Morgunblaðið - 14.09.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1976
7
l Flugvélaræn-
| ingjar
Koma bandarísku far-
I þegaþotunnar, sem
I rænt var og flogið'til
I Parísar með viðkomu á
| Keflavíkurflugvelli,
. hefur að vonum vakið
mikla athygli hér á
landi. Þetta er f fyrsta
I skipti sem mál af þessu
I tagi kemur upp hér og
| þótt afgreiðsla þotunn-
(. ar hafi gengið fljótt fyr-
I ir sig og án nokkurra
erfiðleika, er auðvitað
' alveg Ijóst, að til alvar-
I legri atburða hefði get-
| að dregið á Keflavfkur-
| flugvelli á laugardag.
I Flugræningjar eru óút-
. reiknanlegir og atburð-
ur þessi leiðir hugann
> að þvf hvað gerzt gæti f
I öðrum tilvikum. Hvern-
| ig erum við f stakkinn
búin til þess að takast á
við slfk vandamál, ef
flugvélaræningjar
lentu flugvél hér og
krefðust milligöngu af
hálfu fslenzkra stjórn-
valda eða ef til vopn-
aðra átaka kæmi f
tengslum við slfkan at-
burð? Við hljótum að
leiða hugann að þessu
þegar flugvélaræningj-
ar sækja okkur heim
eins og varð á laugar-
daginn var.
Hvað gæti
gerzt?
Atburður þessi beinir
athygli að þvf, hvað
gerzt gæti á tslandi, ef
hér væru engar varnir.
1 þeim miklu umræð-
um, sem fram fóru um
öryggismál þjóðarinn-
ar, haustið 1973 og vet-
urinn 1974, var m.a.
bent á það hér f Morg-
unblaðinu, að ef engar
varnir væru hér á Is-
landi gæti einn flug-
vélafarmur af hermdar-
verkamönnum eða
skæruliðum f raun og
veru tekið landið og þá
væri ekki lengur um að
ræða einn flugvélafarm
af gfslum, heldur heila
þjóð. Sumum kann ef
til vill að finnast þetta
f jarlægur möguleiki, en
sannleikurinn er sá, að
f okkar heimi gerast
ótrúlegustu hlutir og
skæruliðar, ofbeldis- og
öfgamenn grfpa til ótrú-
legustu ráða til þess að
vekja athygli á þeim
málstað, sem þeir eru
að berjast fyrir eða til
þess að koma fram vilja
sfnum, og hvað er Ifk-
legra til þess að vekja
athygli á málstað t.d. en
að hertaka fámenna og
varnarlausa þjóð? Hér
er um að ræða málefni,
sem aldrei hefur komið
neitt að ráði við sögu f
umræðum um öryggis-
mál þjóðarinnar. En
þegar við f fyrsta skipti
höfum kynnzt flugvéla-
ráni af eigin raun, hlýt-
ur það að verða okkur
umhugsunarefni, með
hvaða hætti við gætum
treyst öryggi okkar
gegn athöfnum slfkra
öfgamanna og hermdar-
verkamanna, ef hér
væru engar varnir. Nú
vi 11 svo vel til, að hér er
varnarlið samkvæmt
varnarsamningi, sem
við höfum gert við aðra
þjóð. En er hér ekki
komin enn ein röksemd
fyrir nauðsyn slfks
varnarsamnings, meðan
við ekki erum tilbúin
til þess að taka varnir
lands og þjóðar f okkar
eigin hendur? Er sá Is-
lendingur til, sem f
raun og veru væri tilbú-
inn til þess að gera land
og þjóð að leiksoppi
öfgaafla og ofbeldis-
manna vegna misskil-
inna hugmynda um það,
að hlutleysi sé einhver
vörn f okkar heimi?
Farþegar f farþegaþotu
hafa ekkert til saka
unnið, en hvað eftir
annað hefur það gerzt,
að slfkt saklaust fólk
hefur verið tekið hönd-
um og notað f samning-
um hermdarverka-
manna við stjórnvöld
ýmissa rfkja. Með sama
hætti gæti fámenn,
varnarlaus og hlutlaus
þjóð á borð við Islend-
inga orðið fyrir þvf, að
tiltölulega fámennur
hópur vopnaðra manna
tæki landið herskildi.
