Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÖVEMBER 1976 HERFORINGJAKLtKA (Chileútgáfan) — Það er helzt þegar þeir eru fjárþurfi sem hægt er að hafa hemil á þeim. EFNAHAGSMÁLIN OG OFBELDIÐ... ÞAÐ eru sannarlega gleðitíðindi, að mannréttindabaráttan í Vest- urevrópu og Bandarfkjunum er loksins farin að hafa merkjanleg áhrif á herforingjastjórnirnar í Suðurameríku. Til þessa eru ýmsar ástæður, en tvær kannski helztar. Hershöfð- ingjar þeir og tæknisinnar, sem ráða fyrir flestum löndum í Suð- urameríku, telja álfuna til Vest- urlanda og hafa lengi gert. Þeir vilja og verða að eiga náð Breta, Frakka og Bandaríkjamanna vísa. En þeir eru nýbúnir að gera sér grein fyrir því, að þeir munu ekki halda henni framvegis, ef þeir haga sér eins og hingað til. Seinni ástæðan er samtvinnuð þeirri fyrri. Allar herforingjastjórnirnar i Suður- ameríku eru fjárþurfi og mega þær illa við efnahagsþvingunum. Mannréttindabaráttan í Evrópu og Bandaríkjunum hefur orðið til þess, að ýmsar lánastofnanir hafa neitað að liðsinna Suðuramerfku- stjórnum. Þegar herforingja- stjórnirnar mæta slíkum mót- blæstri hneigjast þær skyndilega til mannréttínda; fá pólitískir fangar þeirra þá betra að éta í nokkurn tíma. Sumum er m.a.s. sleppt; Chalestjórn verður t.d. svo meyr endrum og eins af þessum sökum, að hún lætur nokkra fanga lausa. Herforingjarnir þurfa ekki að fara að heiman til að finna hvern- ig blæs. En fari þeir eða fulltrúar þeirra í utanlandsreisur koma þeir jafnan aftur þrúgaðir af mannréttindakröfum, breyttir menn og sannfærðir um að þeir eiga vfst ekki um annað að velja en bæta orðstír sinn ofurlítið. Þeim er að verða ljóst, að útlend- ingar bera mannréttindi Suður- amerikana fyrir brjósti í raun og veru. Amnesty International er þekktast þeirra félaga, sem hafa haft afskipti af afdrifum ofsóttra í Suðurameríku. I nýjustu skýrslu Amnesty segir, að ein 30 þúsund manna séu í haldi af stjórnmála- ástæðum í Argentínu, Brazilfu, Chile og Urúgvæ. Það eru fleiri em 90% slíkra fanga í álfunni allri, er Kúba er undan skilin. Ýmsir hafa vefengt tölurnar frá Amnesty og ekki sfður tilgang þess. Meðal þeirra er Urúgvæ- stjórn; hún er herforingjastjórn þótt ekki sé hermaður í forsæti. Urúgvæstjórn lýsti yfir því snemma á þessu ári, að Amnesty væri útibú kommúnista, ætlað til þess að spilla orðstír ríkisstjórna, sem væru frábitnar marxisma. Og ekki alls fyrir löngu áfelldist yfir- dáti nokkur, sem „mælti fyrir munn alls hersins“, Amnesty fyr- ir það að „þegja um og gera ekk- ert fyrir þær þúsundir pólitískra fanga, sem sætu inni í kommún- istaríkjunum“. Hvort tveggja hef- ur heyrzt einhvern tíma áður (I skýrslu Amnesty stendur reynd- JAMES NEILSON. FIKNILYF Jafnvel smá karlamir verða i í i> Singapore- menn hafa löng- um haft mikinn vanda af ffkni- lyfjum, og það var ekki fyrr en nýlega, að yfir- völd þar fóru að reyna I alvöru að stemma stigu við ffknilyfja- sölu og -neyzlu. Um daginn luku þau mikilli ár- óðursherferð gegn ófögnuðin- um með stór- felldum ræðu- höldum, hljóm- leikum og sýn- ingum. En það má víst beturef duga