Morgunblaðið - 18.12.1976, Qupperneq 15
Land,
sem
heitir
r
Island
Plúpp fer til tslands.
Saga og myndir: Inga Borg.
Þýðing: Jðn Jóhannesson.
Almenna bðkafélagið 1976.
— PLtJPP er lítill huldusveinn,
ósýnilegur mönnum, en ekki
dýrum og getur talað við hvaða
dýr sem er —
Þannig byrjar höfundurinn
Inga Borg sögu slna um Plúpp,
sem á heima milli hárra fjalla
norðarlega I Svíþjóð.
Þessi huldusveinn, — Sem
ætlar í vorferð til Atlantshafsins
—. Gengur fyrst yfir hálendi
Noregs og Svíþjóðar, þar til hann
kemur að sjávarþorpi sem
stendur við fjörð nokkurn. Stóra
skipið sem lá við bryggjuna kom
frá Islandi.
— Hann braut heilann um
hvernig land, sem héti tsland, liti
út. — Svo hefst ferðasaga litla
huldusveinsins til íslands.
Skemmtileg og viðburðarik saga,
sem útlenskur rithöfundur hefur
skrifað um landið okkar.
Hún er skrifuð af næmleika og
hlýju, sem er vandasamt að ná
fram, af þeim er landið hefur
ekki alið. Þeim er ekki hefur litl-
um fótum stigið I döggvott gras,
eða snjóinn, eða átt sínar sorgir
og gleði með landinu sínu.
Höfundur dregur fram skýrar
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBERJ976
Bókmenntir
eftir JENNU
JENSDÓTTUR
Bðkmenntlr
eftir GUÐMUND
G. HAGALÍN
Björn J. Blöndal
Unaðsniður
eflunnar hvítu
myndir af hinu undarlega sam-
blandi landsins, fs og eldi.
Byrjar á Surtsey. Máfurinn
segir Plúpp hvernig líf tekur
smám saman að myndast þar.
— Loks reyna agnarlítil blóm
að festa hér rætur. Sá dagur
kemur að hér verður gróðursæl
eyja með blómum og fuglamergð,
eins og eyjarnar hér I kring —.
Þær eru ekki ýkja margar dýra-
tegundirnar á íslandi, sem verða
útundan hjá höfundi. ÖIl hafa
dýrin sína sögu að segja Plúpp
um landið.
Það er eftirtektarvert að
höfundur sneiðir hjá þéttbýlinu,
en reynir að gefa sem gleggsta
mynd af margbreytilegri ósnort-
inni náttúru landsins, strjál-
býlinu og dýralífinu. Landið
kemur því hreint og ómengað
fyrir sjónir þeirra er lesa bókina.
Texti og sérlega vel gerðar
myndir 'eru oft svo samofin að
gaman er að.
Með þessum bakgrunni sýnir
höfundur ljóslega hve næmt auga
hans hefur ráðið frásögninni.
Þessi bók er góð kynning á
landinu okkar um leið og hún er
vel úr garði gerð. Við getum verið
þakklát höfundi sem kynnir það
ungum lesendum lands síns.
Og Almenna bókafélagið á
þakkir fyrir að gefa hana út á
islensku.
Björn J. Blöndal:
SVANASÖNGUR
Setberg, Reykjavfk 1976.
BJÖRN J. Blöndal bregður sér I
dulbúning i þessari bók sinni.
Hann lætur sem hann rýni í guln-
uð blöð látins hollvinar og búi þau
undir prentun. Vinurinn hét Sig-
urður. Hann hafði veikzt og feng-
ið það ráð hjá lækni sfnum að fara
vel með sig í hálft annað ár. Hann
var allvel fjáður, hafði dottið i
lukkupott dansks happdrættis, og
svo settist hann þá að í litlu veiði-
húsi, sem hann átti við elfu eina
mikla, sem auðsjáanlega er engin
önnur en Hvítá i Borgarfirði. Þar
dvaldi hann einn, en til hans kom
með matföng frá næsta bæ gömul
kona, Guðrún að nafni, tvisvar,
þrisvar f viku, og kemur hún mik-
ið við sögu, enda var hún ekki
aðeins fróð um margt af sögusögn
annarra og það, sem allir fengu
séð, heldur og á sitthvað, sem
annarra augum var dulið. En
fleiri komu í veiðihúsið. Sumir
voru ýmissa erinda, en stöku mað-
ur fékk að stunda þarna laxveiði
með Sigurði. Allir kunna þeir frá
ýmsu að segja, af veiðiskap og
öðrum athöfnum þeirra, sem þeir
eru f tengslum við eða haf a sagnir
af, og koma þarna við sögu er-
lendir menn, sem voru að ýmsu
sérlegir. Af þeim, sem Sigurður
leyfði að veiða, nefnir hann einn
þjóðkunnan mann og bregður upp
eftirminnilegri mynd af honum.
Sá maður er Stefán Eiríksson,
hinn frábæri tréskurðarmeistari,
sem var ekki aðeins manna skurð-
hagastur heldur og sérstæður
persónuleiki, söguglaður og með
afbrigðum áhugasamur um veiði-
skap.
