Morgunblaðið - 14.11.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.11.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1976 63 Robert Altman og Images Images, Irsk, gerð 1972. Leikstjóri: Robert Altman. Kvikmyndataka: Vilmos Zsig- mond. Tóniist: John Williams. Sérstök hljóð: Stomu Yamash- Ta. Robert Altman sannaði fyrir 7 árum, að „allt er fertugum fært“. Altman, sem nú er 51 árs, gerði þá myndina MASH, sem allir muna eftir, er sáu hana á annað borð. Og áður en lengra er haldið er rétt að vara lesendur við því að rugla Alt- man saman við Robert Aldrich, annan bandariskan leikstjóra, þvf þó nöfnin séu keamlfk, eru verkin gerólík (Aldrich hefur sérhæft sig f allskyns ævintýra- myndum eins og The Dirty Dozen, Emperor of the North, Ulzana’s Raid og þ.h.). Eftir að Altman gerði MASH öðlaðist hann þá eftirtekt, sem honum var nauðsynleg til að geta gert myndir eftir eigin höfði. I kjöl- far MASH fylgdu BREWSTER McCLOUD (’70) (sýnd í Gamla Bíói fyrir um 2 árum), McCABE AND MRS. MILLER (’71) (sýnd í Austurbæjarbíói fyrir 2—3 árum), IMAGES (’72) (nú sýnd í Hafnarbfói), THE LONG GOODBYE (’73) (Altman fæst hér við söguhetju Chandler’s, Philip Marlowe, með Elliot Gould f aðalhlut- verki, ósýnd hér), THIEVES LIKE US (’74) (ósýnd), CALI- FORNIA SPLIT (’74) (sýnd sl. vetur í Stjörnubfói), NASH- VILLE (’75) (sýnd sl. vetur f Háskólabíói) og nú hefur Alt- man nýlokið við eina myndina enn, BUFFALO BILL AND THE INDIANS, með Paul New- man í titilhlutverki. En hvað gerði Altman í þau rúm tuttugu ár, sem hann fékkst við kvikmyndagerð, áður en hann gerði MASH? 12 árum áður, eða 1957 gerði hann tvær myndir, THE DELINQUENTS og heimildarmyndina THE JAMES DEAN STOR.Y og 11 árum eftir það gerði hann einn- ig tvær myndir 1968, COUNT- DOWN, og THAT COLD DAY IN THE PARK. Á undan og inn á milli þessara mynda fékkst Robert Altman við flest svið kvikmyndagerðar, hann skrif- aði, framleiddi, ijósmyndaði, teiknaði leiksviðsmyndir, vann sem klippari og leikstjóri að ýmsum kynningarmyndum og heimildarmyndum og leikstýrði upp úr 1960 nokkrum þáttum fyrir sjónvarp. Það er sagt um Altman, að á þessum tíma hafi hann unnið fyrir rúmlega einni milljón dala, en hafi eytt að minnsta kosti tveim milljónum. Þetta segir nokkuð um lffsstfl Altmans, sem lætur mikið á sér bera, hann er alls staðar míð- punktur atburða, og fyrirferða- mikill út á við, hann er þrígift- ur og hefur mikla ánægju af sterkum drykkjum. Hann hefur einnig mikla þörf fyrir að láta hetjurnar i myndum sfnum tapa, alveg jafnt og „vondu kallana”. Þeir, sem hafa unnið með Altman lýsa honum með „miðaldra, slæmum strák”, með ótvíræða hæfileika. Altman hefur, allt frá því að hann byrjaði að gera myndir, haft óbeit á „formúlu"- myndunum, sem héldu Holly- wood uppi, meðan sá staður var og hét. Sú frægð, sem Altman hefur hlotið á sfðustu árum, er ef til vill að þakka þeirri stefnubreytingu, sem orðið hef- ur í amerískri kvikmyndagerð, þar sem einstakir leikstjórar hafa f æ ríkara mæli leitað rétt- ar sfns til að gera persónulegar myndir, (lfkt og leikstjórar f Evrópu hafa gert f áratugi). Nú geta amerískir leikstjórar í miklu rfkara mæli en fyrr ráðið efni mynda sinna og gert