Morgunblaðið - 14.08.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.08.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDA^UR 14. AG.UST 1976 15 Grafík að Kjarvalsstöðum FÉLAGIÐ MYNDKINNN- ING, sem mun vera tiltölulega nýtt af nálinni og hefur það að meginverkefni að kynna ís- lendingum erlenda grafík á heimsmælikvarða, hefur nú rið- ið á vaðið með sína fyrstu sýn- ingu. Er hér um að ræða 57 myndir nafnkunnra myndlistarmanna, sem allar eru unnar á verkstæð- um af hinum færustu fagmönn- um. Óhætt mun að telja að nútímagrafík skiptist í þrjá flokka: í fyrsta lagi grafík, sem unnin er af listamanninum sjálfum frá upphafi til loka og styðst einungis við áunna tækni hans og grafískt listviðhorf. Slíkir listamenn fórna sér iðu- lega algjörlega fyrir þessa einu listgréin og þá oft á þröngu sviði. I öðru lagi verk þeirra er vinna hugmyndir sínar á blað, t.d. málarar og myndhöggvarar, og láta fagmenn útfæra þær i flat-, djúp- eða háþrykk og fylgjast að hluta með fram- vindu vinnu þeirra. Og loks eru það verk þeirra listamanna er leggja megináherzlu á að marg- falda einstaka myndir sínar og láta fagmenn um alla vinnuna. Þeir hafa iðulega enga þekk- ingu á eðli grafískra vinnu7 bragða. Þetta eru hinar þrjáí- aðferðir, en ein mjög áberandi er hér þó ónefnd og til hennar teljast hin svonefndu ræningja- þrykk, en svo heita þær myndir sem með hinni miklu nútíma- tækni eru ljósmyndaðar á off- setfilmur og þrykktar án vit- undar viðkomandi listamanna og þá að sjálfsögðu áritaðar Iíka og er markaðurinn yfirfuilur af slíkum og ákaflega erfitt fyrir almenning og jafnvel fagmenn að varast þær. Á það skal og bent að hin grafíska tækni er svo krefjandi, að til þess að ná á henni full- komnu valdi sem iðn krefst það margra ára þrotlausa þjálfun, og á það einkum við um málm- þrykk og litógrafíu. Til eru t.d. ótal afbrigði af málm- og stein- þrykki og veit ég engan hér- lendan hafa fullnumað sig' I þeim öllum, en nokkrir hafa náð ágætum árangri I stein- þrykki, agvatintu og ætitækni. eftir Erróy Dali, Vasarelu, Yvaral, Calder og fleiri öll er þessi upptalning nauð- synleg til glöggvunar þvi að í ljós kemur, að engin myndanna á sýningu Myndkynningar er merkt sem eigið þrykk, en mjög samvizkulega tölusett frá verk- stæðanna hálfu og svo árituð af listamönnunum, og teljast þvf listamennirnir til tveggja síðari skilgreininga á flokkun lista- manna án þess að hér komi gæðamat nærri flokkun þeirra. Sannleikurinn er nefnilega sá, að ekki er tekið tillit til þessarar skilgreiningar á mis- mun tilurðar grafík- listaverka á hinum stóru alþjóðlegu sýn- ingum, og fá þeir iðulega fyrstu verðlaun er hvergi hafa komið nálægt handverkinu sjálfir, og gefur það auga leið hve mikil- væg fullkomin verkstæðisvinna er. Islendingar hafa aldrei átt kost á þvl I sinu heimalandi að vinna með hópi þrautþjálfaðra tæknimanna sér til aðstoðar, og mun Erró hinn fyrsti íslending- ur er slfka tækni tekur i þjón- ustu sina. Nú er Guðmundur Erró ein- mitt sá maður er á flest verk á þessari sýningu (23) og byggj- ast flest þeirra á endurtekn- ingu og samruna hugmynda, er hann hefur unnið úr i olíu og annarri hliðstæðri tækni. Virð- ist hann hafa þann hátt á, að klippa niður myndir af verkum sinum og annarra, raða þeim saman eftir því sem hugmynda- flugið býður honum hverju sinni, og senda svo myndverkið Georges Rohner. — Mynd nr. 9. Claude Sauzet. — Mynd nr. 3. Erró. — Mynd nr. 32. beint á verkstæði til tæknilegr- ar útfærslu. Við þrykkingu fá þessar myndir grafiska áferð sem einatt er mjög skemmtileg og mikill búhnykkur að fyrir heildaryfirbragð myndanna, tengir þær saman fyrir augað svo að sem ein heild sé. Hér er tæknin viðbót, en sem lista- manninum er fullljóst fyrir- fram og hann hagnýtir sér út í æsar. Erró hefur sem sagt áður unnið i grafiskri tækni og veit