Morgunblaðið - 14.11.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.11.1976, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NOVEMBER 1976 VlfP KAFP/NU u S /V77 PIB WILLOOGHFV J-ftOVLfi- - Þessi með bláu augun er komin aftur. Það er rétt læknar, slysaöldurn- Það er aðeins eitt fyrir þig að ar velta yfir mig á hverjum degi. Ljósmyndarinn: Viljið þér brjóstmynd eða hnémynd? Hún: ja, ég vildi nú helzt hafa andlitið með. Hvað segirðu um nýju Ijóða- bókina mína? Ég lagði hana frá mér með mestu ánægju. — Þú sagðir að þetta væri ágætis varðhundur. — Já, hefur hann ekki reynzt svo? — Jú, það er nú helzt að segja. t nótt var brotist inn hjá okkur og þá hamaðist hann og gelti svo ákaflega, að við gátum ekki heyrt til innbrotsþjóf- anna, hvorki þegar þeir komu né fóru. — Er gott loftslag hér f sveit- inni? — Framúrskarandi. Seinustu átta árin hefur ekki dáið nema einn maður hér. — Hver var það? — Læknirinn. Hann dó úr hungri. — Þetta er Ijómandi fallegt lag, sem þú varst að leika. Er það nýtt? — Nei, það er eftir Beethov- en. Þú veizt, að Beethoven er dauður? — Nei, ég hafði ekki einu sinni hugmynd um að hann væri veikur. — Hún er sein í snúningum, hún Sigga. — Minnztu ekki á það. Hún hefur verið f 30 ár að verða 25 ára gömul. [ VELVAKANDI Sá veldur miklu 99 99 „Sá veldur mikfu, sem upphaf- inu veldur." Þessi málsháttur seg- ir mikinn sannleika. Hér á landi er seft óhemju mikið áfengi að sögn útvarps og fréttablaða. Hjá Áfengisverzlun rfkisins var selt fyrir 1 og hálfan milljarð króna á þremur fyrstu mánuðum þessa árs. Eftir venju er þessari áfengis- neyzlu jafnað niður á alla lands- menn. Þetta er mjög mikil blekk- ing. Því að þótt það séu of margir, þá nær það engri átt að jafna þessu á alla landsmenn. Álitið er að minnst 10—12 þúsund manns eigi í erfiðleikum vegna neyzlu þess og ekki svo fáir algjörlega hjálparvana vegna fíknilyfja og vímugjafa. 0 Áfengi og slys. Á sfðast liðnu ári fengum við útvarpshlustendur að heyra við- tal fréttamanns útvarpsins við starfsfólk einnar slysadeildar í höfuðborginni. Fréttamaður spurði af hverju þessi tíðu slys um helgar stöfuðu. Læknir svar- aði, að flest slysin stöfuðu af áfengisneyzlu um helgar. Frétta- maður spurði hvað hægt væri að gera til að koma í veg fyrir slysin. Litla-Hrauni segir: „Um 90% af- brota eiga rót sína að rekja til áfengis- og eiturlyfjaneyzlu." „(Ur Alþýöubl.). 20. júnf skrifar í sama blað sjómaður greinarkorn. Hann segir: „Það ætti að banna áfengisneyzlu með lögum.“ 0 Hverjirbera ábyrgðina? Þá er að athuga hverjir valda þvi að þessi hörmung dynur yfir landsmenn. Hverjir eru það, sem ráða þvf að þetta eiturmagn er flutt inn? Er það ekki hið ein- valda Alþingi, sem hefur sett þessi helslóða lög? Það eru þau, sem breytt hafa lffi margra æsku- manna þessa lands, svo að þeir hafa dvalið í myrkum fangaklefa eða verið I geðveikrahælum. 0 Orsakir vfnsölu Þeir, sem vfnsölumálinu stjórna, eiga það markmið eitt að ná sem mestum peningum í ríkis- kassann. Þjónarnir I vínveitinga- húsunum fá þvf meiri laun sem þeir koma meira áfengi i gestina, enda bjóða þeir viðsjárverð skemmtiatriði til að draga að. Vínveitingar f veitingahúsum BRIDGE / UMSJÁ PÁLS BERGSSONAR Hvernig á að vinna 6 tígla í spili dagsins. Byrgið hendur austurs og vesturs áður en lengra er haldið. Norður s. 2 h. ÁK108 LÁKD10976 1.10 Vestur Austur s. KD10 s. 543 h. DG975 h. 642 t.G5 t. 643 1. Á76 1. 5432 Suður s. ÁG9876 h. 3 t. 2 I. KDG98 Sagnir gengu þannig, að vestur opnaði á 1 hjarta, norður spurði um ása með 4 gröndum, suður sýndi 1 ás með 5 tfglum og norður sagði 6 tígla. Suður er því sagn- hafi og vestur spilar út spaða- kóng. Takið nú við. Við skulum ekki gera tilraun til að stela slag á lauftíu f 2. slag. Andstæðingar okkar spila jafnvel og við en ekki látum við stela slag af okkur á þennan hátt. Sagnhafi á auðvitað að taka 1. slag á spaða- ás en sfðan spila hjarta því vestur verður að eiga bæði dróttningu og gosa. Láti vestur lágt hjarta svínum við tíunni og eigum slag- inn og trompum sfðan hjarta- áttuna með tfgultvistinum. Láti vestur hinsvegar hátt (sem er rétt spilað) þegar við spilum hjarta f 2. slag, tökum við slaginn f blindum og trompum hjarta- áttuna heima. Nú spilum við okkur inn á blindan, með þvf að trompa spaða og spilum öllum trompum blinds. Nú eigum við eftir 3 spil í blindum, kóng og tíu í hjarta og lauftíu. Vestur verðu að halda eftir drottningu og smáspili f hjarta ásamt laufásnum. Við spilum lauftfu og vestur verður að þiggja slaginn og spila hjarta. Við svínum tíu og fáum svo síðasta slag á hjartakóng. Ef við spilum laufi f 2. slag þá drepur vestur á ás og spilar trompi og þá er spilið óvinnandi. Furðulegt. Hér hafa hérarnir ætíð verið í tugatali? „Það þarf hugarfarsbreytingu hjá þeim, sem drekka og þeim, sem þessum málum stjórna," sagði læknirinn. 