skal. Singapore er hátt metin af glæpalýð, enda er þar mikils fjár von. Kostnaðarverð 14 gramma pakka af herófni er ekki nema 86 dollarar (rúmar 14 þús. kr.) en 0.8 grömm í „neytendaapakkn- ingu“ seljast fyrir 13 dollara (rúmar 2400 kr.). Þurfa ffkni- lyfjasalar ekki að kvfða skorti meðan þeir léika lausum hala; jafnvel smákarlar f þessari verzlun hafa 20 þúsund dollara árstekjur (rúml. hálfa sjöundu millj. kr.). Innflytjendur og dreifendur hafa með sér samtök til þess að verzlunin gangi snurðulaust. Þau samtök eru arf- takar kfnverskra leynifélaga, sem forðum skipulögðu glæpaiðju f Singapore. Ekkert verður nú selt, nema einhver kaupi, og eiturlyfjasala f Singapore skortir ekki óðfúsa við- skiptavini. Árið 1973 voru 1011 ungmenni 14—25 ára tekin fyrir ffknilyf janeyzlu. t fyrra voru teknir 2550 — en á fyrra helm- ingi þessa árs 2166, hvorki fleiri né færri. 40 af hverjum 10 þús- undum ungra Singaporebúa eru dæmdir ffknilyf janeytendur. 68% hinna 40 eru háðir herófni. Og þeim fjölgar alltaf. Þeir opin- berir starfsmenn, sem eiga að hjálpa þessu fólki, segja, að lækningar gangi seigt og fast, ar, að 10 þúsund manns séu fangnir f Sovétríkjunum fyrar skoðanir sínar og hafa samtökin beitt sér fyrir hag þessara manna). Svo gerðist það, að nokkrar undirnefndir i Bandaríkjaþingi fóru að gaumgæfa mannréttinda- málin í Suðuramerfku og komust að þeirri niðurstöðu, að ástandið væri afieitt. Komu þær því til leiðar, að þingið tók fyrir hernað- araðstoð við stjórnirnar í Chile og Urúgvæ („stærsta pyntangarklef- ans í Suðurameriku", eins og Frank Church, öldungadeildar- þingmaður, nefndi það); enn fremur var það tekið til athugun- ar, hvort ætti að hætta hernaðar- aðstoð.við Argentínustjórn. Þetta fékk mjög á stjórnirnar í Chile og Urúgvæ. Þær höfðu alla tíð reynt að telja sjálfum sér og öðrum trú um það, að mannréttindakröfurn- ar á Vesturlöndum væru bara eitt lymskubragðið enn í svívirðilegu samsæri vinstrimanna. Þetta var nú um holl áhrif út- lendinga á Suðurameríkustjórnir. Og útlendingar mega vfst halda áfram að ýta. Almenningur f Suð- urameríku er nefnilega orðinn svo smitaður af vondum venjum, að mannréttindi f sjálfu sér skipta hann litlu. Allur þorri fólks er sammála um það, að réttmætt geti verið að fangelsa menn fyrir skoð- anamun. Einungis greinir menn á um það hver hafi „rétt“ til að fangelsa hvern... einungis 20% sjúklinga læknist að fullu en flestir detti aftur f sama farið fyrr eða síðar. Eiturlyf jasjúklingar f Singa- pore eiga f eitt healsuhæli að venda; það er Telok Pakúsjúkra- húsið. Þar geta verið 600 manns f senn. Þar eru nýkomnir sjúkling- ar teknir föstum tökum og þeir „afvatnaðir" en síðan settir til púlsvinnu. Til þess að afla hælinu gesta var stofnaður sérlegur fíknilyfjakontór; þar eru gefnar út heimildir til að handtaka hvaða ffknilyfjaneytanda sem er og færa hann f Telok Pakúhælað. Sérstakar lögreglusveitir eru á höttunum eftir ffknilyfjaneyt- endunum. Náist þeir má halda þeim föngnum án dóms svo lengi, sem þurfa þykir. Þetta eru nú helztu ráðstafanir Singaporeyfir- valda gegn