Morgunblaðið - 14.08.1976, Síða 17

Morgunblaðið - 14.08.1976, Síða 17
MORC.UNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 14. AGUST 1976 17 Pétur Guðmundsson Kjarri — Minning Pétur Guðmundsson, Kjarri í Ölfusi, andaðist í sjúkrahúsinu á Selfossi þ. 7. ágúst eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Hann fæddist i Kollafirði 3. febrúar 1896, foreldrar hans voru hjónin Margrét Kolbeinsdóttir og Guðmundur Pétursson frá Grjót- eyri í Kjós. Við Kollafjörð og dvöl- ina hjá afa sínum voru tengd kær- ustu bernsku- og unglingsminn- ingar hans, minningar sem voru honum kærar til hinstu stundar. Árið 1899 fluttist hann með for- eldrum sinum að Nýlendugötu 15 i Reykjavík og þar naut hann þeirrar skólamenntunar er entist honum til æviloka, undir hand- leiðslu Mortens Hansen skóla- stjóra. Síðar aflaði hann sér sjálfsmenntunar í reikningi og tungumálum, hann var ágætur í hugarreikningi og talaði Norður- landamálin og þýsku sér til fullra nota. Systkini hans voru sex en að- eins þrjú komust til fullorðins ára, sjálfur fékk hann taugaveiki sem barn og var talinn af oftar en einu sinni af þeim læknum er stunduðu hann. Þrátt fyrir veik- indi og kröpp kjör í uppvexti var Pétur ríflega meðalmaður á hæð, þrekvaxinn og hinn vörpulegasti álitum. Á uppvaxtarárum var sumar- vinnan ávallt hjá afa í Kollafirði, frá sauðburði og fram yfir réttir, þar aflaði hann sér þeirrar ástar og þekkingar á húsdýrum, móður- moldinni og öllu lifi í jörðu og á, er endist honum alla ævi og varð til þess að hann gerðist bóndi. Meðan hann dvaldist i Reykja- vík vann hann á ýmsum stöðum þar til hann stofnaði fyrirtækið „Málarann" 1925, en árið 1948 festi hann kaup á jörðinni Þóru- stöðum í Ölfusi. Jörðin var þá lítt húsuð, íbúðar- húsið var lítið og lágreist, 3 her- bergi og eldhús, útihúsin voru stór hlaða og við hana fjárhús fyrir um 150 kindur. Túnið var lítið en mýrarflákar breiddu úr sér umhverfis það. Fyrstu tvö ár- in notaði Pétur til þess að endur- byggja jörðina og hefja þar fram- kvæmdir að ræktun túnsins, þá lét hann einnig byggja veg af þjóðveginum og heim að bænum. Ég kynntist Pétri ekki fyrr en t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi SIGURJÓN JÓNSSON fyrrv. yfirvélstjóri andaðist í Altona Krankenhaus. Hamhorg, fimmtudaginn 12 ágúst Útförin verður tilkynnt síðar Sofffa Jónsdóttir Gylfi Sigurjónsson Valgerður Ólafsdóttir og barnabörn t Út för eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður. MAGNÚSAR SKAFTFJELDS Skólavörðustíg 28 fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 1 6 ágúst kl 1 3 30 Steinunn Kristjánsdóttir Halldór Magnússon Jóhanna Guðmundsdóttir Sigrfður Magnúsdóttir Hörður Ágústsson Magnús Magnússon Helga V. Magnússon t Móðir okkar SUMARRÓS KRISTÍN EINARSDÓTTIR Hringbraut 92B, Keflavik verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju i dag laugardaginn 14 þ m kl 2 Sólveig Guðmundsdóttir og systkini t Eiginmaður minn ÞORODDUR E. JONSSON stórkaupmaður Hávallagötu 1 andaðist á Borgarspítalanum aðfararnótt 13 þessa mánaðar Fyrir fiónd barna okkar Sigrún Júlfusdóttir + Eiginmaður minn BIRGIR KJARAN hagf ræðingur Ásvallagötu 4, R lézt fimmtudaginn 12 ágúst Fyrir mina hönd, dætra minna. tengdasona og barnabarna Sveinbjorg Kjaran t PÉTUR GUÐMUNDSSON Kjarri, Ölfusi andaðist 7 ágúst. Útför hans var gerð frá Lágafellskirkju 13. ágúst og fór fram i kyrrþey að ósk hins látna Ragna Sigurðardóttir, Kjarri og born hins látna hann fluttist hingað austur og hóf búskapinn á Þórustöðum með sið- ari