Morgunblaðið - 14.09.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1976
3
Eyjastúlkur í
silfri hafsins
Með silfur hafsins f höndunum
og sæiubros á vör.
SÍLDARSÖLTUN hófst í
Eyjum um helgina og
verður saltað á þremur
stöðum þar í haust.
Fyrsta síldin, sem barst í
söltun var reknetasíld til
Vinnslustöðvarinnar, en
fram til þessa hefur að-
eins verið fryst, mest til
útflutnings, en einnig
nokkuð í beitu.
í fyrsta sinn um
margra ára bil stunda
þrír heimabátar rekneta-
veiðar, en einnig munu
nótabátar stunda síld-
veiðar sem fyrr. Það má
því reikna með góðri
haustvinnu við síldina í
Það bregzt ekki, að það er fjör í þvf, þegar sfldin er annars vegar.
* I' 1 *
Saltað á fuliri ferð f Vinnslustöðinni.
Saltað á þremur
stöðum í Eyjum
Eyjum, svo fremi að síld
veiðist.
Tveir litlir bátar hafa að und-
anförnu verið með lagnet, fá
net, og fengu þeir allgott fram-
an af, en það hefur gengið treg-
lega hjá þeim upp á siðkastið og
hefur svo einnig verið hjá rek-
netabátunum, sem hafa lagt
upp í Eyjum og stundað veiðar
á Eyjamiðum. Þeir hafa flutt
sig nokkuð austur á bóginn síð-
ustu daga, en þar hefur einnig
tregast síldveiðin. Fróðir veiði-
menn telja þó, að þetta kunni
að lagast þegar straumurinn er
genginn hjá.
1 Vinnslustöðinni var einnig verið að panna sfld af fullum krafti
fyrir frystingu.
Aðalfundur Bílgreinasambandsins:
150 milljónir króna á ári til
að jafna aðstöðumuninn
BlLGREINASAMBANDIÐ hélt
aðalfund sinn 11. sept. s.l. á
Hornafirði. Auk venjulegra aðal-
fundastarfa voru haldnir sér-
greinafundir og erindi flutt.
Einnig kynnti Ingimar Hansson
verkfræðingur niðurstöður könn-
unar, sem hann hefur gert fyrir
Bflgreinasambandið og Fram-
kvæmdastofnun rfkisins á bfla-
verkstæðum á Vesturlandi. Vest-
fjörðum og Austf jörðum. Skýrsla
þessi mun vera hin fyrsta, sem
gerð er um einstaka þjónustu-
grein úti á landi.
1 könnuninni tekur Ingimar
mið af Suðvesturlandi, ekki
vegna þess að þar sé mannskapur
og tæknilegur búnaður fullkom-
inn, heldur vegna þess að menn
úti á landsbyggðinni miða aðstöðu
sína yfirleitt við þetta svæði. Þar
kemur fram, að þörf er á mikilli
þjónustuaukningu fyrir lands-
byggðina og fjölgun bifvélavið-
gerðarmanna. Rekstur verkstæða
á landsbyggðinni er mjög ótraust-
ur, sem að miklu leyti má rekja til
fjármagnsvöntunar og aðstöðu-
munur er mikill á fleiri sviðum
s.s. þeirri hlið er viðkemur vara-
hlutum.
Ingimar segir I skýrslu sinni að
jöfnun þessa aðstöðumunar krefj-
ist mikillar fjölgunar bifvélavið-
gerðarmanna úti á landi, fjölg-
unar nema I iðninni og síðast en
ekki sízt meira fjármagns, og
nefnir hann í því sambandi að 150
milljónir þurfi á ári til að jafna
aðstöðumuninn, en þó sé aðstaðan
á Suðvesturlandi ófullnægjandi á
margan hátt.
Þarna funduðu einnig verk-
stæðiseigendur og þar komu fram
miklar kvartanir vegna slæmrar
þjónustu Flugfélags íslands við
flutning á varahlutum út á land,
sem leiddi af sér óhagkvæman
rekstur verkstæða og óþægindi
bíleigenda. Einnig ra;ddu verk-
stæðiseigendur nýtt verðlagskerfi
fyrir bílamálningaverkstæði og
lága álagningu á gúmmíhjólbörð-
um. Framtíðarskipulag bifreiða-
skoðunar Bifreiðaeftirlits ríkisins
var einnig mikið til umræðu, en I
því sambandi vill Bílgreinasam-
bandið benda á, að heppilegt geti
verið að láta vissan hluta skoðun-
arinnar fara fram á verkstæðum,
s.s. hjólastillingu og hemla, í stað
þess að byggja upp nýja skoð-
unarstöð fyrir Bifrfeiðaeftirlitið.
