Morgunblaðið - 14.09.1976, Síða 19

Morgunblaðið - 14.09.1976, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1976 19 Með heimsliðsmann í fararbroddi og sjö Evrópumeistara innanborðs ÞÖTT vel kunni að vera að ensk 3. deildar lið séu betur þekkt á Islandi en lið Slovan Bratislava, sem leikur gegn Fram ( UEFA- bikarkeppninni ( knattspyrnu á Laugardalsvellinum ( dag, þá er sennilega um að ræða eitt bezta félagslið ( Evrópu um þessar mundir. Hvorki fleiri né færri en sjö af leikmönnum liðsins voru f landsliði Tékka, sem sigraði ( Evrópubikarkeppni landsliða ( sumar, og þóttu þeir þá vera beztu menn landsliðsins, og nöfn þeirra urðu á vörum allra knattspyrnuaðdáenda ( Evrópu. (Jrslitaleikur Evrópubikarkeppn- innar milli Tékka og Vestur-Þjóðverja þótti einn bezti knattspyrnu- leikur sem sézt hefur a.m.k. ( langan tlma og þótti bjóða upp á hið fallegasta sem þessi (þróttagrein getur gert. Áður en tékkneska landsliðið komst I úrslit í keppninni lagði það hollenzka landsliðið að velli ( undanúrslitum með 3 mörkum gegn 1, eftir framlengdan leik, þar sem staðan var 1:1 að venju- legum leiktíma loknum. FYRST A-EVRÖPULIÐA TIL AÐ VINNA EVRÖPUBIKAR Slovan Bratislava, sem leikur við Fram i kvöld, er eitt þekktasta og elzta knattspyrnufélagið í Tékkóslóvakíu. Það var stofnað árið 1919 og hefur leikið í 1. deild síðan 1935. Sjö sinnum hefur liðið orðið tékkneskur meistari: 1949, 1950, 1951, 1955, 1970, 1974 og 1975, auk þess sem liðið hefur fjórum sinnum unnið tékknesku bikarkeppnina: 1962, 1963, 1968 og 1974. I ár missti félagið hins vegar bæði af meistaratitli og bik- armeistaratitli og var því um kennt, að félagið ætti svo marga menn í tékkneska landsliðinu, sem tók þátt í erfiðri úrslita- keppni í Evrópubikarnum þegar keppnin I Tékkóslóvakíu stóð sem hæst. Fór þreyta að segja til sín hjá landsliðsmönnunum og undir lokin missti Slovan Bratislava for- ystuna I 1. deildar keppninni og hafnaði I öðru sæti, einu stigi á eftir Banika Ostrava. Markhæstu leikmenn Slovan Bratislava í 1. deildar keppninni voru Jan Sevhlik, sem skoraði 9 mörk, Jan Copkovie, sem skoraði 8 mörk, og Marian Masny, Pavol Bojkobsky og Povol, sem skoruðu 7 mörk. í úrslitaleik tékknesku bikar- keppninnar í ár lék Slovan Bratis- lava svo við Sparta Prag og tapaði 2:3. Keppnistfmabilið er nýlega haf- ið í Tékkóslóvakiu aftur og hefur Slovan leikið fjóra leiki í deild- inni til þessa, unnið alla og markatala þeirr er 13:2. FRABÆRIR leikmenn 1 liði Slovan Bratislava er nú valinn maður í hverju rúmi, en frægastur allra er sennilega mið- vörðurinn, Anton Ondrus, sem er talinn bezti varnarleikmaður heims. Var hann fyrir skömmu valinn I heimslið það, sem hið Arni Stefánsson markvörður Fram fær ugglaust tækifæri til að sýna sfnar beztu hliðar f leiknum við Slovan (kvöld. víðlesna knattspyrnutímarit „World Soccer“ útnefnir ár hvert, og settur þar við hlið Franc Beckenbauers. Annar leikmaður Slovan þótti koma sterklega til greina I lið þetta: Pivernik. Slovan Bratislava hefur að und- anförnu átt sex fastamenn f tékk- neska landsliðinu. Eru það varn- arleikmennirnir: Pivarnik, Ondrus, Capkovic og Gögh, og sóknarleikmennirnir Masny og Svehlik. TAPAÐI FYRIR DERBYCOUNTY Slovan Bratislava tók þátt í Evrópukeppni meistaraliða á síð- asta keppnistímabili og mætti þá ensku meisturunum Derby. Fyrri leik liðanna, sem fram fór á heimavelli Slovan, unnu Tékk- arnir með einu marki gegn engu, en Derby tókst svo að vinna leik- inn í Englandi 3:0 og komast áfram f keppninni. Munaði þar mestu um framtak hins kunna knattspyrnugarps Francis Lee, sem skoraði tvö mörk fyrir Derby alveg undir lok leiksins. FRAMARAR HVERGI SMEYKIR Þótt við svo fræga mótherja sé að etja eru Framarar hvergi smeykir og eru staðráðnir í að selja sig dýrt í leiknum i kvöld. — Við ætlum að leika jafnvel eða betur en við gerðum á móti Real Madrid, þegar islenzku blöð- in voru sammála um, að Fram hefði sýnt einn bezta leik, sem íslenzkt lið hefði nokkru sinni sýnt i Evrópubikarkeppni, sagði Jóhannes Atlason, þjálfari Fram- aranna. — Ég er viss um að nú eigum við miklu betra lið en við vorum