Þegar menn horfast í
augu við þessa stað-
reynd, verður væntan-
lega flestum tslending-
um ljóst, að það dugir
ekki f þessum heimi að
notast við hlutleysi. Ef
menn vilja tryggja
öryggi og sjálfstæði
þjóða sinna, þurfa
öruggar varnir til að
koma og þær þjóðir,
sem ekki hafa sjálfar
slfkum vörnum á að
skipa, hljóta að semja
um þær við aðrar þjóð-
ir.
Sónötuformið var hlustendum
18. og 19. aldar eins konar leik-
húsuppskrift, eSa „formúla,,",
sem gaf þeim möguleika á að
fylgjast með þvl og jafnvel vita
fyrirfram þaS sem var aS gerast.
Þá var þessi formgerS ný, í sí-
felldri mótun og gaf hlustandan-
um ekki aðeins tækifæri til að
njóta góSrar tónlistar, heldur og.
að hann gat gert sér grein fyrir
markmiði, tónskáldsins með notk-
un tiltekinna tónhugmynda. í
framsögunni er aðalstefið kynnt
ýmist fullskapað eða i brotum og
er kynning þess ýmist framin með
beinni endurtekningu eða að stef-
ið verður smám saman til. Endan-
leg niðurstaða er sjaldgæf, þvi
upphafsstefið er venjulega gætt
upphafseðli. svo að leita verður
áfram að niðurlagi, sem til að-
greiningar og til að skapa tónverk-
inu markmið til að keppa að, verð-
ur að vera i annarri tóntegund.
Þegar niðurlagsstefið hefur verið
kynnt er framsagan endurtekin
hlustendum til frekari upprifjunar.
Þá tekur við úrvinnslukaflinn, þar
sem tónskáldið hefur frjálsar
hendur um meðferð stefjanna eða
nýrra stefja. Þessi kafli er eins og
leit að jafnvægi og á sér takmark i
endurkomu upphafsstefsins og er
kallaður itrekun. Til þess að skapa
verkinu staðfast niðurlag er niður-
lagsstefið haft í sömu tóntegund
og upphafsstefið. Þannig lýkur
sónötunni. að niðurlagsstefið leit-
ar ekki burt. heldur til upprunans.
Eðlilega tóku tónskáld að leita
nýrra leiða um stækkun þessa
forms. Þeir bættu við sérstæðum
inngangi, sem stefndi markvisst
að upphafsstefinu. bættu við stefi
eða stefum á milli upphafsstefsins
og niðurlagsstefsins og enduðu
verkið á sérstæðri viðbót sem köll-
uð var Codi. Þannig varð sónatan
um siðir eins og islenzka skatt-
skráin óskiljanlegur en óumflýjan
legur bálkur. Þessi ofvöxtur er
samofin þörf manna fyrir breyting-
ar, en er um leið eyðilegging á
hinu upprunalega. Þess vegna
misstu þreyttir hlustendur áhug-
ann á þessu sérstæða formi og
hlusta nú aðeins á leik tónanna.
Fyrir þeim hafa þeir ekki annað
markmið en að vera til sem fögur
hljóð. Guðný Guðmundsdóttir er
feikna góður fiðluleikari, skapmik-
ill túlkandi og hefur einnig gaman
að þvi að bregða á leik, eins og i
Sónötukvöld
Tónllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
Ravel sónötunni. Jenkins er góður
pianóleikari, leikur vel en oft án
þess innsæis sem gerir spilverkið
annað og meira en spilverk. Þetta
gildir ekki að öllu leyti um leik
hans, þó stundum sé eins og hann
þeysi fram hjá stöðum, þar sem
aðgátar er þörf. Sem dæmi mætti
nefna niðurlag hæga kaflans i
Brahms sónötunni, sem er með
þvi fegursta sem hann skrifaði.
