Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLADIÐ. SUNNUDAGUR7. NOVEMBER 1976 Hannes með hamarinn Stutt myndasaga með teikningum eftir bræðurna Kristin Rúnar og Hlyn Örn, þegar þeir voru 8 og 6 ára. Framhald birtist svo f næstu skipti. C- ¦-A-^sf>______fps,— ! HANNES litn var sex ara. Hann hafði yndi af bví að smfða — og tók þess vegna litla hamarinn sinn alltaf með sér hvert sem hann fór. Og honum fannst lfka gaman að skipta sffellt um húf ur og hatta. Hann átti sjö húf ur og f imm hatta. Verst þótti Hannesi litla að mega ekki smfða inni. Mamma hans bannaði honum það. Hún sagði, að hann truflaði allt fólkið f húsinu. Þess vegna fór Hannes út. En hvert átti hann helst að f ara? AHA!! Þarna var nagli f girðingunni hjá honum Pétri. Hannes ætlaði að negla hann fastan, en ah! Hann missti hamarinn níður f garðinn. Hann klifraði upp á girðinguna og ætlaði að ná f hamarinn. En þá kom Pétur út. Hann kallaði reiðilega tíl Hannesar: „Gættu þfn, drengur litli. Þetta gerir maður aldrei. Bfddu hægur, þangað til ég næ f afturendann á þér. Til hvers heldurðu eiginlega að hlið séu á görðum?" Og Hannes litli f lýtti sér f burtu með hamarinn sinn. ÞEGAR Hannes litli kom út á gangstéttina sá hann tvær litlar spýtur. Hann settist niður og fór að hugsa. Hvað ætti ég nú að smfða? Ég get kannski byrjað á fleka — eða flugvél — eða bát. Það er kannski best. Hann var niðursokkinn f hugsanir sfnar, þegar hann var truflaður. Hann leit upp og sá konu með barnavagn standa hjá sér. Hún horfði á hann og sagði vingjarnlega: „Drengur minn. Börn eiga ekki að leika sér á gangstéttunum. Þær eru fyrir gang- andi fðlk." Hannes litli stóð á fætur og vék til hliðar. Svo hélt hann áfram að velta þvf fyrir sér, hvar hann ætti að leika sér. Bflastæðið var nðgu stðrt, en það var alltaf fullt af bflum og leikvöllurinn var alltof langt f burtu. Barna- og fjölskyldusíða Morgunblaðsins Umsjón: Rúna Gísladóttir og Þórir S. Guðbergsson Barna- og fjölskyldusfða? Tiígangurinn er fyrst og fremst sá ,að flytja börnum, unglingum og fullorðnum sem fjölbreytilegast efni f stuttu máli, vekja spurnngar og hugsanir, og hvetja þannig alla f jölskylduna til þess að vinna saman, ræða saman, starfa saman að ákveðnum verkefnum o.s.frv. Við lifum í tæknivæddu þjððfélagi með mörgum og mis- jöfnum breytingum, tilboðum og freistingum, sem geta „rænt" áhuga okkar, peningum og tfma, ekki hvað sfst þvf sfðastnefnda. 1 stað þess að tækni, meiri möguleikar til vellfðunar og velfarnaðar ætti að verða okkur til gððs, fjar- lægjumst við mennirnir gjarna hver annan og bil myndast milli f jölskyldumeðlima milli kynslðða o.s.frv. Við Iftum svo á, að vandamál einstaklinga f fjölskyldu skipti f raun alla fjölskylduna máli, og það er áreiðanlega margt sem ykkur börnin langar til þess að ræða við hina fullorðnu um og spyria um, fá nánari vitneskju um o.s.frv. En til þess þarf tfma. Það þarf að lærast og oftast að koma ýmsum breytingum f framkvæmd til þess að f jölskyldan komi saman reglulega og taki upp ýmis mál til umræðu. Við þörfnumst hvert annars. Maður er manns gaman. Reynum að vera mikið saman, börn og fullorðnir Þessi þáttur getur e.t.v. orðið ykkur hvatning og hjálp til þess. Við skulum reyna að nota tfmann meðan við höfum tæki- færi til þess. Það kann að fara svo að við vöknum allt f einu upp við vondan draum. Ungarnir eru flognir úr hreiðrinu. Lffið tekur miklum breytingum. Og við uppgötvum að við þekkjum varla hvert annað. Gaman væri að frétta af viðbrögðum einhverra fjölskyldna við þessari sfðu. Skrifið okkur og segið frá samveru ykkar hluta úr degi, umræðum ykkar eða skemmtilegum/athyglis- verðum atburðum innan f jölsky Idunnar. Efni og tillögur frá lesendum eru einnig sérlega vel þegnar — og öll jákvæð gagnrýni. Landid okkar Sennilega eiga flest heimili landabréfabók eða kort af ts- landi. Nú langar okkur til þess að leggja til að fjölskyldan setjist saman með kort af is- landi og ræði saman um ein- föld atriði. Það kann að vera að erfitt reynist fyrir yngstu börnin að fylgjast með (yngri en 2ja ára), en þau gætu e.t.v. byggt úr kubbum á meðan eða einhver tekur þau sérstaklega að sér. Börn á aldrinum 3—7 ára hafa ekki fengið að heyra mik- ið um landið sitt f skðla (leik- skðla) svo að nú þurfa þau að fá gott tækifæri til þess að spyrja og svara. Flest hús á Islandi eru stein- hús. En nokkur eru einnig úr timbri. 