Morgunblaðið - 14.11.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.11.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1976 39 Frá þingi L.H.; Framtíð Skógarhóla — Veðurathugim á kappreiðum ÞVÍ var heitið á þessum þætti sl. sunnudag, að haldið skyldiáfram að greina frá ályktunum 27. þings Landssam- bands hestamannafélaga, sem haldið var á Höfn ( Hornafirði fyrir nokkru. Hér á eftir verður getið afgreiðslu nokkurra mála. Aðildarfélög Skógar- hólamóts taki við Skólgarhólum Miklar umræður urðu á þing- inu um framtíð Skógarhóla sem mótssvæðis L.H. og voru fluttar um það tiliögur að Skógarhóla skyldi leggja niður sem lands- mótssvæði en þess í stað ætti að halda landsmótin . á þeim stöðum, er félögin í viðkomandi fjórðungum næðu samstöðu um. 1 umræðum um málið vöruðu ýmsir við þvi að með samþykkt fyrrnefndrar tillögu væru hestamenn í raun að af- sala sér Skógarhólum um alia framtíð sem mótssvæði og áningarstað. Aðrir vildu hins vegar leggja áherslu á, að Skógarhólar hentuðu illa til landsmótshalds og vænlegra væri að halda mótin á félags- svæðum hestamannafélaganna, sem nú væru í uppbyggingu. Það kom fram í þessum umræð- um að 800 þúsund krónum hefði á árinu verið varið til HESTAR eftir TRYGGVA GUNNARSSON Tvö ný hesta- mannafélög TVÖ ný hestamannafélög fengu aðild að Landssambandi hestamannafélaga á þingi L.H. á Hornafirði fyrir skemmstu. Þessi félög eru Háfeti, Þorláks- höfn, en formaður Háfeta er Guðni Karlsson, og Glófaxi, Vopnafirði. Formaður Glófaxa er Halldór Halldórsson. AIls eru hestamannafélögin á landinu þá orðin 41. lagfæringa á girðingum og fleiru í Skógarhólum og töldu sumir ræðumanna, er til máls tóku við þessar umræður, að þarna væri verið að verja fé L.H. aðeins til góðs fyrir hestamenn á suðvestanverðu landinu. Niðurstaða þessara umræðna varð á þá lund að samþykkt var ályktun, þar sem gert er ráð fyrir því að þau hestamanna- félög sem staðið hafa að hinum svokölluðu Skógarhólamótum, taki við Skógarhólum til umhirðu og umsjónar og beri kostnað af framkvæmdum þar. Trúnaðarmaður geri yeðurathugun A þinginu komu fram tillögur um að betur yrði fylgt kapp- reiðareglum sem kveða á um að fylgst skuli með vindátt og vindhraða. 1 umræðum um til- lögur þessar kom fram að hægt er að fá vindmæla til notkunar á kappreiðavöllum en góðir mælar eru dýrir. Þó var upplýstað hægt væri að fá litla handhæga vindmæla, sem ekki væru mjög dýrir en ekki væri þar þó um fullkomin tæki að ræða. Ekki vildu menn gera það að skyldu að hafður væri til taks á öllum kapþreiðavöllum vindmælir en hestamannafélög- in voru hvött til að koma sér upp slíkum tækjabúnaði. Þing- ið samþykkti að gera þá viðbót við ákvæði kappreiðareglna, að til þess að Islandsmet fengist staðfest mætti meðvindur ekki vera yfir þrjú vindstig, þegar methlaupið fer fram og verði rökstuddur ágreiningur um vindátt og veðurhæð sé það for- senda metstaðfestingar að veðurathugun hafi átt sér stað á staðnum af tilkvöddum trúnaðarmanni dómnefndar. Dómnefnd skeri úr séu gæðingar jafnir Samþykkt var tillaga um að gæðingadómnefndir á hverju Sr. Halldór Gunnarsson, formaður Sindra og ritstjóri Hestsins okkar (t.v.), og Guðmundur Snorrason ræða saman á þingi L.H. móti ættu að ákveða röð gæðinga væru þeir jafnir að stigum. Eftir að spjaldadómar voru teknir upp hefur það orðið æ algengara að gæðingar