efturlyfjavandanum. En þær beinast bara allar að neyt- endum, og meininu verður seint eytt með þvf móti. Þetta er yfir- völdunum auðvitað ljóst og hyggja þau nú á herferð gegn dreifendum og innflytjendu, áð- ur en þessir bófar dragi æskulýð- inn f Singapore alveg niður f svaðið. Singaporebúar eru ekki f jölmennir og mega þeir alls ekki við svona illkynjuðu átumeini. Það var ekki vonum fyrr, að yfir- völdin vöknuðu til vandans. Von- andi er það ekki um seinan... —SUNANDA DATTA—RAY. Franco: Van- þakklátur og værukær, seg- ir írændinn FRANSISCÓ Francó einræðisherra á Spáni lézt fyrir ári og hafði þá stjórn- að I 36 ár. Hann var manna þekkt astur að harðýðgi en ekki var hollt að fjölyrða um það á Spáni meðan hann lifði. Nýlega kom út bók um Francó eftir Franciscó Francó Salgadó Araújó, frænda hans og fyrr- um hermálaráðherra í stjórn hans. Bókin heitir „Einkasamtöl okkar Francós frá október 1954 fram I janúar 1971". Er þar fátt lofsamlegt um einvaldinn, enda reyndi fjöl- skylda hans að koma I veg fyrir útgáfu. Salgadó kemur víða við I bók sinni, og lýsir skoðunum og skap- höfn frænda slns allnákvæmlega. Francó þóttist jafnan umsetinn óvin- um, og var það vissulega ekki ástæðulaust. En meðal þeirra, er hann taldi sitja á svikráðum við sig voru bandaríska leyniþjónustan, CIA, kommúnistar á Spáni, gagnrýn- ir, kaþólskir prestar og frfmúrarar I hópi spænskra valdamanna. Honum líkaði betur við Bandarlkjaforseta úr Repúblikanaflokknum en Demó- krataflokknum. Einkum féll honum þó vel við Richard Nixon. . . Francó leyfði ættingjum sínum að draga sér fé eins og þeir girntust. Hann var vanþakklátum gömlum, tryggum stuðningsmönnum sínum og bar aldrei við að þakka nokkrum manni liðveizlu. Ráðherrar hans voru lítilmenni, kváðu já við öllu, sem hann sagði og smjöðruðu gengdar- laust fyrir honum; Hann reyndist andstæðingum slnum jafnan misk- unnarlaus. Og skyttirí og stangaveiði voru honum lengstum ofar í huga en stjórnarstörfin, jafnvel, þegar mest lá við. Salgadó getur þess I bókinni, að frændi sinn hafi aldrei þakkað sér langa þjónustu einu orði eða veitt sér viðurkenningu af nokkru tagi. Bætir hann svo við, að Francó „virð- ist lifa áhyggjulausu Iffi, kæra sig kollóttan um almenningsálitið og mörg mikilsverð mál, og vilji aðeins trúa því, sem ráðherrar hans segi honum". Salgadó hefur ekkert gott að segja um eiginkonu Francós. Kveður hann hana hrokafulla, metnaðargjarna og fégráðuga Einnig tekur hann tengdason Francós, Villaverde mark- greifa, til bæna fyrir ólöglegt brask og spillingu. Enn fremur ber hann frænda Villaverde og veiðibróður Francós, Jóse María Sanchiz, þeirri Francó stóð stuggur af Don Júan, þótti hann allt af frjálslyndur, og svipti hann rfkisarfsvoninni, en gerði son hans, Júan Carlos, að ríkisarfa f staðinn. Francó var afar illa við CIA. Sagði hann eitt sinn við Salgadó, frænda sinn, að „allur áróðurinn gegn okkur á Vesturlöndum væri runninn undan rifjum CIA-manna. Það væri mark- mið þeirra að koma upp lýðræðis- stjórn á Spáni, f Ifkingu við þá, sem tfðkaðist f Bandarfkjunum. En þeim yrði ekki að