að hverju hann gengur. Svo sem list hans er háttað getur þessi aðferð örvað til nýrra hugmynda og átaka fyrir þenn- an listamann okkar. Ég vil leggja áherzlu á orðið okkar, því að fjarri er að ég sé sam- mála því að hann sé glataður íslenzkri list svo sem þó er vikið að i sýningarskrá. Við höfum litið margt þess- ara mynda á sýningu, er Pop- list nefndist, á Listasafni Is- lands fyrir skömmu þótt annað heiti hefði verið réttara, og vekja þær þvi ekki mesta athygli okkar heldur myndaröð á endavegg þar sem hann blandar saman vígvélatækni nútimans, eldflaugum, bryndrekum, þyrlum og loft- skeytum, þ.e.a.s. vélknúnum krafttáknum blandað hinum listavelgerðu erótisku myndum japanskra stórmeistara í mynd- Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON list fyrri alda. Máski vill Erró með þessu vísa til minnkandi getu og úrkynjunar nútima- manneskjunnar ásamt hvers konar óeðli og ofbeldi með því að setja hana við hlið þessarar austurlenzku guðsdýrkunar kynlífsins. Tryllitækið og skellinaðran eru kyntákn nú- tímamannsins samkvæmt sál- fræðinni. — I augum Japana var kyntáknið (fallosinn) út- fært til vegsömunar skapand- anum og grómögnunum og þeir reistu þvi gjarnan hof úr eðal- málmi í yfirnáttúrulegri stærð, — þar var það dýrkað og borið um götur i virðulegum skrúð- göngum með tilheyrandi. helgi- siðum. I heimahúsum voru til smá altöru, sem geymdu eftirmynd hins mikla guðs sköpunarinnar. Menn athugi að þetta var á þeim tímum er mikil kyngleði leiddi sjálfkrafa til aukinnar frjósemi og slikt skapaði fleiri afkomendur, og fleiri hendur þýddu aukna hagsæld. Hér er því um gildan tilgang að ræða til örvunar kyngleðinni og því náttúrulegur hlutur, en ekkert er tengist óeðli né ljótleika og getur því ekki skilgreinzt sem klám nema i augum hins fá- fróða. Allar mannlegar athafn- ir, hverju nafni sem þær nefn- ast, verða þvi aðeins klám að þær mengast vanþekkingu og óeðli. Hvort er meira virði tákn lífsins eða tákn dauða og tor- timingar og hvort er meira klámhögg? Miklir listamenn likt og Utamaro, Hokusai og m. fl. gerðu furðuleg listaverk með slikum myndum, sem sagan mun geyma og sem síðar áttu eftir að hafa áhrif á alla hina vestrænu myndlist, vel að merkja i listrænni útfærslu en ekki táknrænu innihaldi, enda lagðist þessi list Japana niður eftir að vestræn menning hélt sína innreið með nýja siði og lífshætti. Allt frá tíundu öld var þessi helgisiður svo rikur i eðli Japana, að þegar hinn margra metra hái guð musteris- „Migo-jin“ (Shinto fallos) átti að flytjast til Evrópu fyrir nokkrum árum i sambandi við erótíska sýningu, þá fékkst eng- inn verkamaður til að hjálpa til við flutning styttunnar af ótta við óheppilegar afleiðingar þess á getu þeirra'.... Galerie de France mun í til- efni grafiksýningar hafa hafn- að þessum myndum Erró fyrir um þrem árum, og er það merkileg staðreynd þar sem það voru einmitt Parisarlista- menn er uppgötvuðu listrænt gildi þessara japönsku mynda á nitjándu öld. Ég hef hér aðallega minnzt á myndir Erfts, enda eru þær flestar að tölu og veigur sýning- arinnar, — aðrir eiga örfáar myndir og margir einungis eina. Ég læt þær skýra sig sjálf- ar, auk þess sem ágæta kynn- ingu á listamönnunum er að finna í sýningarskrá auk fróð- legs formála þar. Þakka ber framtak Mynd- kynningar og vonandi verður áframhald á því, og þá á sem flestum sviðum grafik-lista. Æskilegast væri að slík kynn- ing færi fram í formi stöðugrar sýningar í sérstöku húsnæði, og mögulegt er i gegnum mynd- skreyttar sýningarskrár frá heimsþekktum fyrirtækjum að panta sérstakar valdar myndir. Að lokum vil ég benda á, að það er ekki sjálft verð myndarinnar er verulegu máli skiptir heldur útgefinn eintakafjöldi, og að sjálfsögðu gæði og frægð mynd- listarmannsins. Þannig er eðli- Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.