Morgunblaðið - 01.12.1976, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1976
3
Oslóarsamkomu-
lagið og viðurkenn-
ing 200 mílna
OSLÓARSAMNINGURINN
svokallaði, sem þeir Einar
Ágústsson, utanrlkisráðherra,
og Matthfas Bjarnason, sjávar-
útvegsráðherra, gerðu fyrir 6
mánuðum f Ósló við utanrfkis-
ráðherra Breta, Anthony Cros-
land, er nú að renna út. Þar
með er iokið margra alda fisk-
veiðum Breta við Island, þar
sem þeir f samningi þessum
viðurkenndu að þeir myndu
ekki geta veitt innan fslenzkrar
fiskveiðilögsögu eftir 1. desem-
ber 1976, nema með leyfi Is-
lendinga. Þar með fékkst iang-
þráð viðurkenning erfiðasta
andstæðings okkar f baráttunni
fyrir yfirráðum yfir fiskveiði-
lögsögu Isiands.
Óslóarsamningurinn varð til
eftir algjöra sjálfheldu, sem
fiskveiðideila Breta og íslend-
inga var komin f. Mjög alvar-
legt ástand hafði rfkt á Islands-
miðum um nokkurra mánaða
skeið og stöðugar ásiglingar
freigátna á íslenzk varðskip
gerðu mönnum ljóst að stór-
hætta var á ferðum, þótt svo
giftusamlega tækist til, að ekki
urðu slys í þessum geðveikis-
lega hamagangi. Þegar nokkuð
var liðið á miðjan maí fór utan-
ríkisráðherra Islands til Óslóar,
þar sem halda átti utanríkisráð-
herrafund Atlantshafsbanda-
lagsins. Framkvæmdastjóri
þess, Joseph Luns, og utanríkis-
ráðherra Noregs, Knut Fryden-
lund, höfðu báðir lagt sig allan
fram um að sætta deiluaðila og
fyrir milligöngu norska ráð-
herrans bað Crosland slðan um
fund með Einari Agústssyni
strax f upphafi ráðherrafundar-
ins.
Þar með var ísinn brotinn og
ráðherrarnir áttu nokkra fundi
með sér í Ósló, þar sem skipzt
var á skoðunum. I ljós kom að
Crosland var mikið í mun að
binda enda á þorskastríðið og
eftir að ráðherrarnir voru
komnir heim og rfkisstjórnir
landanna höfðu fjallað um nið-
urstöður funda þeirra í Ósló,
var ákveðið að hittast þar aftur.
Samningafundir voru boðaðir f
gestahúsi norsku rfkisstjórnar-
innar um mánaðamótin maí-
júní.
Sfðdegis þriðjudaginn 1. júnf
1976 komust sáðan ráðherrarnir
tveir, Einar Ágústsson og Matt-
hfas Bjarnason, að samkomu-
lagi við Crosland og utanríkis-
ráðherrarnir skiptust á orð-
sendingum og samkomulagið
tók gildi. Efni þess f meginat-
riðum var á þessa lund:
Bretar viðurkenndu 200
mflna lögsögu tslands með
orðunum: „Eftir að samningur-
inn fellur úr gildi, munu brezk
skip aðeins stunda veiðar á þvf
svæði, sem tilgrein er f hinni
íslenzku reglugerð frá 15. júlf
1975 f samræmi við það sem
samþykkt kann að verða af
Islands hálfu.“ Þessi reglugerð,
sem nefnd var í niðurlags-
orðum samningsins, var reglu-
gerðin um útfærslu fslenzku
fiskveiðilögsögunnar sem
Matthfas Bjarnason hafði
undirritað árinu áður og gerði
að veruleika 200 mflur frá og
með 15. október 1975.
1 samkomulaginu var einnig
gert ráð fyrir þvf að á næstu 6
mánuðum mættu 24 brezkir
togarar veiða hvern dag hér við
land utan 20 og 30 mflna frá
grunnlfnupunktum. Togaratal-
an 24 var meðaltalstala, en
togararnir máttu þó aldrei
verða fleiri en 29. Jafnframt
Framhald á bls. 21
Einar Agústsson og Anthony Crosland skiptast á orðsendingum
um fiskveiðideilu landanna, sem þar með var lokið, friður
saminn og tslendingar hrósuðu sigri.
Einar Ágústsson og Matthfas Bjarnason á blaðamannafundi eftir
að samkomulagið náðist I Osló.
„Tvimælalaust átti ekki
að semja við Breta”
— Viðbrögð stjórnarandstæðinga, er
r
Oslóarsamningurinn var gerður
| ÞÓTT flestir hafi þegar f upp-
hafi, er ráðherrarnir Einar
' Ágústsson og Matthfas Bjarna-
| son komu heim með Óslóar-
■ samninginn, gert sér ljóst að
1 um sigur var að ræða fyrir
| fslenzkan málstað I fiskveiði-
| deilunni við Breta, var stjórn-
arandstaðan ekki sannfærð um
I ágæti hans. Þannig efndi sam-
I starfsnefnd áhugamanna um
verndun landhelginnar til al-
I menns fundar á Lækjartorgi
til þess að mótmæla samkomu-
laginu. Sá útifundur var þó
I ekki f jölmennur.
Forystumenn stjórnarand-
stöðunnar voru einnig and-
• snúnir samkomulaginu. I vað-
tölum við Morgunblaðið dag-
inn eftir gerð samkomulagsins,
2. júní, sögðu talsmenn þess-
ara þriggja flokka, Alþýðu-
I bandalagsins, Alþýðuflokksins
og Samtaka frjálslyndra og
vinstri manna, meðal annars.
