Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 22
Ur minningum sr. Jóns Auðuns
Framhald af bls. 13.
inu, sem ég hafði flutt yfir fólki, sem ég
hafði þekkt af eigin raun og vissi að ég
gat borið ábyrgð á því, sem ég hafði sagt.
Fólk dæmir á ýmsa veg um líkræður
prestanna, og einkum um lofið, sem á
hinn látna er borið við útförina. Menn
skilja þá ekki ævinlega, hve erfið að-
staða prestsins er. En hvað er þá um
minningargreinarnar, sem blöðin flytja
um látið fólk? Þar er tíðum, og af góðum
hug, borið slíkt lof á hinn látna, að ætla
mætti, að i flestum tilvikum væri um
mikilmenni að ræða. Nú veit ég vel, að í
hverjum einasta manni, lífs jafnt og
liðnum, býr svo mikið gott, að sitt hvað
fallegt má um hann með fullum sanni
segja. En er ekki borið í bakkafullan
læk, þegar eitt og sama blaðið flytndur-
tekning þess, sem í þeirri fyrstu stóð? Er
þetta ekki full-rífleg þjónusta við lesend-
ur? Og þá ekki sfzt þegar afrekin orka
tvímælum.
Oft er svo, að kyrrt má liggja, þó satt
sé, og margoft talaði ég í kirkjunni yfir
látnum manni, sem fólkið f kirkjunni
vissi miklu meira um en ég. Þá kemur
mér f hug gamla Sigrún í Smiðjuvfk á
Ströndum, sem oft var vestra ranglega
talin fyrirmynd Guðmundar Hagalfns,
þegar hann dró upp sfna meistaralegu
mynd af Kristrúnu f Hamravfk.
Þegar frændi minn, séra Magnús á
Stað f Aðalvfk kom til að halda hús-
kveðju yfir bónda Sigrúnar, vék hún
honum á einta) og sagði: ,,Má ég ekki,
prestur minn, flytja húskveðjuna, ég
þekkti hann miklu betur en þér?“ Það
var að sjálfsögðu látið eftir, og húskveðj-
una flutti Sigrún við lfkkistugaflinn á
hlaðinu í Smiðjuvík á fallegum sólskins-
degi. Viðstaddir voru nokkrir bændur úr
hanni dreifðu byggð á Hornströndum og
konur. Ég spurði frænda minn, er hann
sagði mér frá þessari óvenjulegu hús-
kveðjuathöfn, hvernig Sigrúnu hefði
sagzt, og hann svaraði: „Ekki er mitt að
dæma það, ég hefði lfklega ekki brilljer-
að mikið sjálfur þarna á hlaðinu í
Smiðjuvík."
Nei, þrátt fyrir allan vanda og þá
nákvæmni og þá sannleikshollustu, sem
með réttu er af prestinum krafizt, er
reynsla mín sú, að fjarri fer því, að
jarðarfarirnar í stórum og víðum verka-
hring hafi verið mér erfiðasta prests-
verkið, að þvf fráskildu þó, að bera inn f
heimili óvænta dánarfregn, eins og ég
hlaut oft að gera og einkanlega á styrj-
aldarárunum. En ég endurtek það, að f
því starfi hafi hin spfritíska lífsskoðun
mín og trúarviðhorf orðið mér stórmikil
hjálp. I þeim aðstæðum kemst prestur-
inn áreiðanlega næst hugarheimaog
hjarta mannsins. Merkilega oft kemur
að þvf í samtali við fólk, að það hafi orðið
fyrir sálrænni reynslu, sem þvf er hugar-
léttir að geta rætt við prestinn sinn
opinskátt og f einlægni, hafi hann samúð
og skilning. Og margar minningar á ég
frá liðnum árum um það, hve ómetanleg
hjálp örugg vissa um framlif getur orðið
þeim, sem stærstu og sárustu fórnina
verða að færa.
