Morgunblaðið - 11.08.1976, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.08.1976, Blaðsíða 24
24 MORCUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. AGUST 1976 Ævintýrið um móða Manga eftir BEAU BLACKHAM vagnarnir og farþegarvagnarnir, sem auðvitað voru fastir aftan í Manga, urðu vitaskuld að eltá, hvort sem þeim þótti það gaman eða ekki. Farþegarnir æptu af hræðslu, því þegar þeir fóru upp i loftið héngu allir vagnarnir lóðrétt niður, líkt og halinn á flugdreka. Og í stað þess að sitja á sætunum, hentust farþegarnir til eins og snjóboltar í vögnunum. I sumum vagnanna voru kýr og kindur og svín og hænsni, því á Stað var markaðsdagur, og þú getur svo sem rétt gert þér í hugar- lund hvort ekki hefir heyrzt baul og jarm og hrín og gagg. Lestarvörðurinn varð alveg óður og hékk út um gluggann og kallaði: „Hjálp, hjálp!“ og hann veifaði rauða merkiflagginu sínu svo„ ótt, að hann missti það og það féll til jarðar. Þegar hér var komið, var Mangi orðinn dauðhræddur, og við lá að hann byrjaði líka að æpa á hjálp, þvf loftvarnabelgur- inn var að hækka flugið og allt, sem á jörðinni var, minnkaði og minnkaði. — Slepptu mér, kallaði hann. Nei, nei, ekki gera það — því hann gerði sér allt í einu ljóst, að ef belgurinn sleppti honum, mundi hann falla til jarðar og mölbrotna. — Flyttu mig niður, meina ég! Flyttu mig niður! — Ég held nú ekki, sagði Loftur loft- varnabelgur. Það geri ég alls ekki. Þú skalt fá að vera mér samferða. Ókurteis- ar járnbrautarlestir veröa að læra mannasiði — eins og ókurteis börn! Og hann sveif áfram í loftinu. Mangi sá nú, að ókurteisi hans hafði komið honum í slæma klípu, og hann vissi ekki, hvað hann átti að gera. Svo honum datt í hug, að bezt væri að segja barna alls ekki neitt og reyna að láta sýnast svo sem hann væri i rauninni ekkert hræddur. Bráðlega sá hann heilan hóp af silfur- gráum loftbelgjum bera við himininn framundan, og þegar þeir nálguðust, sá hann, að þetta voru loftvarnabelgir, sem svifu yfir geysistórri borg. — Hva-hvað ætlarðu að gera, loftbelg- ur? spurði Móði Mangi lágri rödd og það var nú ekki alveg eins mikill völlur á honum og venjulega. — Ah, sagði Loftur leyndardómsfullur, bíddu bara hægur, karl minn! Þú sérð til! 7\&e> COSPER COSPER Jú, ég skal selja þér fisk, — hann kost- ar 200 kall stykkið. -------------------------------\ M0RÖ<Jk-Km_ KArriNU \1 Maturinn er tilbúinn. Ég bjó lil Hvaða uppfinning er þetta hjá nýja súpu: Iljólhestakjötsúpu. þér? Flugfantur. Flugfantur. Tveir reyndir sjóarar ra'ðast við: „Ég hefi nú siglt meira og komið á fleiri staði en þú. Ég sigldi eitt sinn svo langt norð- ur, að ég sá norðurpólinn eins og svart prik í f jarska." „Hvenær var það?" „Það var 1895." „Það stendur heima, þú sást alls ekki norðurpólinn, heldur mig." „Pabbi, þú sagðir, að „tattú- ering" nú á tímum va'ri alveg sársaukalaus. „Já, er hún það kannski ekki?“ „Nei, alls ekki. Þú hefðir átt að heyra, hvað tannlæknirinn öskraði hátt, þegar ég beit hann í fingurinn." Kona, sem á heima í kjallara- fbúð, við lítinn dreng: „Þú spýttir á gluggann minn, óþokkinn þinn. Hvað heldurðu að hún mamma þin segði, ef ég spýtti á gluggana hjá henni?" Snáðinn: „Hún myndi segja, að það væri vel gert, því að við eigum heima á fimmtu ha'ð." Drykkjuhrúturinn: Konan mín segir, að ég megi drekka eitt glas af öli og læknirinn segir að ég megi drekka tvö. Það gerir víst samtals þrjú glös. Sjúklingurinn: Er hendin orðin það góð. að ég geti notað hana til allra verka? Læknirinn: Já. Sjúklingurinn: Get ég leikið á fiðlu með henni? Læknirinn: Já. Sjúklingurinn: Húrra, það hef ég aldrei getað áður. Höskadraumar Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 48 Það var.dimm rödd Cecilíu sem lagði þetta til málsins. — Hann sagði það væri voða- lega hættulegl og maður mætti aldrei koma nálægt þvl nema vera með gúmmfhanska og ein- hver föt sem það mætti slettast i, því að annars eyðilegði það allt. Þið hijótið að muna eftir þvf. Björg og Ylva samsinntu henni, en Kári sagði stuttlega: — Ég var ekki heima f vor. — Ér gróðurhúsið ólæst? Christer beindi enn tali sínu til Bjargar og hún beygði höfuðið til samþykkis. — Þið höfðuð því öll tækifæri til að fara þangað, þrátt fyrir aövaranir dr. Hallmanns og út- vega ykkur dálftinn skammt af þessum lífshættulega vökva. Nú gat Gregor Isander ekki lengur dulið óþolinmæði sína. Hann henti frá sér hálfreyktri sfgaréttunni með krampakenndri hreyfingu og hrópaði æstur: — Væri ekki tímabært, lögregluforingi góður, að við fengjum skýringu. Fyrst er mað- ur dreginn burt af heimili sfnu nánast með valdi eins og ódæðis- maður og nú eru lagðar fram fáránlegar og asnalegar spurn- ingar um garðyrkju. Hvað I fjár- anum kemur parathion þessu við? Dó Andreas ekki úr styrknin- eitrun? Christer veitti þvf eftirtekt og var ánægður með það að auga- steinar læknisins voru dökkír og stærri en áður. Það þýddi að skýr- ing Ahlgrens var rétt — að hann hefði ekki fengið tíma til að taka eiturlyf til að styfkja sig áður en hann kom. Christer leit fast á hann meöan hann undirstrikaði rólega en af fullri festu. — Tveir menn /Jiafa látist á heimilinu. Læknirinn brá 'við hart en full- komlega eölilega. — Fjárakornið. Þá hefur mér skjátlast iaglega. Én þér verðiö að vjðurkenna að það var nærtækt. .. An þess að Malin gerði sér grein fvrir þvf kom hún honum til hjálpar er hún tautaöi stóreyg af undrun. — Þú sagðir að Ahlgren hafði lýst því yfir að Jóni hefði ÉKKI verið gefið eitur! Og þess vegna dróstu I efa að einhver hefði ráð- íst á mig. — Góða frænka min, ég skulda þér iíka afsökunarbeiðni. Én þessar tvær atlogur sem gerðar voru að þér hafa valdiö mér beilmikium heilabrotum. Fyrst og fremst fannsl mér þær svo snögglegar og óundirbúnar. Þér er hrint niður stigann. Satt er það. Én á stiganum er mjúkt og þykkt teppi og þegar allt kom til alls snerirðu þig ekki um ökklann hvað þá meira. Éinhver þrýsti púða yfir andiitið : þér. þangað til þú leiðst f ómegin, en sú hin sama persóna tók koddann áður en hún fór út og opnaói meira aó segja gluggann í herherginu. Hvers vegna? Ég fæ enga aðra skvringu séð en að tilgangurinn hafi veriö að ferskt loft strevmdi irtn f herbergið svo að þú kæmíst aftur til meövitiíndar. Andiit Kára Hallmanns var eins og eitt stórt spurningamerki. — Hvað í ósköpunum á þetta að þýða? Að drepa hana til hálfs! Annaö hvort drepur maður mann eða maður drepur hann ekki. En Malin sagði hijóðlega. — Eg geri mér Ijóst hvað þú ert að hugsa, Christer. Enginn hefur haft í huga að ryðja mér úr vegi, en hins vegar hefur vakað fyrir einhverjum að reyna að gera mig svo hrædda að ég legði á snöggan flótta. Og bætti hún frjálslega við — hefðuð þið Petrus fengið að ráða hefði ég líka gert það. — Næsta vandamál, sagði Christer og þagði síðan litla stund — var að þú, eftir því sem þú sjálf taldir, vissir í raun og veru ekki neítt sem gæti komið öörum beinlfnfs illa. En viðkomandi per- sóna hélt þig vita eða gruna meira en taunin var. Þú hafðir hugboð um að ettthvað hefði verið bogið við dauða Jóns, en það var allt og sumt. Og að einhver ætti að vera svo hræddur við þessi þoku- kenndu hugboð þín að einhver gerði sér það ómak að set ja á svið tvær árásir á þig, var heldur ósennilegt. Þess vegna hlýtur þú að hafa sagt eitthvað eða gert eitthvað sem hefur komið morð- ingja f uppnám — moröingja sem á hverri stundu óttaðist að upp um hann kæmist. Hvað gerðist lil dæmis daginn eftir dauða Jóns? — Eg skrifaði bréf fvrir Andre- as Hallmann, sagði Malin skiln- ingssljó á svip. — Og svo fór ég með Björgu inn til Kila og fór I búðir ... og þar hitti ég Petrus. Hún sagði þetta feimnislega. en allt f einu leit hún beint á unga lögreglumanninn og endurtók af- dráttarlaust. — Þar hitti ég . . . PÉTKUS — Seni er I lögreglunni. t»g sem allir hér f nágrenninu vita deili á. Og þegar þú talaðir við hann á kaffistofunni og trúöir honum fvrir grunsemdum þínum ... sást til ykkar. — Já ... Björg sá okkur. Já. .Vlalin dirfðist ekki að Ifta á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.