Morgunblaðið - 18.12.1976, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1976
Geir tók til sinna ráða
þegar Danir höfðu unnið
upp forskot fyrri hátfleiks
ISLENZKA landsliðið í hand-
knattleik vann sætan sigur I gær-
kvöldi er það lagði Dani að velli f
skemmtilegum leik f ^augardals-
höllinni, 23—20, eftir að staðan
hafði verið 11—8 fyrir tslendinga
f hálfleik. — Þessi sigur var
okkur nauðsyn og fslenzkur hand-
knattleikur fékk uppreisn æru,
sagði fyrirliði fslenzka lands-
liðsins, Jón Karlsson, eftir leik-
inn og undir þau orð hans er
ástæða til að taka. Mikið hefur
verið talað um deyfð og litleysi f
fslenzkum handknattleik að und-
anförnu, en sigurinn f leiknum f
gær var okkur sönnun þess að
landsliðið og um leið fslenzkur
handknattleikur er tekinn að
sækja aftur á brattann. Nú er
bara að fylgja þessum sigri eftir.
Til þess gefst tækifæri f Vest-
mannaeyjum í dag og f Laugar-
dalshöllinni annað kvöld.
Þeirri staðreynd er heldur ekki
unnt að horfa framhjá að þeir
áhorfendur, sem fylltu áhorf-
endapaila Laugardalshallarinnar
f gærkvöldi, áttu sinn þátt í
þessum sigri. Þeir vöru eins vel
með á nótunum og bezt má vera,
og veittu islenzka liðinu ákaflega
mikilsverðan stuðning þegar mest
á reið í leiknum.
En þrátt fyrir þennan sigur er
augljóst að íslenzka landsliðið á
enn töluvert langt f land, og þarf
raunar engan að undra slíkt.
Nokkrum sinnum í leiknum í gær
komu fram herfileg varnarmis-
tök, sem leiddu til þess að Danir
fengu að skora alltof auðveld
mörk. Var þetta einkum áberandi
f seinni hálfleiknum og má mikið
vera ef þá hefði ekki verið rétt að
breyta varnarleikaðferð íslenzka
laðsins. Það lék flata vörn allan
leiktfmann, en slíkt krefst gffur-
legrar hreyfingar og erfiðis, og
þegar á leikinn leið var auðséð að
okkar menn skorti stundum
snerpu til þess að fylgja snöggum
hreyfingum andstæðinganna. Það
varð hins vegar til bjargar í þess-
um leik að Ölafur Benediktsson
átti nú einn af stórleikjum sínum
f markinu og varði hvað eftir
annað frábærlega vel.
Að sóknarleik fslenzka liðsins
má einnig finna. Á köflum var
hann of hægfara, og einu sinni
fékk liðið t.d. dæmda á sig töf
fyrir ráðleysislegar aðgerðir f
sóknarleiknum. Það voru of fáir
leikmenn sem ógnuðu, og of fáir
leikmenn sem horfðu á línuna, en
þar stóð Björgvin Björgvinsson
hvað eftir annað óvaldaður.
Nokkrar „keyrslur" liðsins voru
mjög vel útfærðar, en þær virtust
of fábreyttar. Þannig tókst Dön-
um að stöðva „keyrslu" sem átti
að ganga upp á Ólafi Einarssyni i
seinni hálfleiknum, og þá virtist
ekki nógu mikið í bakhöndinni.
Nauðsynlega virðist vanta ógn-
andi skyttu f islenzka liðið. Má
mikið vera ef sá leikmaður er
ekki Axel Axelsson, og það má
einnig mikið vera ef Ólafur H.
Jónsson er ekki leikmaðurinn,
sem skortir f varnarleikinn og til
þess að rífa íslenzka liðið upp,
þegar hallatekur undan fæti.
En hvers vegna að vera að rekja
það sem miður tókst f leiknum?
Við unnum sigur, nokkuð sem of
sjaldan tekst og þegar á heildina
er litið átti íslenzka liðið góðan
leik.