Ragnar Arnalds: „Ég hefði
talið tvfmælalaust að ekki ætti
að semja við Breta, og rifta um
leið samningum við Vestur-
Þjóðverja.Það er nefnilega
alveg ljóst, að Bretar munu
krefjast þess þegar þessi nýi
samningur rennur út að fá að
veiða jafnlengi og Þjóðverjar
eða fram til 1. desember 1977,
eða f heilt ár eftir að samning-
urinn rennur út. Þetta gera
þeir með því að láta EBE beita
okkur efnahagsþvingunum, en
ákvæðið um bókun 6 f hinum
nýja samningi er einmitt svo
loðið, að Bretar geta túlkað
það sér í hag.“
Benedikt Gröndal: „I til-
kynningunni, sem Alþýðu-
flokkurinn gaf út um helgina,
sáum við mikla annmarka á
þessum samningum. Við Al-
þýðuflokksmenn teljum að
þeir hafi verulega galla og
þess vegna erum við andvígir
þeim. Að vísu er það mikil-
vægt, að mannslíf eru ekki f
hættu lengur, en við erum ekki
sammála fslenzku ráðherrun-
um, sem samningana gerðu, að
viðurkenning sé nægilega
skýr.“
Karvel Pálmason: „Um
þennan samning, sem búið er
að gera við Breta, vil ég ekkert
segja á þessu stigi. Ég hef að-
eins haft fregnir af honum i
fjölmiðlum og vil ekki dæma
hann eftir því. Ég get því ekk-
ert sagt fyrr en ég hef fengið
samninginn í hendur. En hinu
er ekki að leyna, að ég var og
er andvígur þvf að gengið yrði
til samninga við Breta nú.“
32 SffiW
♦ 1
^TetoftOmílut'
nnilíl
iketvna
Cr»m»*>y l»l»n<» ••
1
s’s‘"
“■STftSssíLÍÍ
'ssssr
oiarel
Bretar
-innaitíslew
Forsfða Morgunblaðsins 2. júnf síðastliðinn þar sem skýrt er frá
samkomulaginu við Breta.
Geir Hallgrímsson:
Brottför Breta ávöxtur
Óslóarsamkomulagsins
STAÐREYND er að brezk fiskveiðiskip hverfa úr fslenzkri fiskveiðilandhelgi á fullveldisdaginn, sagði
Geir Hallgrfmsson forsætisráðherra f svarræðu á Alþingi f gær, sem staðfestir, að I Óslóarsamkomulaginu
fólst formleg viðurkenning Breta á 200 mllna fiskveiðilandhelgi okkar. Tollfrfðindi, samkvæmt bókun
sex, munu gilda áfram, eftir brottför Breta. Við getum nú metið, út frá okkar eigin hagsmunum einum,
hvort gengið verður til samninga um gagnkvæman fiskveiðirétt eða ekki. Tortryggni sú, sem stjórnarand-
stæðingar reyndu að sá til við gerð Óslóarsamkomulagsins, hefur þvl orðið sér til minnkuna, sagði
forsætisráðherra, efnislega eftir haft. Viðræður við EBE nú munu og verða okkur tii góðs eins, hvort sem
þær leiða til samkomulags eða ekki.
Lúðvlk Jósepsson, fyrrv.
sjávarútvegsráðherra, kvaddi sér
hljóðs utan dagskrár á Alþinga f
gær, og gerði að umtalsefni
könnunarviðræður við EBE, varð-
andi fiskfriðunarmál og stjórnun
fiskveiða á Norðaustur-
Atlantshafi. er hann taldi kunna
að leiða til nýrra veiðiheimilda
EBE-rfkja innan fslenzkrar fisk-
veiðilögsögu. I þessum viðræðum
hefðu tekið þátt 2 ráðherrar,- 2
alþingismenn, 8 embættismenn
og loks forsætisráðherra sjálfur.
Framhaldsviðræður væru ráð-
gerðar, eftir að Alþingi yrði sent
heim f jólafrf. Leiða mætti að þvf
líkur, hvað biði þingmanna kom-
inna til starfa á ný eftir áramótin.
Vitnaði hann til séryfirlýsinga
samningamanns EBE, eftir við-
ræður við islenzka ráðamenn, og
erlendra fréttastofufregna um
líkur á veiðileyfum til 12 brezkra
togara. — Lúðvfk sagði ekki eftir
neinu að sækjast af okkar hálfu,
hvorki í Norðursjó, þar sem tak-
marka þyrfti veiðisókn f sfld, né
við Grænland, þar sem ástand
fiskstofn a væri mjög bágborið.
Auk þess væri umboð EBE til
samningagerðar um veiðirétt við
Grænland vafasamt. Þar við bætt-
ist enn að við hefðum ekkert að
bjóða. Krafðist hann yfirlýsingar
frá forsætisráðherra um, að hvers
konar samningar væru útilokaðir
og málið lagt fyrir Alþingi með
eðlilegum hætti — ella myndi
Alþýðubandalagið krefjast
útvarpsumræðna um málið f
heild.
Geir Hallgrímsson sagði að
þetta mál væri í raun margrætt á
Alþingi í vetur. I framhaldi af
viðræðum nýverið hefði málið
verið lagt fyrir utanríkismála-
nefnd og yrði lagt fyrir land-
helgisnefnd eftir helgina. Þann
veg yrði fullt samráð haft við
Framhald á bls. 23