Morgunblaðið - 23.01.1977, Síða 30

Morgunblaðið - 23.01.1977, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JANUAR 1977 „Maðnr er lítill, þegar þeir renna ang- nnum” Árni Johnsen - í dag eru 4 ár liðin stðan eldgosið hófst í Heimaey 23. jan. 1973. Um 4400 (búar eru nú I Eyjum miðað við 5300 fyrir gos, en alls eru það um 1700 Vestmannaeyingar sem ekki hafa snúið aftur heim til Eyja og eru ástæðurnar bæði fjárhagslegar og félagslegar. Fyrir liggur samkvæmt úttektar- nefnd rlkisstjórnarinnar að 400—600 millj. kr. vantar I dæmið hjá bæjarfélaginu einu sér til þess að það standi eðlilega fjárhagslega miðað við önnur bæjarfélög og er þá sleppt margs konar tjóni á mannvirkjum bæjarins. Það liggur einnig fyrir að bætur Viðlagasjóðs til tjónþola ( Eyjum hafa aðeins verið Ktill hluti af raunverulegu tjóni. Fjöldi fjölskyldna situr uppi með milljóna tjón, en verst fóru þeir sem misstu hús sfn og eigur og gamla fólkið fór alverst út úr dæminu, enda hefur það að miklu leyti fengið að týnast hér og hvar þar sem það lenti ( upphafi gossins. Hluti fór aftur til Eyja, m.a. á glæsilegt elliheimili þar, en stór hluti er við bágar aðstæður á meginlandinu. Miðað við staðreyndir um stöðu bæjarsjóðs, vangoldnar bætur til einstaklinga f Eyjum og fyrirtækjanna á staðnum, liggur fyrir að Eyjamenn sitja uppi með þúsund millj. króna tjón eftir eldgosið og er það um að ræða peninga sem vantar til þess að endar nái saman. Hér fara á eftir viðtöl við forsvarsmenn stærstu fiskvinnsluhúsanna ( Eyjum, menn sem um langt árabil hafa verið f fararbroddi reksturs og uppbygg- ingar fiskvinnslu ( landinu og þeim ber öllum saman um feikilegt tjón af völdum eldgossins án þess að raunverulegar bætur hafi komið til nema að hluta. Að auki kemur það fram, að þeir hafa ekki til jafns við önnur byggðarlög á landinu fengið fyrirgreiðslu vegna atvinnufyrirtækja sinna, sem eru þó öll I hópi stærstu frystihúsa landsins og árið 1972 voru 3 frystihús ( Eyjum nr. 1, 2 og 3 hvað snerti framleiðslumagn frystihúsa innan SH, sem sagt stærstu frystihús landsins. Nú eru þessi sömu frystihús f 6.— 8. sæti með mun minna magn ( tonnum á meðan önnur frystihús hafa aukið afköst sfn um allt að 50%. Útvegsbændur og talsmenn frystihúsanna ( Eyjum kvarta yfir þvl að bráðnauðsynleg og eðlileg endurnýjun og aukning bátaflotans ( Eyjum hafi ekki fengizt framkvæmd og kemur það m.a. f Ijós með minnkandi aflamagni á sama tlma og aðrir stórir fiskvinnslubæir hafa stóraukið hráefnismagn sitt með tilkomu fjölda skuttogara og annarra fiskiskipa. Vestmanna- eyjar eru langstærsta verstöð landsins miðað við afla á ári. Eftirfarandi tafla sýnir vel hve Vestmannaeyjar hafa orðið á eftir ( uppbyggingu bátaflotans, þv( framleiðslumagn frysti- húsanna er f samræmi við það sem á land berst. Taflan sýnir framleiðslumagn F tonnum: 1972: 1. Fiskiðjan VE 3744 tonn. 2. Vinnslustöðin VE 2909 tonn. 3. ísfélag Vestmannaeyja 2908 tonn. 4. Útg. fél. Akureyrar 2862 tonn. 5. BÚR 2632 tonn. 6. Bæjarútg. Hafnarfjarðar 2330 tonn. 7. íshúsfélag Bolungarvíkur 2252 tonn. 8. Hraðfrystistöð VE 2032 tonn. 1976: 1. Útgerðarfélag Akureyrar 5010 tonn. 2. BÚR 3518 tonn. 3. íshúsfélag Bolungarvfkur 31 30 tonn. 4. íshúsfélag ísafjarðar 3112 tonn. 5. Norðurtanginn, ísafirði 3048 tonn. 6. ísfélag Vestmannaeyja 2895 tonn. 7. Fiskiðjan VE 2856 tonn. 8. Vinnslustöðin VE 2578 tonn. Tölur yfir 1976 telja loðnufrystingu