Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÖVEMBER 1976 ' Alviðra — Magnús Jóhannesson gaf Árnessýslu og Landvernd jarðirnar AlviSru og Öndverðarnes II með gjafabréfi 1. febrúar 1973. Ljósm. Mbl. Friðþjófur. Deilt um Alviðru: Eigendur vilja ekki rifta gjafabréfinu — Ábúandi mótmælir uppsögn ábúðar SEM kunnugt er af fréttum, ósk- aði Magnús Jóhannesson, fyrrum bóndi á Alviðru f Árnessýslu, fyrr f sumar eftir þvf að gjöf hans til Árnessýslu og Landverndar, jörðin Alviðra og hluti jarðarinnar Önd- verðarness, yrði rift. Þessum ósk- um Magnúsar hafa viðtakendur gjafarinnar, Árnessýsla og Land- vernd, vísað á bug með bréfi en til að koma til móts við málaleitan Magnúsar hafa farið fram viðræð- ur milli lögmanns Magnúsar, Garðars Þ. Garðarssonar, og for- manns Landverndar, Hákonar Guðmundssonar, og var síðasti fundur þeirra á föstudag. Þá hafa núverandi eigendur jarðarinnar sagt ábúanda jarðarinnar, Helga Þórarinssyni upp ábúð á jörðinni frá og með 1. júnf nk. en lögmaður ábúanda hefur mótmælt uppsögn- inni og sagt að þar hafi ekki verið farið að lögum. Hákon Guðmunds- son sagði í samtali við blaðið, að eigendurnir hef ðu til athugunar að krefjast fógetaúrskurðar um út- burð og umráð á eigninni. Andvígur eignar aðild Landverndar Magnús Jóhannesson sagði í samtali við blm. Mbl. í gær, að og Landvernd, hefðu ekki staðið við viðtakendur jarðarinnar, Árnessýsla þau loforð, sem þeir gáfu, þegar Fjölskylda Helga Þórarinssonar varfl afl flytja úr Ibúflarhúsinu á Alviflru, þvi þafl var dæmt óibúflarhæft. Helgi, kona hans Þorbjorg Gisladóttir og dætur þeirra Steinunn Rán, 5 ára, og Guðfinna Sif, eins og hálfs árs. þeir tóku við gjöfinni. — Jörðin hefur verið i óreiðu frá því að þeir tóku við henni en ég stóð alltaf i þeirri trú að hún væri meira virði en umgengnin um hana hefur borið vitni Þegar ekki var staðið við þau loforð, sem mér voru gefin, sá ég ekki aðra leið en óska eftir að gjafa- bréfinu yrði rift, sagði Magnús. — Það er ekki rétt, sem kemur fram i gjafabréfinu. að ég hafi boðið Árnessýslu og Landvernd jarðirnar að gjöf. Hið rétta er að Páll Hall- grímsson, sýslumaður, bað um að þessar jarðeignir minar yrðu gefnar Árnessýslu en siðar þegar hann kom með uppkastið að samningunum, var hann búinn að bæta Landvernd við á blaðið Sjálfur var ég andvigur þvi að Landvernd væri eignaraðili vildi heldur að sýslan væri ein um þetta Þá svaraði sýslumaður þvi að Haukur Hafstað, framkvæmdastjóri Landverndar, væri vanur bóndi, því væri betra að hafa hann með. Páll bauð mér líka að setja þau skilyrði, sem ég vildi fyrir gjöfinni, og þau yrðu uppfyllt, sagði Magnús og bætti við, að skilyrðin sem hann hefði sett, hefðu verið, að hann fengi eitt stangarveiðileyfi i viðbót við þau þrjú, sem fylgdu jörðinni, tilteknir sumarbústaðir á jörðinni yrðu látnir fara og jörðin Alviðra yrði framvegis nytjuð til búskapar eins og verið hefði Tók Magnús fram, að þessum skilyrðum hefði ekki verið mótmælt — Mér