þær eftir eagin höfði, en áður var það hið óræða „stúdíó-höfuð”, sem endaniega réð úrslitum um útlit myndanna. Því miður er þessi aðferð ekki enn liðin und- ir lok að fullu, en áhrifin hafa minnkað og frelsi einstakra leikstjóra aukist til muna. Alt- man hefur sagt frá þvi, þegar hann leikstýrði framhaldsþátt- um fyrir sjónvarpið, hvernig hann fór að: „Vegna þess að stjarnan f COMBAT gat ekki drepist, þá bjó ég til aðra merkilega persónu, sem ég not- aði í 3—4 þáttum, en síðan lét ég hana drepast snemma f næsta þætti þar á eftir, án þess að sýna það og án þess að það kæmi efnisþræðinum neitt við. Það var á móti reglunum. Það gerði menn taugaóstyrka. Ég var venjulega rekinn fyrir þetta.“ En vegna þess að Altman fer ekki eftir reglunum, verða fleiri ljón á vegi hans. 1 kvik- myndum eru alltaf bundnar miklar fjárfúlgur (venjulega hundruð milljóna) og það er verkefni dreifingaraðilanna að ná þessum kostnaði til baka. En vegna þess, að Altman fer ekki eftir neinum reglum nema sín- um eigin, hafa dreifingarfyrir- tækin, sem reynt hafa að koma myndum hans á framfæri, oft misskilið myndirnar og auglýst þær á röngum forsendum. Þannig lentu bæði McCABE AND MRS. MILLER og THE LONG GOODBYE upphaflega á villigötum, þar til auglýsinga- herferðinni fyrir myndirnar ver gerbraytt og eftir að BREWSTER McCLOUD hafði verið sýnd í nokkrar vikur við litla aðsókn gaf MGM myndina frá sér (það er sennilega kraftaverk, að hún skyldi kom- ast til Islands). Altman var óánægður með það, hvernig myndum hans ver dreift og þess vegna gerði hann samning við nokkra unga menn um að framleiða IMAGES. Þessir ungu menn ráku þá fram- leiðslufyrirtækið Hemdale, sem síðar varð hluti af fyrirtæki David Frost, Equity Enter- prises. En árangurinn varð ná- Susannah York sem Cathryn og Hugh Millais sem Marcel. Cathryn Harrison sem Susannah og Susannah York sem Cathryn. kvæmlega sá sami. Hemdale gat ekki freift o'g Columbia, sem átti að dreifa myndinni, vissi ekkert um myndina fyrr en tveim mánuðum áður en sýn- ingar áttu að hefjast — og her- ferðin mistókst. Þetta sýnir að- eins, að þó hægt sé að tala um meira frelsi leikstjóra í dag en áður hefur verið, til persónu- legrar túlkunar, eru þeir bundnir áhorfendum sínum að vissu marki — að því marki, sem myndin kostar í fram- leiðslu. Þetta er ákveðið tregðu- lögmál innan kvikmyndaiðnað- arins og breyting á því er ekki fyrirsjáanleg. Það þarf þess vegna nokkra dirfsku til að búa til mynd eins og Images. Altman skrifaði handritið en auk þess leggur Robert Altman. Susannah York til lestur upp Úr bók sinni „In search of Unicorns". Susannah York, sem leikur kleifhuga f mynd- inni, hlaut gullverðlaun í Cannes 1972 fyrir túlkun sfna á þessari sjúku persónu, Cathryn. Cathryn þjáist af alls- kynns ofskynjunum, hún sér fyrir sér fyrrverandi elskhuga sína tvo, annar hafði dáið fyrir tveimur árum, hinn er enn f fullu fjöri og kemur raunveru- lega f heimsókn eftir langa fjar- veru. Cathryn getur í fyrstu gert sér grein fyrir því, hvað sé raunverulegt og hvað sé fmynd- un, en smám saman verða þessi mörk óljós og hún getur ekki lengur gert sér grein fyrir hvað er hvað. Jafnframt tekst Alt- man að flækja áhorfandann