Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NOVEMBER 1976 25 Minning: Halldór Jóhannsson Syðri-Úlfsstöðum Fæddur 28. febrúar 1897 Dáinn 1. nóvember 1976. Kallid er komið, komin er n(í stundin vlnaskilnaoar viðkvæm stund. Vinirnir kveoja vininn sinn látna er sefur hér stnn sfoasta blund. M.J. Já, kallið hans Halldórs á Ulfs- stöðum er komið. Ég vil hér á eftir rifja upp fá tækleg manningabrot um mann- inn sem vann með Guði slnum og var sannur kirkjunnar maður. Það var haustið 1967 að ég kynntist Halldóri heitnum fyrst. Þá var ég nýkominn hér að Krossi, öllum mönnum hér ókunnugur. Það var á messudegi, Halldór kemur inn til mln og heilsar mér innilega og býður mig hjartanlega velkominn. Það er mikils virði að finna að maður sé velkominn. Sllkt gleymist seint, sé af heil- indum mælt. Við spjölluðum nokkra stund saman og I lok sam- tals okkar segir Halldór: „Þú verður svo með okkur I kirkjukórnum." Ég játti því að síðar yrði. Gengum við nú I kirkju. Halldór var þá meðhjálp- ari og var I því starfi til sannrar fyrirmyndar. Þá var Halldór virk- ur þátttakandi I söngnum, og seg- ir mér svo hugur um að þar hafi hann átt margar unaðsstundir á valdi söngsins. Vil ég þvl fyrir hönd okkar kór- félaganna færa honum hjartans þakkir fyrir forystu hans og ógleymanlegar samverustundir, I kirkju og á söngæfingum. Þá veit ég að margur hugsar til samveru- stunda með Halldórí hér I Kross- kirkju með virðingu og þökk í huga. Það kviknaði svo ylríkur neisti á milli okkar Halldórs við fyrstu kynni. Sllkan neista er gott að eiga. Nú er kall hans komið. Fari hann I friði Guðs á vald. Hafi hann hjartans þökk. Sveinbjörn Benediktsson EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRÝGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS Kaupgengi pr. kr. 100.- 1965 2. flokkur 1654.41 1966 1. f lokkur 1500.62 1966 2. flokkur 1409.22 1967 1. flokkur 1324.78 1967 2. flokkur 1316.44 1968 1. flokkur 1153.74 1968 2. flokkur 1085.64 1969 1. flokkur 808.68 1970 1. flokkur 746.66 1970 2. flokkur 551.39 1971 1. f lokkur 522.79 1972 1. flokkur 458.48 1972 2. flokkur 397.02 F: 8 veðskuldabréf með 7%—8% vöxtum VEÐSKULDABREF 6—8 ára fasteignat (sölutilboS óskast). Höfum seljendur að eftirtöldum verSbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RIKISSJÓÐS: 1975 1976 1. flokkur 2. flokkur Sölugengi pr. kr. 100.-160.00 100.00 — dagvextir 1976 2. flokkur er nýtt útboð. HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF RIKISSJÓÐS: Sölugengi pr. kr. 100.- 1974 D 24414 (6.4% aföll) VEÐSKULDABRÉF: 3ja ára fasteignatryggð veðskuldabréf með 1 7%— 1 9% vöxtum (35% afföll) 6 ára fasteignatryggð veðskuldabréf með 10% vöxtum (kauptilboð óskast). FJflRPCSTinGARFÉIAG ÍSlAflDS HP. Verðbréfamarkaður Lækjargötu 12, R (Iðnaðarbankahúsinu) Sfmi 20580 Opiðfrá kl 13 OOtil 16.00 alla virka daga — 889 Framhald af bls. 1. Stuðningsnefnd ofsóttra verka- manna hefur neitað þvl að 75 menn, sem hafa verið fangelsaðir, hafi gert sig seka um glæpsamlegt athæfi. Nefndin segir að þeir hafi flestir verið ákærðir fyrir að taka þátt I mótmælaaðgerðum, valda umferðartöfum og kveikja I skrif- stofu kommúnistaflokksins. „Langflestir hinna handteknu hafa