með þá, enda vorum við að berjast á botninum i 1. deild árið sem við lékum við Real Madrid. Leikmennirnir hafa nú miklu meiri trú á sjálfum sér og gefast ekki eins upp og þeir gerðu þá. Árangur Fram i tslandsmótinu I sumar sýnir líka, að við eigum að geta staðið okkur á móti þessum körlum, þótt frægir og góðir séu. Þetta er i fyrsta sinn sem Fram tekur þátt í UEFA- bikarkeppninni. Hins vegar hefur Fram bæði leikið i Evrópubikar- keppni meistaraliða og Evrópu- bikarkeppni bikarhafa. Lék Fram í Evrópubikarkeppni meistaraliða árið 1973 og mætti þá svissneska liðinu Basel FC. Lék Fram báða leiki sina ytra og tapaði þeim 0—5 og 2—6. 1971 lék Fram i Evrópu- bikarkeppni bikarhafa við Möltu- liðið Hibernians fóru báðir leik- irnir fram á Möltu. Fram tapaði fyrri leiknum 0—3, en vann hins vegar seinni leikinn 2—0. 1974 lék Fram svo við Real Madrid, tapaði 0—2 á klaufamörkum í Reykjavík eftir mjög góðan leik, og svo 0—6 i Madrid. IRSKIR DÖMARAR Leikur Fram og Slovan Bratis- lava hefst á Laugardalsvellinum kl. 17.30. Dómari og línuverðir leiksins eru frá írlandi. Lið Slovan Bratislava. Sennilega hafa fá lið sem hingað hafa komið átt jafn mörgum frábærum knattspyrnumönnum á að skipa. Sjö leikmanna liðsins urðu Evrópumeistarar með tékkneska landsliðinu (sumar. GOLFMÓT Á HÚSAVÍK séð inn í hið nýja og glæsilega fþróttahús TBR I BYRJUN október n.k. verður merkum áfanga náð ( sögu T.B.R. — Tennis- og Badmintonfélags Reykjavíkur — en þá hefjast æf- ingatfmar ( hinu nýja húsi félags- ins við Gnoðarvog 1. Með tilkomu hússins verða allmiklar breyting- ar á starfsemi félagsins. Aðstaða til þjálfunar mun gjörbreytast og á það ekki einungis við um keppnisfólk félagsins, heldur er ætlunin að sinna unglingastarf- inu betur en hingað til hefur verið mögulegt. '• Æfingatímar verða i húsinu fimm daga vikunnar frá kl. 8 á morgnana til kl. 21.20 á kvöldin, en eftir þann tima eru sérstakir tímar fyrir keppnisfólk félagsins. Einnig verða leigðir út tímar fyrir hádegi á sunnudögum, en laugar- dagar og seinni hluti sunnudaga eru ætlaðir fyrir unglingatima, mót og frjálsa tfma. Sérstaklega GOLFMEISTARAMÖT Norður- lands fór fram á Húsavfk dagana Bikarkeppni í fjölþrautum BIKARKEPPNI Frjálsíþrótta- sambands Islands í fjölþrautum fer fram á Laugardalsvellinum 18. og 19. september n.k. Keppt verður i tugþraut karla og fimmtarþraut kvenna. Hverju félagi eða sambandi er heimilt að senda þrjá þátttakendur i grein, en stig tveggja betri verða reikn- uð. Þátttaka tilkynnist til Sveins Sigmundssonar i síma 26020. er vert að vekja athygli hús- mæðra, skólafólks og fleiri á æf- ingatímum fyrir og eftir hádegi. Félagið mun einnig leigja út tima i Laugardalshöllinni, eins og undanfarin ár. Verður þó þar sú breyting á, að einungis verða timar tvo daga í viku, á mánudög- um og miðvikudögum frá kl. 16.50—19.20. Hefjast æfingar þar 20. september. Æfingatimar verða skráðir 12.—19. september i Gnoðarvogi 1, ki. 18—19, sími 82266 og skulu tímar greiðast við pöntun. (Frétt fráTBR.) 28. og 29. ágúst s.l. og var þar keppt ( þremur flokkum. karla, kvenna og drengja, með og án forgjafar. Fór keppnin fram á velli Golfklúbbs Húsavfkur, sem hefur verið endurbættur mikið að undanförnu og er nú hinn skemmtilegasti. Leiknar voru 36 holur og voru keppendur samtals 56—32 frá Akureyri, 10 frá Ölafs- firði og 14 frá Húsavfk. Helztu úrslit urðu þessi: Karlaflokkur — án forgjafar: Gunnar Þórðarson, GA 167 Frimann Gunnlaugsson, GA 167 Árni Jónsson, GA 171 Karlaflokkur — með forgjöf: Jónas G. Jónsson, GH 140 Óli Kristjánsson, GH 146 Karl Hannesson, GH 146 Kvennaflokkur — án forgjafar: Katrín Frfmannsdóttir, GA 208 Karólína Guðmundsdóttir, G A 225 Sigríður B. Ólafsdóttir, GH 236 Kvennaflokkur — með forgjöf: Sigríður B. Ólafsdóttir, GH 166 Katrin Frimannsdóttir, GA 172 Karólína Guðmundsdóttir, GA 177 Drengjaflokkur — án forgjafar: Jón Gunnarsson, GA 180 Stefán Jóhannsson, GÓ 189 Gunnar Straumland, GH 190 Drengjaflokkur — með forgjöf: Jón Gunnarsson, GA 132 Stefán Jóhannesson, GÓ 141 Baldur Sveinbjörnsson GH 150

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.