Morgunblaðið - 14.08.1976, Side 10

Morgunblaðið - 14.08.1976, Side 10
10 MOKCUNBI.AÐIÐ. LAUCAKDACUR 14. ACUST 1976 Akraborgin \ I Reykjavík t-r t-kit) um borrt að aftan ... mt m a. mm Wf* er snun- ingslipur eins og smábíll Ar er liðið síðan hægt var að aka um borð 1 skipið Um þessar mundir er liðið eitt ár síðan hægt var að aka um borð í Akraborgina í júlí- mánuði 1974 kom Akraborgin hin nýja og hóf siglingar milli Reykjavikur og Akraness Fyrsta árið var aðeins hægt að taka 10 til 12 bila í hverri ferð þar sem ekki var mögulegt að aka um borð Eftir um það bil eitt ár var búið að útbúa að- stöðu bæði í Reykjavik og á Akranesi til að aka beint að og frá borði og siðan hafa flutning- ar bifreiða með skipinu aukizt stórlega Þorvaldur Guðmundsson er ■ • ■ og frá borði á Akranesi að framan. skipstjóri Akraborgarinnar og var hann spurður hversu marg- ir bílar hefðu verið fluttir á þessu ári ,,Við erum búnir að flytja 37 700 bíla á siðustu 12 mán- uðum eða mjög nálægt þvi, en það var 12 ágúst i fyrra sem fyrst var hægt að aka um borð Það hefur gjörbreytt allri nýt- ingu á skipinu og reksturinn gengið mun betur og allir flutn- íngar mun þægilegri, þar sem ekki þarf að hifa um borð." Vladimir Bukovsky Andrei Sakharov, sovézki eðl- isfræðingurinn, sem í vetur fékk friðarverðlaun Nóbels, fjallaði í Nóbelsfyrirlestri sín- um nokkuð um þá landa sina sem haldið er í fangelsum í Sovétríkjunum af pólitískum ástæðum. Hann gaf upp lista yfir rúmlega hundrað fanga, sem „þjást af næringar- og fjör- efnaskorti, lyfjaskorti og vinnuþrælkun. Þeir skjálfa af kulda, blautir og þreyttir í illa upplýstum klefaholum," sagði Sakharov, „og heyja endalausa baráttu til að halda mannlegri reisn sinni og trú í viðureign við áróðursvélina, sem stöðugt reynir að eyðileggja sál þeirra.“ Efstan á lista sínum yfir þéssa menn nefndi Sakharov skáldið og andófsmanninn Vladimir Bukovsky, sem barizt hefur fyrir auknum mannrétt- indum í Sovétríkjunum og nú hefur dvalið í fangelsi sam- fleytt frá árinu 1971. Bukovsky var í janúar 1972 dæmdur í tveggja ára fangelsi, fimm ára vinnubúðadvöld og fimm ára útlegð innan Sovétríkjanna. Dóminn hlaut hann fyrir að hafa „brotið" gegn lögum um andsovézkan áróður. Bukovsky dvelur nú í Vladimir- fangelsinu, ekki langt frá Moskvu, en aðbúnaður þar er sagður mjög slæmur, ekki sizt Maðurinn sem fletti ofan af misbeitingu Sovétmanna á geðlæknisfræði fyrir þá sem dvelja í sérstakri refsivist eins og Bukovsky. Bukovsky er sjúklingur og þjá- ist af lifrarsjúkdómi, augnsjúk- dómi og magasári og er að auki með lélegt hjarta, og þolir því illalélegan aðbúnað. Vladimir Konstantinovich Bukovsky, eins og hann heitir fullu nafni, er fæddur 30. des- ember 1942. Hann var efnileg- ur námsmaður í menntaskóla númer 59 f Moskvu, en var rek- inn úr skóla á síðasta námsári þar fyrir að hafa gefið út fjöl- ritað rit, sem þótti of hæðnis- fullt. Á árinu 1961 byrjaði hann nám í jarðeðlisfræði við háskól- ann í Moskvu, en þaðan var hann einnig rekinn eftir skamma hríð fyrir að hafa tekið þátt í útgáfu bannaðs rits og fyrir að hafa tekið þátt í.opin- berum ljóðalestri. Eftir að Bukovsky fór frá háskólanámi fékkst hann við ýmis störf. Hann setti m.a. upp sýningu á listaverkum, sem yfirvöld höfðu bannfært. Árið 1963 var hann handtekinn og ákærður fyrir að hafa haft í fórum sín- um tvö ljósrit af bók Milovan Djilas, Hin nýja stétt (sem komið hefur út á íslenzku hjá Almenna bókafélaginu). Hann var þá sendur í geðrannsókn og að henni lokinni lýstu geðlækn- ar stjórnarinriar yfir því að hann væri ekki ábyrgur gerða sinna. Hann var síðan sendur á geðsjúkrahus I Leningrad, þar sem honum var haldið í 15 mán- uði. Bukovsky hefur lýst dvöl sinni þar sem „15 mánuðum í viti“ og til að halda andlegu heilbrigði sínu kenndi hann sjálfum sér ensku á meðan á dvölinni stóð. FLETTI OFAN AF MISBEITINGU A GEÐLÆKNISFRÆÐI Á árinu 1965 var Bukovsky aftur handtekinn og sendur á Sovézki andófsmaðurinn Vladi- mir Bukovsky. Heilsu hans hrakar ört og móðir hans óttast að hann muni vart lifa af hörm- ungarvistina í Vladimir- fangelsinu I Sovétríkjunum. annað geðsjúkrahús, þar sem hann dvaldi í sex mánuði. Hann var á ný tekinn fastur árið 1967 og dæmdur i þriggja ára dvöl i vinnubúðum, en þegar hann var látinn laus 1970 tók hann þegar á ný upp baráttu sína fyrir mannréttindum í Sovét- ríkjunum. Fram i marz 1971 þegar hann var handtekinn enn á ný bjó Bukovsky hjá móður sinni, en var undir stöðugu eft- irliti sovézku leyniþjónustunn- ar KGB. Á þessu tímabili tókst honum að senda til Vestur- landa afrit af skýrslum geð- lækna sem gerðar höfðu verið eftir „rannsóknir" þeirra á ýmsum andófsmönnum. Þötti mikill fengur að þessum skýrsl- um og þær staðfesta illan grun um misnotkun Sovétmanna á geðlæknisfræði. Hópur brezkra geðlækna sem fór yfir þær lýsti því yfir f bréfi til Lundúna- blaðsins Times að á grundvelli þessara skýrslna væri fráleitt að loka þetta fólk með valdi á geðveikrahælum. 1 júlí 1975 sendi brezki geð- læknirinn sir Martin Roth sov- ézkum kollega sínum skeyti þar sem segir að meðferðin á Bukovsky og tveimur öðrum andófsmönnum sé misnotkun á geðlæknisfræðum og réttar- farsafglöp. Segir sir Martin að afstaða sovézkra geðlækna i máli þessara manna sé blettur á stétt geðlækna. Áður en Bukovsky var fluttur i Vladimir-fangelsið var honum um tíma haldið í vinnubúðum nr. 35 í Úralfjöllum. Þar var hann frá upphafi látinn sæta harðneskjulegri meðferð og m.a. var móður hans bannað að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.