Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUD AGUR 7. NOVEMBER 1976 fMtogtiiilritafeifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Árii Garðar Kristinsson. ASalstræti 6, slmi 10100 ASalstræti 6. slmi 22480 Áskriftargjald 1100.00 kr. t mánuSi innanlands. i lausasölu 60.00 kr. eintakiS. Fjárveitinganefnd er nú að hefjast handa um að fjalla um fjárlaga- frumvarpið fyrir árið 1977. Það starf, sem hvílir á fjár- veitinganefnd og einstök- um nefndarmönnum fram að jólum er geysilegt. Þetta er sú þingnefnd, sem mest starf hvílir á og um leið sú, sem mesta ábyrgð ber. Starf fjárveitinga- nefndar nú er sérstaklega vandasamt eins og raunar hin síðustu ár vegna þeirra aðstæðna, sem rikja í efna- hagsmálum og fjármálum þjóðarinnar. Ein meginfor- senda þess, að takast megi að ráða niðurlögum verð- bólgunnar, er, að aðhalds- semi ríki í fjármálum ríkis- sjóðs. Mjög verulegur greiðsluhalli hefur verið á ríkissjóði hin síðustu ár en það þýðir, að um hefur ver- ið að ræða útstreymi pen- inga, sem verkað hefur sem olía á verðbólgueld- inn. Nú á þessu ári bendir hins vegar allt til, að takast muni að snúa blaðinu við. Bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa lýst því yfir, að búast megi við jöfnuði í fjármálum ríkis- ins á þessu ári. Það liggur þó ekki endanlega fyrir fyrr en um áramót. Hafi verið þörf aðhalds í ríkisfjármálum á þessu ári er þess ekki síður þörf á næsta ári. Segja má, að næsta ár ráði úrslitum um það hversu fer í baráttunni við verðbólguna. Á fyrri hluta þessa kjörtímabils hefur ríkisstjórninni tekizt að minnka verðbólguna um nær helming. Hún nam um 54% á árinu 1974 en er talin munu nema um 25—30% á þessu ári. Á ár- inu 1977 verða hins vegar gerðir nýir kjarasamning- ar við almenna launþega og opinbera starfsmenn. Það mun ráðast mjög af þeim kjarasamningum, hvort áfram tekst að draga úr verðbólguhraðanum eða hvort verðbólguhjólið fer að snúast méð vaxandi hraða á ný. Fari svo mót vonum manna og allri skynsemi er tæpast hægt að nota nógu sterk orð til þess að lýsa því, sem þá er framundan í þjóðmálum okkar íslendinga. En einmitt af þessum ástæðum verður fylgzt mjög vandlega með því hvaða meðferð fjárlaga- frumvarpið fær hjá fjár- veitinganefnd og á Alþingi. Það er augljóst, að þjóðin verður að draga úr eyðslu sinni, og þá ekki sízt sam- eiginlegri eyðslu sinni. Það er augljóst, að það verður að draga úr framkvæmd- um. Við höfum einfaldlega ekki efni á því að halda uppi því framkvæmdastigi, sem verið hefur hin síð- ustu ár. Almenningur í landinu, sem borgar skatt- ana, mun veita því eftir- tekt, hvernig farið verður með sameiginlega fjár- muni borgaranna. Fjár- lagastefnan getur líka haft mikil áhrif á kjarasamn- inga á næsta ári. Viðhorf launþegasamtakanna hljóta mjög að markast af því, hvort skattabyrði eykst, stendur í stað eða minnkar. Alþingismenn hafa mörg áhugamál. Þar er bæði um að ræða brýn málefni, sem snerta einstaka þjóðfélags- hópa og einstök kjördæmi. En nú verða menn að horf- ast í augu við það, að við höfum ekki efni á meiri eyðslu eða hærri framlög- um en gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi því, sem nú liggur fyrir. Ef nokkuð er, væri ástæða til þess, að þingmenn beiti áhrifum sínum til að ríkið dragi enn meira saman seglin. Þess vegna er ábyrgð fjárveit- inganefndar og þingmanna mjög mikil í sambandi við meðferð fjárlagafrum- varpsins. Undir engum kringumstæðum má fara út fyrir þann útgjalda- ramma, sem fjárlagafrum- varpið markar. Ef það er gert hafa þingmenn brugð- izt skyldu sinni og voðinn er vís. Þetta þýðir hins vegar ekki það, að Alþingi eigi að afsala sér fjárveitingavald- inu í hendur rikisstjórnar- innar. Sjálfsagt er að þing- menn geri þær breytingar Alþingi og fjárlögin á fjárlagafrumvarpinu, sem þingið telur nauðsyn- legar en innan þess út- gjaldaramma, sem frum- varpið setur. Þannig getur vel komið til þess að þingið telji nauðsynlegt að breyta forgangsröð einhverra þeirra framkvæmda, sem ráðgerðar eru á fjárlaga- frumvarpi. Það getur reynzt nauðsynlegt að legggja meiri áherzlu á sumar þær framkvæmdir, sem framlög eru til i fjár- lagafrumvarpinu, en þar er gert ráð fyrir en draga þá úr öðrum í staðinn. Slik- ar breytingar er eðlilegt að þingið geri á fjárlagafrum- varpinu. Það er lika nauð- synlegt að fjárveitinga- nefnd og þingið fari vand- lega yfir rekstrarútgjöld hins opinbera og leiti leiða til þess að draga úr þeim, spara eins og kostur er. En öllu skiptir, að nú hefjist ekki kapphlaup milli þing- manna um að auka útgjöld. Þjóðin hefur ekki efni á því og það er andstætt þjóðarviljanum i dag að auka útgjöld hins opin- bera. Þvert á móti er áreið- anlega meiri hljómgrunn- ur fyrir því nú en nokkru sinni fyrr að draga úr út- gjöldum, draga saman segl- in. Allt þetta þurfa þing- menn að hafa rækilega í huga á næstu vikum, er þeir fjalla um fjárlaga- frumvarpið. j Reykjavíkurbréf ♦♦♦♦♦♦♦♦♦<-Laugardagur 6. nóvember» Flottustu skrif- stofur í heimi — á vegum öreiganna Þjóðviljinn átti fjörutíu ára af- mæli um síðustu helgi og hélt upp á það með pomp og prakt; miklum veizluhöldum í nýju húsi, þar sem munu hafa verið um tvö þúsund manns, að sögn blaðsins, enda ekkert til sparað. Sjálft mun húsið ekki kosta undir fjörutfu milljónum króna. Og vaskur ljós- myndaranna kvartmilljón, segir í fréttum. Einn þeirra, sem var í veizlunni, segir í samtali, að hann hafi „aldrei hitt eins marga af gömlu félögunum í einu“ og á þessari þjóðviljahátlð. Einhverjir munu hafa haft orð á því, að von- andi gleymdist ekki verkalýðsbar- áttan og kafnaði f öllum fínheit- unum. En er víst að hún sé ekki gleymd? 1 frásögn Alþýðublaðsins af Þjóðviljahúsinu og afmælinu seg- ir í fyrirsögn: „Þjóðviljahúsið glæsilegasti vinnustaður blaða- manna hér á landi.“ Og í samtali segir einn blaðamaður þessa „málgagns" öreiga og verkalýðs, Alþýðubandalagsins: „Miðað við þær kröfur sem við íslendingar gerum til húsnæðis almennt, og miðað við það, að þetta eru senni- lega glæsilegustu ritstjórnarskrif- stofur á Islandi tel ég að þær séu jafnframt flottustu ritstjórnar- skrifstofur í heimi og er því ægi- lega kátur." Morgunblaðið sendir Þjóð- viljanum að sjálfsögðu hugljúfar baráttukveðjur og þakkar ómetanlegan stuðning á undan- förnum árum, enda hefur