Morgunblaðið - 28.11.1976, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NOVEMBER 1976
53
Róbert Arnfinnsson
Listrænn tján-
ingarmáttur
aðalatriðið
I eðli sinu er leíkhús pólitiskt að
þvi leyti að þar eru iðulega tekin
til flutnings verkefni, sem fela í
sér umfjöllun, gagnrýni og af-
stöðu til ýmiss konar stjórnmála-
legra eða þjóðfélagslegra málefna
og vandamála af ýmsu tagi, en
það leggur að sjálfsögðu fyrst og
fremst áherzlu á listrænan
tjáningarmátt sinn í slikum verk-
um, ekki siður en öðrum.
Þannig hefur gott leikhús alltaf
verið og þannig á það að vera í
frjálsum löndum.
Dæmi um gott pólitískt leikhús-
verk er hið frábæra og sigilda
leikrit Ibsens, „Þjóðníðingurinn".
Hin nútimalega og algengari
merking hugtaksins „pólitískt,
leikhús“ eins og tíðkast í ein-
ræðis- og lögreglurlkjum, svo sem
var i Þýzkalandi á tímum
nazitanna og er sennilega i flest-
um kommúnistarikjum í dag.
Slíkt leikhús á, sem betur fer ekki
erindi til okkar — og persónulega
á ég enga ósk æðri til handa ís-
lenzku leikhúsi en að listrænn
vegur þess megi sifellt eflast og
dafna, en með þvi móti einu auðn-
asíítþvi að risa upp úr tímabund-
inni flatneskju og um leið að
hrista af sér þá flokkspólitisku
óværu, sem farin er að valda
hvimleiðum kláða í íslenzku nú-
timaleikhúsi.
Steindór Hjörleifsson
„Pólitískt leik-
hús" er ekkert
lausnarorð
syning Leikfélags Reykjavikur
á leikritinu „Æskuvinir“ eftir
Svövu Jakobsdóttur hefur vakið
mikla eftirtekt og orðið gagnrýn-
endum og leikhúsgestum tilefni
til umræðu um hugtakið „póli-
tiskt leikhús“. Á síðari árum hef-
ur þessi umræða um pólitiskt og
þjóðfélagslet gildi leikhússins
vaxið óðum og sú krafa er gerð til
þess, að það taki markvissari þátt
í þvi að kryfja félagsleg og póli-
tisk vandamái sinnar samtiðar, —
taki afstöðu og beiti listrænum
mætti sínum til að hafa áhrif á
skoðanir áhorfenda. Það er
kannski engin goðgá að halda því
fram að skáld og listamenn séu
öðrum næmari á þessi marg-
nefndu félagslegu vandamál og
pólitísku strauma. Leikverk, sem
flytja okkur hagnýtan boðskap og
ádeilu, sem sprottin eru úr póli-
tiskri umræðu dagsins geta þvi
sagt okkur dýrmætan tímabæran
sannleika, en þurfa að sjálfsögðu
nokkra tímanlega fjarlægð til
þess að sanna eða afsanna varan-
legt gildi sitt. Aðaltilgangur
ádeilu eða „pólitiska" leikhússins
er auðvitað að vera innlegg í bar-
áttuna hverju sinni. í þeim til-
gangi hafa margir höfundar, sem
síðar hafa orðið klassiskir, skrifað
leikrit sin.. . Ibsen, Shaw, Kaj
Munk, Brecht, Odets, Miller —
jafnvel Shakespeare, svo örfá
nöfn séu nefnd. í langri sögu leik-
hússins hafa kóngar, keisarar og
kirkja notfært sér það i barátt-
unni um völd og áhrif. „Pólitiskt"
leikhús er samt ekkert lausnarorð
og getur jafnvel orðið „boomer-
ang“ og haft þveröfug áhrif við
tilganginn, ekki síður en þegar
alræði og auður vill meta leikhús-
ið sem pólitiskan predikunarstól.
Má ég minna á sósíalrealismann í
Sovétrikjunum, þar sem Flokkur-
inn ákveður hvernig listin á að
vera, ljóð, leikrit, málverk, —
jafnvel byggingarlist. Og aldrei
hef ég átt nöturlegri stund í leik-
húsi, en þegar ég horfði á amer-
íska sýningu á vegum „Moral
Rearmament" hreyfingarinnar,
sem átti að sýna hvað Rússarnir
væru vondir og hættulegir!!!
