Morgunblaðið - 28.11.1976, Qupperneq 12
52
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÖVEMBER 1976
Pólitískt leikhús, ed
LEIKHÚS og leikhúsferðir er tvímælalaust einn
stærsti þátturinn í menningarlífi okkar Íslendinga,
sem og margra annarra þjóða. Það er því ekki óeðli-
legt að leikhúsið og málefni þess séu ofarlega á baugi í
almennum umræðum manna á meðal.
Nú um nokkurn tfma hafa ýmsar nýjar hugmyndir
verið á lofti hér á landi um gildi og hlutverk leikhúss-
ins. Þessar hugmyndir hafa orðið mönnum tilefni til
skoðanaskipta og ýmsir velta því fyrir sér, hver staða
leikhússins í samfélaginu sé. Er markmið þess fyrst
og fremst að þjóna listrænum tilgangi, skemmta fólki
eða á það að þjóna póiitískum tilgangi, vera tæki til
þjóðfélagshreytinga; eða er hlutverk þess kannski
eitthvaðallt annað?
í þessu samhandi hefur hugtakið „pólitískt leikhús"
skotið upp koilinum og ekki eru allir á eitt sáttir um
tilverurétt slíks leikhúss. Einnig virðist menn greina
nokkuð á um hvaða merkingu ber að leggja í orðið
„pólitískt leikhús“. Sumir segja að „allt leikhús sé í
eðli sínu pólitískt", en aðrir halda því fram, að
„pólitískt Ieikhús“ verði ávallt á kostnað listarinnar,
þ.e.a.s. að listin víki fyrir boðskapnum.
Vegna þessa máls sá Morgunhlaðið ástæðu til að
leita til nokkurra þjóðkunnra leikara, sem allir hafa
haft mikil afskipti af leikhúsmálum, og kynna sér
sjónarmið þeirra í þessu efni. Þau fylgja þessum
formála.
Árni Tryggvason
Ætti að eiga
fullan rétt á
sér, en ...
EF hér ætti að vera pólitískt Ieik-
hús, yrðu þeir, sem því stjórnuðu,
að vera anzi viðsýnir, ef það ætti
að þróast til einhvers gengis.
Ég hygg að það eigi ekki míkla
framtíð fyrir sér hér á landi eins
og málum er háttað í flokkapóli-
tfkinni. En auðvitað ætti það að
eiga fullan rétt á sér. Við lifum jú
í lýðfrjálsu landi.
Gunnar Eyjólfsson
„.. .Þá ráku
valdhafarnir
mig úr landi"
StJ staðreynd að við Islendingar
búum við lýðræði, tryggir rétt og
tilveru svo þýðingarmikillar
stofnunar sem pólitiskt leikhús á
að vera.
Raunverulegt lýðræði krefst
þeirrar gagnrýni, sem felst í póli-
tískri leikritun og aðeins lýðræði
þolir slíka gagnrýni.'
Sérhvert leikhús hefur ákveðið
markmið eða á að minnsta kosti
að hafa það.
Ef taka á pólitískt leikhús
alvarlega, hlýtur slíkt leikhús að
lýsa yfir tilgangi sinum og móta
alla starfsemi sína til þess að ná
settu markí.
Grimur falla fyrr eða síðar.
Leikrit um frelsi er gott ef það
leiðir til jafnréttis. Leikrit um
jafnrétti er ófullkomið nema það
leiði til bræðralags. Allt leikhús
er pólitískt en opinberlega styrkt
leikhús má aldrei verða flokks-
pólitískt
Að lokum hugleiðing:
Pólitískt leikrit:
Ég tók þátt I ritgerðasamkeppni
um sögu þjóðar minnar
I 1100 ár.
Alríkislögreglan skilur ekki
mál okkar
svo ég hlaut
1. verðlaun.
Lystireisu um Eyjahafið Gulag.
Ilvíllk fegurð
hvít og köld
það vaxa villtar frostrósir
á túndrunni.
Gisting á einnar stjörnu
lúxushóteli.
Ilerbergin eru tandurhrein
og loftkæld.
Lýsnar drepast úr kulda
nema þær
sem hafa vit á að leita skjóls
I handakrikum og nárum
eða hungri
nema þær
sem nærast á blóðsvita
túristanna.