hefur siðar skilizt að veiði- málastjóri hafi ekki viljað að stangar- leyfum í ánni yrði fjölgað en þá áttu viðtakendur gjafarinnar ekki að vera að lofa upp í ermina á sér. Ég tel að ekki hafi verið staðið við þau loforð, sem gefin voru, þegar þeir tóku við jörðinni og þvi vil ég fá hana aftur og ráðstafa henni til heilla fyrir ein- hverja góðgerðarstofnun, þvi meðferðin á jörðinni hefur ekki verið með þeim hætti að ég sé ánægður sagði Magnús að lokum Hafna riftun gjafabréfsins — Magnús hefur borið fram ósk eða kröfu um það, að rift yrði gjafa- bréfi hans frá 1 febrúar 1973 um jarðirnar Alviðru í Ölfushreppi og Öndverðarnes II i Grimsnesi, sagði Hákon Guðmundsson, formaður Landverndar, i samtali við blaðið i gær. — Þessi málaleitan Magnúsar var byggð á þvi að Árnessýsla og Landvernd hefðu ekki uppfyllt skil- yrði samkvæmt gjafabréfinu Þessari ósk Magnúsar visuðu Árnessýsla og Landvernd algerlega á bug með itar- Magnús Jóhannesson, fyrrum bóndi á Alviflru, á heimili sinu á Selfossi. legu bréfi dagsettu 27. ágúst sl Þar segir orðrétt: „Samkvæmt þessu er þvi algerlega hafnað að um nokkrar þær vanefndir sé að ræða af hálfu gjafþega, sem leitt geti að lögum til þess að gjafagerningnum frá 1 febrúar 1 973 verði rift." Hákon tók fram, að þrátt fyrir þetta hefðu gjafþegar fyrir sitt leyti viljað finna leiðir til þess að lægja þá óánægju sem olli framangreindri málaleitan Magnúsar og „nú siðast á föstudag ræddi ég við lögmann Magnúsar um leiðir i því efni" sagði Hákon Páll Hallgrímsson, sýslumaður Árnessýslu var i gær að þvi spurður, hvort það væri rétt að hann hefði óskað eftir jörðum Magnúsar að gjöf til sýslunnar. Páll sagðist hafa rætt við Magnús um hvort hann ætlaði ekki að ráðstafa eignunum og lýsti þvi sjónarmiði sinu að æskilegt væri að hann ráðstafaði eignum sínum I lifanda lifi meðal annars með tilliti til þess, að verið væri að hluta nágrannajarðirnar niður i sumar- bústaðalönd. — Það, að Magnús hefur gefið jörðina þessum aðilum er gert af hans eigin hvötum, þó eitthvað hafi verið á það minnzt í okkar samtali, sagði Páll. Flutti úr ibúSarhúsinu því þaS var óíbúSarhæft Eins og áður sagði hefur Framhald á bls. 25 Prestkosning í Laugarnessókn SÉRA Jón Dalbú Hróbjartsson, annar umsækjandinn um prests- embættið f Laugarnessókn, mess- ar f Laugarneskirkju f dag kl. 2 e.h. Séra Jón Dalbú er fæddur f Reykjavík 13. jan. 1947, sonur hjónanna Ingibjargar Þorsteins- dóttur frá Langholti í Flóa og Hróbjarts Arnasonar frá Ashóli í Holtum. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Islands 1969 og embættisprófi f guðfræði frá Háskóla Islands haustið 1973. Að loknu embættisprófi lagði hann stund á kennimannlega guðfræði einn vetur f Ósló og kynnti sér jafnframt æskulýðsstarf meðal stúdenta og annarra skóla- nemenda. Síðan starfaði hann sumarlangt við sálgæzlustörf á heilsuhælinu Modum Dads Nervesanitorium, en það er stofn- un einkum fyrir sérstaka meðferð á fjölskylduvandamálum. Öll