Morgunblaðið - 14.08.1976, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 14.08.1976, Qupperneq 28
Al'GLÝSINKASÍMINN KR: 22480 ireigptittMii&ifr AUGLYSINGASIMINN ER: 22480 Jfi*reiwbl«íiil> LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1976 Ráðstöfunarfé líf- eyrissjóða jókst um 36% á sl. ári ÁÆTLAÐ er að ráðstöfun- arfé lífeyrissjóða hafi á ár- inu 1975 aukizt um 1.520 milljónir króna frá árinu 1974. Árið 1975 var ráðstöf- unarfé sjóðanna 5.750 milljónir króna. Á grund- velli ársfjórðungsúrtaks er áætlað ráðstöfunarfé líf- eyrissjóðanna fyrstu 3 mánuöi þessa árs 1.585 milljónir króna, en það var á sama tíma í fyrra 1.060 milljónir króna. Þessar upplýsingar koma fram í fréttabréfi Sambands almennra lífeyrissjóða, sem nýlega er komið út. Þar segir ennfremur að at- hygli veki að á fyrsta ársfjórðungi 1975 hafi útlán og skuldabréfa- kaup lifeyrissjóðanna til fjárfest- ingalánasjóða numið 157 milijón- um króna eða 15% af ráðstöfunar- fé sjóðanna. Á fyrsta ársfjórðungi 1976 var þessi upphæð hins vegar 539 milljónir króna eða 34% af ráðstöfunarfénu. Lézt í umferðarslysi á Spáni UNGUR læknir frá Akureyri, Jón örvar Geirsson, beið bana í um- ferðarsiysi á Spáni sfðdegis á fimmtudag og tveir ungir tslend- ingar liggja stórslasaðir á sjúkra- húsi ytra eftir sama slys. Fjórði maðurinn, sem f bflnum var, slapp án verulegra meiðsla. Jón örvar var 29 ára gamall. Hann útskrifaðist úr læknadeild Há- skólans f fyrra og hefur að undan- förnu starfað við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri og Krist- neshæli. Hann hafði nýlega feng- ið veitingu fyrir Fáskrúðsfjarðar- læknishéraði og átti að taka þar við störfum hinn 1. október n.k. Jón Örvar var ókvæntur, en lætur eftir sig foreldra á Iffi f Reykja- vfk, Geir G. Jónsson og Sólveigu Jónsdóttur. Sem fyrr segir varð slysið síð- degis á fimmtudag. Voru fjór- menningarnir í viku sumarleyfi á Spáni og bjuggu i Benidorm. Voru þeir á leið þaðan á bllaleigu- bíl til Valencia þegar slysið varð. Ók bifreið þeirra á mikilli ferð aftan á vöruflutningabíl. Jón örv- ar sat í framsæti við hlið öku- manns, og lézt hann af meiðslum, sem hann hlaut í slysinu. öku- maðurinn og annar farþega í aft- ursæti stórslösuðust, skárust mik- ið og hlutu beinbrot, en þeir eru ekki taldir f lífshættu, samkvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl. fékk í gær. Liggja þeir á sjúkrahúsi ytra, en fjórði maðurinn slapp án verulegra meiðsla og fékk að fara af sjúkrahúsinu eftir skoðun. Jón örvar Geirsson var fæddur 2. febrúar 1947. Vegarkafli Sverris opnaður um helgina VEGARKAFLI sá er Sverrir Run- ólfsson vegagerðarmaður lagði á Kjalarnesi og lauk við fyrir skömmu verður opnaður um helg- ina ef veður helzt sæmilega þurrt. Snæbjörn Jónasson yfirverk- fræðingur Vegagerðar rfkisins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að búið væri að tengja veginn við Þjóðveginn, mikil bleyta væri í tengiveginum og vart væri hægt að opna veg Sverris til umferðar fyrr en upp stytti. GÁÐ TIL VEÐURS — Gert er ráð fyrir suðvestlægri átt á Suðvesturlandi um helgina. Búast má við að skýjað verði og rigning af og til. Á Norður- og Austur- landi er hins vegar gert ráð fyrir þurru og hlýju veðri og ætti sólin að brjótast út á milli skýjanna af og til. — Myndina tók Friðþjófur einn af mörgum rigningar- dögunum í sumar. Jón Örvar Geirsson. Flösku- skeytið rak 5,5 km á dag ÞEGAR skútunni Markon var siglt frá Englandi til tslands f vor köstuðu skipverjar út flöskuskeyti, þegar skútan var stödd um 330 km. suðaustur af tslandi. 