með en taflan sýnir að Eyjafrystihúsin hafa ekki náð hlut slnum hlutfallslega og Hraðfrystistöð VE er dottin út eins og gefur að skilja þvf hún er ekki til lengur. Hér fara á eftir viðtöl við forystumenn frystihúsanna, en viðtöl við Pál Zóphónfasson bæjarstjóra o.fl. f Eyjum koma eftir helgi. |j| „VIÐ teljum eftir nákvæma könnun að það tjón sem Fiskiðjan situr uppi með eftir gosið umfram greiddar bætur, nemi um 120—130 millj. kr sagði Guðmundur Karlsson. forstjóri Fiskiðj- unnar h.f. í Vestmannaeyjum, um fjár- hagslega stöðu Fiskiðjunnar eftir eld- gosið Fiskiðjan hóf rekstur á ný um mánaðamótin janúar febrúar 1 974. en uppbyggingarstarfið hófst strax í ágúst 1973 þegar leyft var að flytja aftur tæki og vélar stöðvarinnar til Eyja Leggja varð nótt við dag til þess að mögulegt yrði að ná vetrarvertfðinni 19 74 og það varð því feikilega kostnaðarsamt að gera allt klárt á svo skömmum tfma Hluti fiskvinnsluhúss- ins fór undir hraun, en þar hafði salt- fiskverkunin verið til húsa „Það voru þvf ýmsir hnökrar og erfiðleikar við reksturinn fyrsta vetur- inn," sagði Guðmundur, „en vinna var mikil og sfðan höfum við unnið af fullum krafti eins og hráefni hefur boðið upp á Við komumst skjótt f fullan rekstur með liðlega 200 manna starfslið Við höfum lagt áherzlu á að byggja upp frystinguna, en ýmis ófyrir- sjáanleg og afleit tjón liggja eftir þetta áfall Allur vélabúnaður var fluttur heiman og sfðan heim aftur og hann þoldi ekki þennan flutning Hann ætlar því að endast illa, þótt hann hefði ella dugað okkur um ófyrirsjáanlegan aldur. Reyndin hefur alltaf verið slík, þegar fyrirtæki með margslunginn tækjabúnað eru flutt milli staða. að það kostar margs konar erfiðleika og sumt kemst aldrei í samt lag. Við erum nú að byggja upp vélabúnaðinn í frystihús- inu, en saltfiskverkunin bíður vegna skorts á fjármagni. Það stefnir allt að því að eðlileg þróun fyrirtækjanna hér tefjist um 10 ár á meðan engin sérstök fyrirgreiðsla er þeim til handa vegna eldgossins og afleiðmga þess á allar athafnir hér Við Jengum hundsbætur frá Viðlagasjóði og þar með búið, og þær fengust með eftirtölum. Það hefur einnig töluvert boriðá því, þegar reynt hefur verið að fá fyrir- greiðslu til bráðnauðsynlegra fram- kvæmda vegna áfallsins, að málum hefur verið vfsað til Viðlagasjóðs, því þetta væri ekki mál annarra stjórn- valda Villi frændi sér um sína, hafa þeir sagt, og vfsað okkur á dyr, en við höfum ekki kynnzt þeirri forsjá Vfðlaga- sjóðs fremur en aðrir Vestmannaey- ingar. Það er margt sem spilar inn í þetta dæmi Vegna þess að við lendum f þessu gosi. gátum við ekki fylgt eftir uppbyggingu flotans og við fáum þvl ekki þá fyrirgreiðslu sem þarf Þetta kemur m.a alvarlega niður á nýtingu vinnsluhúsanna hér og fólkinu sjálfu, því eins og ástandið er f dag skortir okkur hráefni í 5 mánuði ársins Haustið og fram í janúar er svo til dauður tfmi vegna gats f möguleikum hráefnisöflunar. Við höfum haldið þvl fram vegna þess að við þekkjum stöðuna, að skip vanti hingað, eh þeir sem hafa farið með þau mál hafa ekki viljað hlusta á þau rök, hvorki heyra né skilja. Okkar gæfa f þessu máli hefur verið sú, að við höfum endurheimt okkar starfsfólk ágætlega og við höfum mjög gott fólk Hjá hinu verður ekki fram hjá gengið að þessi fyrirtæki hér f Eyjum, sem voru f fararbroddi fiskvinnslufyrirtækja landsins fyrir gos, eru nú mjög að- kreppt og það byggist hreinlega