skólaár sfn stundaði séra Jón tónlistarnám, fyrst í píanó- leik, sfðar orgelleik og kirkjutón- list og starfaði um tíma sem kirkjuorganisti. Séra Jón hefur tekið virkan þátt í barna- og unglingastarfi. Hann hefur bæði starfað I sumar- búðum kirkjunnar í Skálholti og sumarbúðum KFUM í Vatna- skógi. Var formaður Kristilegra skólasamtaka f 4 ár og formaður Kristilegs stúdentafélags f 3 ár. Hann hefur tekið þátt f ráðstefn- um erlendis um guðfræði og æskulýðsmál og var stjórnandi kristilega stúdentamótsins, sem haldið var hér 1975. Sr. Jón hefur verið skólaprestur síðan haustið 1974 og á sæti í æskulýðsnefnd þjóðkirkjunnar. Kona sr. Jóns er Inga Þóra Geir- laugsdóttir frá Akranesi. Hún er stúdent frá M.R. 1968 og lauk kennaraprófi frá Kennaraskólan- um 1969. Auk þess lagði hún stund á nám fyrir kennara í kristnum fræðum í Noregi. Hún hefur kennt við Árbæjarskóla og síðan í Ölduselsskóla. Þau hjón éiga tvo syni. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson Útflutningur á saltsíld í mismunandi dreifíngarumbúðum: „Reynslan verður að skera úr um hagkvæmnina” — segir Gunnar Flóvenz frkvst. Síldarútvegsnefndar SlLDARtJTVEGSNEFND er um þessar mundir að undirbúa sölu á sfld f „dreifingarumbúðum" til Finnlands, Bandarfkjanna, o.fl. landa. Gert er ráð fyrir að fyrstu sendingarnar verði settar á markaðann f 3—10 kg umbúðum. Samningaumleitanir standa nú yfir milli Síldarútvegsnefndar og finnskra sfldarinnflytjenda og f Upplýsingabréfi Sfldarútvegs- nefndar segir, að gert sé ráð fyrir 10 kflða umbúðum fyrfr allt að 50 millj. kr. til afgreíðslu á fyrri- hluta næsta árs. Morgunblaðið sneri sér til Gunnars Flóvenz framkvæmda- stjóra , Síldarútvegsnefndar og leitaði nánari fregna af þessari nýjung í útflutningi saltsfldar. Gunnar sagði, að hann hefði helzt kosið, að ekkert yrði birt um þetta mál fyrr en fullnægjandi reynsla væri fengin á þvf hvort útflutningur á einhverjum hluta saltsfldarframleiðslunnar á þennan hátt væri nægilega hag- stæð fyrir sfldarsöltunarstöðvarn- ar, hvað magn og verð snertir. Síðan sagði Gunnar: „Maður ef fyrir löngu orðinn dauðleiður á uppsláttar fréttum um nýjar útflutningsgreinar sem svo ekkert verður úr, eða þá að rokið er f vafasama framleiðslu, sem ríki og bankar verða svo að yfirtaka beint eða óbeint og al- menningur sfðan látinn borga brúsann. Við stefnum ekki að neinni slfkri ævintýramennsku.“ Gunnar sagði, að ástæðan fyrir þvf að skýrt hefði verið frá máli þessu nú, f Upplýsingabréfi SUN til saltenda, væri sú, að fyrir- spurnir hefðu nýlega komið um máliö frá fjölmiðlum, enda væri hér ekki um neitt markaðs- leyndarmál að ræða, þar sem SUN hefði bæði fyrir og eftir sfldarhléið lagt mikla vinnu f þennan þátt markaðsmálanna, þar á meðal rætt málin við kaupendur f flestum markaðs- löndunum, aflað sýnishorna af alls kyns dreafingarumbúðum og samið um aðstoð erlendis frá til að skipuleggja framleiðslu þessa Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.