Geir Hallsteinsson og dlafur
Benediktsson voru þeir einstak-
lingar f fslenzka liðinu sem stóðu
sig bezt í þessum leik, og var Geir
hreint út sagt frábær f seinni
hálfleik. Einskis islenzks leik-
manns var eins vel gætt og Geirs í
þessum leik og f fyrri hálfleikn-
um tókst Dönum bærilega að
hemja hann. En í seinni hálfleik
lék Geir dönsku varnarmennina
hreinlega sundur og saman, og
skoraði og skoraði. Ekkert marka
hans var eins mikilvægt og þegar
hann skoraði 21. mark Islands
þegar 4 mínútur voru til leiksloka
og Islendingar voru einum færri.
Geir var þá tekinn úr umferð, en
reif sig lausan og átti góða send-
ingu á félaga sinn Viðar Simonar-
son, sem svaraði með því að senda
knöttinn út í hornið, að þvf er
virtist út í bláinn. En viti menn —
þar kom Geir aðsvifandi, gómaði
knöttinn og skoraði.
— Þetta er gamalt FH-bragð,
sagði Geir Hallsteinsson eftir
leikinn. — Við vorum búnir að
æfa þetta upp og notuðum það i
gamla daga, þegar það tiðkaðist
oft að taka mig úr umferð f leikj-
um.
Sem fyrr greinir átti Ólafur
Benediktsson stórleik i markinu.
Hann varði hvað eftir annað þeg-
ar Danirnir voru komnir f góð
færi, og tvivegis vftaköst. Það var
helzt að Ólafi gekk illa að ráða við
föst og eldsnögg skot Michaels
„Þessi sigur var okkur nauðsyn"
AÐ VONUM var mikil gleði
rfkjandi f búningskfefa
fslenzka landsliðsins eftir leik-
inn f gærkvöldi, enda orðið
kærkomað að vinna sigur f
landsleik. Og auðvitað var
ánægjan tvöföld vegna þess að
það voru Danir sem voru lagðir
að velli, eins og þeir Þórarinn
Ragnarsson, Geir Hallsteinsson
og Björgvin Björgvinsson
sögðu f viðtali við Morgun-
blaðið eftir leikinn. Er þetta
jafnframt þriðji landsliðssigur
tslendinga f leik við Dani frá
upphafi, en allir virtust mjög
bjartsýnir á að fjórði og fimmti
sigurinn myndi fylgja f kjölfar-
ið f dag og á morgun.
Stemmningin í Laugardals-
höllinni var mjög skemmtileg í
gærkvöldi, enda húsið þétt-
skipað áhorfendum. Minnti það
á hina „gömlu góðu daga“. —
Við eigum fólkinu mikið að
þakka sigurinn sögðu
þremenningarnir. Þegar allt
var í járnum í seinni hálfleik
greip það inn f með hvatningar-
köllum sínum til okkar, og
gerði jafnframt dönsku leik-
mönnunum erfiðara fyrir.
Ólafur Benediktsson,
markvörður fslenzka liðsins,
stóð sig eins og hetja f leiknum
í gærkvöldi, og var frammi-
staða hans þeim mun betri ef
tekið er tillit til þess að hann
gekk ekki heill til skógar. — Ég
krækti mér í kvef í Sovét-
ríkjunum og var með 38 stiga
hita, sagði Ólafur, — auk þess
sem hið langa ferðalag frá
Sovétríkjunum f fyrradag sat í
mér, en við vorum 17 klukku-
stundir samfellt á leiðinni frá
Moskvu til Reykjavíkur. Ólafur
sagði að það hefði tvímælalaust
veikt danska liðið að Thomas
Patzyj lék ekki með því, — en
þessi Berg sem kom inn í liðið
fyrir Flemming Hansen, er
honum miklu betri, sagði
Ólafur — það var mjög erfitt að
ráða við skotin frá honum sem
voru snögg og föst. — Annars
tel ég mig vera farinn að kunna
svolftið á danska liðið. Vörnin
hjá okkur þarf nauðsynlega að
batna, og geri hún það ekki
verða seinni tveir leikirnir Ifka
erfiðir.