konu sinni, Rögnu Sigurðar- dóttur búnaðarmálastjóra árið 1951. Á Þórustöðum bjuggu þau í 13 ár, en á þeim árum breyttist jörð- in úr kotbýli i stórbýli. Nýtt og myndarlegt íbúðarhús var byggt við húsið sem fyrir var, gott fjós fyrir 45 kýr ásamt kálfastíum og bás fyrír naut staðarins, stórt svinahús sem rúmaði á annað hundrað svina, hesthús, geymslu- hús og votheysturn. Túnið var margfaldað að stærð, framræslu- skurðir gerðir til þess að túnið gæti sprottið og gefið gott gras, skurðir grafnir fyrir framtíðar- stækkun tímans, ræktað var skjól- belti til skjóls fyrir kýrnar i haustrigningunum. Trjá- og blómagarður ræktaður við íbúðar- húsið. Auk alls þessa var hafist handa við ræktun garðyrkjustöðv- ar við norðurjaðar hússins og þar reist geymsluhús og hús undir gleri. Um rekstur búsins og allar framkvæmdir voru þau Ragna og Pétur mjög samhent, til alls var vandað svo sem best mátti verða, bæði til þess er viðkom ræktun landsins, endurbótum og bygg- ingu húsanna og kynbótum og vali á góðum gripum. Þau voru hjúasæl, bjuggu lengst af með tveim norskum, tryggum og góð- um starfsmönnum sem báðir eru nú búsettir hérlendis, annar sem bóndi á Eyrarbakka en hinn sem garðyrkjubóndi i Biskupstungum. Báðir eru þeir til fyrirmyndar sem mannkosta- og dugnaðar- menn og bera sínum fyrri hús- bónda fagurt vitni. Vorið 1964 seldu þau Ragna og Pétur meginhluta jarðarinnar ásamt gripunum og vinnuvélum og reistu sér nýtt heimili i garð- yrkjustöðinni, sem áður hefur verið minnst á, þar byggðu þau snoturt lítið íbúðarhús og héldu áfram að rækta og prýða landið, er það nú eitt hið fegursta býli á öllu landinu. Þetta býli sitt nefndu þau Kjarr. Eftir að kynni okkar hófust tengdumst við og heimili okkar vináttuböndum sem urðu nánari eftir að Pétur fluttist að Kjarri og búinn að fá útrás fyrir athafna- semi sína við búskapinn á Þóru- stöðum. Hann var hinn mesti drengskaparmaður, greiðvíkinn og hjálpsamur við alla sem voru hjálpar þurfi, greindur vel, við- sýnn og viðræðugóður. Dugnaður hans og athafnasemi var lands- þekkt. Fjöldi fólks úr öllum stétt- um þekkti iðnrekandann og kaup- manninn Pétur f Málaranum og Pétur bónda á Þórustöðum, en um ókomna framtíð munu ungir og óbornir kynnast garðyrkju- bóndanum og skógræktarmannin- um Pétri í Kjarri, sem hinum smekkvísa og framtakssama rækt- unarmanni. Ég bið Guð að blessa minningu þessa mæta manns. Eiginkonu hans, ættingjum og vinum sendi ég samúðarkveðju mína og fjöl- skyldu minnar. Jón Pálsson. Kveöja En fullið er tæmt. — hevrið feigðarsvan. Fastar og nær koma vængjablökin. Ástin er dauð. Sjáum man eftir man að moldarsvæflunum hallast á bökin. í gær, föstudaginn 13. ágúst, var minn kæri vinur Pétur Guð- mundsson lagður i moldu að Lága- felli í Mosfellssveit. Hann var einn af aldamótamönnunum í þess orðs fyllstu merkingu, ruddi hinn grýtta veg fyrir okkur, sem á eftir komum og í dag fleytum rjómann af verkum hans. Hann hafði vilja og kjark til að fram- kvæma langanir sínar, þekkti ei hik eða efa og í verkum þessum hefur hann reist sér varanlegan bautastein. Mig „hefur þú ungan alið og aldrei valið nema bezta fóður“. Hann treysti mér og trúði fyrir fyrirtæki sinu, og ekkert er ungum manni eins gott veganesti og traust, sem honum er sýnt af húsbónda hans. Þetta á ekki að vera minningar- grein, hcldur hinzta kveðja til hans, sem ég mat svo mikils. Með- fylgjandi hendingar skáldsins, sem eru það bezta sem ég kann, eiga að styrkja min fátæklegu orð. Far heill. Synduga hönd, — þú varst sigrandi sterk, en sóaðir