Morgunblaðið - 11.08.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.08.1976, Blaðsíða 28
AUGLYSINGASIMÍNN ER: 22480 ffmpnttMftfrfö AUGLÝSINGASIMINN ER: 22480 |W#r0untiI«tiit> MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1976 Illa gengur að fá erlenda skákmenn á Reykjavíkurmót Keppendur líklega 14 í stað 16 eins og áformað var NOKKUÐ erfiðlega hefur gengið að fá menn á alþjóðaskákmðtið, sem hefst hér í Reykjavík 24. ágúst n.k. Vantar enn 2—3 er- lenda skákmenn til að fylla töl- una og ef ekki tekst að fá þá, verður þetla 14 manna mót í stað 16 eins og áformað var. Hefur Friðrik Olafsson stórmeistari unnið að því sfðustu daga fyrir Taflfélag Reykjavíkur að reyna að fá skákmenn erlendis frá til mótsins en það hefur að vonum gengið erfiðlega, þar sem svo stuttur tími er til stefnu. Ljóst er, að á mótinu munu tefla a.m.k. 7 stórmeistarar, þeir Friðrik Ölafsson og Ouðmundur Sigurjónsson frá íslandi, Tukmakov og Antosin frá Sovét- ríkjunum, Timman frá Hollandi, Najdorf frá Argentínu og Vester- rinen frá Finnlandi. Islenzkir keppendur auk Friðriks og Ouðmundar verða þeir Ingi H. Jóhannsson, Helgi Öiafsson, Margeir Pétursson, Björn Þor- steinsson og Haukur Angantýs- son, Islandsmeistari í skák. Þá hefur Friðrik tekizt að fá til mótsins allsterkan bandarískan skákmann, Wukcewic að nafni og einhverjar líkur eru á því að bandaríski stórmeistarinn Hogoff geti komið til mótsins fyrir til- hlutan Friðriks. Fleiri erlendir skákmenn munu einnig vera í sigtinu, en óvíst er hvort tekst að fá einhvern þeirra hingað til mótsins, þar sem skákmenn éru yfirleitt búnir að ráðstafa sér langt fram í tímann. Brendan ekki vestur um haf fyrr en í vor ur, tsafirði, var með 631 lest I 5 veiðiferðum, Bessi, Súðavík, var með 597 lestir f 5 veiðiferðum, Júlfus Geirmundsson, tsafirði, var með 540 lestir I 4 veiðiferð- um, Dagrún, Bolungarvfk, var með 492 lestir f 4 veiðiferðum, Gyllir, Flateyri var með 465 lestir I 3 veiðiferðum, Páll Pálsson, Hnlfsdal, var með 375 lestir I 4 veiðiferðum, Framnes, Þingeyri var með 368 lestir f 4 veiðiferðum og Trausti, Suðureyri, var með 334 lestir 14 veiðiferðum. Samkvæmt upplýsingum Jóns Páls Halldórssonar á skrifstofu Fiskifélags tslands á Isafirði fengu færabátarnir einnig góðan afla allan mánuðinn, en afli linu- bátanna var nokkuð misjafn. Stærri bátarnir héldu margir til grálúðuveiða við Norðurland í byrjun mánaðarins og fengu þá dágóðan afla, en eftir miðjan mánuðinn var algjör ördeyða. Nokkrir línubátar fóru til Austur- Grænlands og fengu þar góðan Framhald á bls. 16 Tekur ylræktarver til starfa hér að ári? TtÐARFAR var sérstaklega hag- stætt til sjósóknar á Vestfjörðum allan júlfmánuð og var aflafeng- ur yfirleitt mjög góður. Afli tog- aranna var sérstaklega góður all- an mánuðinn, og var sá afli ná- lega eingöngu tekinn á Halanum. Afiahæsti skuttogarinn I mánuð- inum var Guðbjörg, lsafirði, með 650 lestir 14 löndunum, Guðbjart- Þjófurinn iðraðist og gaf sig fram Akureyri 10. ágúst. INNBROT var framið i nótt i húsi nr. 20 við Glerárgötu, þar sem eru mörg fyrirtæki, stofn- anir og vinnustaðir. Brotizt var inn i fjögur fyrirtæki í húsinu og rniklar skemmdir unnar á hurðum og dyrabúnaði. Hjá Sjóváumboðinu var stolið um 80 þúsund krónum og frá Verzlun Gunnars Ásgeirssonar 10—15 þúsund krónum, en annars staðar var einskis sakn- að. Innbrotsmaðurinn gaf sig svo fram við lögregluna um hádegið í dag og skilaði nærri öllu þýfinu um leið og hann skuldbatt sig til að bæta þær skemmdir sem hann hafði valdið. Hann hafði verið mikið drukkinn I nótt þegar hann framdi verknaðinn, en iðraðist gerða sinna, þegar af honum rann áfengisvíman í morgun. Sv.P. t gær var dregið I 8. flokki Happdrættis Háskóla tslands. Dregnir voru 9.900 vinningar að fjárhæð kr. 131.310.000.