Morgunblaðið - 14.08.1976, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 14.08.1976, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. ÁGUST 1976 13 Frændi Carters hlýt- ur áverka í fangelsi Vacaville — 13. ágúst — AP SYSTURSONUR Jimmy Carters, William Carter Spann, afblánar dóm fvrir rán f rfkis- fangelsinu f Kalifornfu um þessar mundir. Hann hefur hlotið áverka á öxl, og segja fangelsisyfirvöld, að ekki sé Ijóst, hvort hann hefur hlotið hann fyrir tilverknað sjálfs sfn eða annarra. Fulltrúi fangelsisyfirvalda sagði I gær, að sárið væri eftir ,,vopn“, sem fundizt hefði, og væri þar um að ræða tvo tafl- menn úr plasti, sem hefðu v-erið bræddir saman, en harla ólík- legt væri að ráðizt hefði verið á Spann, þar eð hann væri í ein- angrunarklefa. Hann sagði enn- fremur, að ekki væri óvenju- legt, að fangar veittu sjálfum sér áverka í þvi skyni að vekja samúð eða vera jafnvel fluttir í sjúkrahús, en tók fram um leið, að ekki væri verið að gefa í skyn að þetta ætti við um William Carter Spann, en málið væri r rannsókn. Fyrir skömmu sendi William Carter Spann bréf til blaðsins Oakland Tribune, og birtist það í blaðinu. Þar sagðist Spann hafa verið stunginn tvívegis, auk þess sem honum hefði ver- ið hrint, og hefði annar fangi, sem reyndi að koma honum til hjálpar einnig orðið fyrir árás. Segir hann að skyldleikinn við Jimmy Carter gerði hann að vinsælum skotspæni í fangels- inu. Spann afplánar 10 ára dóm fyrir tvö rán, sem hann framdi í San Francisco snemma á þessu ári, og er hann hafður í sér- stakri öryggisgæzlu vegna morðhótana, sem honum bárust vegna vitnisburðar hans fyrir dómstólum. Bætt sambúð Kína og Formósu? Washington —13. ágúst — Reuter. KlNVERJAR hafa látið f ljós óskir um viðræður og viðskipti við stjórnina á Formósu, að því er bandarfski öldungadeildar- þingmaðurinn Hugh Scott sagði f dag, en hann er nýkom- inn úr ferðalagi til Kfna þar sem hann ræddi við kfnverska ráðamenn. í skýrslu Scotts til öldunga- deildarinnar segir, að Kínverj- ar hafi tjáð honum, að þeir séu fúsir til að hefja slíkar viðræð- ur hvenær sem er. Þingmaðurinn telur ósenni- legt, að Pekingstjórnin muni freista þess að ná Formósu með hervaldi, einkum vegna þess að þá yrðu þeir að slaka verulega á vigbúnaði sínum við landamær- in, sem liggja að Sovétrfkjun- um. Kínverjar halda því fram, að Formósa sé á yfirráðasvæði þeirra, og hafa ekki haft nein samskipti við stjórn þjóðernis- sinna á eyjunni. Samkvæmt samningi, sem gerður var í Shanghai árið 1972, hétu Bandaríkjamenn að stefna að því að binda enda á skuldbing- ingar sinar við Formósu- stjórnina og koma á eðlilegu sambandi við Peking-stjórnina. Seveso: Fóstureyðingar vegna eitrunar hafnar Mílanó — 13. ágúst — Reuter ÞRÁTT fyrir áköf mótmæli Vatikansins er hafinn undir- } búningur að fóstureyðingum á konum, sem talið er að orðið hafi fyrir eitrun af völdum gassins í Seveso. Sjö konur hafa sótt um fóst- ureyðingu, en um 110 konur i Seveso og nágrenni eru svo stutt gengnar með aó hætta er á að börn þeirra fæðist vansköp- uð. Dómsmálaráðherra ítaliu hefur heimilað fóstureyðingar