sætt pyntingum," segir nefndin I yfirlýsingu. — Unesco Framhald af bls. 1. álitu að ef frjálsar umræður um ályktunina hefðu fengið að drag- ast á langinn hefði afstaða manna aðeins harðnað og gert málmiðlun erfiða. Það voru Brasillumenn, sem áttu uppástunguna um að senda ályktunina til 25 manna samn- inganefndar, sem ætlað er að fjalla um viðkvæm mál á bak við tjöldin. En ekki er búizt við að nefndin geti mjókkað bilið á milli kommúnistarfkjanna og fylgi- ríkja þeirra, þar á meðal Araba- landa, annars vegar og Vestur- landa hins vegar. 1 ályktuninni segir að „rlkas- valdið sé ábyrgt fyrir umfjöllun- um allra fjölmiðla innan sinnar lögsögu um utanrlkismál" I reynd táknar þetta að rlkisstjórnir eigi að stjórna skrifum blaða og ann- arra fjölmiðla. — Síld flutt út Framhald af bls. 2 á þann hátt að hún hentaði íslenzku söltunarstöðvunum, t.d. þegar verkefni væru ekki nægileg fyrir starfsfólk stöðvanna. Kvaðst Gunnar vilja taka það skýrt fram, að þessi fyrirhugaði útflutningur SÖN væri ekkert skyldur venjulegum smáum neytendaumbúðum svo sem gaffalbitum eða svipuðum niður- lögðum vörum, sem seldar væru beint til neytenda. Meira sagðist Gunnar ekki hafa að segja um mál þetta. Skýrsla yrðt send til saltenda þegar meiri reynsla væri fengin. Upplýsingabréf slldarútvegs- nefndar fer hér á eftir: „Svo sem kunnugt er, er söltuð slld að verulegu leyti flutt út sem fullunnin neyzluvara. T.d. fer öll sú sfld, sem seld er til Austur- Evrópu, beint I verzlanir I því ástandi, sem hún er afgreidd héð- an. Sama er að segja um hluta af slldinni, sem seld er til Svlþjóðar, Finnlands, o.fl. markaðslanda. Kryddsíldin er aftur á móti að mestu leyti tekin til frekari vinnslu, svo sem framleiðslu á gaffalbitum og öðrum svipuðum vörum I venjulegum smáum neyt- endaumbúðum. 1 Svlþjóð er hin venjulega saltslld, og i Finnlandi sykurslldin, ýmist send I verzlanir I hinum upprunalegu umbúðum (þ.e. sfldartunnum) eða pökkuð I mismunandi stórar dreifingarum- búðirnar. Algengasta stærð dreif- ingarumbúða, annarra en venju- legra tunna, er i Svfþjóð 15 kg. og Finnlandi 10 kg. Sé síldin flökuð, reyna sfldarkaupendur, eftir þvl sem mögulegt er, að flaka hana jafnóðum og pantanir berast frá verzlunum eða öðrum þeim aðil- um, sem kaupa sfldina i svo stór- um umbúðum, þar sem gæði flak- anna rýrna, ef of langur timi liður frá þvi sfldin er flökuð og þar til flökin komast I hendur neytenda. SHdarútvegsnefnd hefir að sjálfsögðu fylgzt með þróuninni I þessum málum og hóf m.a. til- raunaframleiðslu á pökkun haus- skorinnar og slógdreginnar sfldar og einnig slldarflaka f 10 kg. dreifingarumbúðir, áður en sfld- veiðibannið sunnanlands hófst. Tilraunasending af mismunandi tegundum, sem send var I þessum umbúðum til Finnlands veturinn 1972, kom á finnska markaðinn I góðu ásigkomulagi þrátt fyrir ýmsar hrakspár. Eftar að sfldveiðibanninu með hringnót lauk var haldið áfram þar sem frá var horfið og er nú í undirbúninga að senda aukið magn' I tilraunaskyni til Finn- lands, Bandarikjanna, o.fl. landa og hafa þegar verið gerðar ýmsar undirbúningsráðstafanir I þessu skyni. Gert er ráð fyrir að fyrstu sendingarnar verði settar á mark- aðinn I 3—10 