Matseðillinn:
allt saman a la carte
kartöflusúpa
brauð
og
aqua naturelle
Vatnið f sundlauginni
hafði frosið til botns
rétt áður en ég kom
svo ég gekk út á fsinn
og sjá:
Eg gekk á vatni
f 18 ár.
Þegar ég kom heim
skrifaði ég
pólitiskt leikrit.
Þá ráku valdhafarnir mig
úr landi.
Gunnar Eyjólfsson
Guðrún Ásmundsdóttir
Að ákveða að
skipta sér ekki
af lífinu sjálfu
ÉG SKIL ekki almennilega þessa
sérflokkun á leikhúsi, sem kallað
er „pólitískt leikhús“, vegna þess
að allar sýningar, sem höfða á
einhvern hátt til þess samfélags,
sem við lifum í, eru pólitískt leik-
hús.
Margir gefa þá yfirlýsingu í
tíma og ótfma „að þeir skipti sér
ekki af pólitík". Mér finnst þessi
yfirlýsing ekki geta skilizt á
annan hátt en að þetta sama fólk
hafi ákveðið i eitt skipti fyrir öll
að „skipta sér ekki af“ lífinu
sjálfu. Leikhús, sem gæfi slíka
yfirlýsingu, ætti harla erfitt með
val á leikritum. Þvf hvað getur
höfundur skrifað um, sem ekkert
hefur með pólitík að gera? Um
hjónabandið? Hversu margir
erfiðleikar hjónabandsins hafa
ekki einmitt með samfélagið, for-
dóma þess og kröfur að gera? Um
einsemdina? Erum við þá ekki
einmitt komin á kaf í þetta svo-
kallaða „kerfi", sem svo sannar-
lega kemur pólitík við, — og
þannig mætti lengi telja.
Ef við tökum dæmi af þeim
leikritum, sem sýnd eru í borg-
inni í dag, þá vil ég segja að
„Skjaldhamrar" og „Æskuvinir",
jafn ólík verk og þau eru, hefðu
samt hinn sama pólitfska kjarna,
að gefa okkur tslendingum trú á
okkar eigin verðmæti, f stað þess
að einblfna alltaf á veikleika
okkar og smæð gagnvart erlend-
um stórveldum. „Nótt ástmeyj-
anna“ og „Saumastofan" dæmast
lfka pólitískar sýningar með sama
vandamál, kvenréttindi.
„Vojtsek" tekur fyrir vandamál
lítilmagnans I þjóðfélaginu eins
og niðurlæging hans getur orðið
mest og það gerist reyndar líka í
leikriti eins og „Ævintýri á
gönguför" (Skrifta-Hans). Ut-
koman verður þvf liklega sú, að
allt lefkhús sé pólitískt leikhús.
Sé átt við þurrt stagl um stefnu-
skrá eins flokks, með nafninu
„pólitískt leikhús", vil ég meina
að slík skrif hafi ekkert með leik-
hús að gera, en eigi frekar heima f
leiðurum dagblaðanna. Hvað þá
að slikt eigi skilið nafnið „póli-
tískt leikhús".
Herdís Þorvaldsdóttir
Umfram allt
að vera
skemmtilegt
ER ekki allt lífið á þessum hnetti
okkar pólitík og þar með flest það,
sem skrifað er fyrir leikhús?
Leikhúsið hefur alltaf verið
pólitfskt. Spurningin er ekki um
það, heldur hvort það eigi að
túlka einlitar flokkspólitískar
skoðanir. Það á það ekki að gera,
að mfnu áliti, hvorki bláar né
rauðar. Það á að túlka ólíkar skoð-
anir, hafa breidd. Það á að hafa
uppeldislegt gildi og eiga erindi
til fólks, kenna og vekja spurn-
ingar. En um fram allt má það
ekki vera leiðinlegt. Það er hægt
að segja hlutina á margan hátt og
oft er grin og háð beittara vopn
en prédikun.
Félagsfræðingar, sálfræðingar
og uppeldisfræðingar í Evrópu og
Ameríku hafa reynt að kanna
áróðursgildi leikhússins f dag og
hafa komizt :ð nokkuð svipaðri
niðurstöðu, þ.e.a.s. að það sé
fremur litið miðað við aðra fjöl-
miöla. Þeir álíta að ástæðan sé
aðallega sú, að flestir kaupa miða
i leikhúsið og vilja láta skemmta
sér. Fólkið tekur afstöðu til
miðilsins og er á verði. Um leið og
þvi leiðist er það orðið andsnúið
þvf, sem fram fer. Sjónvarpið og
útvarpið er hægt að loka fyrir ef
fólki finnst það leiðinlegt, án þess
að þvi finnist afnotagjaldinu vera
sóað. Bók eða blað hefur oftast
meiri áróðurshrif þar sem það
stýrist algerlega af vali lesandans.
