Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1976 VIL KAUPA BÚSLÓÐ Er kaupandi að etdri bús/óð; að h/uta eða öllu leyti. Uppl. í síma 26747 frá kl. 9—5 á morgun og l/7 æstu daga. STJÓRNUN ARFÉLAG ÍSLAN DS Stjórnunarfélagið gengst fyrir fundi í Leifsbúð, Hótel Loftleiðum n.k. miðvikudag 10. nóv. kl. 16.00. Svein Dalen framkvæmdastjóri Fram- leiðnistofnunar Noregs flytur fyrirlestur um efnið: Framtíðarsjónarmið í mennt- un og þjálfun stjórnenda. Fundurinn er sérstaklega ætlaður stjórnendum. rekstrarráðgjöfum og stjórnunarleiðbeinendum. Tilkynnið þátttöku í sima 82930. Húsbyggjendur - Byggingaverktakar Gefum fast tilboð í uppgröft, fyllingu þjappaða og frágengna. Greiðsluskilmál- ar. Vörðufell hf. Vagnhöfða 3, Reykjavik. Sími85266 Sígilt og vandað silfurplett Magnús E. Baldvinsson Laugaveg 8 — simi 22804. Póstsendum Í Reykjavíkurbréf Laugardagur 6. nóvember- Sigurðssonl En þetta lakara sambal Þjóðviljans og verkalýðshrejl ' ingarinnar verðum við að laga “ Þaö er nauðsynlegt ef viö ætlul að gera Þjóðviljann^aB virkileá verkalýöshreyfingíl ann hefur I sini btis oo f«ikið fjíir h V, .......... I fHlrrmn • offt mtmf {%**&¥* <f Ztim <;í«» «*/ kwff ?- jslnveí oþrwíkj Hlfy* VVgííC ,>g iítiywiað - t-j«lir«'ífjmn iuöíi stnn í>?> fR•'K'.g.u iCyjs ji'.úu; >yr»f ókkat s<«« bóginn I verkum Halldórs Laxness birtist andi Þjóðviljans eins og hann hefur risið hæst.“! Sem sagt: andinn í verkum Halldórs Laxness er þegar bezt lætur frá Þjóðviljanum kominn. Og samt hefur okkur verið trúað fyrir því, m.a. af Sænsku aka- demíunni ef rétt er munað, að það hafi verið andi tslendinga sagna, sem einna helzt rfkir í verkum skáldsins. Það skyldi þó aldrei vera að Þjóðviljinn hafi fengið Nóbels- verðlaunin? (Er ekki kominn timi til að lyfta þessum umræðum á hærra plan?) 1 þessari hugnæmu grein segir einnig að Þjóðviljinn hafi gefið Halldór Laxness alþýðuhylli, „fyrst og fremst vegna þess að Þjóðviljinn gat rekið áróður fyrir bókum hans“. Ætli verk skáldsins sjálfs hafi þar engu um ráðið? t raun og veru er engu líkara en menn séu að lesa frásögnina af Birni i Mörk, þegar þeir rekast á þetta grobb blaðamannsins. En hvernig skyldi skáldinu liða, þeg- ar það fær svona kveðjur — og það á afmælisdegi öreiganna? Hann hefur sjálfur lýst sósíalist- um á þennan hátt — það var eftir að samfylgdinni lauk: „Oft er eins og tveir þokulúðrar séu að kallast á útí hafsauga, og þá eru það tveir sósíalistar.“ Skáldið segir ennfremur, að þeir, sem hafi stutt sósialista á tslandi á árum fyrr, hafi trúað því, að gott þjóðfélag hlyti að vera á næstu grösum, eins og hann kemst að orði, „og það væri til- vinnandi að berjast fyrir þessu góða þjóðfélagi. Sú trú skapaði þessflr þjóðfélagslegu bókmennt- ir, sem svo eru nefndar og oft er vitnað í sem fordæmi núna. En svo stendur maður uppi andspæn- is nýjum tlma, nýrri vitneskju um staðreyndir, nýrri þekkingu; þar á meðal nýrri þekkingu á mannin- um. Það sem var heilagur sann- leikur í gær, eru svik og hræsni í dag. Og þjóðfélagið góða, sem við ætluðum að skapa, er hætt að vera skurðgoð eða guðsmynd." Á öðrum staó segir skáldið, að hin sósíalistiska bylting í Sovét- ríkjunum hafi verið svik. t Skegg- ræðunum gegnum tíðina segir hann m.a.: „Við vorum blekktir. Við héldum og vonuðum — að byrjað væri að framkvæma sósíal- isma í heiminum. Okkur var bent á staðina, þar sem alþýðan væri frjáls. Það var stalínisminn í Sovétríkjunum, sem sveik okkur. Við vorum leyndir öllum ann- mörkum, ágöllum og ávirðingum þessa kerfis. í leynilegu ræðunni á flokksþingi 1956, gerði æðsti maður Rússlands heyrinkunnugt með dæmum, sem enginn hefur treyst