1 skeytinu stóð, að hver sá sem fvndi flöskuna fengi andvirði 10 punda f fundarlaun. Þetta var 30. maf s.l. Þann 1. ágúst sfðastliðinn fann svo ung stúlka, Auðbjörg Þorsteins- dóttir, til heimilis að Borg f Mýrarhreppi f Austur- Skaftafellssýslu, flöskuna f fjörunni neðan við Borg. Hafði hún þegar samband við skip- verja og lét vita af skeytinu. Stefán Sæmundsson, einn þeirra er sigldu skútunni heim, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að þeir félagar hefðu alls ekki átt von á þvi að skeytið kæmist til skila. Það væri merkilegt hve flöskuna hefði borið hratt yfir, eða 5.5 kílómetra á dag, sem sýndi að á þessu svæði væru sterkir straumar í átt að Islandi. Sagði Stefán, að nú yrðu þeir félagar að standa við orð sfn og senda Auðbjörgu andvirði 10 punda. Hafa orðið að hætta nýbygg- ingu vega vegna úrkomu VEÐURGUÐIRNIR hafa leikið Vegagerð ríkisins mjög illa á þessu sumri, sérstaklega þó á Suður- og Suðvesturlandi. Svo langt hefur gengið að Vegagerð ríkisins hefur orðið að hætta nýbyggingu vega og taka til við viðhald. Snæbjörn Jónasson, yfir- verkfræðingur Vegagerðar ríkisins, sagði f samtali við Morgunblaðið f gær, að vegagerðin hefði orðið að hverfa frá nýbyggingu veg- ar yfir Holtavörðuheiði vegna gífurlegrar úrkomu að undanförnu. Sá flokkur hefði verið settur í viðhald vega á Vesturlandi. Ástand vega á Suður- og Vestur- landi er ákaflega slæmt og fólk kvartar mikið undan holum af eðlilegum ástæðum. Vegagerðin reynir að hefla vegina eftir beztu getu, en það hrekkur ekki til, um leið og bílar aka vegina koma holurnar á ný, sagði Snæbjörn. Þá sagði Snæbjörn, að fyrir norðan og austan væri ástand vega einnig orðið slæmt, ekki vegna úrkomu heldur vegna MJÖG alvarlegt umferðarslys varð á Draghálsi um kl. 18.30 f gær. Tveir bílar skullu saman á þurrka. Ekkert þýddi að beita heflunum á það, því allt fyki af vegunum. Þá væru vegir vfða orðnir svo harðir að stór stykki brotnuðu úr þeim og við það kæmu slæm hvörf í þá, sem erfitt væri að gera við í þurrkunum. veginum. Samtals voru sjö manns f bflunum og voru allir fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi. Við skoð- un þar kom f Ijós, að tveir mannanna voru mjög mikið meiddir og var annar þeirra fluttur með þyrlu varnarliðsins til Reykjavfkur f gærkvöldi. Ekki var þó talið að mennirnir væru f Iffshættu, en þeir höfðu hlotið mikil beinbrot aðrir farþegar f bflunum munu hafa skorizt og marizt. Ekki er nákvæmlega vitað með hvaða hætti siysið varð, en bflarnir skullu saman þar sem þeir mættust á veginum. 1 öðrum bflnum, sem var jeppi úr Reykja- vfk, voru fjörir, en f hinum bflnum, sem var sendiferðabfll úr Borgarfirði, voru þrfr. Fólkið sem var f sendiferðabflnum, slasaðist mest. Mjög alvarlegt umferðarslys á Draghálsi Einn var fluttur með þyrlu til Reykjavíkur Borgin samdi við verkfræðingana UM MIÐJA fyrrinótt tók- ust samningar í kjaradeilu Verkfræðingafélags ís- lands og Reykjavíkurborg- ar, en fundur hafði verið boðaður hjá sáttasemjara ríkisins kl. 17 í fyrradag eftir alllangt viðræðuhlé. Samninganefnd verkfærð- inga samþykkti samn- ingana með fyrirvara um samþykki félagsfundar, en samninganefnd borgarinn- ar samþykkti samningana með fyrirvara um sam- þykki borgarráðs. í samningan'efnd borgarinnar varð þó klofningur, þar sem tveir samninganefndarmenn skrifuðu ekki undir samkomulagið. Aðrir tveir samninganefndarmenn skrifuðu þó undir. Samkvæmt upplýsingum Torfa Hjartarsonar mun ekki hafa verið djúpstæður ágreiningur um niðurstöður samninganna í borgarnefndinni, en þessir tveir samninganefndar- menn myndu þó gera sínar at- hugasemdir. Torfi Hjartarson vildi ekki segja neitt um efnisatriði sam- komulagsins, en hann kvaðst bú- ast við því að samkomulagið yrði lagt fyrir fund i Verkfræðingafé- laginu á mánudag, en fyrir borg- arráð yrði það lagt á þriðjudag. 13 14 al0!ó ellagrafík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.