Kona, sem misst hafði einkason, einka-
barn, mann um tvftugt, kom til mfn. Hún
hafði ein barizt fyrir þessum syni, alið
hann upp ein, og hann hafði reynzt
henni yndislegt barn. Ungi maðurinn
hafði tekið sjúkdóm, sem ekki varð við
ráðið, og nú var drengurinn hennar dá-
inn. Hún grét ekki og sagði svo fallega
og rólega frá aðstæðum, að ég undraðist
stillingu hennar og sálarfrið. Hún sagði
mér frá andláti hans í sjúkrahúsinu: Við
vissum bæði, hvað var í nánd, sagði hún,
og töluðum um það. Eg sagði við hann:
Nú held ég f hönd þína, drengurinn
mann, og ég fylgi þér svo langt sem ég
má. Svo kem ég á eftir, verður það ekki
yndislegt þegar við höldumst í hendur
þá og þú leiðir mig inn í nýja framtfð.
Hann brosti og eftir stutta stund var
hann skilinn við.
Þetta var lærdómsrík stund fyrir mig,
að fá að sjá þannig inn á fögur sálarlönd
móður og deyjandi sonar, og sjá fegurð
og sálarfrið, sem óhugsandi hefði verið
ef þau hefðu ekki bæði átt örugga von
um framlíf og endurfundi. Otfararat-
höfnin var mér ekki erfið og ég hef vissu
fyrir þvf, að hún var móðurinni helgi-
stund, þrungin minningum og vissu um,
að lífið er sterkara en hel. Og ég er á því,
að þessi kona myndi hafa staðizt saman-
burð vitsmuna sinna og flestra þeirra,
sem tala um „hjátrú" og þykjast kunna
skýringar aðrar en spfritfskar á öllum
svonefndum sálrænum fyrirbrigðum. En
hvað er hjátrú? Visindaleg hjátrú er til,
það hafa sannað þeir vfsindamenn, sem
leiddu ný sannindi í ljós og afhjúpuðu
hinn visindalega „sannleika" næstu kyn-
slóðar á undan sem hjátrú. Er þá ekki sú
„von bæði völt og myrk", eins og séra
Hállgrímur segir, að treysta sem endan-
legum sannleika því, sem sumir vfsinda-
menn eða hálflærðir vfsindamenn og
jafnvel ólærðir menn eru að halda fram
um skýringar á fyrirbrigðum, sem falla
ekki að efnishyggjuspekinni eða geð-
þótta þeirra?
Krístín hét kona. Hún hafði annazt
lengi heimili fyrir frú Torfhildi Hólm,
var frænka hennar og bjó sfðan í litla
húsinu hennar við Ingólfsstræti til ævi-
loka, fjörgömul kona. Kristfn giftist ekki
en átti einn son. Hún var alblind f meira
en 20 ár. Einkabarn hennar og ellistoð
dó óvænt, og hún gerði mér orð að koma
til sfn. Það var lærdómsríkt að sjá þessa
gömlu konu í myrkrinu koma til dyra, og
enn lærdómsríkara að vera sálusorgari
hennar þessa stund. Með óhagganlegri
rósemi ræddi hún við mig lengi. Hún
tjáði mér, að af þvf, sem hún hafði lesið,
meðan augu hennar voru enn heil, væri
hún örugglega sannfærð um, að eftir
stundarbið fengi hún að njóta endur-
funda við drenginn sinn og aðra vini, og
að þessvegna væri sál sín full af friði og
trausti. Kristín gamla var greindarkona,
skýr í meiningu og máli. Hún sagði við
mig: Það var spfritisminn, sem opnaði
mér leið að guðstrausti og trú. Sú mynd
er mér ógleymanleg, að sjá þessa gömlu,
alblindu konu ganga teinrétta á eftir
kistu sonarins út Dómkirkjugólfið, bera
höfuðið hátt og horfa f gegn um myrkrið
örugg til ljóssins á bak við heim og hel.
