Morgunblaðið - 18.12.1976, Page 19

Morgunblaðið - 18.12.1976, Page 19
Tilefni þess að ég tek mér penna f hönd, er grein Guðiaugar Sveinbjarnardóttur sjúkraþjálf- ara, er birtist i Morgunblaðinu 10.12. sl. Er ég las upphaf greinarinnar gladdist ég og hugsaðasem svo, að hér væri að bætast liðtækur bar- áttumaður f hóp þeirra, sem að undanförnu hafa réttilega bent á smánarlega lágan ellilffeyri og bág kjör þeirra sem ekki hafa aðrar tekjur til að lifa á. En við nánari lestur greinar- innar kom þó fljótlega f ljós, að tilgangur greinarhöfundar með skrifum þessum var alls ekki sá, að hlú að starfsemi, sem raun- verulega felur f sér kjarabætur fyrir ellilffeyrisþega. Starfsemi þessi, sem er nýlunda hér er fólg- in f þvf að gefa ellilffeyrisþegum kost á að njóta sjúkraþjálfunar og fyrirbyggjandi lfkamsþjálfun- ar, þeim að kostnaðarlausu og hefði mátt ætla að sjúkraþjálfari væri ólfklegastur allra manna til að kasta rýrð á slfkt starf, þó að sú hafi orðið raunin á. Forsaga máls þessa er f stuttu máli sú, að forráðamenn Heilsu- ræktarinnar beittu sér fyrir því að koma á fót aðstöðu til fyrir- byggjandi likamsræktar og sjúkraþjálfunar fyrir fólk 67 ára og eldra (ellilífeyrisþega) í sam- vinnu við tryggingayfirvöld og Reykjavfkurborg. Samvinna þess- ara þriggja aðila er fólgin f því, að Heilsuræktin, sem er sjálfs- eignarstofnun, leggur fram hús- næðisaðstöðu og tækjakost til hópþjálfunar, ásamt hveralaug- um, hvíldaraðstöðu og fleira, svo og aðstöðu fyrir lækni og starfs- stúlku hans. Hlutur rfkisins er fólginn í þvf að greiða 60% af þjálfunarkostnaðinum á sama hátt og þáttur Sjúkrasamlagsins er í sjúkraþjálfun. Reykjavfkur- borg hefur tekið að sér að greiða 40% af þjálfunarkostnaðinum, miðað við 50 manns á dag eða fleiri. Er það eðlileg ráðstöfun, vegna þess að aðstaða og starfs- fólk þarf að vera fyrir hendi, hvort sem einn mætir eða 50 eða enginn. Auk þess hefir borgin tekið að sér að annast flutninga þeirra, sem eru svo illa settir, að þeir komast ekki af eigin ramm- leik. I stað þess að gleðjast yfir þeirri þjónustu, sem þessir þrír aðilar bjóða fram, þar sem ellilíf- eyrisþegum er gefinn kostur á að stunda fyrirbyggjandi líkams- rækt, til varnar hrörnunarsjúk- dómum, auk þess sem fylgst er með heilsufari þeirra almennt og þeim leiðbeint um æskilegt fæðu- val, þá finnur Guðlaug Svein- Þriðja Skippý- bókin komin út ÞRIÐJA Skippý-bókin er nú kom- in út hjá Siglufjarðarprent- smiðju. Skippý er kengúra, segir á bókarkápu. Sonný bjargaði henni þegar húnn var agnarlftil og veikburða. Þau urðu óaðskiljanlegir vinir og skildu hvort annað, þó Skippý gæti ekki talað mannamál. Sonný gaf henni ýmis fyrirmæli, sem hún hlýddi tafarlaust. Sjónvarpsþættir af þessu vitra dýri hafa verið sýndir um allan heim við miklar vinsæld- ir. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1976 19 Sigríður Asgeirsdóttir: Heilsubrunn- ur aldraðra bjarnardóttir sjúkraþjálfari hjá sér hvöt til að kasta rýrð á þetta markverða framtak Heilsu- ræktarinnar og gera það tor- tryggilegt, auk þess sem hún hæð- ist að áhuga þeim og skilningi sem borgarlæknir og trygginga- yfirvöld hafa sýnt máli þessu. En Guðlaugu Sveinbjarnardótt- ur sjúkraþjálfara nægir ekki að veitast að þeim, sem hrint hafa þessu merkilega starfi af stað hér innanlands, heldur þarf hún einn- ig að