hafa orðið jafnir að stigum og hefur þá oftast verið gripið til þess ráðs að varpa hlutkesti um röð gæðinganna. Hefur mörgum þótt þetta næsta hvimleitt og fundist það vera hlutverk Nýtt verð á folaldakjöti FRAMLEIÐSLURÁÐ landbúnaðarins hefur að til- mælum Hagsmunafélags hrossabænda auglýst verð á fol- aldakjöti, sem Sexmannanefnd hefur ákveðið. Samkvæmt þessu verði á framleiðandi að fá 220.00 krónur fyrir hvert kíló af folaldakjöti. Heildsölu- verð hvers kílós er 278,00 krónur og smásöluverð í heilum og hálfum skrokkum er 360 krónur hvert kíló. Næsta Evrópu- mót í Danmörku AKVEÐIÐ hefur verið að næsta Evrópumót íslenska hestsins fari fram siðari hluta næsta sumars I Danmörku. Ekki er búið að ákveða hvar og hvenær mótið verður haldið en allar lfkur eru á að það verði í Kaupmannahöfn og fari fram í lok ágústmánaðar. dómnefndar að skera úr um röð gæðinganna til verðlauna. Meðal þeirra milli- þinganefnda, sem skiluðu áliti á þessu þingi var nefnd, sem vann að endurskoðun reglna um gæðingadóma en nefnd þessi hafði skilað áliti á þinginu árið áður og var þá falið að starfa áfram. Nefndin lagði til- lögur sínar fram óbreyttar frá síðasta þingi og auk þess fluttu einstakir þingfulltrúar sjálf- stæðar tillögur sem ýmist höfðu verið fluttar á þinginu I fyrra og voru nú endurfluttar eða þeir fluttu nýjar tillögur um þessi mál. Þingheimur taldi sér ekki fært að samræma þessar tillögur á jafn skömmum tfma og til umráða var og samþykkti þingið því að L.H. boðaði til takmarkaðrar og afmarkaðrar ráðstefnu til að endurskoða og endursemja gildandi reglur um gæðingadóha með hliðsjón af þeim tillögum sem sram komu á þinginu, og er ráð fyrir því gert að þessari endurskoðun verði lokið fyrir 1. apríl 1977. Fækkun þing- fulltrúa felld Þingið felldi breytingar á lögum L.H. þess efnis að þing- fulltrúum yrði fækkað. Sam- kvæmt tillögunni átti félag með færri en 60 félaga að fá einn fulltrúa, félag með 61 til 120 félaga tvo fulltrúa, félag með 121 til 180 félaga þrjá fulltrúa o.s. frv. 1 núgildandi lögum L.H. eru ákvæði um að 40 félagsmenn skuli vera að baki hverjum þingfulltrúa. Guðmundur og Jón tví- menningsmeist- arar hjá BR Meistaratvfmenningi Bridge- félags Reykjavíkur er nú lokið með sigri Jóns Baldurssonar og Guðmundar Arnarssonar. Hlutu þeir 87 stig umfram meðalskor. Annars varð röð efstu para þessi: Hörður Blöndal — Þórir Sigurðsson 78 Guðmundur Pétursson ■— Öli Már Guðmundsson 70 Jóhann Jónsson — Þráinn Finnbogason 53 Sfmon Sfmonarson — Stefán Guðjohnsen 49 Keppnin í þessum flokki var mjög skemmtileg og spennandi og áttu sex pör möguleika á sigri f upphafi sfðasta kvölds. í fyrsta flokki var keppnin einnig mjög spennandi. Attu fjögar pör möguleika á sigri fyrir síðasta kvöld, en röðftmm efstu var þessi þegar upp var staðið: Logi Þormóðsson — Þorgeir Eyjólfsson 103 Bragi Erlendsson — Rfkarður Steinbergsson 97 Guðbrandur Sigurbergsson — Jón P. Sigurjónsson 73 Páll Hjaltason — Sverrir Armannsson 71 Jón G. Jónsson — Ölafur H. Ólafsson 43. Næsta keppni félagsins verð- ur blönduð keppni yngri og eldri spilara og hefst hún á fimmtudaginn kemur. Mikið af verðlaunum verða í keppni þessari og koma hinir óreynd- ari til með að spila við þrjá af hinum reyndari spilurum, þ.e.a.s. skipt verður um spila- félaga eftir hvert kvöld. Enn er hægt að komast í keppni þessa og þarf aðeins