vegna eitrunarinnar, en sér- fræðingar hafa úrskurðað að eitrunin geti valdið vansköpun. Nýlega fæddist barn mánuði fyrir tímann i Milanó. Barnið fæddist andvana og er það mál manna, að þar hafi verið um að ræða fyrsta fórnarlamb eitrunarinnar. Heilbrigðisyfir- völd hafa fyrirskipað krufningu en halda þvi fram, að þetta tilvik standi ekki í sam- bandi við eitrunina. Noregur: Sex létust - 40 slös- uðust 1 bílslysi Björgvin — 13. ágúst — Reuter — NTB LANGFERÐABIFREIÐ valt út af veginum við Kinsarvik á vesturströnd Noregs i dag. Bifreiðin hrapaði fram af kletti og stöðvaðist ekki fyrr en í f jör- unni fyrir neðan. 1 henni voru 46 farþegar. Sex létu lffið. Fjörutiu slösuðust, þar af tutt- ugu alvarlega. Fólkið var flutt í sjúkrahús i nágrenninu með þyrlum og sjúkrabifreiðum. Bifreiðin var á vegum dönsku ferðaskrifstofunnar Tjære- borg. I bílnum voru 29 Danir, 14 Norðmenn, cinn Svíi og tiu Þjóðverjar. t kvöld hafði aðeins tekizt að bera kennsl á þrjá þeirra sem létust, en talið var nær öruggt að einn hinna látnu væri Norðmaður. ERLENT r«* ATBURÐIR af þessu tagi eru ekki sjaldséðir i Belfast þessa dagana. Vopnaður IRA-liði liggur í leyni, en er tilbúinn að hverfa í fjöldann ef öryggisverðir gera vartviðsig. (AP-mynd) Sadat: Kennir Khadafy um flugránið í Úganda Kairó 13.ág. AP. MOHAMMED Khadafy, forseti Lfbýu, skipulagði sjálfur og meö aðstoð forystumanns Palestínu- skæruliða, George Habash, ránið á frönsku farþegavélinni, sem hafnaði sfðast á Entebbe- flugvellinum f (Jganda, sagði Anwar Sadat Egyptalandsforseti f dag. Hann sagði að Khadafv hefði greitt kostnað skæruliðanna og vopnunum hefði verið smyglað til Aþenu f lfbýskum diplomatapósti og afhent þar skæruiiðum. Sadat sagði þetta I viðtali við A1 Siessa, sem er kuwaiskt blað, og var viðtalið birt i dag. Kveðst Sadat telja það hörmulegt að nafn Khadafys sé aðeins nefnt í sam- bandi við sprengingar og eyði- leggingu. Segir hann að libýsk sendiráð um allan heim séu mið- stöðvar vopnasmygls og hvar- vetna sé vitanlega niðurrifsstarf- semi og hryðjuverk markmiðið. Egyptar hafa áður ásakað Khadafy fyrir að senda launmorð- lárnbraut- arslys í Lissabon Lissabon 13. ág. Reuter. NTB. í KVÖLD hermdu fréttir að þríi hefðu farizt og milli þrjátiu og fjörutíu slasazt f járnbrautarslysi er varð skammt fyrir utan Lissa- bon nokkru áður. Slysið varð þeg- ar umferð var hvað mest er vinnu var að ljúka. Lest hlaðin farþeg- um var að koma frá Figueira de Foz og hafði numið staðar í Ama- dora, er önnur farþegalest kom á fullri ferð og rakst á hana. Með öllu er ókunnugt um hvernig at- burður þessi mátti gerast og I kvöld voru allar fréttir af slysinu óljósar. Kleber Haedens látinn París 13. ág. Reuter. FRANSKI skáldsagnahöfundur- inn og bókmenntagagnrýnandinn Kleber Haedens lézt hér í dag. Hann var 63 ára og hafði átt við langvinn veikindi að stríða. Frægasta bók hans er „Sumrinu lýkur undir linditrjánum" sem kom út fyrir tiu árum. Hann var helztur bókmenntagagnrýnenda við Journal du Dimanche. ingja til Egyptalands til að myróa framámenn í stjórnmálum og einnig hafa Egyptar iðulega kennt