kröftum á smáu tökin; — að skiljast við ævinnar æðsta verk f annars hönd, það er dauðasökin. E.B. Eggert Kristinsson. Timinn hefir nú talið spor son- ar síns, áfanga er náð, lífsleið á enda runnin, Pétur Guðmundsson í Kjarri er nú allur, áttræður að aldri. Mín kynni af Pétri eru ekki löng én þó mjög minnisstæð, bæði sem vinar og sjúklings. Skaphöfn hans gerði hann að sérstæðum persónuleika, sem hlaut að draga að sér athygli hvar sem hann var og verkaði. íslendingar eru taldir menn sérhyggju og sjálfstæðis og munu þeir vera það öðrum þjóðum fremur miðað við grannfólk okk- ar. Sá, sem sker sig úr skara íslend- inga um sjálfstæði, kjark og kraft. hlýtur þvi að vera að nokkru óvenjulegur maður, en sú var raunin á um Pétur i Kjarri. Menntun hlaut hann litla og var því maður leikur allt sitt líf. En hann kunni ekki síður tök á verk- efnum sínum en lærðir menn á öðrum vettvöngum, því að vöggu- gjafir hlaut hann góðar. Þegar ég sat á tali við Pétur vakti athygli hans og athugun á mönnum og málefnuúi alltaf sérstakt viðbragð mitt. Orðræða hans einkenndist af sannsögli, gagnrýni og krafti. Fyr- irlitning hans á smjaðri, flá- hyggju og fagurgala varð ekki dulin, enda ætlaði hann sér aldrei að yrkja akur stjórnmála eða lýð- hylli. En hann var þó engan veginn áhugalaus um félagsmál og stjórnmál, heldur brunnu þau honum oft svo á skinni að hann átti vart tiltæk lýsingarorð, svo að sagt yrði sem hugur bauð. Hann var ekki maður orðsins heldur orfsins og verkanna. Pétur kom víða við á starfsferli sinum og bera athafnir hans þeim orðum sem framan eru skráð órækt vitni. Hann var verslunar- maður og framleiðandi og um leið Framhald á bls. 21 Gísli Þorleifsson Selfossi — Kveðja Fæddur 11. nóvember 1918 Dáinn 8. ágúst 1976. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast tengdaföður míns með nokkrum fátæklegum orðum. Efst er mér i huga þakklæti til hans sem var mér alltaf svo góð- ur, bæði sem tengdafaðir og vin- ur. Hugprúðari mann en hann þekki ég ekki. Hann sagði mein- ingu sina, svo ekki duldist, og hafði sjálfstæða hugsun. Hógværð var honum í blóð borin. Hann var gæddur góðum gáfum, bæði til orðs og handa, kunni mikinn fróð- leik utanbókar og sagði vel frá. Ræktunarmál voru Gísla alltaf hugleikin og þau hjónin ræktuðu fagran trjá- og blómagarð,*sem örvaði fólk sem á horfði til að gera umhverfi sitt fagurt. Feg- urðarskyn hafði hann afburða- gott, og auga fyrir öllu fallegu. Þegar heilsa hans bilaði lét hann sig ekkert muna um að sauma út i nokkra gullfallega púða eða klukkustreng, og nokkrar peys- urnar var hnn búinn að prjóna i t Bróðir okkar SIGURVIN JÚLÍUSSON andaðist 1 2 ágúst Jarðarförin auglýst siðar Systkinin vetur. Konan hans og dætur treystu smekkvísi hans til að velja og kaupa efni í kjólinn sinn fyrir eitthvert tækifærið i bæjarferð- inni. Ég þakka tengdaföður minum fyrir allar ánægjustundirnar sem við áttum saman. Vegna okkar stuttu kynna læt ég ætt hans og starfssögu ósagða. Ég veit að hann fékk að þeirra tíma sið strangt uppeldi sem krafðist mik- illar vinnu og skyldurækni. Sam- starfsmenn Gisla i mjólkurbúinu treystu honum og virtu. Blessuð sé minning hans. S. J. + Hjartkær sonur okkar og bróðir JÓN ORVAR læknir lést á Spáni af slysförum þann 1 2 ágúst Geir G. Jónsson Sólveig Jónsdóttir Maria Sjofn Geirsdóttir + Þokkum af alhug auðsýnda sarn úð og vmarhug vegna andláts og 'útfarar foður okkar oy tengda föður ÓLAFS SVEINS SVEINSSONAR Syðra-Velli Börn og tengdaborn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.