Morgunblaðið - 14.11.1976, Blaðsíða 14
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1976
GRENIVlK er einn af þessum litlu stöðum, sem
ekki láta ýkja mikið yfir sér, en þegar þangað er
komið verður ljóst að þar er hresst mannlíf og mikil
velmegun. Þar er ekki asi á fólki frekar en á öðrum
stöðum í dreifbýlinu, fólkið veit að það koma ekki
allir dagar í einu.
I Grýtubakkáhreppi, en Grenivík er kjarni
byggðarlagsins, búa tæplega 400 manns og f jölgunin
er mikil frí ári til árs. Þannig hafa rúmlega 20
manns flutzt
þangað í
sumar og þó
það segði
ekki mikið
hlutfallslega
í mann-
mergðinni í
henni
Reykjavík þá
er þessi
fjölgun um
5% á Greni-
vík. Á fiski
byggir fólk á
Grenivík af-
komu sfna,
en einnig er
þar minkabú og þjónustufyrirtæki fyrir næsta
nágrenni.
Nú eru gerðir út frá Grenivík fjórir 30 tonna bátar
og eru þeir allir byggðir hjá Skipasmíðastöðinni Vör
á Akureyri. Nýjasti báturinn í þessum hópi er
einmitt nýkominn til Grenivíkur og ber nafnið
Sigrún. Einkennisstafirnir eru ÞH því Grenivík er í
Þingeyjarsýslu eins og byggðirnar við Ejafjörð
austanverðar — leifar frá gamalli tíð. Tveir 7—8
tonna dekkbátar eru gerðir út frá Grenivík svo og
nokkrar trillur, en sjómennska á sumum þeirra er
ekki stunduð allt árið.
Frystihús var byggt á Greni-
vík árið 1967 og er það hið
fullkomnasta í alla staði.
Hafnaraðstaða er enn sem kom-
ið er ekki eins og bezt verður á
kosið á Grenivik. Bátarnir
verða að liggja á „múrningum"
úti á höfninni í verstu veðrum,
þá er ekki vogandi að hafa þá
uppi við garðinn. A næstu árum
er áætiað að hafnaraðstaða
verði bætt á Grenivík.
i ár var í fyrsta skipti ráðinn
sveitarstjóri á Grenivík i fullu
starfi og gegnir Jakob Þórðar-
son því starfi. Hefur hann í
mörg horn að líta því mikið er
byggt á Grenivík og unnið er að
skipulagningu nýs hverfis í
þorpinu. Á hverju ári er byrjað
á 2—6 húsum á Grenivík og nú
eru 9 hús i smiðum þar. A
Grenivík byggja menn stórt,
glæsilegt einbýlisús eins og í
dýrustu hverfum Reykjavíkur
eru algengust þar eins og svo
víða annars staðar úti á landi.
Auk einbýlishúsanna er á
Grenivik fjöibýlishús i bygg-
ingu og verða þar fjórar ibúðir,
en þegar hafa helmingi fleiri
umsóknir borizt um húsnæði
þar, að sögn Jakobs Þórðarson-
ar.
Eins og áður er fiskurinn líf
fólksins á Grenivík, en allstórt
minkabú rétt fyrir ofan þorpið
veitir einnig nokkrum atvinnu,
sömuleiðis verzlun og þjónustu-
fyrirtæki, að ógleymdum þeim
sem vinna við byggingu hús-
8éð frá bryggjuhausnum og yf-
ir höfnina og upp að snyrti-
legu frystihúsi Kaldbaks á
Grenivfk.
íþróttir, sem félagið getur
stundað. Hins vegar hafa Gren-
víkingar af sundlaug að státa,
og þó að ekki sé hún stór þá er
þar þó laug og það er meira en
ýmis önnur bæjarfélög af svip-
aðri stærðargráðu geta státað
af.
rúmlega 50 ára og er sex sinn-
um of lítill fyrir Grenavík og
nágrenni. Til stendur að hefja
byggingu nýs skólahúss á
Grenivik næsta sumar og með
tilkomu þess leysast ýmis
vandamál. Unglingar í 7. og 8.
bekk frá Grenivík þurfa nú að
sækja nám að Stóru Tjörnum,
en í skólanum þar eiga Greni-
víkingar hluta. Þeír sem hyggja
á lengra nám þurfa að fara enn
lengra.