Lfbýumönnum um sprengjutilræði, í Egyptalandi meðal annars eitt sem varð í stjórnarbyggingu I Kairó, þar sem fjórtán slösuðust. Khadafy hefur einnig verið bor- inn þeim sökum að hann hafi staðið að baki uppreisninni i Súdan i fyrra mánuði, sem miðaði að því að steypa stjórninni i Khartoum af stóli. Var Sadat mjög harðorður i við- talinu og sagði að Khadafy myndi ekki sleppa úr greipum sér í þetta sinn, eins og hann orðaði það. Grunsemdir um nýja mannskæða farsótt Toronto — 13. ágúst — Reuter. HEILBRIGÐISYFIRVÖLD hafa gert varúðarráðstafanir vegna þess að komið er upp tilfelli af svonefndri Lassa-sótt f Toronto. Lassa-sótt er skaðræðissjúk- dómur og hlutfall þeirra, sem taka veikina og andast af völdum hennar, er talið vera mifli 30 og 50 af hundraði. Fyrst varð uppvfst um sjúkdóm þennan í Lassa í Vestur-Afrfku árið 1969, en hingað til hefur hans ekki gætt utan Afrfku. 2. ágúst s.l. kom Olga Kameckey heim úr sumarleyfi sínu í Evrópu. Skömmu síðar veiktist hún og var flutt í sjúkrahús í Toronto. Grun- semdir um að hún væri haldin Lassa-sótt vöknuðu fljótlega og hefur það starfsfólk, sem stund- aði hana í sjúkrahúsinu, verið sett I einangrun á heimilum sinum til að varna þvi að sjúkdómurinn berist út. Endanleg staðfesting á þvi að konan sé haldin Lassa-sótt er væntanleg nú um helgi a en blóð- og þvagsýni konunna- sem eru til rannsóknar i Sóttvarna- stofnun Bandarikjanna i Atlanta. benda til þess að hún hafi gengið með sjúkdóminn um nokkurn tima áður en hún veiktist. Olga Kameckey hafði viðkomu I Hollandi, Þýzkalandi, ítaliu og Bretlandi á ferðalagi sínu, en í Evrópu varð nýlega vart við til- felli af sjúkdómnum. Sá sjúklingur hefur nú náð sér, en sannað þótti að hann hefði borið sjúkdóminn með sér frá Afriku. Heilbrigðisyfirvöld í Toronto vinna nú að því að ná sambandi við um 400 manns, sem voru sam- ferða Olgu Kameckey frá Evrópu þannig að hægt sé að gera frekari varúðarráðstafanir. Ef í ljós kemur, að hún er haldin Lassa-sótt er þetta í fyrsta sinn, sem sjúkdómurinn kemur upp utan Afriku. 10 ára syni Voikhans- kayu haldið í Sovét Lundúnum — 13. ágúst — Reuter THE London Times segir frá þvf f dag, að sovézk yfirvöld standi f vegi fyrir þvf að 10 ára drengur flytjist frá Rússlandi til móður sinnar, Marinu Voikhanskaya, sem fluttist úr landi f aprfl f fyrra. Marina Voikhanskaya er geðlæknir. Hún starfaði f sjúkra- húsi f Leningrad þar til hún lenti f útistöðum við yfiryöld, vegna þess að hún neitaði að gefa fólki, sem haldið er á geðveikrahælum vegna stjórnmálaskoðana, skað- vænleg Iyf. Hún fékk leyfi til að flytjast úr landi, en faðir drengsins og fyrr- verandi eiginmaður hennar hefur lýst því yfir að hann hafi ekkert við það að athuga að drengurinn fylgi móður sinni. The Times segir, að sovézk yfir- völd hafi I hyggju að svipta Voikhanskayu forræði drengsins. Hann dvelst hjá ömmu sinni, en hefur sjálfur látið í ljós ósk um að fara til móður sinnar. Blaðið telur, að örlög drengsins verði á svipaða lund og annarra barna fólks, sem flyzt frá Sovétríkjun- Framhald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.