Morgunblaðið - 14.09.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.09.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRJÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1976 Sýningin ISLENZK FOT 76 framlengd 15 þúsund gestir hafa komið „VIÐ framlengjum sýning- unni í tvo daga vegna þeirrar viðtöku sem hún hefur hlotið hjá almenn- ingi. Hún hefur hreinlega sprengt allt utan af sér hvaða aðsókn snertir,“ sagði Pétur Sveinbjarnar- son frkvstj. íslenzkrar iðn- kynningar í viðtali við Mbl. í gær, þegar hann var spurður um ástæður fyrir Spassky og Fischer á frímerki í Nicaragua GEFIN hafa veriö út I Nicaragua frímerki meö myndum af skák- meisturunum Spassky og Fischer. Myndir frlmerkjanna sýna þá að tafli í Laugardalshöllinni þegar heimsmeistaraeinvlgið var háö hér á landi árið 1972. Þetta eru myndir Chester Fox og eru þær birtar með hans leyfi. Það eru myndir Chester Fox sem eru á frímerkjunum en hann fttti sem kunnugt er allan birtingarrétt ft myndefni frft skftkeinvlginu. framlengingu sýningar- innar ÍSLENZK FÖT ’76. Upphaflega átti sýning- unni að ljúka á sunnudags- kvöldið, en síðan var ákveðið að framlengja hana í tvo daga, þ.e. sýn- ingunni lýkur í kvöld. Að sögn Péturs hafa um 15.000 manns séð sýning- una, þar af um 10.000 á laugardag og sunnudag. „Við teljum það vera þátt dag- blaðanna útvarps og sjónvarps, sem hefur gert það að verkum að svo vel tókst til. Fjölmiðlarnir hafa tekið bæði iðnkynninguna og fatasýninguna slikum tökum og gert slík skil, að það hefur vart farið fram hjá neinum, hvað var að gerast," sagði Pétur. Tízkusýningar tvær verða í dag, siðasta sýningardag, kl. 18.00 og 21.00. Síðustu héraðsmót Sjálf- stæðisflokksins í sumar í Stapa og Vestmannaeyjum UM NÆSTU helgi heldur Sjálf- stæðisflokkurinn tvö siðustu hér- aðsmótin f sumar á eftirtöldum stöðum: Stapa í Njarðvikum föstudag- inn 17.. september kl. 21. Ávörp flytja Matthias Á. Mathiesen fjár- málaráðherra og Sverrir Her- mannsson alþingismaður. Vestmannaeyjum laugardaginn 18. september kl. 21. Ávarp flytur Ingólfur Jónsson alþingismaður. Skemmtiatriði á héraðsmótun- um annast hljómsveitin Nætur- galar ásamt óperusöngvurunum Kristni Hallssyni og Magnúsi Jónssyni, Jörundi og Ágúst Atla- syni. Hljómsveitina skipa: Skúli K. Gíslason, Einar Hólm, Birgir Karlsson og Ágúst Atlason. Að loknu héraðsmöti verður haidinn dansleikur til kl. 2 eftir miðnætti, þar sem Næturgalar og Ágúst Atlason syngja og leika fyrir dansi. Matthfas Ingólfur Sverrir. ASV mótmæl- ir bráða- birgðalögum FUNDUR stjórnar Álþýðusam- bands Vestfjarða og fulltrúa sjó- mannafélaga á sambandssvæð- inu, haldinn á Isafirði 8. septem- ber 1976, mótmælir harðlega setningu bráðabirgðalaga um kaup og kjör sjómanna og for- dæmir það gerræði sjávarútvegs- ráðherra og rfkisstjórnar að ráð- ast á þennan hátt á óskoraðan rétt sjómanna til frjálsrar samninga- gerðar um kaup og kjör. Fundurinn bendir sérstaklega á þá staðreynd, að I gildi eru samn- ingar um kaup og kjör sjómanna milli samtaka þeirra og samtaka vestfirzkra útvegsmanna undir- ritaðir 13. apríl 1975. í ljósi þessa geta bráðabirgðalögin á engan hátt gilt hvað varðar kjör vest- firzkra sjómanna fram að setn- ingu laga þessara. Þá skal vakin sérstök athygli á því, að lögfestur er með lögunum vilji útvegsmanna, þar sem með þeim eru knúðir fram samningar, sem þeir hafa samþykkt en sjó- menn fellt. Furðuleg er sú þröngsýni sjávarútvegsráðherra að stofna á þennan hátt atvinnulífi sjávar- plássa á Vestfjörðum í voða, þar sem fyrirsjáanlegt er, að aðgerðir þessar leiða til uppsagnar sjó- manna og hafa þegar gert það. Fundurinn samþykkir að fela lögfræðingi að kanna stöðu aðildarfélaga Alþýðusambands Vestfjarða gagnvart lögum þess- um og leita réttar þeirra fyrir dómstólum ef þurfa þykir. (Fréttatilkynning). HVAÐHÆGT ERAÐ GERA /AKALEGA góðkaupá Stakar terylene- og ullarbuxur, bæði dömu og herra frá kr. 3.000. Rifflaðar flauelsbuxur frá kr. 2.500 — Herra- og dömubolir í ofsalegu úrvali frá kr. 600.— Föt m/vesti frá kr. 12.000,— Kjólar frá kr. 2.500.— Peysur frá kr. 1.200.— Herraskyrtur frá kr. 1.290 Kápur frá kr. 6.500.— Pilsdragtir frá kr. 6.500 — Buxna fínflauelspils Allt mjög góðar og nýlegar vörur Látið ekki happ úr hendi sleppa TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS KARNABÆR Utsölumarkaðurinn Laugavegi 66 sími 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.