óskum sfnum, og auk þess færu þeir villir vegar. Ráða brugg þeirra leiddi ekki til neins nema niðurrifa og engir högnuðust á því nema Rússar". Francó hafði orð á því við Salgadó, að hann héldi ekki, að lýðræðisstjórn tæki við af sinni. Taldi hann vfst, að langflestir Spánverjar vildu búa áfram við óbreytt stjórnarfar, er hann félli frá. Reiddi hann sig á Júan Carlos, að hann héldi uppi merkinu. Francó var Ifka viss um það, að herinn mundi ætfð verja stjórnarfar- ið. „Það má að sjálfsögðu bæta það eitthvað," sagði hann, „en þaðverð- ur alltaf eins f meginatriðum. Ef Spánverjar taka upp frjálslegri stjórnarhætti leiðir það bara til lýð- veldis. Og þegar Spánn er orðinn lýðveldi mun ekki líða á löngu þar til kommúnismi tekur við." Hann skildi það aldrei, að æ fleiri prestar og prelátar urðu honum andsnúnir. Þótti honum það furðulegt vegna þess, að það var eitt aðalmarkmiðið f borgarastyrjöldinni að forða ka- þólsku kirkjunni við „svfvirðu" kommúnista. Hann gerði sér grein fyrir því, að kommúnistar otuðu jafnt og þétt tota sfnum f háskólum og verkalýðsfélögum. En hann skirrðist stundum við það að siga lögreglu á stúdenta og verkalýð. Þó beitti hann alltaf hörðu, ef honum þótti möglið keyra úr hófi. Salgadó fannst frændi sinn fullfús að fyrirskipa aftökur. Segist hann eitt sinn hafa fengið einvaldinn til að taka aftur Iffláts- skipun; þá átti að hengja son manns, sem fallið hafði f liði Francós f borg- arastrfðinu. Það má undarlegt heita, að Francó dáðist talsvert að Sovétrfkjunum. Voru Sovétstjórnir þó löngum verstu óvinir hans. En honum þótti virðingarvert, að Sovétmenn skyldu hafa rifið sig svo áfram, að þeir urðu næstvoldugastir f heimi. Taldi Francó ýmislegt í Sovétrfkjunum til fyrirmyndar, t.d. skipan menntamála FRANCO og Juan Carlos (lengst til hægri) sem hann tyllti í hásætið sök, að hann hafi neytt vinskapar sfns við einvaldinn til að draga sér og vinum sfnum stórfé. Salgadó snæddi oft miðdegisverð hjá Francó f bústað hans, El Pardó- höll utan við Madrfd. Segir hann þessar máltfðir hafa verið fádæma- leiðinlegar. Hafi menn þagað þunnu hljóði lengst af, en Francó rofið þögnina stöku sinnum til að veitast að „frímúrurum". Taldi hann þá hafa mjög slæm áhrif. Hann hafði reyndar flæmt fjölmarga frfmúrara úr landi. Sagði hann jafnan, að þeir væru engu betri en kommúnistar. Hann var þess fullviss, að frfmúrarar hefðu rænt Don Júan de Borbón, rfkisarfa á Spáni. og vildi að Spánverjar lærðu af henni og fjölguðu vfsinda- og tæknimönn- um. Francó varð tfðrætt um samskipti sfn við Bandarfkjamenn og ekki sfzt um það, að Spánverjar þyrftu banda- rfsk vopn. Hann minntist stundum á það er Eisenhower, forseti, kom til Spánar árið 1959 og hlaut almenna hylli, Kallaði Francó, að „þar hefði þjóðin greitt atkvæði um utanrfkis- stefnu sina" og var ánægður með úrslitin. Honum féll illa, að Kennedy sigraði Nixon f for >etakosningunum 1960. Taldi hann repúblikana jafnan „vinveittarr" en demókrata. Hann taldi Kennedy mótsnúinn sér, en Framhald á bls. 22 VANGASVIPUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.