að mæta í Snorrabæ á fimmtudag- inn kemur — en þeir sem ekki hafa enn látið skrá sig eru beðnir að koma tímanlega. Keppnin hefst klukkan 20. Ragnar og Ellert sigurvegarar í hausttvímenningi Barðstrendinga Hausttvímenningi Bridge- deildar Barðstrendingafélags- ins er nú lokið og urðu sex efstu pörin þessi: stig. 1. Ragnar — Eggert 1366 2. Þórarinn — Finnbogi 1333 3. Viðar — Birgir 1316 4. Baldur — Óli 1300 5. Agnar — Guðlaugur 1291 6. Guðbjartur — Haf liði 1250 Hraðsveitarkeppni félagsins hefst n.k. mánudag 15. nóv. kl.v 7.45 í Domus Medica. Þátttöku verður að tilkynna f síma 41806 (Ragnar) og í /Síma 81904 (Sigurður). Sveit Gests orðin lang- efst hjá TBK Tveim umferðum af fimm er nú lokið ( hraðsveitarkeppni Tafl- og bridgeklúbbsins. Röð efstu sveita er nú þessi: Sveit: Gests Jónssonar 1139 Sigurðar Kristjánssonar 1065 Haralds Snorrasonar 1056 Braga Jónssonar 1055 Sigurbjörns Armannssonar 1022 Eirfks Helgasonar 1019 Bernharðs Guðmundssonar 1019. Það bar helzt til tfðinda sfð- asta kvöld að sveit Gests Jóns- sonar fékk mjög góða skor eða 604 stig sem 100 stig yfir meðal- skor. Næsta umferð verður spiluð á fimmtudaginn í Domus Med- ica. Bridgefélag Borgarness 25 ára Nýlokið er firmakeppni Bridgefélags Borgarness, en hún er einmenningskeppni og jafnframt einmenningsmeist- aramót félagsins. Bridgefélag Borgarness á nú 25 ára afmæli og er ætlunin að efla starfsemi þess mjög og minnast á ýmsan annan hátt þessara tímamóta. Það kom sér þvf ákaflega vel að hvorki meira né minna en 54 fyrirtæki og einstaklingar styrktu nú félagið með þátttöku í firmakeppninni og kann félag- ið þeim öllum sérstakar þakkir. Hér var um þriggja kvölda útsláttarkeppni að ræða og voru 26 firmu f úrslitum þann 4. nóv. s.l. Keppt var um veglegan far- andbikar. Urslit urðu sem hér segir: 1. Samvinnutryggingar. Unnsteinn Arason 62 stig. 2. —3. Ágúst Guðmundsson. Jórunn Bachmann 60 stig. 2.-3. Utibú K.B. Jenni R. Ölason. 60 stig. 4—5. Verkfr.st. Sig. Thorodd- sen. Guðjón Karlsson. 56 stig. 4—5. Steinar og Jóhann. Guðmundur Arason. 56 stig. I keppninni um einmennings- meistaratitil félagsins réð samanlagður árangur allra þriggja kvöldanna úrslitum og urðu þau þessi: stig. 1. örn Sigurbergsson 170 2. Jenni R. Ólason 161 3. Jón Einarsson 160 4. Jórunn Bachmann 158 5. Haraldur Jóhannesson 157 Næsti þáttur f vetrarstarfi Bridgefélags Borgarness er tvf- menningsmeistaramót félags- ins og stendur það væntanlega fram yfir áramót. Núverandi formaður félags- ins er Guðjón Pálsson. Hörkukeppni í Butler-tvímenn- ingi hjá Ásunum Urslit sfðasta mánudags, og staða efstu para í „Butler“- keppni BÁK, að loknum 25 umferðum (af 3 umferð),: stig 1. Jón Hilmarsson — Þorfinnur Karlsson 47 2. Ármann J. Lárusson — Sverrir Ármannsson 44 3. Haukur Hannesson — Ragnar Björnsson 40 4. Hjörleifur Jakobsson — Jóhann Bogason 38 Efstu pör: 1. Armann — Sverrir 143 2—3. Guðmundur Pétursson — Sigtryggur Sigurðsson 136 2—3. Jón Hilmarsson — Þorfinnur Karlsson 136 4. Guðmundur Pálsson — Sigmundur Stefánsson 117 Hörkubarátta er á toppnum, en þeir feðgar hafa sýnt mikla keppnishörku sfðustu umferð- ir. Efstu pörin spila innbyróis næsta mánudag. 22., hefst síðan Aðal-sveitakeppnin hjá okkur. VEGNA þrengsla i blaðinu verða nokkrar fréttir að b(ða fram yfir helgi. Brldge

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.