Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÖVEMBER 1976 IIM llí I I AMIII A. Jóhannsson og Smith h.f., Brautarholti 4, simi 24244 Hollensku hreinlætistækin eru stílhrein og vönduð Margir litir ^OYflL sphinx Marfsmaður Sportvals með byssu, sem hafði verið eyðilögð. Fischer og Hort eiga að tefla saman í undanúrslit- um áskorendaeinvíganna — Skotið Framhald af bls. 32. og 7 í gærmorgun. Náðu þeir byss- um í rammbyggilegum hirzlum og hófu skothríð inni í verzluninni. Unnu þeir miklar skemmdir í verzluninni. Klukkan 7 kom Guð- rún Tómasdóttir til ræstinga í verzluninni, og voru piltarnir þá búnir að vinna mestu skemmdirn- ar. Frásögn hennar er hér í blað- inu. Um svipað leyti heyrði bakari, sem var að störfum í Matstofu Austurbæjar þarna rétt hjá, mikl- ar skotdrunur. Fór hann að gæta að hvað væri á seyði, og kom að piltunum tveimur með byssur úti í porti bak við. Þegar piltarnir sáu bakarann sögðu þeir honum að hypja sig, ella myndu þeir drepa hann. Hörfaði bakarinn, fór inn í matstofuna og gerði lögreglunni viðvart. Var lögreglulið þegar sent á staðinn. Þegar lögreglumennirnir komu að Sportvali, voru piltarnir lagðir af stað þaðan. Fóru þeir út á Grettisgötu og þaðan út á Snorra- braut. Þegar ljóst var, að þeir voru með 4 byssur og mikið af skotum meðferðis var aukalið kallað til, en MEÐ þessi vopn gengu piltarnir um götur borgarinnar. Þetta eru 3 haglabyssur, tvær tvfhleypur og ein einhleypa og eínn 22 cal. 6 skota riffill. 1 beltunum er eftir 71 haglaskot, hvert með 350 högl- um. lögreglan fylgdi piltunum eftir og reyndi að fá þá til að leggja frá sér byssurnar. Þvf svöruðu þeir á þann hátt að skjóta að lögreglunni. Þegar piltarnir voru staddir á móts við hús Osta- og smjörsölunn- ar stöðvuðu þeir Moskwitch- bifreið og skutu að ökumanninum, og er frásögn hans annars staðar í blaðinu. Hann slapp undan við illan leik, en piltarnir héldu áfram að útsölu ATVR ofar við götuna. Annar piltanna skaut gat á hurðina, komst inn í verzlunina og tók þaðan eina vodkaflösku, en hinn pilturinn varði dyrnar á meðan með því að skjóta nokkrum skotum. Nú lá leiðin upp að gatna- mótum Egilsgötu og Barónsstígs. Þar stöðvaði annar piltanna gráa Volvobifreið, sem kona ók, og ætlaði að taka hana traustataki, en konan slapp. Er hún beðin að gefa sig fram við lögregluna. Þegar hér var komið sögu, gerði Magnús Einarsson aðalvarðstjóri sem stjórnað hafði eftirförinni úrslita- tilraun til að fá mennina til að leggja niður vopnin með góðu, en áður hafði verið reynt að skjóta á þá táragassprengjum án árangurs. Tók Magnús varðstjóri þá ákvörðun að aka á annan piltinn, en nokkurt bil var orðið milli piltanna tveggja. Ok hann piltinn niður og stökk sfðan út ásamt Kristjáni Kristjánssyni aðstoðar- manni sfnum og afvopnuðu þeir piltinn. Sfðan bendi Magnús tára- gasbyssunni að hinum piltinum, og gafst hann þá upp. Var sá færður f fangageynslur lögrelunn- ar en hinn á slysadeild Borgar- spftalans. Klukkan var orðin 7.30 þegar piltarnir loks náðust. Báðir virtust vera undir áhrifum áfengis. Bæði lögreglan og rann- sóknarlögreglan unnu að fram- haldsannsókn málsins og skýrslu- töku sfðdegis f gær. UM HADEGISBILIÐ I gær var dregið um hverjir tefla ættu saman f áskorendaeinvfgunum f næstu heamsmeistarakeppni. I fyrstu umferð eiga að tefla saman Kortsnoj og Petrosjan, Larsen og Portisch, Mecking og Polugayevsky og Fischer og Hort. Stúlkan með- vitundarlaus STULKAN, sem varð undir bif- reiðinni ( Austurstræti I fyrra- kvöld, reyndist vera illa höfuð- kúpubrotin, auk þess sem önnur alvarleg meiðsli komu fram við rannsókn. Þegar Morgunblaðið hafði samband við lögregluna I gærdag, var stúlkan meðvitundar- laus. Nýja höfnin í Þorlákshöfn vígð í dag NVJA höfnin f Þorlákshöfn verð- ur formlega tekin I notkun milli kl. 15 og 16 1 dag, að viðstöddum miklum f jölda