Fyrr á öldum var þessu öðru
vfsi farið. Þá var leikhúsið næst-
um eini fjölmiðillinn til þess að
koma skoðunum sfnum til fólks-
ins, sem að mestum hluta var
ólæst.
Aristophanes, sem var uppi á
fjórðu öld fyrir Krist, skrifaði há-
pólitisk verk, t.d. „Skýin“, en í því
verki er ráðizt heiftarlega á
nokkra samtiðarmenn og þeir
nefndir réttum nöfnum. Þeirra á
meðal var Sókrates, sem var sak-
aður um að spilla æskunni. Þvf
hefur verið haldið fram, að þetta
leikrit hafi átt sinn þátt f því,
hvernig ævi hans lauk.
Moliére, sem var uppi um miðja
17 öld, skrifaði beitt og háðskt
ádeiluverk um samtfðarmenn
sína. Má þar nefna Imyndunar-
veikina, sem verið er að sýna
núna. Þar ræðst Moliére á skottu-
lækningar læknastéttarinnar.í þá
daga og ádeilan heldur jafnvel
gildi sínu enn þann dag í dag.
Sum leikrit Moliéres voru bönnuð
á hans dögum. Sama má segja úm
fleiri höfunda, sem nú eru klass-
fskir. Ibsen vakti mikla hneyksl-
un og deilur með sfnum verkum,
t.d. Brúðuheimilinu og Þjóðníð-
ingi, sem var sýnt hér nýlega, en
þau vandamál, sem þar er glímt
við, valda engri úlfúð í dag.
Bertolt Brecht (1898—1956) kom
með pólitískar kenningar um
hvernig leikhús ætti að vera og þó
að hans kenningar værru um-
deildar á sínum tíma og séu enn,
þá hefur hann haft mikil áhrif á
leikhúsið í dag.
Að öllu þessu athuguðu er sjálf-
sagt að leikhúsið sé leiðandi og
taki þátt í samfélagsþróuninni
eftir beztu getu, sé hringtorg
hinnar pólitfsku umræðu dagsins
á lifandi og skemmtilegan hátt.
Þar með er það pólitiskt, svo svar-
íð verður já. Leikhús á að vera
pólitískt.
Jón Sigurbjörnsson
Flokkspólitískur
ræðustóll
— aldrei
LEIKHUSI, sem nauðar á flokks-
pólitískum kennisetningum og
áróðri, er ég algjörlega mótfall-
inn.
Leikhús á að vera viðsýnt. —
Það á auðvitað að spegla samtíð-
ina. Það á að ráðast að óréttlætinu
í þjóðfélaginu hvar sem það kem-
ur fram umbúðalaust, ýmist með
gríni eða alvöru, en alltaf á list-
rænan hátt.
— En flokkspólitískur ræðu-
stóll — aldrei. Enginn einn flokk-
ur á að mínu viti skilið slíkt
áróðurstæki. Þeir verða að láta
sér nægja æskulýðsfélögin sem
uppeldisstöðvar!!
Klemenz Jónsson
Þar þrífst
aldrei sönn list
SEGJA má að flest leikhúsverkin
séu pólítisk að einhverju leyti ef
grannt er skoðað. Pólftikin
smeygir sér alls staðar inn í ein-
hverri mynd. Ekkert á heldur að
vera nútfma leikhúsi óviðkom-
andi. Þar á að ríkja lýðræðislegur
andi og frjálshyggja. En hóf er
bezt á öllum hlutum, einnig I leik-
húsinu.
Þar sem ákveðin stjórnmálaöfl
ná yfirráðum yfir lefkhúsum og
túlka einhliða stjórnmálalega
skoðun flokki sfnum og stefnu til
framdráttar, þar er að mínu mafi
voðinn vís. Þess vegna er ég mót-
fallinn pólitizku leikhúsi, þar sem
listin verður að lfða fyrir pólitískt
ofstæki. Þar þrffst sönn list aldrei
til lengdar því loftið er lævi
blandi.