Morgunblaðið - 14.11.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.11.1976, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÖVEMBER 1976 Guðmundur Friðjónsson staddur við Geysi I Haukadal. gullnu gliti, þótt aldrei lukkaðist henni að lýsa upp néinn annan blett okkur sýnilegan þann dag frá morgni til kvölds. „Nú verður sólskin á rnorgun," sagði móðir mín, sem hafði fyrir löngu lært þá grein í veðurfræði átthagans, að sólskin í Æruvíkur- bjargi á kvöldum boðaði skýlaus- an þurrk næsta dag. Okkur mæðginin bar jafnt og þétt yfir hraunið og sandinn á milli kamba þess, unz við höfðum að baki austurgrein Aðaldals- hrauns, þar sem það nær lengst í norður. Göturnar lágu slðan áfram til vesturs meðfram norð- urjaðri þess austan fyrir Guðrún- arstaðatjörn, sem áður er getið, góð og greiðfær leið. Þegar við fórum fram hjá Síla- lækjarbænum, sunnan við hann, varð okkur litið þangað heim. Engan reyk lagði upp úr strompi, og engin sála sást á ferli. Líklega var allt fólk á bænum þeim geng- ið til hvílu. Alls staðar var kyrrð komin á, hver söngvari orðinn þögull, hvert dýr hljótt, eins og allt líf væri fallið f dá, nema við mæðginin, Rauður og Skjóna. Jafnvel hver einasti fugl hafði stungið nefi undir væng. Við móðir mín komum ekki heim fyrr en um eða eftir mið- nætti. Allir voru í fastasvefni, þegar við höfðum tekið reiðtygin af hrossunum, sleppt þeim í haga og gengum f bæinn. Rumskuðust sumir að vfsu lítið eitt við hægan umgang okkar, en vöknuðu eigi. Svefninn varð Húsavíkurförum harla vær þessa nótt. Sem ég vaknaði morguninn eft- ir, skein sólin inn um austur- gluggann á Miðbaðstofu og laug- aði allt f geislabaði, það sem rósa- fingur hennar náðu til. Aldrei hafði mér liðið eins vel og þá, engu lfkara en ég væri endur- fæddur til nýs og betra lífs en áður. Um þessar mundir var sauð- burðinum lokið að mestu. Ég klæddist í snatri. Síðan vitjaði ég, ásamt Völundi bróður mínum, um þær fáu ær, sem óbornar voru, suður í Klettum og Krubb. Þær voru allar með tölu og sælar á svip. Eftir það fórum við Völund- ur heim að borða morgunmat. Að máltíð lokinni tygjuðust all- ir, sem vettlingi gátu valdið og heimangengt áttu, út fyrir Mikla- vatn að ganga kriuvarp. Þetta var drottinsdaginn 1. júní 1919. Mér fannst allt lff, menn og dýr, grös og annar gróður, vera statt á eins konar tímamótum. Skáldskap- ur og veru- leiki Með því að Guðrún Oddsdóttir var gift þjðfrægu skáldi og átti auk þess nokkra syni, er sumir fengust við skáldskap eða vísna- gerð meira og minna, má búast við, að einhverjum lesanda þyki forvitnilegt að hnýsast í hug hennar til bókmennta. Var hún ekki leið á þeim utanveltuskap við veruleikann. Þumbarahætti og þversögnum, sem oft eru f fylgd með þeim mönnum, sem fást við slíkt? mætti spyrja. En það var nú öðru nær. Vitnisburðir skáldsins á Sandi um ágæti og fórnir konu hans á altari hjónabandsins eru fleiri en unnt sé upp að telja, beint eða óbeint, í kvæðum Guðmundar og öðrum ritverkum, þvi að taka verður með í reikninginn ótal margt fleira en hyllingarljóð hans til