Morgunblaðið - 18.12.1976, Síða 25

Morgunblaðið - 18.12.1976, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1976 25 Litið vid á litlu jólum í Lang- holtsskóla Sjö ára böm á litlu jólunum I Langholtsskóla i gær. Ijósm. RAX. „Göngum vi8 í kringum einiberjarunn. . ." Kennarar og nemendur. stjórinn, Erling S. Tómas- son, sýndi okkur vegg- skreytingar eftir krakkana, sem þau höfðu málað dag- inn áður „undir dynjandi glymskratta" eins og ein- hver sagði. Gengið var í kringum jólatréð og krakkarnir kyrj- uðu af raust: Göngum við í kringum einiberjarunn . . Bráðum koma blessuð jólin og í Betlehem er barn oss fætt. Tilhlökkunin skein úr hverju andliti, jafnt kennara sem nem- enda og allir voru augljós- lega í mesta jólaskapi. „Siggi er á siðum buxum, Solla á bláum kjól" er eitt- hvað í anda við litlu jól barnanna, og svo stemn- ingin. Þessi stemning, sem fylgir jólunum og allir þekkja eða muna a.m.k. frá VIÐ litum inn á litlu jólum sjö ára barna i Langholts- skóla i gær, þar sem við- staddur var borgarstjóri, Birgir ísl. Gunnarsson, og fræðslustjóri, Kristján Gunnarsson, og fleiri. Öll voru börnin mætt löngu áður en hin eiginlega skemmtun hófst — prúð- búin og spennt á svipinn. í sal gagnfræðaskólans stóð jólatréð Ijósum skreytt og beið eftir þvi að börnin gengju í kringum sig. Það er eitt af islenzku barrtrján- um, sem Skógræktarfélag Reykjavíkur gaf öllum barnaskólum borgarinnar. Stefán Jónsson spilaði jóla- lög um leið og börnin gengu in i salinn undir handleiðslu kennara sinna, m.a. Matthíasar Haralds- sonar yfirkennara Lang- holtsskóla og konu hans, Elinar Ólafsdóttur. Skóla- eigin barnæsku. Þegar jólin voru strærsti og hátíðleg- asti viðburður ársins og ekkert gat breytt þvi né komið i staðinn fyrir þau. Stefán Jónsson lék jólalög á pianó. . . Bráðum koma blessuð jólin . . . Þingfréttir í stuttu máli: Rannsóknarlögregla ríkisins samþykkt — ásamt hliðarfrumvörpum Ljósmynd Mbl. RAX. Kór Söngskólans l Reykjavfk á æfingu f Fossvogskirkju Söngskólinn í Reykjavík: 80 manna kór og hljómsveit i Fossvogskirkju Fjólbreytt efnisskrá á fyrstu tónleikunum þar FRUMVARP til laga um Rannsóknarlögreglu ríkisins, ásamt fylgi- frumvörpum um skipan dómsvalds í héraði og um meðferð opinberra mála, vóru samþykkt sem lög frá Alþingi í fyrradag. Þá vóru ennfremur sam- þykkt tvenn önnur lög: breytingar á almennum hegningarlögum og lög um gjaldaviðauka rfkis- sjóðs. í fyrradag og I gær vóru og fjölmörg önnur mál til með- ferðar, sem hér á eftir verða lauslega rakin. TILLAGA UM LAND HELGISMÁL % Tillaga til þingsályktunar um landhelgismál, sem út- varpsumræða var um nýverið, var til umfjöllunar í sameinuðu þingi í gær og var vísað til utanríkismálanefndar með 39 atkvæðum gegn 7, en flutnings- menn vildu atkvæðagreiðslu um tillöguna þegar, án umf jöll- unar nefndar, svo sem þing- venja er. UMFJÖLLUN JARNBLENDI- FRUMVARPS FRESTAÐ 0 Gunnar Thóroddsen, iðnaðarráðherra, kvaddi sér hljóðs utan dagskrár (um dagskrá) í neðri deild Alþingis í gær. Öskaði hann eftir þvl að stjórnarfrumvarp um járn- blendiverksmiðju 1 Hvalfirðí yrði tekið út af dagskrá. Ráð- herra sagði fáa daga lifa til þinghlés og fyrirsjáanlegt væri, að miklar umræður yrðu um þetta mál í þinginu. Hins vegar væru allmörg mál, sem nauð- synlegt væri að afgreiða fyrir þinghlé. Þvl teldi hann rétt að bíða með umfjöllun málsins fram yfir áramót. Hins