Morgunblaðið - 18.12.1976, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1976
Friðrik á mót í Hol-
landi og V-Þýzkalandi
Karpov meðal þátttak-
enda á báðum mótunum
FRIÐRIK Ólafsson stórmeistari
hefur ákveðið að taka þátt I
tveimur alþjóðlegum skákmótum
f Evrðpu fyrri hluta næsta árs.
Fyrra mótið er hið árlega mót f
Wijk aan Zeen í Hollandi, en
Friðrik tók sem kunnugt er þátt I
mótinu þar fyrr á þessu ári og bar
sigur úr býtum. llitt mótið sem
Friðrik hefur ákveðið að taka þátt
f verður haldið f Laudenberg f
V-Þýzkalandi og er það 100 ára
afmælismót þýzka skáksambands-
Ný bók
frá Thor
ísafoldarprentsmiðja hefur
sent frá sér nýja bók eftir Thor
Vilhjálmsson rithöfund og ber
hún heitið „Mánasigð“ og er
skáldsaga. I kynningu á bókinni
segir að hér sé um að ræða ein-
hvert viðamesta verk skáldsins til
þessa og að leikið sé á ýmsa
strengi Höfundur blandar gamni
og alvöru og skyggnir margvísleg-
ustu fyrirbæri samtíðarinnar, i
senn ljóórænt og dramatiskt verk.
Fullyrða má að Thor Vilhjálms-
son komi mörgum á óvart í þess-
ari nýju bók.“
„Mánasigð" er 381 bls. og
er 15 ritverk skáldsins fyrir utan
leikþætti og þýóingar.
FVRVT tR HU
NEFNR 6RR6R5
06 ÞR JRRN'
SÍPU 06 NÚ ER
Þfl9 VITHN'
LE6fl HVER ER
MRPURINN ,
LÖ6RVGLU
SKÓUNN
ins. Friðrik sagða f samtali við
Morgunblaðið f gær, að sam-
kvæmt þeim upplýsingum sem
hann hefði fengið yrði heims-
meistarinn Karpov meðal þátt-
takenda á báðum þessum mótum.
Mótið í Wijk aan Zeen verður
skipað mörgum sterkustu skák-
mönnum heimsins að þessu sinni,
og að sögn Friðriks verður það af
styrkleikaflokki 13, en alls eru
styrkleikaflokkarnir 15.
— Ég man vart eftir að hafa
Framhald á bls. 38
Guðbiartsmálið:
Úrskurður
væntanlegur
frá Hæsta-
rétti í dag
HÆSTIRÉTTUR fjallaði í gær
um kæru þá, sem réttinum
hefur borizt á gæzluvarðhalds-
úrskurð Guðbjarts Pálssonar
leigubifreiðarstjóra. Að sögn
Björns Helgasonar hæstarétt-
arritara, fékkst ekki niður-
staða f gær, en rétturinn mun
fjalla áfram um málið f dag og
er þá að vænta úrskurðar um
það hvort gæzluvarðhaldið
standist eða ekki.
Að sögn Björns Helgasonar
hefur dregizt að kveða upp úr-
skurðinn, þar sem gögn frá
bæjarfógetaembættinu i
Keflavík reyndust ófullnægj-
andi. Bárust viðbótargögn ekki
fyrr en á fimmtudaginn og gat
rétturinn ekki tekið málið til
meðferðar fyrr.
Erla Jónsdóttir, fulltrúi við
sakadóm Reykjavíkur, sem
tekið hefur við stjórn Guð-
bjartsmálsins, sagði við Mbl.
að Guðbjartur hefði verið yfir-
heyrður í allan gærdag, en
engar fréttir væri að segja af
þessu máli. Auk Erlu vinna
tveir rannsóknarlögreglumenn
við rannsókn málsins.
Loks hafði Morgunblaðið
samband við Steingrím Gaut
Kristjánsson setudómara f
kærumálinu vegna meintrar
ólöglegrar handtöku í Guð-
bjartsmálinu. Sagði Steingrím-
ur að allmargir aðilar hefðu
verið kallaðir til yfirheyrslu í
gær, og væri myndin farin að
skýrast allmikið.
ÖI. K.M. smellti þessari mynd af Friðriki Ólafssyni stórmeistara í skák í bókaverslun Sigfúsar
Eymundssonar í gær, þar sem hann var að árita nýútkomna bók sína „Við skákborðið í aldarf jórðung".
Á myndinni má sjá annan stórmeistara okkar Islendinga Guðmund Sigurjónsson vera að glugga f hina
nýútkomnu bók.
Jólaösin seinna á
ferdinni en í fy rra
Spjallað vid verzlunarstjóra um söluna fyrir jólin
VERZLUNARSTJÓRUM
og kaupmönnum, sem
MorgunblaÖið hefði sam-
band við í gær, bar yfirleitt
saman um að jólaösin í
verzlunum þeirra væri
seinni á ferðinni en fyrir
jólin í fyrra. Þó að svo væri
fannst þeim ekki ástæða til
að bera sig illa og sjálfsagt
hafa þeir haft lítinn tfma
til að kanna söluna ná-
kvæmlega, því að þó mis-
jafnlega mikið sé að gera,
þá er örugglega mikið að
gera alls staðar þessa dag-
ana.
Hjá Jóni Helgasyni í Verzlun
Kristjáns Siggeirssonar fékk
%
Engin ma fara f jólaköttinn
Morgunblaðið þær upplýsingar að
haustið hefði verið heldur dauf-
ara hvað sölu snerti en oft áður.
— Upp á síðkastið hefur þó verið
mikil sala hjá okkur og full búð
mestan hluta dagsins, sagði Jón.