hennar í Ijóðabókunum, bera vott um. Þar verða fyrst á vegi lesandans hin mörgu kvæði í Heimahögum, er skáldið nefnir einu nafni Munablóm, sum perlur, eins og til dæmis Tvær sólir. En hvergi er játningin svo djúp og einlæg sem í kvæðinu Loksins hef ég, til unnustu minnar. Fyrsta vfsa þess er svona: Loksins hef ég lifað sumar, litið marga bjarta daga, lygna aftna, Ijósar nætur leiftrum strá um græna haga, enda er mér kunnugt um, að móður minni var það hugstæðast af þeim öllum. Hvergi kemur þó aðdáun hans og þökk fagurlegar fram en í hinu ágæta ljóði Litið um öxl, til konu minnar, í Kvæðum, þar sem afrekum hennar og ágætum, skirðum f eldi reynslunnar eftir „aldafjórðungs vegalengd" er ógleymanlega lýst. Ein vísan er á þessa leið: Þúsund náttmál þú hefir vaxtað þinnar fóstru og móðurarf Þúsund nætur þú hefir unnið þungt og fjölbreytt heimastarf Þúsund sinnum þar að auki þú hefír vakið dag og sðl — blásið Iffi f arineldinn áður en stæltur hani gól. Ef til vill geymir þó Yfirlit f Kveðlingum einlægasta tjáningu alls af þessu tagi frá skáldsins hálfu: f dalverpi er daggir gerðu skil með degi og sól, ég hitti mey, er hjarta sitt og yl á hönd mér fól t Ijósi nýju landið blasti við og Iffið sjálft, þvf stapp og kritur varð að fróða frið, að fullu hálft. En með þessum ótvíræðu stað- reyndum er sagan ekki nándar nærri sögð til fulls. Mér er nær að halda, að í sögum Guðmundar mætti finna tugi kvenlýsinga, þar sem kveikurinn, ívaf eða uppi- staða, að minnsta kosti stöku þræðir, geta verið spunnir úr hug- sjón jafnt sem veruleika hjóna- bandsins. Vitanlega er ekki auðið að gera slíku nein viðunandi skil hér. Um það mætti skrifa doktors- ritgerð, byggða á bréfum, prent- uðum og munnlegum heimildum. Ég nefni aðeins nokkrar af smá- sögunum, fyrst þá sem Guðmund- ur mat mest sjálfur, Tilhugalff.. Fyrir nokkru hitti ég barna- kennara, ættaðan af Vestfjörðum, sem fullyrti, að Guðrún, aðalper- sónan í þeirri sögu, væri ofin úr tilgreindri Kusfreyju í heima- byggð hans. Konan í Sólhvörfum virðist ímynd þekktrar lifs- reynslu. Signý í Hetjan horfna, Þórdis í Jarðaför og móðir Sigurveigar f Austuhlfð eru allt dæmigerðar konur um þrek, hetjuskap og fórnarlund, sem skáldið þekkti hvað bezt í fari eiginkonu sjálfs sfn. Verður ekki betur séð en þessar hetjur hvers- dagslífsins í stríðinu fyrir heill og hamingju bænda sinna og barna, svo og olnbogabörn hamingj- unnar eða sjúklingar í öðrun sögum, t.d. Lilja frá Klöpp í Náttmálum og Rannveig á Bakka í samnefndri sögu, séu beint eða óbeint ofnar úr eða samtvinnaðar hennar lffi. Annars virðist fyrir- mynd Rannveigar tvímælalaust vera grannkona skáldsins, Elín á Sílalæk, sem hann yrkir líka um fagurt eftirmæli. Um eina þekktustu sögu Guð- mundar, Skúraskin, virðist ástæða til að fara nokkru fleiri orðum en aðrar, af því að enn er á ferli getgáta þess efnis, hver sé þar fyrirmyndin. Telja margir Þingeyingar, að Guðmundur hafi við samningu hennar haft f huga fremur ung hjón, er bjuggu í Aðaldal samtfmis honum, en brugðu búi sínu á miðjum aldri og