vegar mæltist hann til þess við iðnaðarnefnd deildarinnar að hún skoðaði málavexti og gögn I þinghléi, enda þótt málinu hefði ekki verið vlsað formlega til hennar. SÖLUSKATTUR — OLlUSTYRKUR Frumvarp tal laga um sölu- skatt var mjög til umræðu, bæði I fyrradag og gær. Frumvarpið gerir ráð fyrir þvl að eitt söluskattsstig, sem áður rann beint til olíustyrks (vegna húshitunar með olíu) gangi nú til rlkissjóðs. Hins vegar verði tekin á fjárlög útgjaldapóstur I sama skyni: 1000 m. kr. til að flýta hitaveiturannsóknum og framkvæmdum I þágu þeirra byggðarlaga, er enn búa að olíu- hitun, og 700 m. kr. I olíustyrk eða olíuniðurgreiðslu, eftir nánari ákvörðun I reglugerð þar um. Þannig kæmi þetta fjármagn allt áfram til góða þeim byggðarlögum einum, sem hvorki nytu húshitunar frá jarðvarma eða með raforku, þótt innheimt væri I formi sölu- skatts af landsmönnum öllum. LÖNDUN A LOÐNU TIL BRÆÐSLU Stjórnarfrumvarp um þetta efni gengur út á að auka vald loðnunefndar um stjórnun afla- skiptingar og löndunar á vinnslustaði, til að auðvelda vinnslu á komandi vertíð, þegar sýnt er, að Norglobal (norskt bræðsluskip) fæst ekki leigt I vetur eins og verið hefur á næstliðnum vertíðum. Nokkrar umræður urðu um frumvarpið — og töldu stöku þingmenn, að loðnunefnd fengi of mikið stjórnunarvald með frumvarpinu. TOLLSKRÁ Stjórnarfrumvarp um tollskrá o.fl. er eitt af viðameiri málum, sem nú liggur fyrir Alþingi. Enginn leið er að gera því skil I stuttri fréttaklausu. Fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar þrlklofnaði um þetta mál. Þrir þingmenn, Hall- dór Ásgrlmsson, Jón Helgason og Jón G. Sólnes flytja allnokkrar breytingartillögur. Albert Guðmundsson flytur og á sérstöku þingskjali breyt- ingartillögur við frumvarpið. ÖNNUR ÞINGMÁL TIL UMFJÖLLUNAR I GÆR Önnur þangmál sem til umfjöllunar vóru I gær: Stjórnarfrumvarp um fjöl- brautaskóla, stjórnarfrumvarp um Bjargráðasjóð, stjórnar- frumvarp um dagvistunar- heimili fyrir börn, frumvarp um launaskatt, frumvarp um innflutning á olíuprömmum, frumvarp um stimpilgjald, frumvarp um aukatekjur rlkis- sjóðs, frumvarp um Framhald á bls. 28 SÖNG SKÓLINN f Reykjavfk heldur þriðja árlegu tónleika sfna n.k. sunnudag, 19. des., kl. 5 f Fossvogskirkju, en þetta er f fyrsta sinn sem tónleikar eru haldnir f þeirri kirkju og að sögn Garðars Cortes söng- og hljóm- sveitarstjóra, er aðstaða til tón- leikahalds mjög góð þar. Flytjendur á tónleikunum eru kór Söngskólans f Reykjavfk, lið- lega 40 söngvarar, og Sinfónfu- hljómsveitin f Reykjavfk með 43 hljóðfæraleikara, en þetta er ann- að starfsár Sinfónfuhljómsveitar- innar f Reykjavfk. Báðir þessir aðilar eru orðnir virkir þátttak- endur f menningarlffi Reykjavfk- ur, en Sinfónfuhljómsveitin hélt II tónleika á í. ári. Garðar Cortes stjórnar bæði kór og hljómsveit. A efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Verdi, frumflutningur hér á landi, verk eftir Sibelius, Valse Triste og Romance fyrir strengi en um er að ræða frum- flutning á þvf verki hérlendis. Þá er einnig á efnisskránni verk eftir Sigfús Einarsson, Þor- kel Sigurbjörnsson, íslenzkt þjóð- lag i útsetningu Jóns Asgeirsson- ar og Faðir vor eftir Malotte i útsetningu fyrir kór. Verkin sem Sinfónluhljóm- sveitin leikur sérstaklega eru Valse Triste, Finnlandia og Rom- ance fyrir strengi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.