1 hvernig húsi eigum við heima? Til eru margar tegundir húsa. Sum eru stór og mikil. Önnur eru Iftil og lág. Sum hús eru kölluð háhýsi. En önnur eru aðeins ein hæð. 1 hvaða landi eigum við heima? Landið okkar heitir ls- lantl. Þannig Iftur það út (kortið). Island er eyja, (út- skýring). A íslandi eru mörg hús og margt fðlk. Sumir eiga heima f borgum eða bæjum. Aðrir eiga heima f þorpum eða sveitum. Hvar eigum við heima? í þessum sunnudagsþáttum finnst okkur eðlilegt að rseða nokkuð um fjölskylduna frá ýmsum hliðum. Ef ykkur börnunum finnst erfitt að skilja einhver atriði, viljum við hvetja ykkur til þess að ræða um það við foreldra ykkar, systkini eða vini, hvort sem þið eruð á sama máli eða ekki. Heimur lítils bams er ekki stðr. En smám saman vex þessi heimur og stækkar eftir því sem barnið vex og þroskast. Fyrst kynnist það foreldrum sinum og hinum nánustu, en þegar það vex kynnist það vinum og nágrönnum, nánasta umhverfi og svo framvegis. Barnið lærir að þekkja menn, dýr og náttiir- una, það notar augun tii þess að sjá með, hendur til þess að þreyfa á hlutum og komast f snertingu við aðra o.s.frv. Og síðast en ekkí síst lærir það að sjá hluti með öðrum, reyna eitthvað ásamt öðrum, lærir að gíeðjast með öðrum og taka þátt í sorg annarra hvort sem er I fjölskyldunni eða með vinum og félögum. / dag er sunnudagur Sunnudaginn hafa kristn- ir men valið sem hvildardag. Ollum mönnum er nauðsyn- legt að hvflast og slaka á frá önnum og erfaði hversdags-. lífsins. „Hvfldardagurinn varð til fyrir mennina," sagði Jesús Kristur. Þess vegna ættum við að athuga hvernig við notum venju- lega sunnudaginn. Hvernig hefur það verið slðustu tvo sunnudaga hjá okkur? Höfum við verið saman? Eða dreifist fjöl- skyldan út um hvippinn og hvappin? Förum við saman f kirkju, sunnudagaskóla, gönguhús, bfltúr eða kvikmyndahús? Fer fjölskyldan eitthvert saman? Kannski við ættum að ræða um það I dag, hvað við — heima hjá mér — getum gert sameiginlega. Litla sagan: Máttur Ijóssins Litla sagan: Máttur ljðssins. Eitt sinn var indverskur fursti. Hann átti tvo syni og ákvað, að sá þeirra, sem vitr- i ari væri, skyldi erfa ríkið eftir sinn dag. En hvernig átti hann að fá skorið úr því, hvor þeirra það væri? Hann lét þá báða fá mikla fjárupphæð og sagði, að þeir skyldu kaupa fyrir hana það, sem gæti fyllt upp i stærsta salinn í höllinni. Sá eldri fór strax af stað að leita. Hann leitaði að einhverju, sem væri létt og ódýrt, svo að hann gæti fengið nógu mikið fyrir upphæðina til að fylla allan salinn. Á torginu hitti hann mann, sem var að selja hálm. — Hann er bæði ódýr og tekur rúm, hugsaði hann. Þvi næst keypti h'ann hálminn, en þá kom i ljós, að það var langt frá þvt', að hann fyllti salinn. Þegar yngri sonurinn hafði tekið við peningunum, fór hann inn I herbergi sitt, settist niður og fór að brjóta heilann um, hvað gera skyldi. Eftir stutta stund datt honum ráð í hug. Hann keypti stóran lampa, og þeg- ar dimmt var orðið, kveikti hann á lampanum og bar hann inn í salinn. Myrkrið varð að vlkja og ljósið af lampanum fyllti allan sal- inn. Furstinn gaf honum rík- ið eftir sinn dag. Þegar Jesús Kristur kom til jarðarinnar varð myrkrið að vikja. Hann er ljós heims- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.