fluttust burtu. Sigurbjörg systir mín hefur enn aðra og mjög skarplega skýringu á tilefni þeirra sögu. I bréfi til mín, dag- settu 5. marz 1973, farast henni svo orð um þetta mál: „Það kom fyrir, að pabba og mömmu sinnaðist sem ekki hefir verið nema eðlilegt svo ólfk sem þau voru að lundarfari, hann ör og ofstopi, en hún hæg og þétt fyrir, ef því var að skipta, ég man að þau deildu einu sinni, mig minnir að það væri að sumarlagi, ég var þá stelpa, ekki man ég út af hverju, en mamma þybbaðist við og lét sig ekki, en vildi mýkja bónda sinn, og færði honum kaffi í bolla, en hann tók við og skvetti úr honum fyrir framan fæturna á henni, ekki man ég til að hún segði neitt, en mig minnir að pabbi reyndi að friðmælast við hana um kvöldið , sem sjálfsagt hefir tekist. Mér dettur þetta at- vik f hug, þegar ég les söguna Skúraskin, og það kæmi mér ekki á óvart að þá hafi hún orðið til þó ég náttúrlega viti það ekki.“ I þessu sambandi nægir aðeins að nefna Gamla heyið og eiganda þess, Brand á Hóli, þar eð þjóð- fræg er talin fyrirmynd hans og sú persóna kemur aðeins óbeint þessu máli við. A hinn bóginn hefur flestum, sem fjallað hafa um sögu þessa, gleymzt mikilvæg lýsing og merkilegt hlutverk dóttur Brands, Guðrúnar, konu Jóns oddvita, þeirrar sem hótaði föður sínum þvf að hún og bóndi hennar færu til Vesturheims, ef þau hjónin fengju ekki gamla heyið til að hjálpa sveitinni úr voða. En hjá Guðrúnu Brands- dóttur og nöfnu hennar á Sandi er svo margt sameiginlegt, að án þeirrar maklu nærfærni sem Guðrún þessarar sögu er gædd, og hún hefur þegið af Guðrúnu veru- leikans, konu skáldsins við Skjálf- andafljót, örlagavaldsins mikla í lífi þess og list — án þessarar yndislegu persónu, hefði sagan orðið af með sfna ódauðlegu snilld. Skal nú horfið frá hálum og veikum ísi hugmynda og skáld- skapar, svo skemmtilegur sem hann getur þó verið, og snúið upp á veruleikans föstu fold, sýnt fram á og sannað með óyggjandi dæmum, hversu hliðholl Guðrún var skáldskaparhneigð bónda sfns og sona og þvf, að hann og þeir fengju notið sfn, en fyrst þó aðeins getið um Guðmund. Líkt og Egill, bar faðir minn í brjósti mikla útþrá og ólgu, þörf á að njóta frelsis. Þó að móðir mín kysi helzt að hafa hann sem oftast heima, skildi hún þ.essa þörf og gat vel unnt honum þess að fullnægja henni, þegar ástæður leyfðu. 1 löngu bréfi, dagsettu 18. nóvember 1936, er áður hefur verið vitnað til í öðru sambandi, segir hún: „Pabba þinn langaði til höfðu- Framhald á bls. 52. Þreföld af kösl Við höfum þrefaldað afkastagetu okkar með eftir- farandi ráðstöfunum: 1. Flutt í stærra húsnæði. 2. Fengið fullkomnari bókhaldsvél. 3. Bætt við okkur starfsfólki. Vegna þessarar auknu afkastagetu getum við bætt við okkur viðskiptamönnum með möguleika á að að veita þeim eftirfarandi þjónustu: • Vélabókhald — Uppgjör • Skattauppgjör — Báðgjöf • Eftirlit með rekstri • Endurskoðun • Eignaumsýsla Magnús Hreggvidsson vidskiptafr. VÉLABÓKHALD og RÁDGJOF Síðumúla 33 símar: 86 888 - 86 86 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.