Morgunblaðið - 14.11.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.11.1976, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÖVEMBER 1976 302.000,- og Guðmundur varma yfirbreiðslu sem kostar um kr. 150—200.000- í öllu baslinu er gott að finna þennan góða stuðning sam- ferðamannanna og skal því tek- ið undir með skáldinu frá Bólu. Víða til þess vott ég fann þó vendist oftar hinu að guð á margan gimstein þann sem glóir i mannsorpinu. SKÓLI — LEIKSKÓLI Nokkur undanfarin ár hefur verið unnið að smíði skólahúss, sem er almennt kennsluhús- næði og búningsklefar fyrir sundlaug og væntanlegt íþróttahús, samtals 950 fm. Mesti hluti þessarar nýbygg- ingar hefur verið tekinn í notk- un, og nú þessa dagana verður opnaður leikskóli, sem rauða- krossdeildin hér mun reka í vetur í anddyri og í hluta skóla- byggingarinnar. Óhjákvæmilegt er að ljúka þessari byggingu á árinu og hinu næsta. Ekki má dragast lengi enn að hefjast handa um byggingu íþróttahúss, sem er mest brennandi mál skólans eins og sakir standa. í vetur eru 190 nemendur í níu bekkjardeildum grunnskól- ans. Starfandi kennarar eru 15 auk skólastjórans Arnar For- bergs. Aðeins einn kennari er nú aðkominn, en allmargar hús- mæður gegna kennslustörfum að hálfu. Auk hinna hefð- bundnu námsgreina verða kennd bæði siglingafræði og sjóvinna. Tónlistaskóli hefur starfað hér í eitt ár og nú hefur verið ráðinn skólastjóri til tveggja (Ljósm. Bærinj' Cecilsson) ✓ hefjast handa, þó ekki sé útséð með hvaða hætti á að fjár- magna fyrirtækið. BYGGINGARFRAMKVÆMD- IR Nú eru í smíðum 17 einbýlis- hús, og stöðugt er ungt fólk að sækja um lóðir og undirbúa sig á einn eða annan hátt, að koma yfir sig þaki. Enn sem komið er hafa Grundfirðingar ekki hlot- ið náð hjá húsnæðismálastjórn til þess að byggja leiguíbúðir á vegum sveitarfélagsins. Þess er fastlega vænst að ekki verði gengið endalaust fram hjá okk- ur i þessum efnum og að skýrslufargan stofnunarinnar glepji ekki svo fyrir henni sýn, að hún sjái ekki brýna þörf okkar fyrir aukið húsnæði. Eldri fiskvinnslufyrirtækin hafa ótrauð haldið áfram mark- vissri uppbyggingu sinni og ný rísa. Eru fiskvinnslufyrirtækin orðin 5 að tölu, og vantar þó feitmjölsverksmiðju sem verð- ur að rísa hér innan tíðar. Þrátt fyrir mörg óleyst verk- efni og ótalda þröskulda verður ekki annað sagt en að bjartsýni sé rikjandi i Grundarfirði og fólk trúir því að framundan sé betri tíð með blóm í haga. GATNA OG HOLRÆSAGERÐ í sumar hefur áfram verið unnið hægt og bítandi við skipt- ingu jarðvegs og íagna í kaup- túninu og stendur sú vinna yfir enn. Er þá undirbúningi því næst lokið fyrir varanlegt slit- lag á allá Grundargötu og Hrannarstíg, sem mynda „þjóð- veg í þéttbýli". Verður því haf- Nýja sundlaugin ára Bjarki Sveinbjörnsson, en auk hans kennir við skólann sóknarpresturinn okkar sr. Jón Þorsteinsson. Skólastarfið fer fram í félagsheimili kirkjunn- ar. Á degi hverjum æfir samkór og kirkjukór undir stjórn Bjarka og er fyrirhugað að kór- arnir, ásamt nemendum tónlist- arskólans, flytji kirkjutónleika á aðventunni. FELAGSHEIMILI Samkomuhúsið, sem er gam- alt og lítið er fjarri þvi að vera í nokkrum takti við tíðina og er þörf Grundfirðinga fyrir nýtt félagsheimili mjög brýnt. Er nú unnið að undirbúningi nýrrar byggingar, og hefur Vífill Magnússon arkitekt þegar gert tillögu um viðbyggingu við gamla húsið, sem er nú til skoð- unar hjá heimamönnum. Virðist mikill hugur í fólki að ist handa um útlagningu olíu- malar þegar næsta vor, enda bíður á Harðakambi (á milli Ólafsvíkur og Rifs) 2000 tonna oliumalarhaugur, sem fram- leiddur var í sumar, þess að verða settur á göturnar. Verður reynt að flytja olíumölina inn í Grundarfjörð í haust ef samn- ingar takast um flutninginn. 