en veturinn áður.
Útkoma liðanna í 2. deild er
geysilega misjöfn. Það lið sem
hafði dræmasta aðsókn var
York City sem hafði aðeins
113.673 áhorfendur alls eða
5.413 að meðaltali. Fækkaði
áhorfendum á leikjum félags-
ins um 74.371 á árinu. Skammt
undan eru svo Hull sem hafði
6.901 áhorfenda að meðaltali,
Oxford með 6.736 og Orient
með 6 385.
í 3. deild var það Lundúnafé-
lagið Crystal Palace sem fékk
flesta áhorfendur á heimaleiki
sina, 462.849 alls, eða 20.123 að
meðaltali. Næst í röðinni var
svo Brighton með 352.891
áhorfanda. Það félag hafði
einnig mesta aukningu: 82.624.