Morgunblaðið - 18.12.1976, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 18.12.1976, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1976 TKYGGDA PANTUUA Þotbjörg frá Biekkum Arthur Hailey: BANKAHNEYKSLIÐ Nú hefir höfundur metsölubókanna HÓTEL, GULLNA FARIÐ (AIRPORT) og BÍLABORG- IN sent frá sér eina af sfnum mest spenn- andi skáldsögum. Þó hér sé fjallað um banka í Ameríku, þá er eins og ýmislegt komi íslenzkum lesanda býsna kunnuglega fyrir sjónir. Arthur Hailey kann þá list að gera sögur sínar svo líkar raunveruleikan- um og jafnframt svo spennandi, að lesand- inn er sem á nálum meðan á lestrinum stendur. Og BANKAHNEYKSLIÐ gæti jafn- vel hafa gerzt í gær. Verð kr. 2.880. Páll H. Jónsson: ÚR DJÚPADAL AÐ ARNARHÓLI Þetta er sagan um aldamótamanninn og athafnamanninn Hallgrim Kristinsson, fyrsta forstjóra Sambandsins, sem auðnaðist að lyfta mörgum Grettistökum fyrir samvinnu- hreyfinguna meðan hans naut við, en hann andaðist fyrir aldur fram, aðeins 46 ára. Þetta er stórfróðleg og vel skrifuð ævisaga, prýdd fjölda mynda. Verð kr. 3.960. Sigurd Hoel: UPPGJÖRIÐ Ármann Kr. Einarsson: FRÆKILEGT SJÚKRAFLUG Hér kemur í nýjum búningi ein af vinsæl- ustu sögum Ármanns um þau Árna og Rúnu í Hraunkoti. Látið engar bækur vanta í rit- safn Ármanns Kr. Einarssonar. — Verð kr. 1.800. Hreiðar Stefánsson: BLÓMIN BLÍÐ Stór og falleg myndskreytt barnabók. Til- valin handa börnum sem eru að læra að lesa. Verð kr. 1.440. Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi: HUGSA DÝRIN? I þessari skemmtilegu bók, segir Guð- mundur Þorsteinsson frá Lundi margar sögur af samskiptum manna og dýra, og leiðir sterk rök að því, að dýrin séu ekki eins „skynlaus" og sumir hálærðir „spek- ingar" vilja vera láta. Kærkomin bók öllum dýravinum. Verð kr. 1.800. Ingibjörg Sigurðardóttir: BERGLJÓT Þetta er nýjasta ástarsaga hinnar vinsælu skáldkonu og sú 17. í röðinni. Flestar fyrri sögur Ingibjargar eru löngu uppseldar. — Verð kr. 1.920. Þessi skáldsaga hins kunna, norska rithöf- undar, er persónulegust og ristir dýpst af bókum hans. Þetta er raunsönn ástarsaga, átakanleg, djörf og spennandi. En Sigurd Hoel grípur efnið þannig tökum, að lesand- inn vill gjarnan hafa bókina f bókaskápnum, bók til þess að grípa til aftur og aftur. Verð kr. 2.640. Þorbjörg frá Brekkum: TRYGGÐAPANTURINN Það var ást við fyrstu sýn. En þrátt fyrir það eru mörg Ijón á vegi þeirra Rúnars og Katr- ínar áður en þau ná endanlega saman. Til- valin bók handa ungum elskendum. Verð kr. 1.920. Bókaforlag Odds Björnssonar Jenna og Hreiðar: JÓN ELÍAS Hann Jón Elías var reyndar rauðhærður og freknóttur, Iftill cg grannvaxinn, en fullur af tápi og fjöri. Þetta er kjörin bók handa yngstu kynslóðinni, prentuð með stóru og greinilegu letri og fallega myndskreytt. — Verð kr. 1.440. Þessi mynd af Pétri Hoffman er tekin f sumar þar sem flestir höfuðborgarbúar munu hafa iabbað fram á hann f góða veðrinu. Svo sem sjá má skartar Pétur júnfforminu merka, en það minnir menn á að Pétur var sjóhetja. Ævisaga Péturs Hoffmans PÉTUR Hoffman Salómonsson leit við hér á ritstjórninni nýlega og sagðist vilja færa lands- mönnum þær fréttir að hann hefði fáein eintök af ævisögu sinni „Þér að segja“ til sölu. Sagðist Pétur hafa keypt þau óinnbundin eintök sem eftir hefðu verið hjá forlaginu, og fengið þau sfðan bundin inn í fallegt band. Hefði hann því til sölu nokkur eintök á kostaverði, 2000 krónur. Pétur biður fólk sem áhuga hefur fyrir því að kaupa eintak af ævisögu sinni að koma heim til sín, og það biður hann þá að gera einnig sem pantað hafa hjá honum eintak, því hann segist vera farinn að árast og nú í skammdeginu fyrir jólin eigi hann erfitt með að ferðast. Pétur segir það litlum vand- kvæðum háð að rata á íbúð hans, sem er í kjallaranum að Berg- staðastræti 8, þ.e. á horni Berg- staðastrætis og Hallveigarstágs, þvl útidyrahurðin er máluð i fánalitum. Pétur Hoffman segist auk hinnar merku ævisögu hafa til sölu heima hjá sér ýmis fyrsta dags umslög, minnispeninga (taflpeningurinn) auk gamalla bankaseðla. Aðventu- stundir — í Reykjavík og Hafnarfirði LAUGARDAGINN 18. desember kl. 22:15 verður aðventustund f Frfkirkjunni f Reykjavfk. Nokkur undanfarin ár hafa slfkar helgistundir verið haldnar I Reykjavfk síðasta laugardag fyrir jól eftir lokun verzlana f umsjá Kristilegra skólasamtaka og Kristilegs stúdentafélags. I ár hefur Æskulýðsstarf þjóðkirkj- unnar einnig verið með f undir- búningi og er tilgangur þessara stunda að minna menn á boðskap jólanna og gefa þeim tækifæri tl að koma saman á hljóðri stund f tilbeiðslu og söng meðan jólaund- irbúningur stendur sem hæst. Meðal efnis er almennur söng- ur, trompetleikur, ritningarlest- ur, hugleiðing og Kór öldutúns- skóla syngur. MANUDAGINN 20. desember kl. 21:00 verður sams konar stund f Hafnarf jarðarkirkju. Vonast þau félög sem að þess- um samkomum standa til þess að margir finni hjá sér þörf fyrir að taka þátt f þessum stundum og, gefi sér tfma til að eiga hálfrar klukkustundar helgistund f kirkju við kertaljós rétt fyrir jól.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.