allt á þvf að krafla sig fram úr vandamálun- iiiiifiliiiiiiil-i:... ' * um 4 ár eru liðin frá gosi og önnur 4 verða ekki lengi að líða Á þessum fyrstu fjórum árum hefur ekkert verið gengið til móts við okkur vegna tjóns af völdum eldgossins og nauðsynlegra athafna til jafns við önnur byggðarlög lándsins sem eru snar þáttur f hráefnis- öflun þjóðfélagsins. Við sjáum hvað setur á þeim næstu." „Nóg að gera við athafnir heima f Eyjum" í Fiskimjölsverksmiðjunni h.f. í Vest- mannaeyjum, Gúanóinu, eins og það er kallað f daglegu tali, hittum við Þorste Sigurðsson forstjóra og Harald Gfslason framkvæmdastjóra að máli Gúanóið hefur þá sérstöðu á gosárinu að vinna yfir 20 þús tonn af loðnu á meðan gosið var f fullum gangi. Það kostaði baráttu heimamanna að fá að vinna á gostímabilinu. en barátta Gúanómanna var öxullinn f þeirri bar- áttu heimamanna að koma hjólum at- vinnulífsins og mannlífsins f Eyjum f gang aftur. Það sem liðaðist upp úr reykháfum Gúanósins á gostfmanum og áður hafði stundum valdið hnusi bæjarbúa, varð nú tákn bjartsýni og harðfylgi bjartsýnismanna Það jók sálarró og bjartsýni allra Eyjamanna heima og heiman að Gúanómenn unnu kalt og ákveðið að framleiðslu í aðeins nokkur hundruð metra fjarlægð frá gjósandi eldfjalli. Þar vann einvala og samtaka lið sem lét ýmis horn kerfisins ekki aftra sér. Fiskimjölsverksmiðjan h.f skilaði hagnaði á gosárinu og hefur ugglaust fáa órað fyrir þvl þegar gosið skall yfir. Því ákváðu Gúanómenn að fara ekki fram á tekjubætur eins og önnur fyrir tæki í Eyjum. Óbeint tjón var þó feiki- legt. í fyrsta lagi var mjög hagstæð loðnuvertíð með hagstæðu verði og í stað 20 þús. tonna hefði verksmiðjan fengið minnst 60 þús tonn við eðlileg- ar aðstæður. Vegna lömunar annarra fiskvinnsluhúsa var engin fiskimjöls- framleiðsla. en um sumarið bárust um 6000 tonn af spærlingi „Starfseminni var haldið út allt árið 1973, en tjóna- bæturnar eru I hlutfalli við allt annað í þessu máli," sagði Haraldur, „eftir mati sem reyndist koma til móts við 25% af raunverulegum kostnaði. Við fengum alls 3.3 millj kr. í tjónabætur. en ástæðan fyrir því að við sóttum ekki um tekjubætur var einfaldlega sú að okkur þótti það of súrt á sama tíma og við horfðum upp á miklu meira tjón einstaklinga. tjón sem sáralítið tillit hefur verið tekið til. Það liggur einnig Ijóst fyrir að þetta fyrirtæki fór bezt fyrirtækja út úr gosinu þótt tjónið sé á hinni hliðinni." Þegar Rafveituhúsið fór undir hraun með vélum og öllu tilheyrandi voru vélar Gúanósins notaðar til þess að framleiða rafmagn fyrir bæinn f 10 daga og með þvf björguðust feikileg verðmæti í bænum, en síðan hafa vélar verksmiðjunnar oft gripið inn í og framleitt rafmagn fyrir bæjarfélagið. í viðræðunum við þá Harald og Þorstein kom það einnig fram, að margt hefði verið dýrt í sambandi við það að koma fyrirtækjum bæjarins I gang aftur og sumir hefðu orðið að vinna meira í því efni af kappi en forsjá eins og t d Fiskiðjan, þvf vinnumögu- leikar voru skilyrðið fyrir þvf að fólk kæmi aftur til Eyja. Þeir kvörtuðu einnig yfir þvf hve erfitt væri aðfá fyrirgreiðslu fyrir nauð- Myndir: Signrgeir Jónasson 5j.il Saltað. VtP» "- Einn af nemendum Stýrimannaskól- Fimleikaflokkur Eyjapeyja hefur vak- ans á björgunaræfingu I fyrradag. ið mikla athygli fyrir hæfni. Fnstihúsin í Eyjum sitja uppi með hundruð millj.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.