Morgunblaðið - 18.12.1976, Side 47

Morgunblaðið - 18.12.1976, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1976 47 KARFAN KOMIN ÚT NYLEGA kom út körfuknattleiks- blaðið „Karfan", en það var 3. tbl. 2. árgangs og er gefið út af nokkr- um ungum og áhugasömum mönnum um körfuknattleik. Þeir hafa gefið blaðið út nú um tveggja ára skeið og hefur það tekið miklum framförum á þeim stutta tíma og er nú i fyrsta sinn prentað á vandaðan pappir og sett i dálka og er frágangur allur hinn bezti. Blaðið prýða margar góðar myndir auk ýmiss konar fróðleiks um körfuknattleik bæði inn- lendan og erlendan. Þar sem þetta er hið eina blað um körfuknattleik, sem gefið er út hér á landi, ættu þeir sem áhuga hafa á íþróttinni tvimæla- laust að kaupa blaðið sér til skemmtunar og fróðleiks. HG ÞÆR fregnir berast frá Suður- Afríku að Gabashane Rakabaele frá Lesotho hafi unnið þar- lenzkan meistaratitil i maraþon- hlaupi fyrir svarta hlaupara á tfmanum 2:12,33 klst. Sá tfmi hljómar svo sem ekkert sérstak- lega fyrir kunnuga, nema það að hann ber vott um ágætisárangur. Þegar þó betur er að gáð, þá kemur í ljós að Rakabaele hljóp þetta hlaup mjög hátt yfir sjávar- máli, og er þvi timi hans talinn vera bezti árangur sem náðst hefur á þessari vegalengd, þegar tekið er tillit til aðstæðna, þ.e. hins þunna lofts. Má til saman- burðar taka sigurtíma Mamo Wolde í Mexiko, en hann var 2:20,26 klst., en það hlaup fór fram við svipaðar aðstæður. Báðir koma þeir Mamo Wolde og Gabashane Rakabaele frá land- svæðum sem liggja hátt yfir sjávarmáli, og eru þvf vanir slík- um aðstæðum. Sérstakur landmælingamaður var fenginn til að mæla vegalengd hlaups Rakabaele, og staðfesti hann að vegalengdin hefði verið nóg, þ.e. 42.135. km. Það hefur löngum þótt erfitt að bera saman árangur i maranþon- hlaupi, þvi vegna leiðanna, sem hlaupnar eru, verða hindranir á veginum alltaf mjög misjafnar. Af þessum sökum eru ekki stað- fest nein heimsmet i greininni, heldur afrekin aðeins „skráð" eins og það heitir á máli statist- ikkinar. Beztum árangri sam- Framhald á bls. 32 Bandarfska háskólaliðið Guðmundur K. Uuðmundsson Athyglisvert hástökk Á innanfélagsmóti FH sem fram fór 13. desember s.l. náði korn- ungur piltur, Guðmundur R. Guðmundsson, mjög athyglisverð- um árangri f hástökki, er hann stökk 1,94 metra. Bezt átti hann áður 1,86 metra, og þykir það meira en Iftið að bæta sig um 8 sentimetra milli móta f þessari fþróttagrein. Guðmundur er aðeins 17 ára að aldri og á þvf enn eftir ár f drengjaflokki. Ætti hann að ráða við Islandsmet Elfasar Sveins- sonar f þeim aldursflokki áður en langt um Ifður, en það er 1,96. Á sama móti setti Sigurður P. Guðjónsson Islandsmet f hástökki án atrennu f piltaflokki, stökk 1,33 metra, en eldra metið átti félagi hans úr FH, Þorsteinn G. Aðalsteinsson, og var það 1,31 metri. Bandarískt háskólalið leikur hér EINS og kunnugt er mun banda- rískt háskóialið í körfuknattleik leika hér þrjá leiki dagana 19., 20. og 21. desember við úrvalslið landsliðsnefndar og Njarðvik- inga. Leikið verður við landsliðið á sunnudag klukkan 14.00 i iþróttahúsi Kennaraskólans, við Njarðvíkinga í Njarðvik klukkan 20.00 á mánudag og á þriðjudag verður leikið við landslið I íþróttahúsi Hagaskólans klukkan 20.30. Erfiðlega hefur gengið að velja landsliðið og eru margir sem ekki hafa gefið kost á sér vegna ýmissa ástæðna, en sennilega verður liðið sem leikur á sunnudag skipað eft- irtöldum mönnum: Jón Sigurðs- son Ármanni, Kristinn Jörunds- son ÍR, Ríkharður Hrafnkelsson Val, Kári Marfsson UMFN, Guð- mundur Böðvarsson Fram, Ingi Stefánsson IS, Birgir Guðbjörns- son KR, Jón Jörundsson ÍR, Torfi Magnússon Val, Björn Magnússon Ármanni og Einar Bollason KR. Þar sem bandarisku stúdent- arnir eru með beztu háskólaliðum Bandaríkjanna ættu leikir þeirra að verða skemmtilegir og vel leiknir hver sem úrslit munu verða, en um þau er afar erfitt að spá vegna þess hve litið er vitað um getu þeirra, en vonandi fjöl- menna áhorfendur á leikina til að sjá góðan körfukanttleik. Góð gjöf frá Hummel HANDKNATTLEIKSSAM- BANDI Islands barst nýlega mjög góð gjöf frá sportvöruframleið- andanum Hummel. Var þarna um að ræða tvö búningasett, hvítt og blátt, æfingatreyjur, og töskur fyrir allt handknattleikslandslið- ið. Bezta maraþonhlaup fyrr og síðar?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.