Morgunblaðið - 01.12.1976, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1976
Leikurinn æsist
GETRAUNAÞATTUR
MORGUNBLAÐSINS
ÞAÐ skal játað, að við tókum
heldur mikið upp í okkur er við
birtum pottþétta seðilinn í
sfðustu viku, en þó var hann 50%
réttur. Það eru vissulega margar
skýringar á óförunum, en það sem
vegur líklega þyngst er sú
staðreynd, að sex leikjum lauk
ekki eins og vað höfðum ákveðið
að þeir skyldu og því fór sem fór.
Hér eftir verður því engu lofað.
Arsenal — Newcastle. Tvöfaldur
1 eðaX
Newcastle hafa verið miklu
sterkari í haust en nokkurn óraði
og það sama má segja um Arsenal.
Hér verður þvi meðalvegurinn
troðinn, þar eð leikur þessi virðist
tvísýnn í meira lagi. Jafntefli
(2—2) en til vara gæti heimaliðið
rétt marið það (2—1).
Aston Villa — Tottenham 1.
Sá óvænti atburður átti sér stað
síðasta laugardag, að Tottenham
hélt hreinu og krækti um leið í
iangþráðan sigur. Þau úrslit gætu
gefið liðinu byr undir báða vængi
og ættu leikmenn Villa að fara að
öllu með gát. Það er samt spá
okkar, að Aston Villa sigri og þá
nokkuð örugglega. Heimasigur
(3—1).
Bristol C — Leeds Utd. X
Þrátt fyrir tap Bristol-liðsins
fyrir Liverpool síðustu helgi, er
liðið meira en lfklegt til að velgja
Leedsurum undir uggum þó að
lfklega nái þeir eigi að knýja fram
sigur gegn Leeds-liði sem hefur
nú leikið allmarga leiki í röð án
taps. Jafntefli (1—1)
Everton — Norwich 1
Everton hefur hlotið slæma
rassskelli í síðustu deildaleikjum
sínum og hrapað um leið töluvert
niður töfluna. Ætli þeir hefni sín
ekki á aumingja Norwich? Heima-
sigur (2—0),
Ipswich — Liverpool. Tvöfaldur 1
eða X
Gaman væri, ef Ipswich gæta
sigrað í leiknum og aukið þannig
spennuna í toppbaráttunni. Það
er vissulega möguleiki og er það
önnur spá okkar, heimasigur
(2—1). Hinn möguleikinn og lík-
lega sá líklegri er að Liverpool
kreisti út jafntefli og þá vafalaust
eftir að hafa jafnað á lokamfnút-
unum eins og þeirra er siður á
útivöllum, Jafntefli (1—1).
Leicester — Birmingham.
Tvöfaldur X eða 1.
Jæja, þá er það pottþétti leikur-
inn. Tippa bara á jafntefli og þá
er maður a.m.k. með einn réttan á
seðlinum. Þó hyggjumst við hafa
heimasigur til vara. (1—1) og
(3—2).
Manchester City — Derby 1
Manchester-liðið er lfklegra til
að hreppa hnossið úr þessari
viðureign gegn hauslausu Derby-
liði. Heimasigur (4—2).
QPR — Manchester Utd.
Tvöfaldur 1 eða X
Aðalspáin er heimasigur, vegna
þess að QPR hafa reynst sterkir á
heimavelli sínum. Til vara
giskum við á jafntefli vegna þess
að þó að Manchester-liðið hafi
staðið sig illa síðustu vikurnar, þá
hafa þó betri leikir þess verið á
útivöllum. Heimasigur eða jafn-
tefli. (3—1) eða (2—2).
Stoke — Coventry 1.
Enn sem komið er hafa gestir
Stoke varla skorað mark gegn
þeim hvað þá meira og þykir
okkur, að Coventry sé ólfklegt til
að gera einhverja byltingu þar
um slóðir. Heimasigur (1—0).
Sunderland — WBA 1
Það er svo mikið f húfi, að
Sunderland má alls ekki tapa
leiknum og spáum við þvf, að þeir
geri það eigi heldur sigri (2—0).
West Ham — Middlesboro X
West Ham náði merkum áfanga
síðustu helgi, er þeir sigruðu í
sfnum fyrsta útileik á leiktíma-
bilinu gegn götóttri vörn
Mancheoter Utd. Þeir fá nú að
glfma við sterkari vörn næsta
laugardag og er það spá okkar að
hún reynist þeim ofviða og þeim
takist ei að skora. Þar eð Middles-
boro er heldur ekki líklegt til að
skora frekar en fyrri daginn, eru
lfkur á steindauðu jafntefli
(0—0).
Burnley —Cardiff 1
Burnley sigrar það er jafn
öruggt og undirritaður er öruggur
spámaður. Heimasigur (2—0).
—gg
Snörp átök f sveitakeppninni. Eysteinn Þorvaldsson dómari fylgist með að farið sé eftir settum reglum,
en áhugi og ákefð skfn úr svip júdómannanna sem fylgjast með félögum sfnum.