—. Hæsti vinningurinn, kr. ein milljón, kom á nr. 56437. Allir miðarnir voru seldir f aðalum- boðinu. Tjarnargötu 4. Fimm hundruð þúsund króna vinningur kom á nr. 58234. Miðarnir voru seldir í verzl. Nes- kjör, Ægissíðu 123, á Suðureyri og I Stykkishólmi. Tvö hundruð þúsund króna vinningur kom á nr. 33521. tSLENZK sendinefnd var f Hol- landi I stðustu viku til viðræðna við hollenzka fyrirtækið Voskamp en Vrijland um hugsan- Trompmiðinn og þrír aðrir voru seldir I Aðalumboðinu, Tjarnar- götu 4, en einn var seldur á um- boðinu á Hofsósi. 50.000 kr.: 294, 1094, 1305, 1872, 1914, 2423, 4169, 7047, 8960, 9028, 10894, 12642, 13984, 16996, 18048, 20955, 21307, 26536, 27664, 33075, 33764, 34074, 34865, 36208, 39943, 41958, 42572, 43144, 43625, 43848, 47106, 48630, 48687, 49905, 50426, 51480, 53792, 54719, 54934, 54974, 55190, 55796, 56096, 56436, 56438, 56473, 57566, 59405. lega byggingu og rekstur ylrækt- arvers á tslandi. Dr. Björn Sigur- björnsson formaður nefndarinn- ar sagði f samtali við Mbl. f gær, að nú lægi fyrir að rekstur slfks vers væri hagkvæmur og sagðist hann búast við að nefndin mundi mæla með þvf að gengið yrði að tilboði Hollendinganna um bygg- ingu versins. Hollenzka fyrirtæk- ið hefur boðizt til að lána mestall- an stofnkostnað ylræktarversins, reisa það og vera eignaraðili að einum fjórða hluta. Að sögn dr. Björns vilja Hol- lendingarnir fá svör við tilboði sínu fyrir 15. október nk., en eftir þann tíma telja þeir sig ekki geta ábyrgzt að áætlanir um kostnað og tekjur sem nú liggja fyrir hald- ist óbreyttar. Fari svo að gengið verði að tilboðinu mundu Hol- lendingarnir hefja byggingafram- kvæmdir að vori og starfsemin væntanlega hefjast 1. september 1977. Talið er að árlegar gjaldeyr- istekjur af verinu geti numið 175—200 milljónum króna, en stofnkostnaður er áætlaður um 600 milljónir króna. Dr. Björn Sigurbjörnsson sagði að tveir staðir kæmu einkum til greina við staðarval fyrir ilrækt- arverið, ölfusdalur skammt frá Hveragerði og land innan borgar- marka Reykjavíkur. Væri gert ráð fyrir að í verinu yrðu 36 þús- und fermetrar af gróðri undir gleri og væri fyrirhugað að rækt- aðir yrðu chrysanthemum græðl- Framhald á bls. 16 Dregið í happdrætti Háskólans SKIPVERJAR á frska skinn- bátnum Brendan hafa nú ákveðið að fresta siglingu sinni til Amerfku til næsta vors, vegna þess hve áliðið er orðið sumars. Gert var ráð fyrir að siglingin til Labrador tæki um 40 daga en um og eftir miðjan september er allra veðra von á þessari siglingaleið og þvf var ekki talið ráðlegt að halda sigl- ingunni áfram. „Með þessu fetum við enn f fótspor frsku munkanna, sem höfðu vetursetu f Færeyjum og á tslandi, þegar orðið var of áliðið árs til að halda áfram siglingum," sagði Tim Severin leiðangursstjóri á Brendan f samtali við Mbl. f gærkvöldi. Hann sagði að ferðinni yrði haldið áfram næsta vor, senni- lega f maf, og yrði áhöfnin sú sama og nú, þvf allir skipverjar hefðu mikinn áhuga á að halda förinni áfram. Brendan verður tekinn upp i dag, og verður báturinn að lík- indum geymdur i flugskýli Landhelgisgæzlunnar, en Pétur Sigurðsson forstjóri Gæzlunnar hefur sýnt för Brendans mik- inn áhuga-og verið skipverjum innan handar, að sögn Sever- ins. Bátsmenn munu nú flestir halda hver til síns heima til vetrardvalar, en koma aftur að vori. Einn bátsmanna, Arthur Magan, hefur þó áhuga á því að fá sér vinnu hérlendis í nokkra mánuði og komast á sjóinn, að þvf er hann sagði Mbl. í gær- kvöldi. í sídustu viku voru fluttar að Kröflu vélasamstæðurnar í virkjunina, sem komu með skipi til Húsavíkur. Flutningurinn, að Kröflu fór fram á bílum með tengivögnum frá GG. Þyngstu stykkin vógu 55 og 65 tonn hvert. Voru þau flutt hvort um sig á vagnbílum með 38 hjólum, sérstöku áhaldi sem lyfti undir pallinn að aftan og loks ýtti trukkur á eftir alla leiðina, sem tók 17 tíma með stærra stykkið. Þarna er verið að losa 55 tonná stykkið af bílnum við stöðvarhúsið með samræmdu átaki tveggja 35—40 tonna krana. Þeir lyftu stykkinu aðeins og bíllinn ók síðan undan því. Afbragðsafli á Vestfjörðum: Guðbjörg ÍS landaði um 650 lestum í júlí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.