Þjóð- viljinn gengið hvað lengst fram í þvf að útbreiða Morgunblaðið, eins og kunnugt er. Og enn eykst útbreiðsla Morgunblaðsins jafnt og þétt Vonandi birtir eitthvað yfir sálarlffi Þjóðviljans við þær glæsilegu umbúðir, sem hann hef- ur nú fengið, en þetta nýja Þjóð- viljahús mun einna helzt eiga að minna á guðshús, ef dæma má af þeim orðum, sem sögð eru standa yfir dyrum: „Þjóðviljahús er þitt hús“. Grunntónninn í þessari setningu á eitthvað skylt við aust- ræn trúarbrögð, enda munu margar „guðþjónustur“, eiga eftir að fara fram f húsi þessu. En þó mun söfnuðurinn ekki, ef að lfk- um lætur, leggja áherzlu á að elska óvini sína. „Það vantar drauginn í húsið", segir Þjóðviljamaður f fyrr- nefndri Alþýðublaðsgrein: draugar eru ekki í nýjum húsum. En það þarf enginn að óttast að gamli draugagangurinn muni ekki fylgja Þjóðviljanum áfram. En þetta er innfluttur drauga- gangur og heldur hvimleiður. Rússneskir andófsmenn hafa lýst honum bezt. Morgunblaðsmenn eiga margar skemmtilegar minningar um sam- starf sitt við blaðamenn Þjóðvilj- ans, ekki sfður en þá sem starfa á öðrum fjölmiðlum. Þeir þakka að sjálfsögðu þau persónulegu kynni, sem þeir hafa haft af þess- um starfsbræðrum sfnum og minnast þeirra ýmissa með hlý- hug. Jóns Bjarnasonar var t.a.m. nokkrum sinnum að góðu getið í afmælisblöðum Þjóðviljans og skal tekið undir það. Jón var harður verkalýðssinni, laus við skrum og yfirborðsmennsku, flaggaði engri menntun og gerði sér far um að koma blaði sínu i sem nánasta snertingu við verka- lýð landsins, en nú er slíkt liðinn tími að mestu. Jón Bjarnason var viðfelldinn og manneskjulegur f viðmóti og skemmtilegt að hitta hann á blaðamannafundum. Þannig eiga blaðamenn Morgunblaðsins einnig góðar minningar um ýmsa aðra starfs- félaga á Þjóðviljanum, þvf þess skulu menn minnast, að eitt er pólitík, en annað persónuleg kynni; eitt eru skoðanir manna á þjóðmálum, en annað þau tengsl, sem myndast geta milli einstakl- inga, þrátt fyrir ýmiss konar ágreining og skoðartamun. Við sendum þeim Þjóðvilja- mönnum sem virðast vera á hraðri leið að verða toppkratar, heillaóskir á hátíð þeirra og von- umst til þess að þeir haldi áfram að útbreiða Morgunblaðið — og megi ekkert lát verða á þvf. Við metum alla aðstoð í þessu efnum, þó Morgunblaðið hafi að vfsu þurft að treysta á sjálft sig framar öðru. En toppkratar mega vara sig. Fimmtugsafmælið kvíðvænlegt Þjóðviljinn gaf út sjö blöð og blaðauka í tilefni af fertugs- afmælinu og eru þeir Alþýðu- bandalagsmenn þegar farnir að hafa áhyggjur af því, hvernig þeir eiga að halda hátfðlegt hálfrar aldar afmæli blaðsins eftir tfu ár, ef marka má „úttekt“ á afmælinu í grein eftir Ölaf R. Einarsson, sem birtist f fyrsta tölublaði Þjóð- viljans að veizlunni lokinni. Hún virðist veraupphaf langra timburmanna. En svo glæsilegur var þessi fagnaður allur og svo mikið í hann borið, að engu er lfkara en til þess að standast straum af gillinu hafi þurft — ekki milljónamæringa, heldur auðfélög. En þeir segjast ekki hafa fengið neitt Rússagull að þessu sinni og skulum við láta það gott heita, þvf að á afmælisstund- um eiga menn ekki -að