Morgunblaðið - 14.08.1976, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. ÁGUST 1976
3
Fjallvegir teppast
sökum vatnavaxta
Ekkert ákveðið með
flugvélakaup Flugleiða
— ÞAÐ hefur hlaupið mik-
ill vöxtur í allar ár og læki
á Suður- og Suðvesturlandi
og af þeim sökum eru
nokkrir fjallvegir ófærir
eöa illfærir sem stendur,
sagði Sverrir Kristjánsson
vegaeftirlitsmaður í sam-
tali við Morgunblaðið í
gær. ^
Aö sögn Sverris er Sandá á
Kjalvegi enn ófær. Langferðabíl-
ar frá Norðurleið lögðu af stað frá
Reykjavík í Kerlingarfjöll. Ekki
var vitað hvernig langferðabílun-
um myndi ganga að komast yfir
ána, en stór fjallabíll hélt frá
Kerlingarfjöllum niður að Sandá
til móts við bílana.
Þá sagði Sverrir, að vegagerðin
væri að reyna að opna veginn yfir
Uxahryggi við Tröllháls, en það
væri hreinlega ekki hægt vegna
vatnavaxta og það væri með
naumindum að jeppar gætu brölt
veginn.
— Við teljum einnig að Fjalla-
baksleið syðri sé orðin ófær og sú
nyrðri illfær, sagði Sverrir.
Að lokum sagði hann, að enn
væri sömu sögu að segja af Norð-
Austurlandi og suður með Aust-
fjörðum, þar sem vegheflar stæðu
nú aðgerðarlausir vegna þess, að
vegir eru svo þurrir að tennur
heflanna vinna ekki á þeim.
SEM KUNNUGT er eru
Flugleiðir að athuga kaup
á nýjum þotum til að mæta
auknum flutningum
félagsins.
Að sögn Sveins Sæmundssonar
blaðafulltrúa hafa nokkrir starfs-
menn félagsins verið í Bandaríkj-
unum að undanförnu til að afla
upplýsinga um þær gerðir sem
helzt koma til greina. Heimsækja
þeir risana þrjá, Boeing, Mcdonn-
el Douglas og Lockheed. Þá sagði
Sveinn að sölumenn frá þessum
þrem verksmiðjum kæmu reglu-
lega til Islands og kynntu vélar
þær, sem Flugleiðir hefur auga-
stað á, en eins og komið hefur
fram í fréttum eru það Lockheed
Tri-Star, Boeing 727 og Douglas
DC-10, en allt eru þetta breiðþot-
ur.
Varasamir seðl-
ar í umferð...
HINN 11. þessa mánaðar voru
vörur, sem keyptar voru 1 búð
einni hér 1 borginni, greiddar
með peningaseðli, sem prentað er
framan á svohljóðandi texti:
„Thc Japaneses Government
promises to pay the bearer on
demand Ten Ilollars MP“. Er
þetta grænleitur seðill og fylgir
Ijósrit af honum þessari frétt.
Sá, sem greiddi með seðlinum,
sagði að hann væri jafnvirði 10
Bandaríkjadala, og var hann tek-
inn á því gengi.
Seðill þessi er hins vegar einsk-
is virði og þar sem gera má ráð
fyrir, að reynt verði að setja fleiri -
slíka seðla í umferð, er fólk hér
með varað við að taka þá og beðið
að láta rannsóknarlögregluna í
Reykjavik vita um, ef það verður
vart við slíka seðla.
Reykjavíkurskák-
mótið fullmannað
REYKJAVlKURMÓTlÐ í skák er
nú fullskipað, en eins og fram
kom 1 fréttum, gekk erfiðlega að
fá á það erlenda skákmenn. Verða
þátttakendur 16 að tölu, 8 útlend-
ingar og 8 fslenzkir skákmenn.
Sfðasti skákmaðurinn var ákveð-
inn f gær, Gunnar Gunnarsson
fyrrverandi Islandsmeistari. Mót-
ið fer fram dagana 24. ágúst til
14. september f Hagaskólanum f
Reykjavfk. Tefldar verð 15 um-
ferðir og hefjast þær venjulega
klukkan 17.30.
Þátttakendur i mótinu eru
eftirtaldir skákmenn. I sviga aft-
an við nöfn þei’rra er styrkleika-
tala viðkomandi samkvæmt Eló-
stigakerfinu:
Friðrik Ólafsson (2550)
Timman, Hollandi (2550)
Guðmundur Sigurjónsson (2530)
Najdorf, Argentinu (5 2510)
Tukmakov, Rússlandi (2490)
Vukcevic, Bandaríkjunum (2490)
Westerinen. Finnlandi (2485)
Keene, Bretlandi (2460)
Antosin, Rússlandi (2460)
Matera, Bandarfkjunum (2420)
Björn Þorsteinsson (2415)
Haukur Angantýsson (2400)
Ingi R. Jóhannsson (2395)
Margeir Pétursson (2390)
Helgi Ólafsson (2370)
Gunnar Gunnarsson (2310)
Sjö af þessum skákmönnum eru
stórmeistarar, Friðrik, Timman,
Guðmundur, Najdorf, Tukmakov,
Westerinen
Þóroddur E. Jóns-
son látinn
ÞÓRODDUR E. Jónsson stórkaup-
maður andaðist i Borgarspítalan-
um í Reykjavfk í fyrrinótt. Hann
var 71 árs að aldri.
Þóroddur var algjör brautryðj-
andi í skreiðarútflutningi, og tíð-
ur gestur skreiðarkaupmanna í
Suður-Evrópu og Afríku undan-
farinn aldarfjórðung, auk þess
sem hann stundaði útflutning á
gærum, skinnum og húðum. Áður
en hann sneri sér að útflutnings-
verzlun rak Þóroddur heildsölu í
höfuðborginni, og verzlaði þá
einkum með vefnaðarvöru.
Þóroddur fæddist 6. maí 1905 á
Þóroddsstöðum í ölfusi, þar sem
Jón Jónsson, faðir hans bjó. Hann
brautskráðist frá Verzlunarskóla
Islands vorið 1928, og stundaði
um skeið framhaldsnám í Vinar-
borg. Eftir heimkomuna stofnaði
hann svo heildsölu sína árið 1930.
Eftirlifandi kona '• Þórodds er
Sigrún Júlíusdóttir, og varð þeim
þriggja barna auðið.
Hátalarar
sem slá í gegn
KLH eru bandarískir hátalarar í gæðaflokki.
KLH hátalarar fyrir heimahús, skemmtistaði
og þar sem krafist er hljómgæða.
ENGIN ORÐ FA LYST KLH HATOLURUM.
KOMIÐ OG HLUSTIÐ.