En hvort sem Gunna gamla,
sem annast vistaflutning í veiði-
húsið, er hugarsmið bókarhöfund-
ar eða hefur raunverulega verið
til, þá er hún honum næsta þörf
sem fulltrúi alþýðunnar frá lið-
15 .
inni tíð, þess fólks, sem fátt eitt
hafði lært á bók, en margt af
munni karla og kvenna, sem fróð
voru í alþýðlegum fræðum og sem
raunar hún sjálf læs á það, sem
skráð var f öndverðu á lögmáls-
töflur náttúrunnar, sumt skýru
letri en annað dulrúnum. Hún
hefur og ánægju af að segja frá,
og um frásagnarhátt orðfæri og
skipskyn sver hún sig vissulega i
ætt Björns Blöndals!
Svo sem þegar hefur verið get-
ið, stundar Sigurður eingöngu
laxveiði og þá fyrst og fremst sér
til hressingar og heilsubótar, og
þvf verður veiðiskapur hans all-
rúmfrekur f bókinni. Hann er ær-
ið glöggur og þjálfaður veiðimað-
ur, og þess vegna er þarna margt
að læra um hinn fagra fisk og þær
aðferðir og þau viðbrögð, sem
henta við hinar ýmsu og stundum
óvæntu aðstæður.
Almennur lesandi mun þó njóta
best þess, sem fram kemur i sam-
tölum Sigurðar við Gunnu og
suma aðra gesti, enda kennir þar
margra grasa. En ekki uni ég mér
sfzt með „Sigurði" þar sem hann
við unaðsnið elfurinnar hvitu nýt-
ur dásemda náttúrunnar, er hann
lýsir með látlausu og heillandi
tungutaki.
Fyrsti kafli bókarinnar hefst
þannig:
„Fyrstu geislar vorsólarinnar
roða fjallatindana í austri. Fljót-
lega vekja þeir djúpa dali og vfðar
sveitir. Næturdöggin þung og höf-
ug beygir stráin til jarðar. Það
var heitur dagur f gær. Og nú er
vor. Andvari lfður yfir landið og
deyr. Það er kveðja næturinnar.
Síðasta ljóð. Ég geng eftir grænni
jörðinni og hlusta á morgunsöng
fuglanna. Hann er alltaf nýr og
eldist ekki. Svo mun það verða að
hinzta degi.“
Svo er þá kvöldið:
„Ég sezt á þúfu á árbakkanum.
Horfi á strauminn, og sál mín fer
með honum inn á lönd kyrrðar og
fegurðar. Þar er allt, sem menn-
irnir þrá. Þá hverfur það, sem
angrar og særir. Jafnvel er hægt
að heyra fótatak Guðs, er hann
blessar jörðina á þessu góða vori.“
JÓN AUDUNS
LlF OG
UFSVIÐHORF
«»««<
Séra Jón Auðuns, frjálshyggju-
maður í trúmálum, orðsnjall í
ræðu sem riti, rekur hér æviþráð
sinn.Hann segir frá uppvaxtar- og
námsárum, afstöðu til guðfræði-
kenninga, kynnum af skáldum og
menntamönnum og öðru stór-
brotnu fólki og hversdagsmann-
eskjum, sem mótuðu lífsviðhorf
hans og skoðanir.
E4ÐIR/V1INN
SKiPSTJÖPiNN
Fjórtán þættir um fiskimenn
og farmenn, skráðir af börnum
þeirra. Þeir voru kjarnakarlar,
þessirskipstjórar,allir þióðkunnir
menn, virtir og dáðir fyrir kraft og
dugnað, farsælir í störfum og
urðu flestir þjóðsagnapersónur
þegar í lifanda lífi. - Ósvikin og
saltmenguð sjómannabók.
ÞÖliODDUIÍ
«a D>UM>SM*\
HÚSFREYJAN
A SANOI
Fagur óður um móðurást og
makalausa umhyggju, gagnmerk
saga stórbrotinnar og andlega
sterkrar og mikilhæfrar alþýðu-
konu, saga mikilla andstæðna og
harðrar en heillandi lífsbaráttu,
þar sem togaðist á skáldskapur og
veruleiki, því Guðrún Oddsdóttir
vai eiginkona skáldbóndans Guð-
mundar á Sandi.
GL.ITRAR
GUL.L.ÍO
Hfemrittlnar c-g oojf'k.'Mf J-Qi,' or tiir
Opinskáar og tæpitungulausar
sögur úrfórumævintýramannsins
og frásagnarsnillingsins Sigurðar
Haralz, mannsins sem skrifaði
Emigranta og Lassaróna. Fjöldi
landskunnra manna kemur við
sögu, m.a. Brandur í Ríkinu,
Sigurður i Tóbakinu, Þorgrímur í
Laugarnesi og þúsundþjalasmið-
urinn Ingvar fsdal.
FARMAÐUR
I fhioi oo stríoi
Jóhannes fer hér höndum um
sjóferðaminningar Ólafs Tómas-
sonar stýrimanns frá þeirri kvöld-
stund að hann fer barn að aldri í
sína fyrstu sjóferð á Mótor Hans
og til þeirrar morgunstundar að
þýzkur kafbátur sökkti Dettifossi
undir honum í lok síðari heims-
styrjaldar. - Hér er listileg frásögn
og skráð af snilld.
Einn allra mesti fjallagarpur og
ævintýramaður heims segir frá
mannraunum og hættum. Bók
hans er skrifuð af geislandi fjöri
og leiftrandi lífsgleði og um alla
frásögnina leikur hugljúfur og
heillandi ævintýrablær, tær og
ferskur eins og fjallaloftið. - Þetta
er kjörbók allra, sem unna fjall-
göngum og ferðalögum.