Finn Andersen, liðsstjóri
danska liðsins, sagði eftir
leikinn að sami veikleiki hefði
komið fram hjá danska lands-
liðinu og í öllum öðrum leikjum
þess f vetur. — Vörnin væri
slök. Okkar bezti árangur í vörn
var f leiknum á móti tslandi út f
Danmörku, og það var þá fyrst
og fremst vegna þess að mark-
varzlan hjá okkur var þá
frábær. Hins vegar er ég
nokkuð ánægður með sóknar-
leikinn þegar á heildina er litið.
Um íslenzku leikmennina sagði
Finn Andersen: I Danmörku
ætlaði Geir Hallsteinsson okkur
lifandi að drepa í fyrri hálfleik,
en nú geymdi hann púðrið fram
f seinni hálfleik og gerði þá út
um leikinn. Ólafur Einarsson
kom einnig mun betur frá þess-
um leik en hann gerði úti í
Danmörku.
Þegar Andersen var spurður
um hvort hann teldi Danina
hefna fyrir þetta tap f seinni
leikjum sínum hér, svaraði
hann. — Til þess verðum við
a.m.k. að bæta vörnina hjá
okkur.
Ólafur Einarsson sagði að
það væri sama gamla sagan,
íslenzka liðið dytti niður ein-
hvern tíma í leiknum og núna
hefði það gerzt í byrjun seinni
hálfleiksins. — Þá vorum við
hreinlega á hælunum, sagði
Ólafur. — Má vera að það hafi
stafað af þvf hversu mikil
„keyrsla" var í leiknum í fyrri
hálfleik. Annars getum við
varla unnið leiki ef við vinnum
ekki leik sem þennan, þegar
Ólafur Benediktsson er f hörku-
formi og bókstaflega urrandi á
bak við mann í vörninni. Eg er
sannfærður um að „karlinn"
(þ.e. Janusz) á eftir að rffa
þetta upp hjá okkur. Allt stefn-
ir í rétta átt að mínu mati og ég
held þvf fram að við eigum
mjög góða möguleika að sigra
Danina nú þrefalt.
Janusz Cerwinski sagði eftir
leikinn: — Það var okkur brýn
nauðsyn að vinna þennan leik
og auðvitað er ég ákaflega
ánægður með að það tókst. Það
þýðir þó ekki að ég sé fullkom-
lega ánægður með það sem liðið
gerði inni á vellinum — það
getur mun meira en þetta. Að
misnota t.d. 7 dauðafæri er ekki
nógu gott.
Þegar Janusz var spurður um
hvort það gæti ekki hafa verið
þreyta sem orsakaði hinn
slæma leikkafla tslendinganna
f upphafi seinni hálfleiks, svar-
aði hann, að svo mætti vel vera.
— Ég taldi leikinn hins vegar
svo gífurlega mikilvægan fyrar
okkur að ég hreinlega þorði
ekki að taka áhættuna af því að
skipta mönnum mikið inná.
Geir Hallsteinsson hefur platað danskan varnarmann upp úr skónum
og skorar eitt marka sinna.
Bergs, em flest öll voru af löngu
færi — jafnvel utan frá punkta-
linu.
Aðrir íslenzkir leikmenn sem
komust mjög vel frá þessum leik
voru þeir Björgvin Björgvinsson
og Ólafur Einarsson. Björgvin var
þó sveltur um of á línunni. Þórar-
inn Ragnarsson átti einnig ágæt-
an leik í vörninni, barðist eins og
berserkur allan tfmann, en stund-
um var maður hræddur, þegar
hann tók á andstæðingunum dá-
lftið hraustlega.
Danska liðið kom undirrituðum
á óvart fyrar skemmtilegan leik.