JÚDÓFÉLAGSMENN UNNU
( SVEITAKEPPNINNI
- EN VIÐAR GUÐJOHNSEN VAKTI MESTA ATHYGLI
A-SVEIT Júdófélags Reykjavfkur
bar sigur úr býtum f sveitakeppni
Júdósambands Islands sem lauk
um helgina. Sigraði sveitin A-
sveit Armanns f úrslitum með
fjórum vinningum gegn einum.
Var það Viðar Guðjohnsen, hinn
ungi en snjalli júdómaður Ar-
menninga, sem krækti f einn
vinning fyrir sveit sfna f útslita-
keppninni, en Viðar sýndi ótrú-
lega mikið öryggi f keppni þess-
ari og vann alla andstæðinga sfna
á „ ippon“ — þ.e. hann hlaut 10
stig áður en tfminn var runninn
út.
Viðar er greinilega í ágætri æf-
ingu og má mikils vænta af
þessum efnilega íþróttamanni,
ekki sfzt ef hann getur farið utan
til æfinga, en til stendur að Viðar
fari til Japan eftir áramótin og
æfi þar um tfma. Má mikið vera ef
Viðar á ekki eftir að komast f
fremstu röð í þessari skemmti-
legu fþróttagrein.
í sigursveit Júdófélags Reykja-
víkur voru þeir Sigurður Pálsson,
Halldór Guðbjörnsson, Kári
Jakobsson, Benedikt Pálsson og
Svavar Carlsen.
I þriðja sæti á mótinu var sveit
UMFK, en Keflvíkingar eru í
mikilli framför f júdó, og eiga
örugglega eftir að láta enn meira
til sfn taka þegar fram líða stund-
ir.
Sú glfma sem vakti hvað mesta
athygli f keppninni var viðureign
Gunnars Guðmundssonar,
Islandsmeistara f léttmillivigt, og
Halldórs Guðbjörnssonar, fyrr-
verandi Islandsmeistara. Var
keppni þeirra geysilega fjörug og
spennandi — báðir eru þeir harð-
skeyttir keppnismenn og láta ekki
sitt fyrr en f fulla hnefna. Fór svo
að viðureign þeirra lyktaði með
jafntefli og verður því frekara
uppgjör þeirra að bíða betri tíma.
EKKIHEIL BRÚ HJA LEIKNI
OG ÁRMANN VANN 28:15
ísland - Noregur 82:48
ÍSLENZKA landsliðið í körfu-
knattleik vann yfirburðasigur
á Norðmönnum í leik liðanna
I gærkvöldi 82—48. Það var
aðeins í fyrri hálfleik sem
Norðmenn veittu íslending-
um nokkra keppni og var
staðan í leikhléi 29—23,
íslandi I vil. í seinni hálfleik
var getuleysi Norðmanna svo
nánast algjort og sem dæmi
um það má nefna að þeir
skoruðu aðeins 7 stig I fyrri
helmingi hálfleiksins og lauk
leiknum svo með yfirburða
sigri íslands eins og áður
sagði, 82—48.
íslendingar geta aðallega þakkað
tveimur mönnum sigurinn i þessum
leik, en það voru þeir Kristinn Jörunds-
son og Bjarm Gunnar Sveinsson, en
Jón Sigurðsson átti einnig góðan leik
Annars lék liðið þennan leik fremur vel
þegar á heildina er litið, ef frá eru
skildar fyrstu mínútur leiksins, en þá
gætti talsverðs taugaóstyrks hjá leik-
mönnum og gekk illa að skora fyrstu
körfuna
Annars var gangur leiksins þannig
að Norðmenn skoruðu fyrstu 4 stigin,
öll úr vítum. en þá tók íslen/ka lands-
liðið við sér og Jón Sigurðsson og
Kolbeinn Kristinsson jöfnuðu og komu
landanum yfir og komust Islendingarn-
ir i 10—4 Norðmönnum tókst svo að
minnka bilið nokkuð, komust I
12—10, íslandi I vil, en svo kom
góður kafli hjá islenska landsliðinu og
á 16 niinútu var staðan orðin
2 7—16 og hafði þá mest munað um
góðan leik Kristins Jörundssonar, sem
bæði hirti fráköst og komst inn i send-
ingar Norðmannaanna. en staðan i
leikhléi var svo 29-—23 íslandi I vil í
seinni ,hálfleik var svo getuleysi Norð-
manna nánast algjört, eins og áður
sagði og réðu þeir ekkert við íslending-
ana, sem skoruðu hverja körfuna á eftir
annarri og varð munurinn mestur á
19. min. hálfleiksins þegar staðan var
orðin 80—42, eða 38 stig, en leikn-
um lauk svo eins og áður sagði með
yfirburðasigri íslendinga, 82—48
Þessi mikli munur gefur þvi miður
ekki nægilega góða mynd af getu
landsliðsins vegna þess hve slakir
Norðmenn voru, en lið þeirra er mjög
ungt og reynslulitið og því ekki von að
vel gangi Þó má búast við að þetta lið
geti náð nokkrum árangri i framtiðinni
eins og Norðmenn reyndar stefna að
Eh nóg um það islenzka landsliðið
Framhald á bls. 35
LEIKNISLIÐIÐ er eitt furðuleg-
asta handknattleiksliðið, sem
lengi hefur komið fram hér á
landi. Einn daginn leikur það
eins og bezt gerist I 2. deildinni
hér á landi, en þess á millaer ekki
heÚ brú f leik liðsins. Á laugar-
daginn mættu Leiknismenn liði
Ármanns, sem er eitt albezta liðið
I 2. deildinni, ( fyrri hálfleiknum
skilda ekki á milli með liðunum
og staðan f leikhléi var 11:10 fyrir
Ármann. t seinni hálfleiknum
dró svo heldur betur f sundur og
sigraði Ármann 28:15, seinni
hálfleikinn sem sagt 17:5.