Önnur kona er mér minnisstæð. Mér
er óhætt að nefna nafn hennar hér. Það
var frú Eufemía Waage, sú glæsilega
gáfukona, dóttir Indriða Einarssonar.
Hún var að ljúka við að loka augum
sjöunda barnsins sfns af átta, sonar sem
var ellistoð hennar f ekkjudómi og bjó
ógiftur með móður sinni. Hún reis úr
sæti þegar ég kom inn, og sagði: „Nú er
sólin sezt, séra Jón, en sólin rís aftur!"
Hún átti sömu sannfæringu og Kristín
blinda, og sú sannfæring hennar var af
sömu rótum runnin, örugg og hiklaus.
Reisn þessarar gáfuðu konu f straum-
kasti stórrar lffsreynslu var mikil og
fögur. Hún þakkaði sannfæringu sinni
um það, að hún fengi að sjá stóra hópinn
sinn, eiginmann og sjö börn, aftur, sálar-
frið sinn og fullar sættir við Guð. Ég fæ
ekki séð, að aðrir mættu það mál dæma
fremur en hún sjálf.
Síminn hringdi, ungur maður mælti
skýrum en lágum rómi. Má ég koma, og
tala Við þig f dag, konan mfn dó f gær.
Ungi maðurínn kom, ég hafði fermt
hann fyrir allmörgum árum. I hjóna-
bandi með fallegri konu hafði hann ver-
ið f örfá ár. Nú var hann einn, þeim hafði
ekki fæðzt barn. Eg sagði eitthvað á
þessa leið: Mikið er ánægjulegt að sjá
þig og heyra svona rólegan í þessum
erfiðu aðstæðum. Söguna sagði hann
/ mér á þessa leið: Erfitt, já, það var erfitt
allan tfmann, sem ég vissi að sjúkdómur
konunnar minnar gæti ekki orðið lækn-
aður. Eftir að henni sjálfri varð ljóst að
hverju fór, varð allt auðveldara. Við
töluðum daglega saman um aðskilnað
okkar, en hann var okkur báðum jafnsár
tilhugsun, og við fórum að tala saman
um, hvað framundan kynni að vera eftir
andlátið. Við höfðum aldrei rætt þau mál
saman áður en gerðum nú þá mikilvægu
uppgötvun, að við vorum bæði sannfærð
um lff eftir dauða, vorum bæði spfritist-
ar og gerðum okkar mjög Ifkar hug-
myndir um hvað við tæki látnum mönn-
um. Sfðustu vikurnar voru dásamlegar.
Konan mín þjáðist ekki lengur, við gát-
um talað rólega saman um Iff og dauða,
liðin ár og vonir okkar um „eilífð bak við
árin“.
Ég veit auðvitað ekki, hvort þessi ungu
hjón hefðu fundið rósemi og sálarfrið á
öðrum leiðum, það veit enginn og þá
hvorki ég né þú. Það er mjög með ólfk-
indum, að Skálholtsspekin um það að
dauðinn sé ægilegasta staðreynd lífsins
og refsing fyrir syndina! hefði getað
sætt þessa ungu elskendur við dauðann.
Og mjög er ólfklegt að grallarasöngur,
hákirkjutildur eða bölsýn vonleysisguð-
fræði hefði getað fundið þá leið, sem
spiritisminn hafði fundið inn i hug þess-
ara kornungu hjóna og gefið þeim stóra
gjöf, þegar allra mest reið á. Ég veit vel
að margir geta bitið á jaxlinn og bölvað í
hljóði og sýnzt bera sorgina karlmann-
lega. En slfkt er ekki sigurvinningur. Sá
einn sigrar, sem lærir að taka sáttum við
sorgina, sáttum við dauðann, örlög sín,
— sáttum við Guð. Þessvegna er vandinn
stór öllum þeim á höndum, sem falið er
að stíga fæti inn í helgidóm sorgarinnar
og finna að máli mannssál, sem situr þar.