Þarna er niðurlag verksins eins og
komandi kyrrð sem þó er að
nokkru rofin i bylgjumyndandi risi
undir það siðasta. sem eins og
sólstafir hjaðna um leið og sólin
gengur undir. Fyrsta sónatan eftir
Beethoven var að dómi undirrit-
aðs án þess skilnings sem leggja
ber i sónötur. Stefin voru vel leik-
in en ekki gædd því eðli eða
stemmningu sem staða þeirra i
sagnaformi sónötunngf segir til
um. Til að fjalla um flutning verks-
ins i heild þyrfti svo langt mál að
nægja verður að nefna eitt dæmi.
Lok úrvinnslukaflans eru unnin úr
upphafshljómunum og eru nokk-
urs konar leit að upphafinu. Þegar
upphafsstefið heyrist hefur leitin
borið árangur. Þessir 12 taktar
eru mestan timann veikir og tón-
ferlið tvistrað og fálmandi, en fær
skyndilega meiri festu og mátt og
upphafsstefið birtist eins og útsýn
yfir áfangastað. Þessi skilningur
undirritaðs á „leikhúsi" sónöt-
unnar er ef til vill ekki öllum að
skapi. en er skýring á þeirri af-
stöðu að meðferð Guðnýjar og
Jenkins á sónötu Beethovens var
ekki að hans skapi.
j sónötu Ravets var leikur henn-
ar meira sannfærandi, þó blues-
kaflinn væri það ekki Þarna hafa
stefin annað hlutverk en hjá Beet-
hoven og standa okkur nær i tima
og smekk.
j 1. sónötu Brahms var leikur
þeirra viða góður. Sónata er
„skáldverk" sem spannar svo vitt
svið, tilfinningalega og tæknilega.
að tæplega er hægt að gefa fáorða
yfirlýsingu um flutning sliks
verks, sem hafi raunverulega eitt-
hvert gildi sem umsögn. Það verð-
ur þvi að nægja að segja, að leikur
Guðnýjar og Jenkins var viða
mjög góður og tónleikarnir i heild
ánægjulegir.
Söngfólk
Aö vanda mun Pólýfónkórinn bæta við nokkr-
um söngröddum í byrjun starfsárs. Gott tóneyra
og nokkur tónlistarmenntun er nauðsynleg.
Raddþjálfun fer fram á vegum kórsins. Áhuga-
samir umsækjendur gefi sig fram í síma 2661 1
á skrifstofutíma eða 1 7008 á kvöldin.
Pólýfónkórinn.
Tann
ENSKIR
PENINGASKÁPAR
eldtraustir — þjófheldir
heimsþekkt
framleiðsla.
______________________j
E. TH. MATHIESEN H.F.
STRANDGÖTU 1—3, HAFNARFIRÐI. — SÍMI 51919.
PLÖTUJÁRN
Höfum fyrirliggjandi plötujárn
i þykktunum 3,4,5og6mm.
Klippum nidur eftir máli ef óskad er.
Sendum um allt land
V
STÁLVER HF
FUNH0FÐA17
REYKJAVÍK SÍMI 83444.
Carnegie
Framtíð þín liggur bak við læstar dyr. Að hverjum dyrum
gengur lykill Hefur þú réttu lyklana?
Hefur þú réttu lyklana?
Dale Carnegie námskeiðið hjálpar þér
að finna lyklana að framtíó þinni
Helstu lyklarnir eru:
★ ARANGURSRÍK SKOÐANASKIPTI — Lykillinn að
hugmyndum þinum
if JÁKVÆÐ ÁHRIF Á AÐRA -— Lvkillinn að samvinnu.
* SJÁLFSTRAUST OG HUGREKKI
if ELDMÓÐUR — Lykill velgengninnar.
if ÁHYGGJULEYSI — Lykill að hugarró þinni.
if MINNISLYKLAR á nöfn, andlit og staðreyndir
Leyfðu okkur að segja þér meira um Dale Carriegie
námskeiðið — okkar dyr eru alltaf opnar.
í DAG ER ÞITT TÆKIFÆRI
Innritun og upplýsingar í dag og næstu daga í síma
82411
STJÓRNUNARSKÓLINN