boðsgesta. Athöfn- in hefst kl. 14.45 með þvf að Herjðlfur siglir út úr höfninni f Þorlákshöfn með mikinn fjölda boðsgesta. Hálftfma sfðar á Herjóifur að sigla inn I höfnina á ný og á þá að slfta streng, sem strengdur verður milli hafnar- garðanna. Þar með verður höfnin tekin f notkun. Samsæti til heið- urs prestshjónum SOKNARNEFND og Kvenfélag Háteigssóknar heldur sr. Jóni Þorvarðssyna og konu hans sam- sæti að Hótel Sögu n.k. miðviku- dagskvöld f tilefni af sjötugsaf- mæli sr. Jóns þann dag og því að hann hefur nú látið af störfum vegna aldurs. — Tilkynningar um þátttöku f samsætinu verða að berast eigi sfðar en á mánudag í sfma 11834, 13767, 16917 eða 82959. Barnakennarar Kennarar f öllum barnaskólum á Norðurlandi eystra hafa ákveðið að leggja niður kennslu á mánu- daginn og ræða f þess stað það ástand sem rfkir f launa- og rétt- indamálum kennara. Sv.P. — Svartsengi Framhald af bls. 32. næstu mánuðum myndi sfðan rúlla upp á sig. Dreifikerfi væri þegar tilbúið fyrir Njarðvfk og Keflavfk og stofnlögn þangað yrði boðin út eftir áramót. Að þvf yrði stenft, sagði Jóhann að bæði Njarðvfkingar og Keflavfkingar yrðu búnir að fá heitt vatn frá hitaveitunni um áramótin 1977—78. I skeyti frá Einari S. Einarssyni f Haifa til Morgunblaðsins í gær segir, að sigurvegararnir í ein- vígunum Fischer-Hort, Larsen- Portisch, eigi sfðan að tefla saman í undanúrslitunum og sömuleiðis þeir sem vinna í einvígunum Mecking-Polugayevsky, Kortsnoj- Petrosjan. Þá segir, að ef Fischer tefli ekki, komi Spassky f hans stað. Einvfgunum á að vera lokað fyrir ágústlok á næsta ári. Alþjóða- skáksambandið, FIDE, hefur og óskað eftir tilboðum landa um að halda einvfgin. 1 gær átti að tefla ellleftu umferðina á Ólympíumótinu i Haifa. íslendingar áttu þá að tefla við Kandamenn og sveitina skipuðu þeir Guðmundur, Helgi, Björn og Margeir. — Viktor Sparre Framhald af bls. 1. vegabréfsáritun til Sovétrfkjanna sem venjulegir ferðamenn. — Þetta var 26. október, en við ætl- uðum að fara þann 20, sagði Sparre. — Stórþingsmennirnir hafa skrifað opið bréf til sovézka sendiráðsins hér (þ.e. í Osló) og krafizt skýringa, auk þess verður þetta mál tekið upp á Stórþinginu á næstunni en ekkert svar hefur borizt frá sendiherra Sovét- rfkjanna hér. — Fyrir sex mánuðum kom upp svipað mál hér er 8 stórþings- mönnum og mér var synjað um að fararleyfi til Sovétrfkjanna. Til- gangurinn var hinn sami þá og núna. Það er að kynnast af eigin raun lffi þess fólks sem er f and- stöðu við sovézk yfirvöld. Ástæð- an fyrir synjuninni þá var sögð sú, að við værum að blanda okkur f sovézk innanrfkismál, sem ekki var rétt, þvf við ætluðum þangað sem einstaklingar en ekki sem opinber sendinefnd. — Það mál, sem upp er komið núna, er þó mun alvarlegra að mfnu mati, þvf við ætluðum f al- mennri hópferð og synjun á vega- bréfsáritun er brot á Helsinkisátt- málanum. Þar er kveðið á um að efla skuli samksipti almennings f löndum heims og ferðalög auð- velduð. Þetta er ekki eina dæmið um það að Sovétmenn brjóta með- vitað sáttmála þann, sem þau und- irrituðu f Helsinki fyrir hálfu öðru ári. Reyndar vitum við það, að lög f Sovétrfkjunum leyfa ekki borgurum þar samskipti og frjáls ferðalög, þannig að þeir hafa und- irritað sáttmála f Helsinki, sem landslög f Sovétríkjunum mæla sfð^p gegn. 1 júnfmánuði á næsta ári munu fulltrúar þeirra rfkja, sem undir- skrifuðu Helsinki-sáttmálann, koma saman f Belgrad f Júgóslavfu og ræða, hvað hafi áunnizt frá undirritun hans. Við munum þá leggja fram upplýsing- ar um hve margoft Sovétrfkin hafa brotið þennan sáttmála. Fram að þeim tfma mun ég ásamt vinum mfnum vfðs vegar um heim vinna að þvf að sýna heiminum fram á það ranglæti og þá vald- nfðslu, sem Sovétrfkin beita þegna sfnum, sagði Viktor Sparre að Inknm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.