svo, að hann er ekki lengur viss. Þetta á sérstaklega við f seinnihluta myndarinnar, þeg- SIGUROUR SVERRIR PÁLSSON ar Cathryn hefur tekið upp það ráð að drepa ímyndanir sfnar á mjög raunverulegan hátt og við vitum ekki lengur hvað er fmyndun og hvað raunveru- leiki. Mynd Altmans er þannig hvorki meiro eða minna en það sem titillinn ber með sér: ímyndir eða táknmyndir qm niðurbældar kynhvatir og til- finningar, sem fá útrás í frjóu hugarflugi. Images eru myndir hugans, tættar úr samhengi við skilning og gagnrýni, sem Cathryn hefur misst vald á. Alt- man notar nöfn leikaranna á dálftið sérstakan hátt í mynd- inni, og eins og til þess að und- irstrika enn frekar ruglinginn á raunveruleika og ímyndun. Cathryn Harrison leikur litla stúlku, sem kölluð er Susannah, Susannah leikur Cathryn, Rene Auberjonais leikur Hugh, Hugh Millais leik- ur Marcel og Marcel Mozzuffi leikur Rene. Það er ekkert sem sýnist í þessari martröð Alt- mans og einstaka sinnum er líkt og maður sé að horfa á mynd eftir Chabrol. Susannah York líkist Stephanie Audran ótrúlega mikið og nokkur atriði (eða öllu fremur einstakar myndir) gætu verið tekin beint úr Chabrol-mynd. (Þegar Susannah kyssir mann sinn og myndavélin beinir athygli okk- ar að hnifum f bakgrunninum; þegar Susannah kemur'heim frá járnbrautarstöðinni og býr sig undir að slátra næsta fórn- ardýri sinu). Altmann byggir Images upp sem spennandi sál- fræðimynd og honum tekst að halda áhorfandanum gjörsam- lega föngnum. Hvort sem áhorf- andinn vill leggja djúpan skiln- ing í myndina eða ekki, verður þvi ekki á móti mælt, að Alt- man hefur hér tekist að búa til mjög sérstæða og vel gerða mynd, sem sýnir að hann hefur fullkomið vald á kvikmynda- málinu. Með grátstaf- inn 1 kverkunum A Window to the Sky, Am. 1975. Leikstjórí: Larry Peerce. Þegar Love Story kitlaði tárakirtla heimsins á eftir- minnilegan hátt, var því spáð, að nú ættu áhorfendur i vændum mikið táratimabil. Sú varð þó ekki raunin, sem betur fer fyrir áhorfendur. Universal virðist þó vera þeirrar skoðunar, að þetta táratímabil eigi að koma og því framleiddu þeir fljótlega eftir Love Story myndina Sunshine, byggða á sönnum atburði um stúlku, sem vissi, að hún átti ekki langt eftir ólifað, með óþekktum leikur- um, sem liktust þeim Ali MacGraw og Ryan O'Neal (Love Story-leikurunum) hví- vetna i útliti. Nú hafa þeir tekið upp þráðinn að nýju og byggja enn á „sannri sögu'' Uppbyggingin i A Window to the Sky er fengin að láni úr fyrri myndunum, þannig að strax í byrjun vitum við, að unga stúlkan er lömuð áður en hún segir okkur harmsögu sína. Hún hlýtur því að eiga samúð okkar óskerta, burtséð frá þeim hörmungum öðrum, sem yfir hana dynja En þó það geti ekki talist óeðlilegt að karl- menn gráti, gengur það ein- um of langt, þegar þeir brotna saman hver á fætur öðrum að ekki sé talað um þegar fimm manna fjölskylda raðar sér upp úti í kvöldhúm- inu og grætur í kór Þó sagan sé upphaflega byggð á raun- verulegum atburðum, hefur leikstjórinn að lokum gengið svo langt í að fá áhorfendur til að gráta með sér, að hug- takið „raunveruleiki'' er horf- ið inn í grátklökka móðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.