vera að angra afmælisbarnið, þó að hjá því verði að vfsu ekki komist að rifja upp nokkur atriði í sam- bandi við hátfðina — og þá ekki sízt þau blöð, sem Þjóðviljamenn hafa gefið út f tilefni tfmamót- anna. Hér verður það fólk, sem tekið hefur til máls í Þjóðviljan- um eða spurt hefur verið í blað- inu, að mestu látið tala. Og varla er það sök Morgunblaðsins, þó að þetta fólk vandi blaðinu ekki kveðjurnar. En margar eru svo athyglisverðar, að nauðsynlegt er að gera sér nokkra grein fyrir þeim, minna á þær a.m.k. og þá ekki síður hitt, að Þjóðviljinn hef- ur frá fyrsta fari verið blað kommúnista á Islandi og er nú ekki verið að dylja það eins og oftast áður, að þvf leyti eru þessi afmælisblöð nú heiðarlegri en þau blöð, sem Þjóðviljinn gefur út hversdagslega. Það er merkilegt með Þjóðvilj- ann, að á hátíðisstundum kemur hann til dyranna, eins og hann er klæddur, en hversdagslega er hann f grfmubúningi og reynir að villa á sér heimildir. Aður en lengra er haldið skul- um við líta á svofelld ummæli Magnúsar Kjartanssonar í heldur fróðlegu og manneskjulegu sam- tali við hann eftir Vilborgu Harðardóttur: „að Þjóðviljann bæri alltaf að reka með tapi..“ En þá verða menn líka að hafa efni á þvf að tapa. Magnús og félagar hans hafa fundið upp nýja hagfræðikenn- ingu, sem fslenzkir kaupsýslu- menn gætu margt lært af: að græða á því að tapa(!) En þá verður líka einhver að borga tapið. Slæm heimild — ekki verkalýðs- blað En nú skulum við grfpa aftur niður f grein Ólafs R. Einars- sonar, svo tengdur sem hann er þessu fjölskyldublaði sfnu. Hann er ekkert myrkur í máli og segir m.a. f grein sinni: „Þegar Þjóð- viljinn er kominn yfir miðjan ald- ur, þá ætti hann að geta leyft sér meiri gagnrýni á eigin hreyfingu. Ef ég ætti að setja mig 'í spor sagnfræðings eða athugaði sögu íslenzkrar verkalýðshreyfingar og sögu okkar flokks um næstu alda- mót og ætlaði að kanna gang mála á áttunda áratug aldarinnar, þá væri Þjóðviljinn ekki rétt góð heimild. Samkvæmt blaðinu léki allt f lyndi í Alþýðubandalaginu, margir fundir auglýstir, en fátt sagt af þeim. Um verkalýðshreyf- inguna væri ekki hægt að sjá af skrifum þess, að neitt færi úr- skeiðis, enda hnignun hvað snerti félagsstarf. Ég yrði að kanna aðr- ar heimildir til að fá fram réttari mynd...“ Þetta stangast nú á við ýmislegt annað, sem haldið hefur verið fram í Þjóðviljanum, bæði fyrr og síðar. En Ólafur er ekki einn um þessa skoðun. Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar, segir óhikað f afmælissamtali f blaðinu: „En mér finnst blaðamenn ekki í svipuðum mæli og áður hafa fylgst með verkalýðshreyfing- unni, hafa haft hugann opinn og skilning á málunum. Og hin sfð- ustu ár hef ég ekki ævinlega verið ánægður með hvernig Þjöðviljinn hefur staðið sig i þessum mál- um... En þetta lakara samband Þjóðviljans og verkalýðshreyf- ingarinnar verðum við að laga. Það er nauðsynlegt skref, ef við ætlum að gera Þjóðviljann að virkilegu málgagni verkalýðs- hreyfingarinnar, eins og hann hefur f sfnum haus.“ Þarna segir Eðvarð hreint út, að Þjóðviljinn sé ekki málgagn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.