Morgunblaðið - 14.09.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.09.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1976 plnrgmmWulííili Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavlk Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100 Aðalstræti 6, simi 22480 Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50,00 kr. eintakið. S j ávarútvegsr áð- herra hefur tryggt öllum sjómönnum sambærileg kjör Eins og menn muna sigldu langflest fiskiskip lands- manna í höfn fyrir tæpu ári vegna óánægju sjómanna með ákvörðun fiskverðs. í málflutn- ingi sjómanna þá kom fram, að þeir töldu, að sjóðakerfi sjávar- útvegsins væri orðið að risa- vöxnu bákni, sem nauðsynlegt væri að skera niður við trog. Þessar eindregnu skoðanir sjó- manna leiddu til víðtækrar um- ræðu um sjóðakerfi sjávarút- vegsins, og þá kom í Ijós, að flestir þeir, sem um málefni sjávarútvegsins fjölluðu, voru sömu skoðunar og sjómennirn- ir. Með því að skera sjóðakerfi sjávarútvegsins niður var unnt að hækka fiskverð mjög veru- lega, en um leið var öllum Ijóst, að breyta yrði skiptaprósentu, ef einhver grundvöllur ætti að vera fyrir útgerðarrekstri í land- inu Rikisstjórnin tók kröfum sjó- manna vel og breytingar á sjóðakerfinu voru lögfestar. Þegar sú lagasetning lá fyrir var fiskverð ákveðið í samræmi við breyttar forsendur og hækkaði einnig mjög verulega. Þá voru ennfremur undirritaðir nýir kjarasamningar milli full- trúa útgerðarmanna og sjó- manna, sem tóku mið af þess- um breytingum á sjóðakerfi og fiskverði. í þeim samningum fólust breytingar á skipta- prósentu, sem voru óhjá- kvæmilegar, ef útgerð á íslandi átti að geta haldið áfram. Þessir samningar voru sam- þykktir i sumum félögum, felld- ir í öðrum, og ekki einu sinni bornir undir atkvæði í enn öðr- um sjómannafélögum. Nokkrar breytingar voru síðar gerðar á þessum samningum og ný til- raun gerð til að bera þá undir atkvæði, en þeir voru enn felld- ir eins og kunnugt er í at- kvæðagreiðslu, þar sem þátt- taka var sáralítil. Rver hefði nú afleiðingin orðið éf hér hefði verið látið staðar numið? Afleið- ingin hefði orðið sú, að sumir sjómenn hefðu lagt sinn skerf af mörkum til þess að fram- kvæma kerfisbreytinguna í sjávarútvegi og tekið á sig lægri skiptaprósentu. Þeir sem ýmist felldu samningana eða sáu ekki ástæðu til að bera þá undir atkvæði, hefðu notið góðs af sjóðakerfisbreytingunni og fiskverðshækkuninni, en hefðu hins vegar ekki tekið á sig breytta skiptaprósentu, sem þó var forsenda allrar kerfis- breytingarinnar. Lagasetning sú, sem ríkis- stjórnin beitti sér fyrir um breytinguna á sjóðakerfinu, var gerð i þeirri góðu trú að sam- staða væri meðal útgerðar- manna og sjómanna um þessar breytíngar og kjarasamning- arnir á nýjum grundvelli Vegna þess að lögin voru sett i góðri trú var enginn fyrirvari settur í þau um að breytingin á sjóðakerfinu tæki ekki gildi, nema nýir samningar yrðu samþykktir i öllum sjómannafé- lögum. Engin sanngirni er fólgin í því, að sumir sjómenn stigi skrefið til fulls og standi heilir og óskiptir að nauðsynlegum breytingum til þess að hægt sé að afnema sjóðakerfið, en að aðrir haldi að sér höndum og njóti góðs af hvoru tveggja. Þetta er hvorki sanngjarnt né drengilegt og þess vegna var óhjákvæmilegt fyrir sjávarút- vegsráðherra að höggva á hnútinn og setja bráðabirgða- lög um kjarasamninga sjó- manna íslenzkir sjómenn ættu að beina orðum sínum til forsvars- manna sjómannafélaganna og spyrja þá, hverju sæ.ti sú ein- kennilega málsmeðferð, sem öll þessi mál hafa hlotið í sum- um sjómannafélögum. Þegar gengið er til svo viðamikilla breytinga, sem gert var í sam- bandi við sjóðakerfi sjávarút- vegsins, verða menn að geta treyst því, að full heilindi liggi að