I fyrri hálfleiknum lék Leiknis-
liðað nokkuð vel, með Ásgeir
Elfasson í broddi fylkingar og
skot voru ekki reynd nema I fær-
um. I seinni hálfleiknum var hins
vegar skotið í tfma og ótfma og
ekki var heil brú í leik liðsins,
auk þess sem allur áhugi rauk út í
veður og vind. Ármennangar
gengu á lagið, náðu upp góðum
keyrslum í sókninni og skotanýt-
ing liðsins var nú mjög góð, eins
og hún hafði verið afleit f fyrri
hálfleiknum.
Beztu menn Leiknis I þessum
leik voru Ásgeir Elfasson, en
Finnbjörn var einnig sæmilegur.
I Leiknisliðið vantaði þá Hafliða
Pétursson og ögmund Kristins-
son. Þá er Finnbogi æfingalaus i
markinu, en ef þessir sterku leik-
menn fara að æfa, ætti Leiknislið-
ið að geta klifrað upp um nokkur
sæti á stigatöflunni í 2. deild. I
leiknum misnotaði Leiknir sex
vítaköst.
Ármannsliðið átti í heild sinni
góðan leak i seinni hálfleiknum,
en ekki í þeim fyrri. Liðið er
skipað að stofni til ungum leik-
mönnum og undirritaður hefur
trú á að liðið beri sigur úr býtum í
keppninni f 2. deild.
Menn leiksins: Pétur Ingólfs-
son og Hörður Harðarson Ár-
manni.
Mörk Ármanns: Hörður 10, Pét-
ur 8, Friðrik 4, Björn 2, Vilberg 2,
Öskar 1, Jón 1.
Mörk Leiknis: Finnbjörn 3, Sig-
urður 3, Ásgeir 2, Ásmúndur 2,
Ágúst 1, Guðmann 1, örn 2, Arni
E. 1, Arni J. 1.
—áij
Fullkomin frjálsíþróttaaðstaða 1978?
Hús með 85x50 m gólffleti í áætlun
AÐ ÖLLU óbreyttu ætti að vera
til staðar fullkomin aðstaða til
iðkunar frjálsfþrótta á nýjum
velli f Laugardalnum á árinu
1978. Kom þetta fram f ávarpi
sem formaður fþróttaráðs
Reykjavfkur, Sveinn
Björnsson, flutti á 30. ársþingi
FRl, sem háð var um sfðustu
helgi. Sagði Sveinn að áætlað
væri að hin nýja aðstaða kost-
aði alls um 100 milljónir króna,
og væri þá með talið gerviefni á
hlaupa- og atrennubrautir og
annar útbúnaður tilheyrandi.
Hinn nýi völlur mun vera
austan núverandi vallar, en
framkvæmdir hófust þar á ár-
inu 1975, en hafa svo til alveg
legið niðri sfðan. A næsta ári
verður veitt um 40 milljónum
til framkvæmdanna, og ætlunin
er að verkinu ljúki á árinu
1978. Þá sagði Sveinn að það
væri einnig á áætlun að byggja
stórt og mikið íþróttahús í svo-
nefp.dri Mjódd á Breiðholts-
svæðinu. Það íþróttahús mun
hafa gólfflöt að stærð 85x50
metra, svo að þar verður hægt
að koma fyrir fullkominni
aðstöðu til iðkunar frjálsfþrótta
innanhúss, en þessi gólfflatar-
stærð er m.a. nauðsynleg til að
koma megi fyrir 200 metra
hringbraut til keppni í hlaup-
um. Tilkoma þess húss mun
einnig bæta aðstöðu annarra
íþrótta, með tilliti til æfinga og
keppni. Ekki er ákveðið
hvenær þetta hús mun rísa, en
sennilega verður það f bráð, því
þörfin fyrir slíka aðstöðu er
mikil nú þegar.
Með tilkomu hins nýja frjáls-
fþróttavallar og inniaðstöðunn-
ar sfðar meir, geta íslenzkar
frjálsiþróttir svo sannarlega
horft björtum augum til fram-
tíðarinnar, þvf ekki mun bætt
aðstaða aðeins fæða af sér betri
árangur, heldur mun með
þessu skapast grundvöllur fyrir
þvf að fá meira erlent frjáls-
íþróttafólk til að heimsækja
okkur, en allt fremsta frjáls-
íþróttafólk I dag iítur varla við
malarbrautum og þeirri
aðstöðu sem slíkir vellir hafa
upp á að bjóða.
- ágás