Morgunblaðið - 14.09.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.09.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1976 13 Hér eru þeir Gunnar Gunnarsson og Friðrik við upphaf 14. umferðar- innar, sem tefld var á sunnudag. öllum á óvart náði Friðrik aðeins jafntefli út úr viðureign þeirra, en Gunnar hefur verið á botninum frá upphafi móts. Friðrik sagðist hafa reiknað með allt annarri takttk frá Gunnari, sem reyndi að skipta sem mest upp. „Gunnar sækir vanaiega af mikilli hörku og kom leikaðferð hans mér þvf nokkuð að óvörum, a.m.k. átti ég von á öðru,“ sagði Friðrik. „Þýðir ekkert annað en að slást” Friðrik er í 2.—3. sæti fyrir síðustu umferð „Það þýðir ekkert annað en að tefla til vinnings í síðustu umferðinni. Maður verður að slást, því Timm- an gerir sig örugglega ekki ánægðan með jafntefli úr sinni skák,“ sagði Friðrik Ólafsson, þegar við rædd- um viö hann í móttöku borgarstjóra í Höfða í gær. Friðrik er nú í öðru til þriðja sæti í Reykjavíkur- mótinu, ásamt Sovétmann- inum Tukmakov, en aðeins ein umferð er eftir í mót- inu, og verður hún tefld í dag í Hagaskóla. Hefst um- ferðin kl. 17.30. Ingi R. Jóhannesson hefur teflt betur en flestir þorðu að vona ( Reykjavfkurskákmótinu, sem nú er að ljúka. Er hann f 5.—9. sæti og var hálfur titill stórmeistara aðeins f seilingarfjarlægð. (Ijósm. ÓI.K.M.) Hollendingurinn Timm- an er í efsta sæti með 10V$ vinning. Fastlega má búast við, að hann tefli til vinn- ings í skák sinni í dag, enda andstæðingurinn af léttara taginu fyrir hann, en þó koma úrslitin ekki í ljós fyrr en taflið er búið. Frið- rik og Tukmakov eru með 10 vinninga hvor. Teflir Friðrik við Inga R. en Tukmakov við Helga Ólafs- son, og hafa stórmeistar- arnir báðir hvítt. Najdorf er í 4. sæti með 914 vinning, en hann teflir í dag við Gunnar Gunnars- son, og hefur gamla kemp- an hvítt. Fimm eru í 5—9 sæti með 8 vinninga hver, það eru þeir Antoshin, Gúðmundur, Ingi R., Keene og Westerinen. Bandaríkjamennirnir Mat- era (614) ogVukcevic (514) eru i 10. og 11. sæti, en síðustu 5 sætin skipa svo þeir Margeir (5), Haukur (414), Helgi (4), Björn (3) ogGunnar (2). Umferðin í dag verður annars sem hér segir: Matera — Haukur Antoshin — Keene Björn — Westerinen Timman — Vukcevic Guðmundur — Margeir Friðrik — Ingi R. Najdorf — Gunnar Tukmakov — Helgi Sovétmaðurinn Tukmakov, sem hér hugsar djúpt, er f f.%—3. sæti ásamt Friðrik við upphaf sfðustu umferðar. Kennarafélag Kópavogs og Kjósarsýslu lýsir vanþóknun sinni á úrskurði kjaranefndar Kennarafélag Kópavogs og Kjósar- sýslu hélt nýlega fjölmennan fund og ræddi úrskurð kjaranefndar um laun og réttindi og starfsskyldur kennara á barnaskólastigi. Þar kom fram töluverð undrun og gagnrýni á ýmis ákvæði og orðfæri þessa úrskurðar Vakti það m a. athygli að nýútskrifaðir kennarar frá K.H.Í. fara beint i sama launaflokk og kennarar með eldra kennara próf, sem hafa áunnið sér starfsreynslu i 6 eða 1 2 ár. Fannst mörgum þetta van- mat á kennaraskólaprófi þeirra, sem þó ekki áttu annars kost á sínum tima og starfsreynslu þeirra, sem þó er lögð til grundvallar að launum kennara meiri hluta starfsævi þeirra Fundurinn gerði svohljóðandi ályktun: Fundur Kennarafélags Kópavogs og Kjósarsýslu, haldinn i Kópavogi 8 sept 1976, lýsir yfir vanþóknun sinni og mikilli óánægju með það óréttlæti gagnvart kennurum 1 —6. bekkjar grunnskóla, sem fram kemur i úrskurði kjaranefndar Fundurinn vekur sérstak- lega athygli á eftirfarandi atriðum, þar sem þessir kennarar eru beittir augljós- Sýningarskrár sýningarinnar ÍS- LENZK FÖT '76 eru tölumerktar og gilda sem happdrættisnúmer, en vinningar að verðmæti 25 þúsund krónur eru dregnir út á hverju kvöldi, úr þeim númerum, sem seljast hvern dag. í lok sýningarinnar verður svo dregið um einn 250 þúsund króna vinning úr öllum seldum númerum. Vinningar eru allir íslenskur fatnað ur. um órétti miðað við aðra kennara grunnskólans 1 Lengri vikuleg vinnuskylda 2 Skert laun þeirra, sem starfa viðátta mánaða skóla 3 Lægri stigagjöf fyrir hvert starfsár 4 Lægra yfirvinnukaup Fundurinn felur stjórn og samninga- nefnd S í B að krefjast þegar i stað leiðréttingar á framangreindum atrið- um Beri samningaviðræður ekki við- unandi árangur fyrir 1 5 okt telur fund- urinn rétt að kalla saman aukaþing 5 Í.B þar sem teknar verða ákvarðanir um frekari aðgerðir Hingað til hafa eftirfarandi númer verið dregin út miðvikudagur, 5413. úttekt hjá Soprt- ver hf fimmtudagur. 7492, úttekt hjá Prjóna- stofu Önnu Þórðardóttur föstudagur, 4202, úttekt hjá Dúk hf laugardagur, 91 76. úttekt hjá Gráfeldi og sunnudagur. 13695, úttekt hjá Karna bæ íslenzk föt ’76: Sýningarhappdrætti Nýr bíll I VOLVO Litli sjálfskipti Volvobíllinn Innlegg í lækkun rekstrarkostnaðar Lítill, nettur og harður af sér. Sjálfskiptur (variomatic). 4 cyl. vatnskæld vél. 47 eða 57 ha vél. Volvo öryggisbúnaður. Volvo 66 sameinar sparneytni, öryggi, þægindi og gæöi. Árs ábyrgð (án tillits til ekins km. fjölda). Suðurlandsbraut 16 Reykjavík Simi 35200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.