kg. dreifingarum- búðum. Samningaumleitanir standa nú yfir milli SHdarútvegs- nefndar og finnskra sildarinn- flytjenda um sölu á verulegu magni af sykursaltaðri sild i 10 kg. umbúðum og er ekki óllklegt að samningar takist um sölu á sykursaltaðri slld I sllkum um- búðum fyrir allt að 50 milljónir islenzkra króna til afgreiðslu á fyrrihluta komandi árs. Aframhald á tilraunapökkun þessari verður fyrst um sinn á vegum Sfldarútvegsnefndar, en ef markaður eykst fyrir saltaða sfld I þessum umbúðum á viðun- andi verði, er ráðgert að pökkun- in verði framkvæmd á þeim slld- arsöltunarstöðvum, sem góða að- stöðu haf a til sllkrar vinnslu. Annars hefir það komið á óvart, að samkvæmt nýlegri könnun Sfldarútvegsnefndar virðist sem kaupendur islenzkrar saltsildar i Svíþjóð sendi nú síldina aftur I auknum mæli á upprunalegu tunnunum I verzlanirnar, en svo sem kunnugt er finnst mörgum saltsildin bezt til matreiðslu beint upp úr tunnunum. Fylgzt verður áfram náið með þróuninni í þessum málum og mun SÚN slðar í vetur senda síid- arsaltendum sérstaka skýrslu þar að lútandi." ----------• * »---------- — Alviðra Framhald af bls. 2 núverandi ábúanda Alviðru, Helga Þórarinssyni, verið sagt upp ábúð á jörðinni frá og með 1. júní á næsta ári og hefur lögmaður hans, Hilmar Ingimundarson mótmælt uppsögn- inni á þeim forsendum, að nigendur jarðarinnar hefðu ekki við upphaf búsetu núverandi ábúanda gefið út byggingarbréf eins og skylt er sam- kvæmt ábúðarlögum og þrátt fyrir itrekaðar óskir ábúanda þar um. Sagði Hilmar, að samkvæmt lögum væri litið svo á, að í þeim tilvikum, þegar ekki væri gefið út byggingar- bréf fyrir jarðirnar. væri um að ræða lifstiðarábúð ábúanda. Hilmar tók fram, að þessum mót- mælum hefði ekki verið svarað en hins vegar hefðu eigendur jarðar- innar látið taka hana út og þá um leið hefðu fulltrúar eigenda, Páll Hallgrimson, sýslumaður, og Hauk- ur Hafstað, látið fjarlægja allar vélar af búinu. Sagði Hilmar að þarna væri að sínum dómi gróflega brotið á ábúanda því í fyrsta lagi hefði ábúandi umráð á jörðinni til bú- skapar til 1. júni n k. og af vélunum hefði hann haft óskert afnot frá því er hann tók við jörðinni um mánaða- mótin ágúst- september 1974 Þá væri þarna um að ræða brot á ákvæðum um friðhelgi heimilisins. — Við þetta bætist lika, að það BÍLASÝNINGARSALIR í HJARTA BORGARINNAR - ALLIR BÍLAR í HÚSI TRYGGÐIR Bílaskipti Bílar fyrir skuldabréf fJ.i»L»frAr*r gg£Tris<hvrA JSHE Ztto^M^srt/, Opið alla daga 8.30-7 nema sunnudaga - Vanir sölumenn - Opið í hádeginu NÆG BÍLASTÆÐI Sími 25252 4 línur BILAMARKAÐURINNQrettisgötu 12-18 striðir á móti lögum. að sýslumaður geti í þessu tilviki bæði komið fram fyrir hönd embættis sins og sem einn fulltrúa eigenda á jörðinni og þvi verður mótmælt. sagði Hilmar að lokum. Helgi Þórarinsson, ábúandi á Alviðru, fluttist fyrir um þremur vikum úr ibúðarhúsinu á Alviðru. þvi héraðslæknir umdæmisins hafði þá lýst það óibúðarhæft. Segir I vottorði hans, að húsið sé hrörlegt og erfitt sé sennilega að halda hús- inu hlýju. Þá sjáist greinileg merki um leka og frárennsli frá húsinu sé í algjörlega óviðunandi ástandi, þar sem rörin opnast i grunni hússins og meindýr s.s. kakkalakkar og húð- krabbar