Ég varð þess einnig alloft var, að fólk
brynjaði sig gegn sorginni með forlaga-
trú, sem ekki er af kristnum rótum runn-
in en er arfur úr heiðni forfeðra okkar.
Þótt höfundur Njálu hafi vafalaust verið
kristinn maður á 12. eða 13. öld, ræður
þar heiðinn hugmyndaheimur aö hann
lætur Gunnar svara Kolskeggi: „Koma
mun til mfn feigðin, hvar sem ek em
staddr ..Svipuð hugmynd, eða ein-
faldlega þessi, vakti fyrir sumum þeim,
sem ég átti að þjóna f musteri sorgar-
innar og er ekki furða. Hver kann hin
glöggu skil milli forlagahyggjunnar í
heiðnum dómi og forsjónartrúar kristn-
innar? Hitt vakti mér meiri furðu, þegar
greindur maður trúði á benrögn, að eld-
fornum og heiðnum hætti. Trúarhug-
myndirnar eru lfklega lffseigari en allar
hugmyndir aðrar.
Margs fleira f líka átt er að minnast, en
gamall prestur er bundinn sjálfsögðu
þagnarheiti um einkamál. En mér birtir
fyrir sálarsjónum, þegar vitja mín
minningar um marga þá, sem ég veitti
þjónustu í sárustu raun við ástvinamissi.
Og margoft sagði ég við sjálfan mig:
Hefðir þú, prestur minn, staðizt þessa
raun svona vel? Mannssálin er aldrei
eins fögur og þegar hún ber sorg sína
með reisn. Það hef ég svo oft séð, að ég
ætti ekki að gleyma. Slíkar minningar á
ég frá mörgum jarðarförum, þá var ég að
nema stóra lærdóma sjálfur, og hafi mér
tekizt að gera þessar athafnir að sigur-
hátíð en ekki sorgar — kom sannfæring-
in um líf að baki dauða mér oft til
hjálpar. Það mál mun ég skýra betur ef
ég endist áfram við þessa bók.
Varð mér þá prestsstarfið í öll þessi ár
aðeins ljúfur og léttur leikur? Fjarri fór
því. Til þess stóð ég of oft andspænis
þeirri staðreynd að mér hafði mistekizt
og að ég réð ekki við verkefnin. Ég
geymi f minni margar fermingarat-
hafnir. Einkum var það á seinni árum
prestsævi minnar, að mér var ekki szr-
saukalaust, hver lítil tök mér fannst ég
stundum hafa á ungmennum þeim sem
mér var trúað fyrir, í kennslustundun-
um. Ég lagði oft litla áherzlu á að gera
þær stundir að „spurningatfmum" en
talaði frekar í dæmum og sögum. En ég
var viðkvæmur, og stundum e.t.v. of
viðkvæmur fyrir því að mér þótti ekki
hlustað nógu vel, og að mér komu efa-
semdir um það, hvaö yrði um þau fræ-
korn, sem ég var að sá f þessar ungu
sálir. Vöxtin fól ég að sjálfsögðu þeim
herra, sem ég var f veikleika mínum að
þjóna, en var ég maður fyrir þeirri
Tf
— Vangasvipur
Framhald af hls. 14
virti hann fyrir frammistöðu hans í
Kúbudeilunni 1962. Þegar Kennedy
var myrtur kvað Francó þa ð að
kenna slökum öryggisráðstöfunum
Bandaríkjamanna
Vonir hans glæddust nokkuð, er
Nixon varð forseti árið 1968. Sagði
hann Salgadó það, að Nixon „kvæð-
ist fylgja friðarstefnu, en mundi
samt aldrei hætta við stríð af ein-
urðarskorti".
