Morgunblaðið - 14.11.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.11.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1976 61 10100 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI £ Hve mikið kostar áfengisneyzlan þjóðina? Landsmenn eiga rétt á því að fá að vita hve mikið kostar löggæzla sjúkralegur f sjúkrahúsum af völdum vínsins, slysabætur, ger- ónýt ökutæki og fleira og fleira í sambandi við áfengisneyzlu. Auk þessa eru öll dauðaslysin, þján- ingarnar og örkuml, taugaáföll og sundruð heimili. Svo óskaplega hættuleg er áfengisneyzlan. • „Áfengi gleðinnar veigar.“ Því er haldíð fram af mörgum að áfengi sé ómissandi gleðigjafi. Reynslan sannar annað, því að neyzla þess endar með slysum og afbrotum og andlegu niðurbroti. Unga fólk, þið, sem sækist eftir áfengi og hugsunarlaust látið pen- inga ykkar fyrir það, reynið að íhuga hvað þetta getur kostað ykkur, áður en eitthvað voðalegt hendir ykkur i ölæðisvímunni. Látið engan tæla ykkur út í þessa heimsku. 0 Hugsið um endalokin Langar þig að „sitja inni“ fyrir áfengisbrot? Og fá háar sektir sem þú sérð enga leið til að borga, af því að fyrir eitrið alkóhól hefur þú greitt stóran hluta vinnulauna þinna? Langar þig að verða veik- ur og vinasnauður? Sá, er ánetj- ast áfenginu, verður ekki lengur frjáls. Eina rétta stefnan er sú að bragða aldrei áfengi. Maðurinn fer einskis á mis, en getur misst alla lífshamingju með áfengis- neyzlunni. Þetta er alltaf að sýna sig f dagleea lffinu. Þessir hringdu . . . Betri fræðslu- myndir Rafmagnseftirlitsmaður hríngdi og hafði þá nýlega horft á mynd f sjónvarpinu þar sem fjallað var um jarðtengingar og hafði hann m.a. þetta um myndina að segja: — A miðvikudaginn var sýndi sjónvarpið stutta mynd um jarð- tengingar. Var hún sýnd milli at- riða, þegar dagskrá hafði verið áætluð rúm og „dauður tími“ kom. Ég verð að segja að mér fannst þetta alls ekki nein fræðslumynd. Undir henni var leikin tónlist, „elektrónisk" tón- list og heyrðist ekki eitt talað orð með henni. Það vantaði með öðr- um orðum alveg skýringar við myndina og ég er ekki viss um að almenningur hafi haft af henni nokkurt gagn eins og hún var sýnd þarna. Hvað mig snerti get ég sagt að ég skildi hvað um var verið að fjalla, en þarna var sýnt hvernig rafmagnskló var tekin í nágrannann ef grein slútir of langt inn f garðinn til þeirra eða ef hundur hefur lyft löppinni f blómabeðinu þeírra. Og svo eru aðrir... Maigret sefur ekki ... Það má sjá af þvf að hann réttir út hönd- ina, grfpur um glasið og ber það af vörum sér. En hitinn gerir hann slappan og hann hverfur hægt og rólega inn f þennan heim, sem hann byggir upp fyrir hugskotssjónum sfnum. Ilann sér fyrir sér hálfkláraðar göturnar f Jeanneville, litlu trén sem eigendurnir hafa gróðursett, hús- in sem Ifkjast einna helzt byggingarkuhbum og garðana sem eru allir næstum þvf einum of snyrtilegir. — Var aldrei neinn sem heim- sótti hann? Þetta er ekki raunverulciki! Allt er of rólegt, allt of hversdags- legt, allt of slétt og follt. Ef Iffið er svona — eins og þeir hafa lýst fyrir honum, fær heldur ekki staðizt að einn góðan vcðurdag — rétt á meðan Felicie bregður sér frá — detti einhverjum f hug að ryðjast inn til Staurfótar sem er f mestu makindum að planta út tómiitunum sfnum — og ... Hann var með stráhattinn á hiifðinu, þegar hann gekk upp f herhergið sitt, þar sem gólfíð var stffbónað. Ilvaða erindi átti hann þangað. sundur og potað með skrúfjárni í hana en engar skýringar fylgdu. Mér finnst furðulegt að sýna svona mynd og það hefði verið auðvelt mál að fá t.d. rafmagns- eftirlitið til að lesa einhverjar skýringar með myndinni. Þetta hefur sjálfsagt átt að vera eitt- hveð nýtfskulegt, þetta með raf- magnstónlistina, en það kom fólki ekki að því gagni sem hún hefði þurft. Rafmagnseftir litsmaður á Norðurlandi Svo mörg voru þau orð og það er eflaust rétt að skýringar hefðu átt að fylgja með þessari um- ræddu mynd, en Velvakandi sá hana ekki og getur þvf ekki tjáð sig neitt um hana. Annars var fyrir nokkrum árum mynd i þætti, sem Magnús Bjarnfreðsson og fleiri sáu um, þar sem rætt var um ýmsar hættur, sem geta verið fyrir hendi inni á heimilum m.a. varðandi rafmagn. Sjónvarpið gæti e.t.v. endursýnt þessa mynd með skýringum ef þær er hægt að fá. % Áskorun og lausnarleið áfengisneytanda Þið alþingismenn, ef þið getið ekki samið lög handa þjóðinni, lög sem verði henni til heilla og bless- unar á þessu sviði, gerið breyt- ingu á hugarfarinu eða segið af ykkur þingstörfum. Þú, sem ert áfengissjúkur og spyrð: „Er enga hjálp að fá fyrir mig til lausnar?“ Jú, til er einn, sem skilur þig og þekkir. Hann er Jesús Kristur, sem kom í heiminn til að frelsa fallna menn. Hann er sá „hjartans vinur sem hjartað þekkir". Talaðu við hann I bæn- inni og hjálpin kemur, huggun og gleði. „Komið til mín allir,“ sagði hann. Sigrún Þ. Hörgdal. Akureyri.“ HOGNI HREKKVISI © 1976 McNaught Synd., lnc. „Ég sagði þér að sækja blaðið — nú sæktu þá blaðið...“ & SIGGA V/öGÁ £ VLVtHAH Wagoneer árgerð 1 975 Viljurn selja Jeep Wagoneer, dýrustu útgáfu með quadra-track, sjálfskiptingu, V-8 mótor, toppgrind, hliðarlistum og fl. og fl. Bílnum hefur verið vel við haldið. Gísli Jónsson & Co. h.f. Sundaborg 41, sími 86644. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur' □ Chubb Fire Chubb slökkvitækin veita yður tryggingu gegn eignamissi Hafið Chubb slökkvitæki ávallt við hendina Chubb slökkvitækin eru með íslenzkum leiðarvísi. Eigum fyrirliggjandi: VATNSSLOKKVITÆKI KOLSÝRUSLÖKKVITÆKI DUFTSLÖKKVITÆKI BRUNASLÖNGUHJÓL ELDVARNARTEPPI Munið: A morgun getur verið of seint að fá að fá sér slökkvitæki OLAFUR GISLASON & C0. H.F. Sundaborg, sími 84800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.