Morgunblaðið - 11.08.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. AGUST 1976
3
Kolmunni — herramannsmatur
Nýstárlegur matur var á
borðum margra Reyk-
víkinga i gær og fyrra-
dag. Sem kunnugt er var
kolmunna dreift í nokkr-
ar fiskverzlanir í Reykja-
vik á mánudag. Mikill
áhugi var fyrir því að
bragða þennan fisk, sem
hingað til hefur lítt verið
nýttur til manneldis, og
fengu færri en vildu. í
Mbl. í gær var rabbað við
nokkra þeirra heppnu,
þ.e. þá, sem gátu krækt
sér í nokkra fiska, og í
framhaldi af því var haft
samband við þetta fólk og
spurzt fyrir um árangur-
inn.
Betri steiktur
Fyrst hringdum við til
Margrétar Sigurðardóttur og
sagði hún að kolmunninn hefði
reynzt vera herramannsmatur.
„Ég hafði hann bæði í kvöld-
og hádegismat," sagði hún, „og
líkaði okkur hann mjög vel. Ég
prófaði bæði að sjóða hann og
heilsteikja upp úr hveiti og
raspi og held ég að hann hafi
líkað betur steiktur. Það voru
allir spenntir að smakka eitt-
hvað nýtt og börnin, tengda-
börnin og barnabörnin komu í
mat og allir létu mjög vel yfir
kolmunnanum og fannst hann
hið mesta lostæti. Hann er smár
og það er lengur verið að
hreinsa hann, en ég er ekki í
nokkrum vafa um, að kolmunni
yrði keyptur á þessu heimili, ef
hann stæði til boða.“
Rann út eins
og heitar lummur.
Guðmundur öskarsson hjá
Fiskbúðinni Sæbjörgu áGrand-
anum tjáði okkur að eitthvað á
annað tonn af kolmunna hefði
verið dreift hjá þeirri verzlun
einni, en auk þess hefðu nokkr-
ar aðrar verzlanir séð um dreif-
inguna.
„Menn voru alveg himinlif-
andi og tóku þessu vel,“ sagði
hann, „og allt kláraðist í gær.
Ég var búinn að taka frá tvo
poka fyrir sjálfan mig, en varð
að láta þá þvf eftirspurnin var
svo mikil. Ég fór strax í morgun
og ætlaði að reyna að ná i
meira, en þá var allt búið. Það
er búinn að vera straumur af
fólki hingað f allan morgun og
endalaust verið að spyrja um
fiskinn. En það er eitt, sem ég
held að se misskilningur hjá
fólki, og það er að flaka þennan
fisk. Hann er svo smár, að hann
verur hreinlega ekki að neinu."
„Ekki nógu ferskur“
Næst náðum við sambandi
við hjónin Stellu Þorvalds-
dóttur og Svan Ágústsson. Hús-
bóndinn varð fyrir svörum:
„Þetta fór nú öðru vísi en
ætlað var“ sagði hann. Fiskur-
inn var alls ekki nógu ferskur,
eins og ég sagði þér í gær. Ég
ætlaði að reyna að flaka hann,
en hann var svo kramann og
mikið af hringormum í honum,
að ég hreinlega tók ekki sjens-
inn á honum. Hins vegar er ég
sannfærður um að hann er
góður á bragðið og ég ætla endi-
lega að reyna að ná mér f
fiskinn splunkunýjan og reyna
aftur. Ég er hræddur um að
kolmunninn hafi verið búinn
að velkjast i trollinu hjá þeim
og svo fer hann oft illa þegar
hann er fsaður svona f kassa.“
Enn sama sinnis.
Hann var enn sama sinnis
fiskkaupmaðurinn á Dunhaga,
sem spjallað var við I blaðinu f
gær.
,4ú, það fór alveg hellingur
af kolmunna og menn voru
alveg æstir I hann,“ sagði hann,
„en ég hef heldur ekki séð einn
einasta af þessu fólki f dag. Það
stendur þvf alveg sem ég sagði,
að nóg yrði að gera hjá prestun-
um.“
„Bragðmikill".
Ásgeir Guðlaugsson var ekki
heima og ekki væntanlegur, en
við náðum tali af frúnni.
„Þetta var alveg ljómandi
gott,“ sagði hún. „Fiskurinn
var bragðmikill og alls ekki
siðri en t.d. ýsa. Við steiktum
hann i heilu lagi og er það alveg
upplagt því beinið liggur alveg
laust. Mér lfzt ekki vel á að
flaka þennan fisk, hann er það
smár. En eins og ég segi, við
erum átta í heimili og það var
einróma álit að þetta væri
gæðafæða.
Hefur samið yfir 150 sönglög
Nýtt sönglagasafn eftir Maríu Brynjólfsdóttur
NÝVERIÐ komu út sönglög eftir
Marfu Brynjólfsdóttur. Eru f bók-
inni sönglög við ljóð eftir Stein
Steinarr og átta kórlög við fjóð
eftir ýmsa höfunda svo sem Bene-
dikt Gröndal, örn Arnarson og
Jón Helgason. Áður hafa komið
út tvær bækur með fögum Marfu,
árið 1972 kom út bók með 42
sönglögum, Átta fög án orða.
