Morgunblaðið - 11.08.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.08.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. AG.UST 1976 15 Tveir af tíu synja Ford Washington, 10. ágúst. AP. TVEIR öldungadeildarmenn sem Ford forseti hefur haft áhuga á að fá f varaforsetaframboð, Edward Brooke frá Massachusetts og William Brock frá Tennessee, hafa sagt að þeir hafi engan áhuga á framboðinu og vilji haida áfram þingmennsku. Þriðji öldungadeildarmaður- inn, James Buckley frá New York, sagði í dag að hann hefði tilkynnt forsetanum að hann vildi heldur einbeita sér að því að ná endurkosningu. Talsmaður Buck- leys sagði hins vegar að hann hefði ekki aftekið með öllu þann piöguleika að hann yrði varafor- setaefni. Alls hafa tíu menn viðurkennt að starfsmenn Hvíta hússins hafi snúið sér til þeirra og beðið þá um persónulegar upplýsingar f sam- bandi við leit Fords forseta að hugsanlegu varaforsetaefni. William Simon fjármálaráð- herra, Charles Percy öldunga- deildarmaður frá Illinois, Robert Dole öldungadeildarmaður frá Kansas og Christopher Bond skýrðu frá þvi i gær að þeir hefðu verið beðnir um persónulegar upplýsingar. Howard Baker öldungadeildar- maður frá Tennessee, Robert Ray rikisstjóri I Iowa og Elliot Richardson viðskiptaráðherra hafa einnig viðurkennt að þeir hafi verið beðnir um slíkar upp- lýsingar. John Connally fv. ríkisstjóri í Texas hefur verið talinn líklegur til þess að vera valinn varafor- setaefni og rætt þann möguleika en hefur ekki sagt hvort hann hafi verið beðinn um upplýsingar. Nýjar jarð- hræringar í Kína Peking — 10. ágúst — Reuter KÍNVERSKIR jarðskjálftafræð- ingar sögðu i dag, að búast mætti við nýjum, öflugum jarðskjálfta á næstu dögum, og beindu þeir þvi til almennings að vera á verði og gera öryggisráðstafanir. Þessi nýja viðvörun kemur i kjölfar sex jarðskjálftakippa, sem urðu á hættusvæðinu i nágrenni Tangs- han í gær, og mældust þeir allir yfir fimm stig á Richterskvarða. Fólk í Peking varð aðeins vart við' kippina, en þeir komu fram á jarðskjálftamælum í Hong Kong og Japan. Þetta eru fyrstu jarð- hræringarnar, sem verður vart í heila viku. Var líf manna á hættu- svæðunum tekið að færast i eðli- legt horf, en jarðskjálftafræðing- ar telja að þessar jarðhræringar kunni að vera fyrirboði nýrra náttúruhamfara. Kínverskar hjúkrunarkonur með barn sem fæddist einum degi eftir jarðskjálft- ann í Tangshan. t Kviðdómur skellir skuldinni á Hearst Víða óeirðir í Suður-Afríku Jóhannesarborg, 10. ágúst. Reuter. SÆMILEG kyrrð komst á i blökkumannahverfunum Soweto og Alexandra f Jóhannesarborg f dag. Víða annars staðar i Suður- Afrfku voru framin ofbeldisverk. Kveikt var í tveimur skólum f blökkumannahverfunum og Mabopane f ERLENT Mamelodi Pretorfu. Um 1.000 nemendur grýttu gagnfræðaskóla í Garankuwa, 20 km norður af Preotoríu i heima- fylki blökkumanna, Bophuthats- wana, og 15 voru handteknir. Kveikt var i bjórkrá og grjóti kastað i skóla i Westonaria 40 km austur af Jóhannesarborg. Lögregla beitti táragasi til að dreifa óeirðaseggjum. Hins vegar hófu margir nemendur aftur skólagöngu í Soweto og Alexandra þar sem al- varlegustu óeirðirnar hafa geisað. Strætisvögnum var leyft að aka inn I hverfin undir lögreglu- vernd. Fjarvistir verkamanna hafa minnkað. Los Angeles, 10. ágúst. Reuter. AP HJÓNIN William og Emily Harris, félagar auðkýfingsdóttur- innar Patriciu Hearst og liðs- menn Symbfonesfska frelsishers- ins (SLA) hafa verið fundin sek f fimm ákæruatriðum af 11 eftir langvarandi réttarhöld f Los Angeles. Ungfrú Hearst verður sjálf leidd fyrir rétt sfðar ákærð fyrir sömu sakir. Hún sætir um þessar mundir geðrannsókn f fangelsi. Kviðdómur sýknaði Harris- hjónin af sex ákærum um árás með vopnum. Kviðdómurinn telur þar með að ungfrú Hearst hafi hafið skothríðina þegar verzlunarstarfsmenn reyndu að handtaka Harris-hjónin fyrir búðarrán 16. mai 1974 og skellir skuldinni á hana. Hins vegar voru Harris-hjónin sek fundin i fimm öðrum ákæru- atriðum, þar á meðal um vopnað rán, mannrán og bilstund og þau geta þvi átt yfir höfði sér allt að lifstíðarfangelsi. Þvi var haldið fram að ungfrú Hearst hefði skotið úr vélbyssu til að bjarga Harris-hjónunum. Þau þrjú rændu síðan nokkrum bílum, tvisvar sinnum með ökumönnum Ungfrú Hearst þeirra, til að komast undan lög- reglunni. Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær dómur verðUr felldur I máli Harranna sem verða einnig leidd fyrir rétt í Oakland fyrir ránið á ungfrú Hearst í febrúar 1974. Ungfrú Hearst bauðst til að bera vitni gegn þeim á réttarhöld- unum f Los Angeles og sagði að þau hefðu haft sig í haldi í 16 mánuði eftir skotbárdagann í verzluninni þegar þau voru á flótta. Hins vegar lauk réttarhöld- unum áður en hún gæti borið vitni. Flestir liðsmenn SLA féllu i árás sem lögreglan í Los Angeles gerði á felustað þeirra 12. maí 1974, daginn eftir búðarránið. Ung fórnarlömb í átökum í Belfast Belfast, 10. ágúst. Reuter. TVÖ ung börn biðu bana þegar móðir og fjölskylda hennar urðu fyrir bil sem skæruliðar skutu úr á herflokk f Belfast í dag. Sex mánaða barn sem móðirin ísrael bauð í bók um Lillehammer-morðin Osló, 10. ágúst. Reuter NORSKA blaðið Aftenposten skýrði frá því i dag að israelsk yfirvöld hefðu boðizt til að greiða 300.000 dollara til að koma í veg fyrir birtingu bókar þar sem þvi er haldið fram að tilraun Israelsmanna til að myrða palestfnskan skæruliða hafi lyktað með þvi að þeir hafi myrt rangan mann. Blaðið segir að Israelsmaður nátengdur sendiráði lands sins í París hafi boðizt til að greiða upphæðina höfundum bókar- innar, Dag Chrístensen, blaða- manni við Aftenposten, og David Tinnin, fréttamanni vikuritsins Time. Blaðið segir að Israelsmenn hafi viljað koma í veg fyrir birt- ingu bókarinnar þar sem hún gefi ófagra mynd af israelsku leyni þjónustunni (Mossad) sem stóð að morðinu í Lille- hammer. Höfundarnir segja að ísraels- menn hafi ætlað að myrða palestínska skæruliðann Ali Hassan Salameh, öðru nafni „Rauða prinsinn", sem var sagður einn á l(fi þeirra 13 hryðjuverkamanná sem myrtu fsraelska iþróttamenn á Olympíuleikunum í Munchen 1972. Þeir kalla bók sina ,,Nr. 13“ og segja að Israelsmenn hafi myrt rangan mann — Ahmed Bouchiki, frá Alsir. Þeir segja að fsraelskir útsendarar hafi þá þegar haft upp á hinum hryðju* verkamönnunum 12 og myrt þá. Höfundarnir segja enn fremur að frú Golda Meir, þáverandi forsætisráðherra Israels hafi vitað um málið og sent yfirmann Mossad Zvi Zamir hershöfðingja, til Osló til að tryggja að allt gengi að óskum. Hins vegar voru sex hand- teknir i eltingaleik eftir morðið. 1 réttarhöldum sem síðan fóru fram var einn sýkn- aður en hinir fimm, sem voru allir Gyðingar voru dæmdir í 18 mánaða til fimm og hálfs árs fangelsisvistar. En þeir voru allir náðaðir og fengu að fara frá Noregi. Þegar tveimur síðustu föngunum var sleppt af „öryggisástæðum" eins og norska utanríkisráðu- neytið heldur fram fagnaði tals- maður ísraelska utanríkisráðu- neytisins mannúðlegri afstöðu Norðmanna. ók f barnavagni og átta ára bróðir hennar biðu bana. Móðirin og þriðja barnið, tveggja ára drengur, slösuðust alvarlega og voru flutt i sjúkrahús. Þessi harmleikur gerðist í kaþólska hverfinu Ander- sonstown. Annar tveggja manna sem voru i bílnum beið bana og hinn slasaðist. Líklegt er talið að atburðurinn auki mikla ólgu sem ríkir i vestur- hluta Belfast þar sem hermenn hafa verið á verði sfðan þeir hand- tóku frú Maire Drumm, ömmuna sem hótaði að leggja Belfast i rúst. Það sem af er þessu ári hafa 210 beðið bana á Norður-trlandi en 1601 síðan 1969. Varað við vansköpun á eitursvæði Seveso, 10. ágúst. Reuter. BARNSHAFANDI konur búsett- ar nálægt eitraða svæðinu um- hverfis Sveso á Norður-Italfu voru opinberlega varaðar við því I dag að verið gæti að börn þeirra yrðu vansköpuð. Talið er að 113 Framhaid á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.