Það er misjafnt eftir fólki hvort
það kaupir dýra hluti eða ódýrari,
en t.d. í húsgagnasölunni er fólk
Flugvallanefnd skilar áliti:
Varið verði
til flugvalla
5,4 milljörðum
á næstu árum
06 SVO HÁ L066AN AO SJÁLfSÖúDO
EKKI ANPA Á ÞÁ ÁN ÞESS Aö GERA
NÁKVÆMAR STAPARÁKVARPANIR
SVOKÖLLUÐ Flugvallanefnd,
sem samgönguráðherra skipaði í
janúar sl. til að gera úttekt á
fslenzkum flugvalla- og flug-
óryggismálum, hefur nú lokið
störfum sfnum og skilað skýrslu
um niðurstöður sfnar og tillögur
til ráðherra. Skýrslan skiptist f
alls 10 kafla, og þar er m.a. að
finna kafla um þróun flugum-
ferðar á Islandi, yfirlit um þróun
og orsakir flugslysa frá
1919—1975, kafla um flugvelli og
búnað þeirra, og ennfremur um
kerfi og þjónustu fyrir ieiðarflug.
Þá gerir nefndin grein fyrir til-
lögum sfnum um framkvæmda-
áætlun fiugvaila f sérkafla, og
eínnig er sérkafli f skýrslunni um
tillögur varðandi fjármögnun
framkvæmda, en í þeim kafla er
einnig að finna yfirlit yfir fram-
kvæmdafjárveitingar til flugvalla
á árunum 1950—1975.
í tillögum nefndarinnar er
framkvæmdaáætlun til næstu sex
ára og þar kemur fram, að sam-
kvæmt tillögunum munu þær
framkvæmdir krefjast að meðal-
tali um 900 milljóna kr. á ári
hverju, miðað við núverandi verð-
lag og gengi. Skiptast þessir 5,4
milljarðar þannig á landshluta,
samkvæmt tiilögum nefndar-
innar, Reykjavik 1.447,8 m.kr. eða
26,8%, Reykjanes 5 m.kr. eða
0,1%, Vesturland 203,8 m.kr. eða
3,8% Vestfirðir 722,9 m.kr. eða
13,4%, Norðurland vestra 431,0
m.kr. eða 8,0%, Norðurland
eystra 821,5 m.kr. eða 15,2%,
Austurland 990,1 m.kr. eða
18,3%, Suðurland 534,9 m.kr. eða
9,9% leiðarflugþjónusta og
óráðstafað 243,0 m.kr. eða 4,5%.
Kostnaður við framkvæmdir á
áætlunarflugvöllum á tímabilinu
er áætlaður rúmir 4,8 milljarðar
og kostnaður við gerð og búnað
annarra flugvalla er áætlaður um
300 m.kr. Aætlaður kostnaður
vegna endurbóta á búnaði fyrir
leiðarflug (flugleiðsögukerfið,
flugumferðarþjónusta og veður-
þjónusta) er um 80 m.kr.
Framhald á bls. 26
FLUGVELLIR FVRIR ÁÆTLUNARFLUG INNANLANDS SUMARIÐ 1976.
TÖLUR SÝNA VIKULEGA
TÍDNI AÆTLUNARFERÐA.
að kaupa fyrir framtíðina og vill
þvi fá vandaða hluti. Þannig selst
t.d. dýrasta gerðin af hillusam-
stæðum bezt hjá okkur og í þessu
tilviki hugsar fólk greinilega um
að kaupa vandaða vöru, þó hún sé
nokkrum krónum dýrari.
— Annars má vel vera að fólk,
sem keypti t.d. 6 krystalsglös f
fyrra, kaupi núna aðeins 4. Þessu
tökum við ekki svo nákvæmlega
eftir, en ég held ekki að það sé
ástæða til að kvarta yfir því að
salan sé treg fyrir þessi jól, sagöi
Jón að lokum.
— Þetta er að komast I fullan
gang hérna hjá okkur, en ég held
þó að |§g megi segja að „jóla-
traffikin“ sé seinna á ferðinni I ár
en t.d. í fyrra, sagði Birgir fsleifs-
son i versluninni Liverpool.
Krónufjöldinn er sennilega svip-
aður og í fyrra, en ég held að
magnið sé talsvert minna. — Ég
held það sé greinilegt að fólk velt-
ir meira fyrir sér krónunna en
áður, og virðist kaupgetan vera
minni en fyrir ári síðan.
— Annars er erfitt að segja til
um þetta á þessu stigi, þar sem
fólk er seinna á ferðinni. Veðrið
hefur ugglaust spilað inn f hvað
þetta varðar, og vegna rysjótts
tíðarfars þangað til sfðustu daga
hefur fólk trúlega frestað inn-
kaupunum, sagði Birgir Isleifs-
son.
Jón Aðalsteinn Jónasson í
Sportval sagði á samtali við
Morgunblaðið að það væri greini-
legt að fólk vandaði sig betur við
vöruvalið en áður. — Salan fyrir
þessi jól er miklu meiri í krónu-
tölu en hins vegar minni f magni
heldur en f fyrra. Ég get nefnt
Framhald á bls. 26
Avisanamálið:
Tölvuvinnsla
er að hefjast
LOKIÐ er vinnslu á öllum
ávfsunum í ávísanamálinu á sér-
stakar skrár hjá Seðlabankanum
og hefst töfvuvinnsfa þessara
gagna nú um hefgina, að sögn
Hrafns Bragasonar setudómara.
Sagði Hrafn að framvinda máls-
ins færi eftir þeim niðurstöðum,
sem fengjust úr tölvuvinnslunni.
Þá sagði Hrafn ennfremur, að
hann hefði nú fengið svör frá
öllum bönkum um þær reglur,
sem þar hafa gilt um yfirdráttar-
heimildir.