0 Áfengi og afbrot Menn er með dómsmál fara, voru einnig spurðir hver Væri helzta orsök afbrota. Svörin voru á þá leið að flest afbrotin væru áfengisafbrot. Fangavörður á eiga aó leggjast algjörlega niður. Af þeim stafar einungis ógæfa, þvf að úr þeim húsitm hefur leið margra legið beint i fangelsið. Unglingar byrja oft sína ógæfu- braut í veitingahúsum. Oftar og oftar leggja þeir þaðan leið sína í vínsölubúðirnar. Drykkjusýkin nær þá öflugri tökum á þeim. Þá sér ríkið fyrir því að viðskiptafólk vínbúðanna fái gistingu í fang- elsi. Maigret og þrjózka stúlkan Framhaldssaga eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 9 og segja einstaka skrftlu inn á milli. Vertínn Joseph tekur sætí Lapies gamla og vörubflstjðrinn kcmur aftur eftir að hafa skropp- ið heim og fengið sér kvöldverð. — Hann hefur að sumu lcyti lifað eins og blómi f eggi... Hann hefur látíð stjana við sig á alla lund. I.epapre sem er aðstoðarborgar- stjóri f Orgeval deplar augunum til hinna. Forrentin skilur bendinguna. Forrentin glottir. — Ég heyri að þér hafið ekki þekkt hann, segir Vertinn. — Enda þótt hann sé dauður verður maður að fá að hafa leyfi til að segja að hann var einhver mesti skftbuxi sem bjó hér ... — Hvað meinið þér með skft- buxi? — Hann hafði alltaf allt á hornum sér, reifst og þrasaði frá þvf hann opnaði augun og þangað til hann lokaði þeim á kvöldin ... Það var nú til dæmis þetta með glösin ... Hann lítur á hina og þeir kinka kolli. — Fyrst fannst honum konfaksglösin mfn hafa of þykkan botn og svo fann hann uppi í hillu glas sem hann vildi heldur. En svo uppgötvaði hann einu sinni að það tók nákvæmlega jafn mikið og hin og varð fjúkandi vondur — En þér völduð sjálfur þetta glas, sagði ég. Þá strunsaði hann út, keypti glas og kom með það. Það rúmaði þriðjungi meira en mfn glös. Það er allt f lagi að skenkja yður f þetta glas. sagði ég en þá verðið þér bara að borga meira. Svo lét hann ekki sjá sig í heila viku. Kvöld eitt sá ég hann standa f dyrunum. Glasið mitt? — Borga fimm sous meira, sagði ég. Hann fór aftur. Það leið heill mánuður og á cndanum var það ég sem varð að lúffa vegna þess okkur vantaði fjórða mann. Er kannski ekki hægt að kalla svona mann skftbuxa? Með þjónustupíuna gegndi sama máli. Þau rifust eins og hundur og kött- ur frá morgni til kvölds. Það mátti heyra til þeirra langar leið- ir að. Þau voru stundum f fýlu hvort við annað svo vikum skipti ... En ég held að f rauninni hafi hún alltaf haft sfðasta orðið. þvf að ég verð að segja það hrein- skilnislega að hún var helmingi meiri vargur en hann. Nú, nú, en ég er alténd spenntur að fá að vitá hver hefur gengið frá honum ... Hann var bara svona gerður kall- greyið ... Ég hef aldrei spilað við hann án þess hann gerði einhvern tfma f spilinu röfl og segði að einhver væri að reyna að svindla. — Fór hann oft til Parfsar? spyr Maigret skömmu seinna. — Eiginlega aldrei ... Einu sínni á þriggja mánaða fresti til að sækja eftirlaunin sfn ... Fór um morguninn og kom aftur um kvöldið... — Og Felicie? — Hvað haldið þið hinir? Fór Felicie til Parfsar. Þeim er ókunnugt um það. Aft- ur á móti hafa þeir oft séð hana dansa á sunnudagskvöldið á krá f Poissy við Kignu. — Vitið þér hvað gamli gaur- inn kallaði hana. Iiann talaði alltaf um dúfuna sína. Og hneykslaðist á þvf hvernig hún klæddi sig. Og hver getur láð hon- um það? Hún hefur alveg sérstakt lag á þvf að klæða sig afkáralega ... En ég verð bara að vera hrein- skilinn lögregluforingi, jafnvel þótt hann Forrentin sem selur lóðir hér f kring, verði vitlaus ... en mfn skoðun er sú að allir þeir sem búa f Jeanneville séu meira og minna klikkaðir ... þetta er ekki staður fyrir venjulegt fólk .. .Hálfgerðir sjúklingar sem hafa unnið eíns og skepnur allt sitt Iff og hefur dreymt um að draga sig I hlé og búa úti f sveit ... Gott ... Svo rennur dagurinn upp. Þeir láta ginnast af lit- skrúðugum bæklingum Forrent- ins ... og þeir lenda f sinni Para- dfs og uppgötva áður en við er litið að þeir eru að drepast úr leiðindum f sælurfkínu sfnu. En nú er allt um seinan. Þeir hafa lagt spariféð sitt f þetta og verða að rcyna að gera gott úr þessu ... Það eru þeirra ær og kýr að fara til dæmis f mál við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.