Það er mikill hraði og ógnunáleik
liðsins, en eins og íslenzka liðið
hefur það við áberandi varnar-
vandamál að striða. Beztu menn
liðsins voru Anders Dahl-Nielsen,
Henrik Jacobsgaard og sfðast en
ekki sízt Michael Berg. Þar er á
ferðinni stórhættuleg skytta sem
virtist skora ef hann á annað borð
hitti markið.
Pólsku dómararnir í leiknum
ollu nokkrum vonbrigðum fyrir
ónákvæmni sfna, einkum þegar á
leikinn leið og harka fór að færast
f hann. Þannig slepptu þeir Dön-
unum t.d. tvívegis við mjög svo
augljós vítaköst.
—stjl.
ElnKunnaglöfln
Ólafur Benediktsson 4, Björgvin Björgvinsson 3, Ólafur Einarsson 3,
Ágúst Svavarson 2, Þórarinn Ragnarsson 3, Geir Hallsteinsson 4, Viðar
Sfmonarson 3, Viggó Sigurðsson 1, Þorbergur Aðalsteinsson 1, Jón
Karlsson 2, Gunnar Einarsson 1.
*..
í STUTTU MÁLI
* I. ■■■!■■■ ■— 11.1 . ....
ISTUTTU MÁLI:
Landsleikur (Laugardalshöll 17. des.
(JRSLIT: tSLAND— DANMÖRK 23—20
(11-8)
Gangur leiksins:
M(n. tsland Danmörk
3. Geir 1:0
5. 1:1 Berg
7. Ágúst 2:1
7. 2:2 S. Andersen
9. Viðar 3:2
9. 3:3 Berg
10. Ólafur 4:3
11. ólafur 5:3
13. Björgvin 6:3
13. 6:4 H. Sörensen
14. ólafur 7:4
16. 7:5 P. Jensen
18. ólafur 8:5
20. 8:6 H. Sörensen('
21. Jón K. 9:6
24. 9:7 H. Sörensen
26. Þórarínn 10:7
29. 10:8 S. Andersen
30. Jón (v) 11:8
H&lfleikur
34. 11:9 S. Andersen
34. Geir 12:9
35. 12:10 Berg (v)
36. 12:11 H.J acobsgaard
37. Jón (v) 13:11
38. 13:12 S. Andersen
39. 13:13 Nielsen
39. Geir 14:13
41. 14:14 Berg (v)
42. Jón (v) 15:14
44. 15:15 Berg
45. Jón (v) 16:15
46. 16:16 Berg
46. Viðar 17:16
48. Viggó 18:16
49. 18:17 H.J acobsgaard
52. Geir 19:17
53. 19:18 S. Andersen
53. Geir 20:18
54. 20:19 S. Andersen
56. Geir 21:19
57. Viðar (v) 22:19
58. Björgvin 23:19
60. 23:20 J. Petersen
MÖRK tSLANDS: Geir Hallsteinsson 6.
Jón Karlsson 5, ólafur Einarsson 4, Viðar
Sfmonarson 3, Björgvin Björvinsson 2,
Ágúst Svavarsson 1, Þórarinn Ragnarsson
1, Viggó Sigurósson 1.
MÖRK DANMERKUR: Míchael Berg 6,
Sören Andersen 6, Heine Sörensen 3,
Henrik Jacobsgaard 2, Palle Jensen 1,
Anders Dahl-Nielsen 1, Jesper Petersen 1.
BROTTVÍSANIR AF VELLI: Sören
Andersen ( 2 m(n. Þórarinn Ragnarsson
og Ágúst Svavarsson 12 m(n.
MISHEPPNUÐ VlTAKÖST: Ólafur
Benediktsson varði vltakast Anders Dahl-
Nielsens & 5. mín. og v(takast Heine
jiörensen á 26. min. Mogens Jeppsen varði
vitakast Viðars á 8. m(n. og Kay Jörgensen
varði vitakast Jóns á 51. m(n.