0 0 0 Á þessu hausti lét af störfum stöðvarstjóra Pósts og síma i Grundarfirði, Guðríður Sigurð- ardóttir, eftir að hafa gegnt því á fjórða tug ára. — Það mun álit allra er til þekkja, að þessi störf hafi Guðríður rækt af mikilli alúð, endá naut hún trausts og virðingar samborg- ara sinna. — Þegar Guðríður hvarf á brott héðan kvöddu Grundfirðingar hana með kveðjuhófi og færðu henni m.a. málverk að gjöf, sem málað hef- ur Kári Eiríksson. - Emil. Miklar hafnar- framkvæmdir —f jörkippur í at vinnulif inu ALLMIKLAR framkvæmdir hafa verið á vegum sveitarfé- lagsins, einstaklinga og fyrir- tækja í Grundarfirði á sl. sumri, og standa enn. A erfiðleikaárunum fyrir 1970 hrönnuðust upp óleyst verkefni sem beðið hafa úr- lausnar allt til síðustu ára, og eru reyndar æði mörg óleyst ennþá. Þrátt fyrir það að verulegur bati væri merkjanlegur upp úr 1970, er á engan hallað þótt fullyrt sé að fjörkippur hafi komist í Grundarfjörð með komu skuttogarans Runólfs, sem flutti með sér nýjar vonir og bjartsýni í byggðina. Atvinnuástand er gott, en þó vantar nýjar greinar, til þess að gera atvinnuna fjölbreyttari og er það verkefni, sem bíður úr- lausnar. H AFNARFRAMKV. Á síðastliðnu ári var byrjað á gerð nýrrar hafnar og var þá keyrður út hafnargarður, sem formar hina nýju höfn. G:rður- inn er byggður á landi sem Eyr- arsveit keypti úr jörðinni Gröf. Grjótmagn er sem næst 64.000 rúmmetrar eða 12.047 bílhlöss og heildarkostnaður kr. 46.7 milljónir. Á miðju sumri var aftur hafist handa og rekið nið- ur 45 m langt stálþil innan á nýja garðinn, og stendur það verk yfir enn. Framkvæmdir hafa tafist, vegna þess að vant- að hefur efni, en vonir standa til að Hafnamálastofnunin nái að senda það með síðasta haust- skipi. heildver; lun Ólafur Kjartansson, Lækjargötu 2. Nýju Ultralucent kremin halda rakanum sérlega vel i húðinni enda kemur árangurinn strax i Ijós. Guðríður Sigurðardóttir (sitjandi) sem lét nýlega af starfi stöðvar- stjóra Pósts og sfma er hér f hópi starfsstúlkna. Fyrirhugað er að nota nýju höfnina á næstu vertíð og er reiknað með að þessi áfangi kosti um 30 milljónir króna. Verkstjóri bæði árin hefur verið Bergsveinn Breiðfjörð, sem hefur farist þetta verkefni vel úr hendi. SUNDLAUG Síðastliðin tvö ár hefur verið unnið að smíði sundlaugar, og var hún tekin i notkun í haust við mikinn fögnuð Grundfirð- inga, og þó einkum ungu kyn- slóðarinnar. Nú stendur yfir sundkennsla, sem Guðráð Pétursson íþrótta- kennari annast, og taka þar þátt ekki færri en 190 börn og ungiingar. Á kvöldin og um helgar er laugin opin almenningi og er hún óspart notuð. Frá hafnargerð f Grundarfirði. Sundlaugin er útiiaug, og er íslensk smíði svokölluð plast- laug að stærð 16% m x 8 m. Heildarkostnaður þessa mann- virkis í dag er kr. 13.3 millj. og er þvi, sem næst lokið. Sundlaugin verður vigð næsta sjómannadag til heiðurs þeim, enda verið drjúgir að safna í Sundlaugarsjóð, eins og reyndar ýmsir fleiri svo sem Kvenfélagið, Lionsmenn og fjölmargir einstaklingar. Nú allra sfðustu daga gáfu athafn- armennirnir og fyrrverandi sjó- sóknarar Soffanías Cecilsson og Guðmundur Runólfsson laug- inni stórgjafir, Soffanias plast- laugina sjálfa að verðmæti kr. Fréttabréf frá Grundarfirði:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.