sér að véfengja, að þarna hafi verið grimmdarfullt bófa- félag að verki, ekki síður illskeytt en fasistar Þýzkalands; a.m.k. sama manngerðin. Og báðir með þýzka heimspeki að undirstöðu og trúarjátningu." Þjóðviljinn var eitt þeirra blaða í heiminum, sem leyndi annmörk- um, ágöllum og ávirðingum þess sósíaliska kerfis, sem heimsbylt- ingin byggir á. Og eftirtektarverð eru þau orð, sem starfsbróðir okkar Morgunblaðsmanna á Þjóð- viljanum í mörg ár, Ásmundur Sigurjónsson, segir í einu af afmælissamtölum blaðs sfns: að þegar Þjóðviljinn hafi minnst á Ungverjalandsbyltinguna í erlendum fréttum, þá hafi nú ekki öllum líkað það dagsverkið, eins og hann kemst að orði. En blaðamaðurinn, sem samtalið skrifar (einnig hj.) bætir við, að hann skilji þessi orð: „Menn máttu ekka bila í Ungó," segir hann og vitnar I Kompaniið og Þórberg. Menn máttu ekki bila f Ungó, það var siðferðisþrek Þjóð- viljans á þeim árum. Og yfirleitt hafa menn ekki mátt bila í trúnni þótt það hafi orðið hlutskipti margra sem betur fer. En Þjóð- viljinn bilar ekki — hann bilaði ekki einu sinni í Moskvuréttar- höldunum. En komum að því sfðar. t afmælisblaðinu er m.a. minnzt á það að Steinn Steinarr hafi stundum heimsótt þá Þjóðvilja- menn á sínum tfma. Auðvitað er sagan ekki sögð eins og hún var í raun og veru, því að ekki er minnzt einu orði á sinnaskipti Steins, sem var einn þeirra, sem hafði átt samleið með Þjóðviljanum, en svo skildu leið- ir. Samferðamaðurinn var ekki á leiðinni inní myrkur sovézks marxisma eins og þeir Þjóðvilja- menn — og var suraum sjálfrátt, en öðrum ekki. Um það kerfi, sem Þjóðviljinn hefur dýrkað lengst af og haft að fyrirmynd, segir Steinn í samtali, sem birtist hér í Mbl. 18. apríl 1957: „Ég hef aldrei verið mjög póiitískur haaður. Sumir halda því fram að mér sé illa við Rússa, það er hverju orði sannara, ég hata þá og fyrirlít, þeir hafa svikið mig og alla menn, þeir hafa gert vonir okkar og drauma um betra og fegurra mannlíf að þátttöku f óafmáanlegum glæp. Hver sá kommúnisti, sem ekki þorir að viðurkenna þessa staðreynd fyrir sjálfum sér og öðrum, hlýtur að vera keyptur þræll, það er allt og sumt...“ Þeir eru margir keyptu þrælarnir. Annar merkur listamaður kem- ur einnig við sögu í afmælisblaði Þjóðviljans, það er Gunnlaugur Scheving og minnt á málverk, sem hann gaf Þjóðviljanum á sín- um tíma af mannúðarástæðum, þegar honum þótti hallað á starfs- mann hans. En Gunnlaugur Scheving gerði síðar upp sakirnar við þá stefnu, sem Þjóðviljinn hefur öllum stundum boðað. Það var i samtali, sem heitir „Hlutfall- ið milli lífs og dauða“ — og margir munu enn minnast: „Mér hefur alltaf verið þvert um geð að hugsa um trúarbrögð," sagði Gunnlaugur, „það er kannski þess vegna, sem ég læt komm- únismann sigla sinn sjó. Það þarf ekki litla æfingu f blindingsleik nútfmastjórnmála til að geta séð sól frelsisins birtast í manndráp- um og blóði Ungverjanna og Tíbetanna eða þjóðartukthúsun- um umhverfis járntjaldið. Þeir sem hafa hlotið æfinguna i þess- ari miðaldamennsku, ættu að fá sér kassa . .. Kommúnismanum hefir tekizt að ganga af listinni dauðri, sovézk myndlist er byggð á natúralisma, sem dagaði uppi á síðustu öld. Það er ekki hægt að blása lífi í dauðan hlut. Það er eins og gráskeggjaður öldungur taki upp á því að vera fimm ára f þykjustunni. Fólk, sem er gengið í barndóm er sjaldan skemmti- legt. Það tekur enginn mark á því, öllum finnst hörmulegt, þegar menn lifa sjálfa sig. Það væri ennþá hörmulegra, ef menn væru beinlínis knúðir til að lifa sjálfa sig.. Og Gunnlaugur Scheving líkti kommúnismanum við kóka- kóla-auglýsingu. Þannig hafa nú