beina spjótum sínum að sendiráði tslands í Kaupmanna- höfn, sem sýnt hefur máli þessu einlægan áhuga. Og því má bæta við hér, að í Danmörku þótti þetta þvílíkt átak, að hafa tekist að sam- eina einkaaðila, rfki og borg um að koma á fót slíkri þjónustu við ellilífeyrisþega, til likamsræktar, að formaður danska yfirsjúkra- þjálfarafélagsins, frú Löye, gerði sér ferð hingað til að kynna sér aðstæður þær, sem íslendingar hafa uppá að bjóða vegna þjón- ustu, sem Danir hafa haft i huga i a.m.k. 9 ár, en ekki er ennþá komið I framkvæmd. Ég hirði ekki að tina til einstök atriði I grein Guðlaugar Svein- bjarnardóttur sjúkraþjálfara, svo ómakleg sem þau skrif öll eru, en vil aðeins benda á, að hefði Heilsuræktin ekki haft frum- kvæði að máli þessu og boðið af- not af heilsuræktarstöð sinni í samstarfi við rikið og Reykjavík- urborg, þá væri þessi aðstaða ekki fyrir hendi nú, ellilífeyrisþegum að kostnaðarlausu, og ætti sjálf- sagt langt i land. Heilsuræktin er sem fyrr segir sjálfseignarstofn- un og segir svo í stofnskrá henn- ar, að verði starfsemi hennar hætt, af einhverjum orsökum, þá renni allar eignir stofnunarinnar til rikisins. Væntanlega er Guðlaug Svein- bjarnardóttir ein á báti í hinni neikvæðu :fstöðu sinni til þessa góða málefnis, þvi annars væri illt í efni og ekki von á miklum fram- förum á þessu sviði, ef það eitt, að einkaaðili sýnir lofsvert framtak og fær góðar undirtektir hjá tryggingayfirvöldum og ekki sist borgarlækni, er tilefni til að vera með dylgjur um, að áhugi hinna opinberu aðila sé af annarlegum toga spunninn og í þeim tilgangi að tryggja velmegun viðkomandi einkaaðila. Ég vil að lokum óska þess, að samstarf fyrrnefndra þriggja að- ila megi bera rikulegan ávöxt og vil í því sambandi vitna í orð borgarlæknis, er hann mælti, við vígslu heilsubrunns þessa, að til- gangurinn með fyrirbyggjandi heilsurækt aldraðra er ekki ein- ungis, að bæta árum við lifið, heldur að bæta lífi við árin. Reykjavík, 12. des. 1976. Sigriður Ásgeirsdóttir. Jóhann Hafstein ÞJÓÐMÁLAÞÆTTIR eftir Jöhann Hafstein. Mikilsverð heimiid um megin- þætti íslenzkrar þjöömálasögu síðustu 35 ára — mesta umbrotaskeiös í atvinnu- og efnahagsmálum sem yfir landið hefur gengiö. Guðmnndnr G. Hagalín EKKI FÆDDUR í GÆR sjálfsævisaga Guðmundar G. Hagalíns. Gerist á Seyðis- firði og í Reykjavík á árunum 1920—25. Saga verðandi skálds sem er að gefa út sínar fyrstu bækur. Sjóður frábærra mannlýsinga — frægra manna og ekki frægra. r _ LJOSMYNDIR SIGFUSAR EYMUNDSSONAR Um 100 ljósmyndir af husum, mannvirkjum og mann- lífi í Reykjavík og út um land. Heillandi fróðleikur í vönduðum myndum um horfiö menningarskeið áður en vélöldin gekk í garö. LEIKIÐ VIÐ DAUÐANN eftir James Dickey. Æsispennandi bók, seiömögnuð og raunsæ. Hefst eins og skátaleiðangur, endar eftir magnaða baráttu um líf og dauða bæði við menn og máttarvöld. HAUSTHEIMTUR eftir Guðmund Halldórsson frá Bergsstöðum. Þriðja smásagnasafn þessa sérstæða höfundar. Sögusviðið er sveitin, eftir að fámennt varð á baejum og vélin komin í staðinn fyrir glatt fölk og félagsskap. Næmur skiln- ingur á sálarlífi fólks og sálrænum vandamálum einkennir þessar sögur. i Alm f /7) Austu KllJ simi 1 Almenna Bókafélagið Austurstræti 18, Bolholti 6, simi 19707 simi 32620

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.