Bllasalar ræddu verðlagsmál,
innflutningsgjöld á bílum og leng-
ingu ábyrgðatima nýrra bíla úr
sex mánuðum í tólf.
Tvö erindi voru haldin á fund-
inum. Guðmundur Hilmarsson
form. Félags bifvélavirkja sagði
frá hugmyndum sínum um aukin
samskipti Bílgreinasambandsins
og Félags bifvélavirkja og lagði
til, að þessi tvö félög stofnuðu
með sér samstarfsnefnd. Þá rakti
hann þá jákvæðu þróun, sem
orðið hefur I námi bifvélavirkja-
nema i Iðnskólanum.
Jónas Þór Steinarsson
skrifstofustjóri Bílgreinasam-
bandsins f lutti erindi um hagræð-
ingar I eyðublaðatækni bifreiða-
verkstæða og kynnti i þvi
sambandi hugmynd að eyðublaði
fyrir bifvélaverkstæði. Þessi
eyðublöð yrðu I stöðluðu formi
þannig að það gæti hentað flest-
um verkstæðum auk þess sem þau
gæfu viðskiptavinunum gott yfir-
lit yfir viðgerðarkostnað.
Á fundinum voru gerðar nokkr-
ar ályktanir um bifreiðar og ann-
Framhald á bls. 26
Itali gekk berserks-
gang á Hótel Sögu
SÁ ATBURÐUR varð á Hótel
Sögu rétt eftir hádegið á sunnu-
dag, að æði rann á Itala einn,
sem staddur var á hótelinu. Hóf
hann að kasta öskubökkum í
allar áttir og brjóta allt og
bramla. Þegar þjónar ætluðu
að grlpa manninn, henti hann
glasi f höfuð eins þeirra, svo
hann rotaðist. Um sfðir tókst að
yfirbuga manninn og var hann
fluttur f far.gahús. Voru svo
mikil læti f manninum, að það
varð að járna hann. I gær var
æðið ekki runnið af manninum
og var hann þá enn f járnum.
Læknar höfðu fengið manninn
til meðferðar og á að senda
hann til sfns heimalands eins
fljótt og unnt er. Maður þessi
er rétt rúmlega fertugur, en
hann hefur dvalizt hér við
vinnu f rúmt ár. Af þjóninum
er það að frétta, að hann skarzt
eitthvað á höfði ofe er hann
rúmliggjandi.
Ein á ferð. ljósm. Friðþjófur.
Fáskrúðsfjörður:
Nýtt frysti-
hús í notkun
Fáskrúðsfirði — 13. september
NÝTT hraðfrystihús var tekið f
notkun á Fáskrúðsfirði sl. laugar-
dag. Húsið sem er eign Hrað-
frystihúss Fáskrúðsfjarðar, dótt-
urfrystihús Kaupfélags Fáskrúðs-
firðinga, er 2 þúsund fm. stál-
grindahús, reist á uppfyllingunni
framan við gamla frystihúsið á
Fiskeiði. Er öll suðurhlið hússins
við bryggjukantinn, sem gerir
alla móttöku og útskipun á fiski
mjög hagkvæma.
Bygging hússins hófst haustið
1973 og hefur þvi staðið i þrjú ár,
og er heildarkostnaður hússins i
kringum 240 milljónir. Vilhjálm-
ur Þorláksson verkfr. teiknaði
húsið, en Karl Bjarnason hafði
umsjón og eftirlit með fram-
kvæmdum. Aðalverktaki við inn-
réttingu hússins var Trésmiðja
Austurlands hf. áFáskrúðsfirði.
Full afköst hússins eru áætluð
um 35—40 tonn á dag. Mikil hátið
var í tilefni opnunar hraðfrysti-
hússins. Var öllum starfsmönnum
fyrirtækisins, svo og öðrum ibú-
um staðarins, boðið að skoða hús-
Framhald áhls. 26
Verð á nýslátruðu
að vænta í vikunni
VÆNTA má nýrrar verðákvörð-
unar á búvöru nú f vikunni vegna
haustslátrunar, að þvf er Gunnar
Guðbjartsson formaður Stéttar-
sambands bænda tjáði Morgun-
blaðinu f gær. Verðákvörðun 6-
manna nefndarinnar verður sfðan
að fara fyrir rfkisstjórnina og
hljóta staðfestingu hennar.
Gunnar sagði, að þegar hefði
verið unnið töluvert að hinu nýia
búvöruverði og fundir væru dag-
lega í 6-manna nefndinni. enda
væri-hér margþætt mál á ferðinnt
og viðamiklir útreikningar þvi
samfara.
Gunnar sagði hins vegar. .u'
Framhald á bls. 26