Tveim árum seinna kom svo út
bók með 20 lögum og voru öfl
þessi lög við texta ýmissa höf-
unda svo sem Jóhannesar úr Kötl-
um, Halldórs Laxness og fleiri.
Marfa Brynjólfsdóttir hefur
samið lög allt frá árinu 1949, en
um skeið lá öll lagasmfði niðri hjá
henni. Árið 1970 tók hún aftur að
fást við hana og hefur hún samið
um 150 lög á síðustu 5 til 6 árum.
Carl Billich hefur séð um frá-
gang laganna og Gunnar Sigur-
jónsson um nótna- og leturteikn-
un, en káputeikningu gerði Guð-
mundur K. Jónsson. Bókin er
prentuð í Litbrá.
12 sönsiös
ljód steinn steinarr
8 CÓRLÖS
eftir
mnniu snynjóLPSDÓTTun
Káputeikningu bókarinnar hefur
Guðmundur K. Jónsson gert.
Norrænir hagstofustjórar
og tölfræðingar í Reykjavík
HAGSTOFUSTJÓRAR Norður-
landa hófu ásamt aðstoðarmönn-
um sfnum fund f Reykjavfk f
fyrradag, en fundi þeirra lýkur f
dag. Þessir aðifar koma saman
árlega, en meiri háttar fundur er
haldinn þriðja hvert ár. Hagstof-
an hefur verið aðili að þessu sam-
starfi frá árinu 1921, en aðeins
tekið þátt f fundum þriðja hvert
ár. Hagstofustjórar Norðurlanda
hafa tvisvar áður haldið fund í
Reykjavfk, árið 1948 og árið 1963.
Samstarf hagstofa Norður-
landa, sem er mjög víðtækt og
fjölþætt, hófst árið 1889 og hefur
staðið óslitið sfðan, þó ekki á
styrjaldarárunum.
Fimmtudaginn 12. ágúst, að
loknum hagstofustjórafundinum,
hefst þriggja daga almennt mót
tölfræðinga á Norðurlöndum.
Taka þátt i þvf um 115 tölfræðing-
ar frá fimm Norðurlöndum, en að
meðtöldum mökum er tala gesta
alls um 170. íslenzkir þátttakend-
ur eru rúmlega 20 að tölu.
Norræn tölfræðingamót hafa
verið haldin þriðja hvert ár frá
árinu 1927, en þetta er fyrsta mót-
ið sem haldið er á íslandi. Við-
fangsefni þessa fundar tölfræð-
inganna er „Tölfræðin og þjóðfé-
lagið — hvernig orkar tölfræðin á
þjóðfélagið og það á hana?“ Vrnis
erindi verða flutt um þetta efni
og umræður verða f sambandi við
þau.
Geir Hallgrímsson forsætisráð-
herra flytur ávarp við setningu
þessa fundar, en hann er haldinn
í Kristalsal Hótel Loftleiða.
Formaður mótsnefndar er
Klemens Tryggvason hagstofu-
stjóri.
Verður Helgi Ólafsson alþjóðlegur
meistari á Reykjavíkurskákmótinu?
Náði fyrri áfanga titilsins nýlega á móti í New York
HELGI Ólafsson skák-
meistari er fyrir skömmu
kominn heim frá New
York, þar sem hann stóð
sig mjög vel á sterku
skákmóti og náði fyrri
áfanga alþjóðameistara-
titils. Næsta verkefni
Helga er alþjóðaskákmót-
ið í Reykjavík, sem hefst
eftir hálfan mánuð og
ætlar hann að reyna að
ná þar seinni hluta titils-
ins, þannig að hann megi
kalla sig alþjóðlegan
meistara í skák. Helgi er
19 ára gamall.
Helgi tjáði Mbl. í gær, að mót-
ið í New Vork hefði kallazt
Manhattan International. Var
þetta 16 manna mót með þátt-
töku þriggja stórmeistara og
fjögurra alþjóðlegra meistara.
Varð Helgi í 5.—7. sæti og hlaut
9 vinninga af 15 mögulegum.
Efstir urðu Weinstein, Banda-
ríkjunum, og stórmeistararnir
Lein og Shamkovic með 1014
vinning. Stórmeistarinn Vukic
hlaut 9'á vinning, en Helgi kom
síðan f 5.—7. sæti með 9 vinn-
inga sem fyrr segir. Á mótinu
vann hann 5 skákir, tapaði 2 og
gerði 8 jafntefli.
Helgi bjóst við þvi að hann
þyrfti 8—S'á vinning á alþjóð-
lega skákmótinu i Reykjavik til
að tryggja sér alþjóðlegan
meistaratitil. Kvaðst hann nú
vera að undirbúa sig fyrir mót-
ið. Takmarkið væri það að
standa sig vel í mótinu og auð-
vitað að reyna að ná titlinum í
þessari atrennu.
Helgi Olafsson.