Hér hafa verið taldar nokkrar
skoðanir Francós á mikilsverðum
málum um hans daga, og verður
staðar numið. Hins vegar er f bók
Salgadós saga, sem taka má til
dæmis um álit annarra á Francó og
skal hún rakin I lokin. Þannig var, að
sonarsonur hans hét upphaflega
Franciscó Martines Bordieu Hann
var seinna sklrður upp og nefndur
Franciscó Francó, var hann þá orðinn
alnafni einvaldsins, afa slns. Svo
stendur I bók Salgadós: „Því miður
eru Spánverjar fljótir að gleyma.
Guð einn veit, hvað verður á Spáni
eftir daga Francós. Kannski mun
sonarsonur hans einhvern tfma óska
þess, að hann hefði ekki verið sklrð-
ur aftur Kannski mun hann einhvern
tlma eiga þá ósk heitasta, að hann
héti bara Martfnez.
— MIGÚELACÓCA.
/
— Valdimar
Framhald af bls. 27
Superior-vatn í Minnesota, hafa
verið fáeinir Islendingar sfðan
fyrir aldamót, þar á meðal á fyrri
árum Jóhannes Einarsson, bróðir
Indriða leikrita-höfundar, og um
tímabil Káinn'áður enn hann
fluttist til Norður-Dakota.
I ’ „tvíbura-borgunum"
Minneapolis og St. Paul settust
nokkrir landar að fyrir meir en
hálfri öld, aðállega frá Minneota,
en nú hefur bætzt við þann hóp
annarsstaðar frá og eru minnst
200 manns af íslenzkum ættum í
þeim borgum, að mestu leyti í
Minneapolis. Hekla-klúbburinn,
félag kvenna, hefur verið
starfandi þar í rúmlega 50 ár,
heldur fundi á heimilum meðlima
mánaðarlega nema að sumri, og
stendur fyrir árlegri samkomu á
hverju vori sem er alltaf vel sótt
með vandaðri skemmtiskrá — og
stundum mat „að heiman."
Nokkrir Islendingar hafa átt
heima f New York-hverfinu í
mörg ár, og fleiri hafa bætzt við
töluna á stríösárunum. Utgerðin
dró nokkra til Boston og
Gloucester í Massachusetts.
Kanada-búar fóru snemma að
sækja hlýjuna í Californfu og á
sfðari árum hafa þó nokkrir
komið þangað beint frá Islandi,
aðallega til San Francisco og Los
Angeles. íslendingafélög
blómgast í báðum þeim borgum.
Islendingar fluttu frá
Minnesota og Norður-Dakota til
Seattle í Washington-ríki um
aldamótin, og sumir komu annars
staðar frá. Frekar fjölmenn
Islendingabyggð hefur haldist
þar, og þá lfka f nálægum bæjum,
Blaine og Bellingham. Elliheimili
i Blaine heitir Stafholt. Stoneson-
bræðurnir (Þorsteinssynir) urðu
frægir á þessum slóðum, aðallega
f San Fransisco. Þeir voru
byggingarmeistarar í stórum stfl,
eins og bærinn Stownstown ber
vitni, ásamt öðrum stórum
byggingaframkvæmdum.
Aðrir Islendingar oft liðfáir eru
á strjáli um öll Bandaríkin, en
margfalt fleiri búa f Kanada en í
Bandarfkjunum.
Leiðrétting
Þau leiðu mistök urðu í sfðasta
Slagbrandi að myndatextar
brengluðust þannig, að texti sem
átti að vera undir mynd af Jóni
Ólafssyni, birtist undir mynd af
kviknöktum karlmanni. Undir
þeirri mynd átti hins vegar að
standa: „Ungur maður hljóp nak-
inn um „Strikið" og hrópaði
Dayó ...“ Eru hlutaðeigendur, og
þá sérstaklega Jón Ólafsson,
beðnir, velvirðingar á þessum
mistökum.
AUGI.ÝSINGASÍMINN ER:
^22480