þessar spila- borgir hrunið til grunna. Mikill partur af baráttu Þjóðviljans og aðstandenda hans — svo að ekki sé talað um „andann" - hefur t raun og veru verið í andstöðu og, utan við reynslu og lífsviðhorf venjulegra tslendinga. Þess vegna hefur saga Þjóðviljans öðrum þræði verið harmsaga. En hvernig væri nú að lyfta sér á svolftið hærra plan — í tilefni af afmælinu? (óþörf endurtekning?) „Blómaskeytin,, Við minntumst áðan á tengsl Þjóðviljans við kommúnismann. Oft og einatt er reynt að gera lítið úr þessum tengslum og villa um fyrir fólki en nú er allt f einu annað upp á teningnum. I afmælissamtali við Brynjólf Bjarnason fer hann sfður en svo í launkofa með tengsl Þjóðviljans við kommúnismann á tslandi og gamla Kommúnistaflokkinn og hreyfingarnar i kringum hann. Og Haraldur Sigurðsson, sem segist hafa verið ungur félagi í Kommúnistaflokknum, minnir á, að þeir hafi verið þrír, sem hófu störf á Þjóðviljanum haustið 1936. Hann segir að Þjóðviljinn hafi fengið skeyti frá Rússlandi en þau hafi verið skelfilega lítils- virði, „sumir lögðu talsvert upp úr því að þessi skeyti væru birt“ en Haraldur kallaði þau vegna huggulegs húmors „blómaskeyt- in“. Fréttir Þjóðviljans um Moskvuréttarhöldin, „sem i sjálfu sér voru heimsviðburðir," voru á ritstjórnarskrifstofum Þjóð- viljaBs unnar upp úr skeytum frá Sovðtrttjunum. „Þá var drjúgur hluti réttarhaldanna sendur í of- boðslega löngum skeytum ... langar fregnir voru birtar um þetta í Þjóðviljanum, en þó var það aðeins úrdráttur úr því sem kom...“ Moskvuréttarhöldin eru upp- hafið að einum mesta blóðferli sögunnar. „Blómaskeytin“ voru rödd Þjóðviljans. Það var sorgarsaga. Haraldur Sigurðsson klykkir út með þvf að segja að nú finnist sér „blaðið of þunglamalegt, það er eins og lítið sé lagt upp úr fréttum og öðru efni, sem fólk vill lesa“. Smekkurinn breytist oft með árunum. Og Ásmundur Sig- urjónsson segir í lok samtalsins við hann, að sér finnist „ákaflega ánægjulegt að Þjóðviljinn skuli vera svona vel prentaður og nú er. Ég er þó ekki frá þvf að gerðar séu meiri kröfur til útlits en inni- halds...“ Menn skilja fyrr en skellur I tönnum! Ásmundur telur sem sagt, að blaðinu hafi kannski hrakað, þegar á allt er litið. Hann er svo sannarlega ekki einn um það, þegar litið er á niðurstöður þess, sem sagt er um afmælisbarnið í þvf sjálfu. En það er út af fyrir sig virðingarvert að birta þessar niðurstöður. Þá má enn minna á, að Theo- dóra Thoroddsen lagði blessun sína yfir það, „að blað kommúnista bæri nafn þjóð- viljans", eins og hún segir í lok gamallar greinar, sem nú var rifjuð upp í Þjóðviljanum í tilefni af afmælinu. Og Svanur Kristjánsson lektor segir, að i hans ungdæmi á tsafirði hafi fáir Vestfirðingar keypt Þjóðviljann „nema þessir fáu kommúnistar á staðnum." Hann bætir því við „að yfirleitt var Þjóðviljinn neikvæður." Margir virðast reiðu-. búnir að taka undir það, jafnvel skoðanabræður Svans í Alþýðu- bandalaginu. Lektorinn segir ennfremur: „Hann (Þjóðviljinn) var alltaf að skammast og suða yfir hinu og þessu. Sjálfum fannst mér tilveran harla góð og leiddist þetta nöldur. Austri var skemmtilegur og gerði grfn að mönnum, en reyndi jafnframt að leiða þá til betri vegar oft með tilvitnunum í Biblíuna. Þetta með Guðsorðið fannst mér einkenni- legt. Biblluvers áttu heima í sunnudagaskólanum i Salem og á Hjálpræðishernum, en ekki f kommablaðinu. Austri var þess vegna spennandi, rétt eins og myndasagan um Markús f Morgunblaðitiu ..Og Þór Vig- fússon menntaskólakennari segir i sambandi við fyrstu kynni sfn af Þjóðviljanum (en um bau var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.