væru i húsinu Helgi sagði i samtali við blaðið að tildrög þess að hann kom að Alviðru hefðu verið óskir Hauks Hafstaðs þar um en fulltrúar eigenda jarðarinnar héfðu síðar gert fjölmargt til að flæma hann af jörðinni. Óskað eftir fógetaúrskurði um umráð yfir eigninni Hákon Guðmundsson vildi það eitt segja um dvöl Helga á jörðinni, að hann hefði flut/t burt af staðnum fyrir skömmu og yrði viðskilnaði hans lýst í úttekt, sem úttektarmenn Ölfushrepps hefðu gert á jörðinni og skýrslu lögreglunnar á Selfossi, sem litið hefði eftir staðnum frá því að Helgi yfirgaf hann. Sagði Hákon. að Helgi hefði neitað að afhenda eig- endum Alviðru formleg umráð eignarinnar og hefði þvi verið hafizt handa um það af hálfu eigenda að þeim yrðu með fógetaúrskurði fengin öll umráð yfir eigninni. » » I------------- — Þeir sýna ... Framhald af bls. 3 hef ég lúmskt gaman af þessu svona hráu. en það er ekki hægt að ætlazt til þess að aðrir hafi það á meðan fólk hefur ekki kynnst því. FLEIRI EINDIR INN í MYNDIRNAR Ég vinn fremur ákveðinn vinnu- tima og hver mynd byggist á þvi að ég þreifa fyrir mér ef svo má segja, finn út ákveðið myndeðli og vinn að þvi I gömlu myndunum sinni ég oft fáum hreyfingum, en tengi síðan þessar hreyfingar saman með einu merki, t.d. SS merkinu til mótvægis. Fleiri ólikar eindir eru komnar i spilið i nýrri myndunum, en það að vinna með hart form á móti mjúku eru leifar af þvi sem hann Hörður var að kenna okkur og ég gekkst svolitið upp i. i________________ GLÆPAMAOUR EOA HERRA GLÆPAMAÐUR Ein mynd hérna heitir Geirfinnur fundinn, Geirfinnur ófundinn Þessi mynd er i sjálfu sér ekki tengd við nokkurn ákveðinn mann. Hins vegar leiðir hún mann að þeirri staðreynd sem er i islenzku þjóðfélagi i dag að það er jafnvel ekki hægt að upplýsa glæpamál sem liggja á borðinu vegna þess að um er að ræða „herra glæpamann" á sama tima og „glæpamaður" af smávægilegri gerð er flattur út og opinberaður Geir- finnsmyndin er aðeins kveikja til að sýna ástandið sem við verðum að gera upp við okkur hvort við viljum búa við eða ekki, Jörgensensmálið og alls konar mál sem eru svo lengi I kerfinu að þegar loks kemur að skuldadögunum getur sá seki greitt skuld sína eftir verðbólguhjálp og fleira , með ávisun upp á litið brot af hinum raunverulega glæp miðað við stað og stund þegar glæpunnn er framinn. Stórglæpurinn fær raun- verulega að hverfa i hitina. AÐ NÝTA LYKTARLAUSA RUSLIO TIL FEGURÐAR Annars er það nú svo að marga rekur i rogastanz yfir slikri mynd- gerð sem ég ber á borð, en fordóma- magnið held ég að skipi þar veg- legan sess. Húsmóðir ein skrifaði að hún henti ruslinu sinu i öskutunn- una, en samt vil ég nú benda þeirri kæru á að oft er hægt að nýta allskonar rusl betur en gert er ef maður gerizt samningslipur og játar að ekki megi vera vond lykt af þvi og ég hef marg-sannreynt að þegar fólk fer að kynnast þessari myndgerð án fordóma og með eðlilegum húmor, þá finnst þeim þessar myndir reglu- lega fallegar og fá eitthvað út ú r þeim sem reynizt ekkert drasl \*-w til lengdar lætur Síðan bið heilsa islenzku þjóðinm oc. anum og vonast til að siá * fyrst á Kjarvalsstöuum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.