I greinargerð frá Leikarafélagi
Þjóðleikhússins, sem birtist að
gefnu tilefni í vetur, sagði svo:
„Við lýsum yfir þvi, að það sé
ekki aðeins réttur leikhúss i lýð-
ræðisriki, heldur beinlínis skylda
að taka til meðferðar verk, sem
lýsa ólíkum sjónarmiðum og bera
vitni þeim andstæðum, sem búa í
þvi þjóðfélagi, sem rekur þetta
leikhús. Allt leikhús er i eðli sínu
pólitiskt. Þjóðleikhúsið má hins
vegar aldrei vera flokkspólitískt.“
— Þetta er að minu mati mergur-
inn málsins. Ádeilan, sem felst í
leikritinu „Æskuvinir", á dvöl er-
lends herliðs í landinu og siðspill-
andi áhrif þess er engin flokks-
pólitik. Andstæðingar herstöðvar-
innar eru úr öllum flokkum. Leik-
húsmenn hljóta að fagna hverju
því leikriti, sem örvar áhorfendur
til sjálfstæðrar afstöðu til þeirra
mála, sem efst eru á baugi hverju
sinni og þetta málefni eru von-
andi allir sammála um að sé um-
hugsunarvert.
L.R. hefur áður flutt leikrit af
svipuðum toga, — ég nefni Atóm-
stöðina (H. Laxness), Minkana
(Erl. Halldórsson) og Skjald-
hamra (Jónas Arnason). Sem inn-
legg í umræðu um kynþáttafor-
dóma (sem fjölmiðlar hafa nýlega
fullyrt að hér finnist) má nefna
leikritin ,,Hitabylgja“ og „Djúpt
liggja rætur“. Þegar það leikrit
var frumsýnt, sagði einn gagnrýn-
andi, að efni þess væri okkur Is-
lendingum framandi og ætti ekki
erindi við íslenzka leikhúsgesti.
Tveimur dögum seinna var aug-
lýst á dyrum eins aðalhótels
borgarinnar, að svertingjar
fengju ekki aðgang þar. Sagt var
að það væri að ósk einhverra
amerískra offísera, sem þangað
vöndu komu sínar. Þessi maka-
lausa auglýsing var reyndar fjar-
lægð fljótlega af góðum mönnum.
L.R. er sameign Reykvikinga og
þarf auðvitað hér eftir sem hing-
að til að bjóða þeim upp á sem
Framhald á bls. 54
Og hvað verður um
vini okkar?
Og hvað verður um þig
og mig?
WOLF BIERMANN
NÝTT
BRÉF
TIL
REINERS
KUNZE
Þetta bréf berst þér varla.
En ég sé þig sitja
í herbergi þínu í Greiz,
blaðið autt í ritvélinni,
og myndirnar á veggnum
af skáldbræðrum þinum og vinum
horfa á þig
Þú varar á einum stað
Tékkann Jan Skácel við því,
(hann sem orti Ijóðið um villigæsirnar),
að senda stór póstkort
og skrifa of mikið
á þau.
Þú segir:
Ég veit.
Pósturinn sem þú yrkir svo oft um
kemur að húsinu
við Franz-Feustel götu.
Við skulum vona að það sé hann,
en ekki þeir
sem Biermann söng um
í Vænstu ekki betri tíma.
Þú yrkir á öðrum stað
um dauðann:
Einn morgun hringir hann dyrabjöllunni
í gervi póstsins.
Og þú segir við hann:
Bíddu þangað til pósturinn hefur komið.
Þú hreifst af íslensku frímerkjunum:
Húsafellsskógi Ásgríms.
Á myndinni sem þú sendir mér
brosirðu eins og jafnan.
Ef þetta bréf berst þér
veistu að ég
hugsa um þig
og þakka þér fyrir bókina
Die wunderbaren Jahre.
Hvenær koma þau?
Hvenær kemur pósturinn með þau?
Þá heldurðu honum hátíð
eins og þú hefur lofað
og græn frímerki blómstra út
í kringum ykkur.
Hér er mildur vetur
og senn aðventa.
í gær fór ég með dætrum mínum
til að skoða jólasveinana
í gluggum verslananna
í Reykjavík.
í einum þeirra var trúður.
Tákn samvisku okkar?
Kannski minnir hann bara á
sumarleyfi í útlöndum?
Hvað segir dóttir þín,
ef þú færð ekkert bréf?
JÓHANN HJÁLMARSSON
GALANSKOV
Júrí Galanskov skáld lézt í Síberíu eftir að honum hafði
verið neitað um læknishjálp, en
samfangar hans reyndu að skera hann upp.
Ég kynntist þér látnum í verki eftir Viktor Sparre,
það var vetur á næstu grösum í minni sál
og þögnin í myndinni þung og náköld sem stál
og þú varst svo óralangt burtu og lifinu fjarri,
samt kynntumst við hér og konu sem grét í hljóði
og kvöl sem gengur aftur í næsta Ijóði
(ég horfði á fjóra fylgja þér einum til grafar,
nú fylgir þú skömm vorra tíma í úthelltu blóði
þess fórnaða manns sem var fangi og öðrum til tafar).
En flugnasuð og gaddavírsrunni sem vex
í minningu skálds og fangelsiskuldi og kex
eru kveljandi tákn um hættu sem mönnum stafar
af þrælabúð þar sem óþekkta stærðin er X.
MATTHÍAS JOHANNESSEN