Húsnæðisskortur hefur stað-
ið menningarmálum á Grenivík
nokkuð fyrir þrifum og Leik-
félagið á Grenivík, sem stofnað
var á síðastliðnum vetri, verður
að stunda starfsemi sina í
þröngum og ásetnum sal barna-
skólans. Sömu sögu er að segja
um flesta aðra menningarstarf-
semi, sem fram fer að vetrin-
um. íþróttastarfsemi er nokkur
á Grenivík og heitir Iþrótta-
félagið þeirra Magni. Vegna að-
stöðuleysis er það þó aðallega
knattspyrna og aðrar sumar-
Jakob Þórðarson sveitarstjóri á Grenivfk ræðir við tvo starfsmenn
sveitarfélagsins.
Jónas Vigfússon verkfræðingur vinnur við mælingar og f baksýn má sjá nokkur hinna glæsilegu
einbýlishúsa á Grenivfk.
Að sjálfsögðu eiga Grenvík-
ingar við sin vandamál að stíða
og af þeim veraldlegu má nefna
áð kostnaðarsamar fram-
kvæmdir við vatnsveitu eru
framundan, rannsóknir á þvi
hvort heitt vatn finnst í
nágrenninu hafa enn sem kom-
ið er ekka borið árangur og
fleira mætti nefna. Neikvæðu
hliðarnar gleymast þó á milli og
ekki sízt þegar tiðin er eins góð
og verið hefur undanfarna
mánuði við Eyjafjörð og það
var greinilega bæði hugur og
dugur í Grenvíkingum þá dag-
stund, sem Morgunblaðsmenn
stöldruðu þar við.
anna og við framkvæmdir á
vegum sveitarfélagsins. Unnið
er við holræsagerð frá nýja
hverfinu og unnið að gatna-
gerð, en í framtíðinni er ætlun
Grenivíkinga eins og flestra
annarra sveítarfélaga að olíu-
bera eða malbika göturnar í
bænum.
Skólamál hafa verið nokkur
höfuðverkur á Grenivík, en þar
er barnaskóli, sem orðinn er
Á Grenlvík
Texti og myndir:
Ágúst I. Jónsson.
Flestir l fiski, en húsbygg-
Ingar taka mlklnn tlma
Brazilíukaffi
Irvalskaffi
Heimsókn
Cusack-hjónanna
Jim Cusack forstöðumaður endurhæfingarheimilisins
Veritas Villa heldur fyrirlestur i fundarsal að Hótel
Loftleiðum á morgun sunnudaginn 14. nóvember kl. 15
(kl. 3 s.d.) Umræðuefni: Disease Concept of Alcoholism
þ e.a.s. skilgreining á sjúkdómnum alkóholisma Allir
áhugamenn um málefnið eru velkomnir en það skal tekið
fram að fyrirlesturinn verður fluttur á ensku, og ekki
túlkaður á íslensku.
Eftir fyrirlesturinn mun Jim Cusack svara fyrirspurnum
áheyrenda.
Freeportklúbburinn.
KJORGARÐI
AUGLÝSÍR NÝKOmD
SÍOÍR KJÓLAR FRÁ KR 8900-
DAGKJÓLAR FRÁ KR 7900 - U
P/LS FRÁ KR 3050- / > . v
BUXUR FRÁ KR 5.500- ,
SJÖL -SKYRTUR 0FL. Z' ,
JJf )
u
LAUGAVEGÍ 51
EFNÍA STÓRLÆKKUOU VEROÍ
SNÍOUMÚR 0KKAR EFNUM EFTÍR
MÁLÍ BÆOÍ KVEN - BARNAFA TNA0
HÖNNUN STEÍNUNN FRÍORÍKSDÓTTÍR
MAITAKA MÁN-MÍÐV-FÖST FRÁ
KL.y-11
GÍLDÍR AÐEÍNS NÓVEMBERMÁNUD
SENOUM iPÓSTKRÖFU SÍMl 25760