baki. Þetta er kjarni þess máls, sem um hefur verið rætt síðustu daga. Af þessu má Ijóst vera, að Matthías Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, hefur gert það eina, sem hægt var að gera í þeirri stöðu sem upp var komin. Sjávarútvegsráðherra hefur með bráðabirgðalögun- um tryggt, að allir sjómenn á íslandi sitji við sama borð vegna þefrrar breytingar, sem gerð var fyrr á þessu ári á sjóðakerfinu, og enginn maður getur haldið því fram með nokkrum rökum, að annað sé sanngjarnt og drengilegt. EYJAR: 15mánuði að byggja sund- og íþróttahöll ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐIN í Brimhóla laut í Vestmannaeyjum var vígð að viðstöddu fjölmenni s.l. sunnu- dag, en húsið, sem i er bæði full kominn íþróttasalur með 20x40 metra leikvelli og sundlaug með 11x25 metra keppnislaug, var byggt á 15 ménuðum. Fyrsta skóflustungan var tekin 31. mai og Kristján Eggertsson Þá afhenti Stefán húslyklana Einari Hauki Eiríkssyni forseta bæjarstjórnar, sem eftir tölu afhenti þá Vigni Guðnasyni framkvæmdastjóra hússins. Þá talaði Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra og lýsti húsið formlega tekið í notkun og siðan Þorsteinn Einarsson í þróttaf ulltrúí ríkisins, og rakti hann nokkuð sögu íþróttanna i Vestmannaeyjum Sið- ast tóku til máls Jóhannes Nielsen frá Klemmenson og Nielsen, danska fyrirtækinu, sem byggði húsið og einnig tók til máls arkitekt hússins, Poul Kjærgaard Að loknum ávörpum afhenti Jóhannes Nielsen húsinu að gjöf byssu og sverð frá tíma Herfylk- ingarinnar í Vestmannaeyjum, en hluta þessara aflaði Jóhannes í Dan- mörku. Herfylkingin er eini herinn, sem hefur verið á íslandi, og var hann formlega við lýði í nokkur ár, aðallega vegna ótta Eyjamanna um nýtt rán í Eyjum samsvarandi Tyrkja- ráninn 1627. Verða þessir fornu hlutir varðveittir í íþróttamiðstöð- inni. Því næst sýndi leikfimi fimleika- flokkur frá Ollerup, alls 32 piltar og stúlkur, og var gerður góður rómur að hinni stórkostlegu sýningu danska flokksins Að henni lokinni þakkaði Páll Zóphaníasson bæjar- stjóri gestum komuna og þar með lauk athöfninni í þessu glæsilega mannvirki, þar sem m.a. öll leikfimi- kennsla i Eyjum mun fara fram og æfingar íþróttafélaganna. íþróttahúsið er alls 330 fermetrar að stærð / — á.j. Vilhjáimur Hjálm- arsson menntamála- ráðherra lýsir húsið formlega tekið í notkun. Stefán Runólfsson formaður fram- kvæmdanefndar hússins afhendir bæjarstjórn húsið. Páll Zóphanfasson bæjarstjóri flytur þakkir til þeirra f jöl- mörgu sem unnu að framgangi málsins. tþróttamiðstoðin í Brimhólalaut í Eyjum, 3300 ferm. hús. Sundlaugin er í byggingunni hægra megin og fþróttasalurinn vinstra megin. 1975. Auk tveggja fyrrgreindra sala í húsinu eru þar gufuböð, æfingaherbergi, skrifstofur, kaffi stofa, sem er opin daglega, og búningsklefar eru mjög rúmgóðir. Athöfnin við vígslu hússins hófst með lúðrablæstri Lúðrasveitar Vest- mannaeyja/ en siðan gengu 160 unglingar inn í íþróttasalinn og fór fánaberi fyrir með islenzka fánann Að lokinni fánahyllingu gengu ungl- ingarnir til sæta, en á annað þúsund Eyjamenn voru viðstaddir athöfnina og voru sæti í salnum fyrir um 700 manns. Við eðlilegar kringumstæð- ur verður pláss fyrir 300—500 manns á áhorfendasvæðum Að lokinni fánahyllingu tók Páll Zóphaníasson bæjarstjóri til máls og bauð gesti velkomna Þá lýsti Stefán Runólfsson, formaður framkvæmda- nefndar byggingar hússins, aðdrag- anda og sögu byggingarinnar, en auk Stefáns voru í framkvæmda- nefndinni þeir Magnús Bjarnason Frá vfgslu hinnar glæsilegu fþróttahallar f Vestmannaeyjum um sfðustu helgi. Ljósmynd F4bl. Sigurgeir í Eyjum. Leikfimiflokkurinn frá Ollerup vakti óskipta athygli gesta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.